Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2000, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2000 24 rsr^ tölvun takni og vísinda ^ Gamall óvinur til hjálpar: Utfjólubláir geislar hreinsa drykkjarvatn Ósonlagiö verndar okkur gegn útfjólubláum geislum sólar en saman vinna óson og útfjólubláir geislar gegn meng un í drykkjarvatni Hingað til hafa útfjólubláir geisl- ar verið taldir til óvina mannkyns þar sem þeir eru taldir helsta lameinstilfella í heiminum. Nú hefur hins vegar kom- ið á daginn að þeir eru ekki alslæm- ir heldur geta þjónað góðum tilgangi. Samkvæmt rannsóknum sem nú fara fram í Bandaríkjunum er hægt að nota útfjólubláa geisla til að sótt- hreinsa drykkjarvatn. Þetta er talin mjög hentug leið þar sem hún er til- tölulega ódýr og skilur ekki eftir sig neinar efnaleifar líkt og þegar klór er notaður. Þótt íslendingar hafi lítið þurft að hafa áhyggjur af menguðu drykkjar- vatni, með undantekningum þó, þá er það vandamál víða úti í heimi, sér- Nokkur illdrepanleg sníkjudýr og örverur, skaðleg heilsu manna, hafa átt það til að komast í vatnsból og hafa þá valdið miklum sýkingum og jafnvel dauða. Arið 1993 létust tæplega 100 manns vegna mengaðs drykkjarvatns í Milwaukee staklega í stórum borgum. Nokkur illdrepanleg sníkjudýr og örverur, skaðleg heilsu manna, hafa átt það til að komast í vatnsból og þá valdið miklum sýkingum og jafnvel dauða. Árið 1993 létust tæplega 100 manns vegna mengaðs drykkjarvatns í Milwaukee. Helstu vamirnar gegn þessum vágestum hafa verið þær að sía vatnið eða loka vatnsbólum þannig að kvikindin komist ekki inn. Óson einnig gott gegn örverum í Bandaríkjunum hefur klór og öðrum eitruðum efnum einnig verið blandað saman við vatn. Vandamálið við þannig aðgerðir er að leifar efnanna hafa viljað sitja eftir og eru þau talin geta valdið krabbameini. Ein aðferð er til sem talin er virka vel á illdrepanlegar örverur en það er óson. Það er mikið not- að i Evrópu þar sem menn þurfa litla hreinsun á vatni og vilja ekki nota eiturefni. Það er hins vegar afar dýrt og hafa Banda- ríkjamenn því ekki notað það mikið. Þar gjóa menn því augun- um í átt til útfjólublárra geisla sem ódýrrar og öruggrar lausnar gegn menguðu vatni. ástæða húðkrab Grannar mýs gefa offitusjúklingum von - framleiða ofgnótt af sérstöku prótíni Að sögn dr. Johns Claphams, stjórnanda rannsóknarinnar, fram- leiða mýsnar mikið magn af ótengdu prótíni 3 í hvatberum vöðvafrumna. Hvatberar, sem oft eru kallaðir vél- ar frumna, hafa þann starfa að breyta fæðu í orku með því að um- breyta henni i efni sem kallast ATP sem síðan er geymt sem fita ef of mikil orka er framleidd. Aukafram- leiðsla af prótini 3 veldur þvi hins vegar að ATP myndast ekki heldur breytist orkan í hita sem veldur því að grunnefnahvörf líkamans aukast og hægt er að borða meira en samt léttast i leiðinni. Þetta virkar eins og að gefa bil inn sem er í hlutlaus- um. Hann eyöir bensíni en orkan losnar sem hiti í stað þess að knýja bílinn áfram. Vonir eru bundnar við það að þessi uppgötvun geri mönnum kleift að finna upp lyf fyrir offitusjúk- linga. Dr. Clapham lagði þó áherslu á það að heilsusamlegt mataræði og góð hreyfmg væru alltaf fyrsti og besti kosturinn til að grenna sig. Baráttan við aukakílóin: Það er Ittið grín að þurfa burðast með allan þennan aukaforöa og ekki slæmt ef hægt væri að komast al- veg hjá því. mmmmmmmmmmmmmmwsssssssrnssss Vísindamönn- um frá lyfja- fyrirtækinu Smith Kline Beecham og Cambridge-háskóla hefur tekist að rækta erfðabreyttar mýs sem þyngjast ekki þótt þær borði meira en venjulegar mýs. Mýsnar of- framleiða mennskt prótín sem brenn- ir fæðunni sem hita í stað þess að geyma hana sem fitu. Þeir segja þetta geta verið lykilinn að þvi að frnna upp lyf gegn offitu hjá marmfólkinu. 'TjújjjiJj Heyrnartæki notuð í bootleg-upptökur - gefur miklu betri hljóm en áður þekktist því er átt við að fólk tekur ólöglega upp tónleika og gefur upptökumar út á geisladiskum. Gæðin hafa alltaf verið misjöfn á slíkum upptökum en nú er breyting á þvi. Samkvæmt nýlegum lögum í Bandaríkjunum þurfa allir tónleika- staðir að vera með sérstök heyrnar- tæki fyrir fólk með takmarkaða heyrn. Nú hefur komið í ljós að óprúttnir skálkar nota þau til að taka upp tónleikana. Upptökurnar eru miklu betri með þessu móti því tónlistin er send beint í tólin og þar með er lítil truflun af áhorfendaó- hljóðum eða bergmál og brenglun í tónlistinni. Endurkomutónleikar Bruce Springsteen og E Street-bandsins í fyrra voru teknir upp á þennan hátt og hafa aðdáendur verið að dásama hljóminn á hinum ólöglegu upptök- um á heimasíðum, tileinkuðum ell- irokkaranum. Risaeðlurnar prumpuðu sig í hel - samkvæmt nýjustu kenningunni ar dóu út. Það er mat eins fransks vísindamanns að það hafl hvorki verið loftsteinn né neinar aðrar náttúruhamfarir sem voru ástæðan heldur einungis yfirgengilegur vindgangur hjá risaeðlunum sjálf- um. Viðrekstur risaeðla innihélt hátt hlutfall metangass sem var nógu öfl- ugt til að rjúfa gat á ósonlagið. Dýr- in voru 89-100 tonn á þyngd og borð- uðu um 130-260 kíló á dag. Þetta olli því samkvæmt kenningunni að dýr- in hafi verið sírekandi við. Með tím- anum fylltist andrúmsloftið af metangasi sem að lokum gerði stórt gat á ósonlagið. Útfjólubláir geislar ollu miklum breytingum á gróður- fari sem gerði það að verkum að matarskortur myndaðist og risaeðl- urnar dóu út. Ekki fylgdi nafn hins fróma franska vísindamanns með þessari sérstöku frétt. Löngu áður en tón- listariðnaðurinn ÍIÍUJÍÍÚÍIÍ þurfti að takast á við lagastuld á Netinu var hann í stöðugum vandræðum með fólk sem stundaði svokallaðar bootleg-upptökur. Með Bruce Springsteðn er einn þeirra tónlistarmanna sem teknir hafa verið upp meö heyrnartækjunum. Samkvæmt frétt i kínverska dagblað- inu China Youth Daily er búið að setja fram nýja kenn- ingu um ástæðu þess að risaeðlurn- Ertu með vindgang, elskan? F“ ammmmmm C l'jlvhii Þráölaus samvinna tveggja risa Talsmenn Er- icssons til- kynntu í sein- ustu viku að áætlað væri aö setja á markað búnað fyrir GSM-síma sem hægt verður að senda tölvu- póst á. Búnaðurinn verður hannaður í samvinnu við Microsoft og mun nota Mobile Explorer-vafra. Með honum verður hægt að tengj- ast hvers kyns stýribúnaði sem byggður er á Bluetooth- tækninni og horfa Svíarnir sérstaklega til EPOC-stýri- búnaðarins sem þeir eru að hanna ásamt Nokia, Motorola og Matsushita. Það er mat manna hjá Ericsson að internettengdir GSM-sim- ar verði notaðir af um 500 milljónum manna árið 2003. Netiö bjargar lífi mínu Eftir að Gra- ham Tarling, 45 ára Breta, var sagt að hann ætti að- eins fáa mán- uði ólifaða vegna ólæknandi krabbameins í nýra fór hann á Netið í leit að bandarískum lækni sem gæti bjargað hon- um. Eftir tveggja vikna leit á Netinu komst hann í sam- band við dr. Andrew Novick. Eftir að Graham hafði sent sjúkraskýrslur sínar og farið í vikulanga rannsókn féllst dr. Andrew á að framkvæma aðgerðina. Hún tók 13 klukkutíma og voru bæði æxlið og nýrað fjarlægð. Nú er Graham í lyfjameðferð en er kominn úr allri hættu. Graham hafði þetta að segja: „Internetið bjargaði lífi mínu!“ Ráögjöf fyrir netfíkla Á heimasíð- unni www.virtual- addiction.com geta langt leiddir neftflklar leitað ráð- gjafar með vandamál sin. Það er sálfræðingurinn David Greenfield sem er upphafs- maðurinn að síðunni og seg- ist hann sérhæfa sig í með- höndlun netfikla. Meðal ann- ars getur maður tekið lítið próf sem segir til um hvort maður eigi við vandamál að stríða. Meðal þess sem boðið er upp á er hjónabandsráð- gjöf þar sem annar aðilinn hefur gerst sekur netsam- bönd við annað fólk í gegn- um spjallrásir eða eytt heilu og hálfu tímunum á hinum óteljandi klámsíðum Verald- arvefsins. Margir sálfræðing- ar hafa gagnrýnt dr. Greenfi- eld og segja hann ekki vinna á vísindalegan hátt og hafa þar að auki léleg rök fyrir því að netfikn sé til i raun og veru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.