Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2000
25
tölvu-i tíkni og vísinda
MP3-tæknin:
Ekki bara fýrir tónlist
- nýtist einnig við genarannsóknir
Ef Lars Ulrich og félögum tekst aö fá Napster lokaö gæti þaö þýtt að fleiri
tengdum forritum en löglegum veröi lokaö líka
Það á eftir að
koma sér illa
fyrir fleiri aðila
en tónlistarunn-
endur ef svo vill
til að Napster-
fyrirtækið góð-
kunna verður neytt til þess að loka
á skiptiforritið sitt. Það hefur kom-
ið á daginn að þau forrit sem fólk
notar til að skiptast á tónlist á Net-
inu eru líka notað af vísindamönn-
um i genarannsóknum og tölvu-
vírusasérfræðingum.
Eins og flestir þeir vita sem fylgst
hafa með Napster-dómsmálinu í
Bandaríkjunum komst Napster-fyr-
irtækið hjá því að loka heimasíðu
sinni. Talið er víst að málið fari fyr-
ir rétt fyrr en seinna. Verði niður-
staðan Napster í óhag þá hafa marg-
ir áhyggjur af því að bann verði lagt
við öllum hugbúnaði sem byggist á
sömu lögmálum og Napsterinn, jafn-
vel þá sem eru algerlega lögleg.
Veraldarvefurinn í hættu
Lincoln Stein, prófessor í gagna-
tækni líffræði við Cold Spring
Harbor rannsóknarstofnunina í
New York-ríki, segist strax hafa séð
möguleika fyrir vísindamenn að
nýta sér þessa tækni til að skiptast
á upplýsingum um genarannsóknir
hver annars. Fyrst um sinn notuð-
ust Stein og félagar við Napsterinn
en svo komust þeir að því að Gnu-
tella hentaði mun betur fyrir þá.
Reyndar segir Stein að Gnutella
henta til dreifingar á skjölum á
hvaða formi sem er.
Stein hefur miklar áhyggjur af
áhrifum dóms sem væri í óhag Nap-
ster og segir að þau gætu náð til
fleiri þátta en tónlistarskiptiforrit-
anna. „Ef taka á fullt mark á dóms-
niðurstöðu sem myndi loka Napster
þá gæti tónlistariðnaðurinn þess
vegna farið í mál við samtökin sem
standa að Veraldarvefnum því fólk
notar hann til að skiptast á og stela
tónlist."
Vírusviðvaranir
Stöðugt er að aukast breiddin í
notkunarmöguleikum á þeim skipti-
forritum sem til eru. Fyrirtækið
MyCIO.com er um þessar mundir
að prufukeyra forrit sem kallað er
Rumor (orðrómur). Tilgangurinn
með þessu forriti er að láta vita ef
upp kemur tölvuvírus einhver stað-
ar. Þá getur ein tölva sent á allar
aðrar sem skráðar eru í gagnagrunn
forritsins viðvörun og þannig á það
að auðvelda tæknistjórum og öðrum
sem þessi mál varða að bregðast við
í tíma.
Zach Nelson, forseti og stjómar-
formaður MyCIO.com, segist ekki
vera hræddur við dómsuppkvaðn-
ingu tónlistariðnaðinum í hag. Að
hans sögn er
aðeins hægt að
skiptast á upp-
lýsingum sem
fyrirtækið hef-
ur samþykkt.
Öll skjöl sem
fyrirtækið á
eru merkt með
sérstökum
lykli sem for-
ritið les áður
en það er flutt.
Ef slíkur lykill
er ekki tO stað-
ar fer skjalið
hvergi.
„Ef taka á futlt mark á
dómsniðurstöðu sem
myndi loka Napster þá
gæti tónlistariðnaður-
inn þess vegna farið í
mál við samtökin sem
standa að Veraldar-
vefnum því fólk notar
hann til að skiptast á
og stela tónlist.“
Vísindamenn hafa notað MP3-forrit til aö skiptast á upplýs-
ingum.
Nýtt forrit í ætt við Napster:
Stefnt að litlu efna-
hagssvæði á Netinu
- gjaldmiðillinn mun heita Mojo
Ef skemmtanaiðnaöurinn tekur þátt í Mojo-efnahagnum mun greiösluleiöin
til þeirra kallast PayLars, smáskot á Napster-nöldrara númer eitt, Lars Ul-
rich.
Bráðlega kemur
út ný gerð af for-
riti sem virkar
svipað og Napst-
er og Gnutella
skjalaskiptifor-
ritin. Forritið er komið frá fyrirtæk-
inu Autonomous Zone Industries,
AZI, og kallast MojoNation(Mojo-
þjóðin). Því er ætlað að verða nokk-
urs konar afmarkað efnahagskerfi á
Netinu þar sem notendur munu
ákveða sín á milli upphæðir sem
borga skal ef einhver sækir sér lag
til annars. Gjaldmiðillinn mun
heita Mojo og mun ein eining af
honum samsvara um 1/1000 úr
bandarísku senti.
Notendur geta sent á milli tónlist,
bíómyndir og klámefni, svo eitthvað
sé nefnt. Jim McMoy, stofnandi AZI,
segir það verða erfitt fyrir eigendur
höfundarréttar efnis sem fer inn á
MojoNation að kæra einn né neinn
þar sem ekki er um einn miðlægan
grunn að ræða. Það er hins vegar
ætlun McCoy og félaga að vinna
með skemmtanaiðnaðinum með því
gera fólki kleift að borga með Mojo
ef það vill. Hugbúnaðurinn sem
gerður hefur verið fyrir greiðslum-
ar er kallaður PayLars (borgaðu
Lars) með skírskotun til trommu-
leikara Metallicu og Napsters-óvin-
ar númer eitt, Lars Ulrich.
Mojo-gjaldeyrisbankar
MojoNation er ekki fullklárað en
ætlunin er að það gerist seinna á ár-
inu. Ef allt gengur upp með þetta
nýja forrit á að verða komið upp
heildstætt efnahagsnet þar sem raf-
rænir kaupendur, seljendur og þjón-
ustuaðilar munu stunda kaup og
sölu á hvers kyns skemmtivamingi
með Mojo gjaldmiðilinn að vopni.
Framtíðaráætlanir gera svo ráð fyr-
ir því að komið verði upp „gjaldeyr-
isbönkum" sem fólk getur farið i og
skipt Mojonum sínum yfir í dollara.
Forrítið er komið frá
fyrírtækinu
Autonomous Zone
Industríes, AZl, og
kallast
MojoNationfMojoþjóð-
in). Því er ætlað að
verða nokkurs konar
afmarkað efnahags-
kerfí á Netinu þar sem
notendur munu
ákveða sín á milli upp-
hæðir sem borga skal
ef einhver sækir sér
lag til annars.
Ein nýjung verður í forritinu
sem virkar þannig að fólk getur
forgangsraðað þeim þjónusuaðil-
um sem það sækir til og valið
þannig þá áreiðanlegustu eftir
því t.d. hvað það er að sækja.
McCoy lýsir þessu sem nokkurs
konar mauraþúfu þar sem hver
og einn þjónustuaðili gegnir sér
hlutverki, sérhæfir sig í ein-
hverju ákveðnu efni.
Nú er bara að sjá hvort Mojo-
þjóðin fæðist og þá hvort hið
kæruglaða skemmtanaiðnaðar-
fólk i Hollywood notar tækifær-
ið til að fá einhvern pening með
samvinnu við Mojoana eða
stekkur beint í dómstólana.
Nýr MP3 spilari:
Með 150 geisladiska í vasanum
- kemur á markað í haust
Með útgáfu djúkboxins
er búið að yfirstíga eitt
helsta vandamálið sem
hefur hrjáð MP3 spil-
ara hingað tit: oflítið
minni.
Nú er ekki langt
að bíða þess að
fólk geti labbað
um með allt
geisladiskasafn-
ið sitt á sér.
Þetta gerist þegar ný gerð MP3 spil-
ara kemur á markað í lok ágúst.
Fyrirtækið Creative Technologies,
sem þekktast er fyrir að framleiða
hljóðkort í tölvur, setur spilarann á
markað og nefnist hann Digital
Jukebox (stafrænt djúkbox).
Með útgáfu djúkboxins er búið að
yfirstíga eitt helsta vandamálið sem
hefur hrjáð MP3 spilara hingað til:
of lítið minni. Djúkboxið er með 6
I'M
iiiijju'áii/
gigabæta harð-
an disk og er
nóg pláss til að
geyma um 150
geisladiska á
honum. Það er
einnig hægt að
geyma tónlist á
öðruvísi formi
en MP3 á harða
diskinum.
Djúkboxið er
aðeins smærra
en hefðbundnir
ferðageislaspil-
Þaö er munur á því hvort maður er meö einn geisladisk eöa arar og mun
150ásér. ganga fyrir 4
stykkjum af AA batteríum.
Svona fyrir þá sem ekki vita það
þá gerir MP3-tæknin fólki kleift að
taka tónlist af geisladiski og geyma
hana á stafrænu formi inni á tölvu
eða spilara eins og djúkboxinu.
Einu lagi er þjappað niður í viðráð-
anlega stærð með því að taka aðeins
upp þau hljóð sem mannseyrað get-
ur numið. Ein mínúta af tónlist á
MP3 formi tekur um eitt megabæt í
minni.
Við minnum enn lesendur DV-Heims á að vilji þeir koma
einhverju á framfæri við umsjónarmenn blaðsins eru ailar
hugmyndir, athugasemdir, ábendingar og annað vel þegið.
Hægt er að senda okkur línu á netfangið dvheimur@ff.is
n.!s