Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Side 22
26
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
I>V
Ættfræði
Umsjón: Helga D. Sigurðardóttir
mLmMSEammm
Thor Vilhjálmsson
.^feyjíí'íin^SIM
90ára_________________________________
Guörún Árnadóttir,
Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfiröi.
80 ára___________________
Friðrik Pétursson,
Stóragerði 8, Reykjavík.
Þorvaldur Halldórsson,
útgeröarmaöur og fyrrver-
andi skipstjóri frá Vörum f
Garöi. Eiginkona hans er
Ingibjörg Jóhannsdóttir.
Þau verða aö heiman á af-
mælisdaginn.
75 ára___________________
Egill Egilsson,
Álfaskeiði 70, Hafnarfirði.
Guömundur Björnsson,
Danmörku.
Ingibjörg Siguröardóttir,
Suöurgötu 17, Sandgerði.
Sigurbjörg Rósa Viggósdóttir,
Dvergabakka 26, Reykjavík.
70 ára________________________________
Alfreö Júlíusson,
Álfheimum 7, Reykjavik.
Guörún Jóna Jónsdóttir,
Egilsbraut 6, Þorlákshöfn.
Ingimundur Guðmundsson,
Gullsmára 7, Kópavogi.
60 ára________________________________
Eyjólfur Einarsson,
Framnesvegi 2, Reykjavík.
Kristín Ragnarsdóttir,
Stigahlíð 93, Reykjavík.
50 ára________________________________
Helga Sófusdóttir,
Þúfubaröi 19, Hafnarfirði.
Hugrún P. Skarphéöinsdóttir,
Rskakvísl 3, Reykjavík.
Linda L. Konráösdóttir,
Skálatúni, Lönguhlfð, Mosfellsbæ.
Sigurður Vigfússon,
Álfalandi 7, Reykjavfk.
Snorri Ásgeirsson,
Svíþjóð.
Theódóra Jóna Doyle,
Bandarfkjunum.
40 ára________________________________
Auður Gunnarsdóttir,
Heiðarbraut 5e, Keflavík.
Ágúst Már Jónsson,
Reykjabyggö 26, Mosfellsbæ.
Guörún Þorkelsdóttir,
Sólvangsvegi 7, Hafnarfirði.
Hafþór Jóhannsson,
Jörfabakka 4, Reykjavík.
Hilmar Haröarson,
Grettisgötu 37, Reykjavík.
isleifur Þðr Erlingsson,
Aspargrund 9, Kópavogi.
Margrét Héðinsdóttir,
Rósarima 2, Reykjavík.
Óskar Árni Hilmarsson,
Skógarási 9, Reykjavík.
Rut Vilhjálmsdóttir,
Dalhúsum 87, Reykjavík.
Siguröur Baldvin Sigurösson,
Bandaríkjunum.
Þorsteinn R Guöjónsson,
Vallarhúsum 37, Reykjavík. Hann tekur
á móti gestum á heimili sínu laugardag-
inn 19.8. á milli kl. 17.00 og 20.00.
Andlát
Emil Hallfreðsson andaðist á Landspit-
alanum mánudaginn 14.8.
Ólafur Jón Ólafsson, Hávallagötu 17,
Reykjavík, lést á heimili sínu mánudag-
inn 14.8.
Helga Sjöfn Fortescue, Grýtubakka 6,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
mánudaginn 14.8.
Haraldur Guömundsson rafvirkjameistari
lést fimmtudaginn 10.8. Jarðarförin fór
fram í kyrrþey.
rithöfundur
Thor Vilhjálmsson rithöfundur,
Karfavogi 40, Reykjavík, varð sjötíu
og fimm ára laugardaginn 12. ágúst.
Starfsferill
Thor er fæddur i Edinborg í
Skotlandi. Hann er stúdent frá MR
1944, stundaði nám við norrænu-
deild HÍ 1944-46, við háskólann í
Nottingham á Englandi 1946-47 og
við Sorbonneháskóla í París
1947-52.
Thor starfaði við Landsbókasafn-
ið 1953-55 og við Þjóðleikhúsið
1956-59 og var um árabil fararstjóri
íslendinga erlendis, einkum í Suð-
urlöndum.
Thor hefur gegnt fjölmörgum
trúnaðarstörfum. M.a. var hann for-
maður Rithöfundafélags íslands
1959-60 og 1966-68, í stjórn Rithöf-
undasambands íslands 1972-74 og
forseti Bandalags ísl. listamanna
1975-81. Hann var i þjóðfulltrúaráði
Samfélags evrópskra rithöfunda
1962-68, formaður Júdófélags
Reykjavíkur í nokkur ár og forseti
íslenska PENklúbbsins.
Thor hefur sent frá sér fjölmargar
bækur, m.a.: Maðurinn er alltaf
einn, 1950. Dagar mannsins, 1954.
Andlit í spegli dropans, 1957. Undir
gervitungli, 1959. Regn á rykið, 1960.
Svipir dagsins og nótt, 1961. Kjarval,
1964. Fljótt, fljótt sagði fuglinn, 1968.
Óp bjöllunnar, 1970. Folda, 1972.
Hvað er San Marinó? 1973. Fiskur í
sjó, fugl úr beini, 1974. Fuglaskottís,
1975. Mánasigð, 1976. Skuggar af
skýjum, 1977. Faldafeykir, 1979.
Turnleikhúsið, 1979. Grámosinn gló-
ir, 1986. Tryggvi Ólafsson, 1987,
ásamt Halldóri Runólfssyni. Nátt-
víg, 1989. Svavar Guðnason, 1991.
Eldur í laufi, 1991. Raddir i garðin-
um, 1992. Tvílýsi, 1994. Fley og fagr-
ar árar, 1996. Morgunþula í stráum,
1998. Þá hefur Thor gefið út ljóða-
bækur, stundum í samvinnu við
myndlistarmenn, samið leikþætti og
þýtt margar þækur og leikrit. Marg-
ar bækur hans hafa verið þýddar á
erlend tungumál.
Thor hefur haldið nokkrar mál-
verkasýningar. Á þessu ári var sýn-
ing á myndum Páls á Húsafelli meö
ljóðum eftir Thor. Hann hefur feng-
ið margar viðurkenningar. M.a.
bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs 1988, svonefnd Litlu Nóbels-
verðlaun Sænsku akademíunnar til
norrænna höfunda 1992, Islensku
bókmenntaverðlaunin 1998, Karen
Blixen verðlaun Dönsku akademí-
unnar 1999 og tvívegis Bókmennta-
verðlaun DV. Honum hefur hlotnast
margvíslegur annar heiður, einkum
i Frakklandi og á Ítalíu. Þá er hann
heiðursfélagi Rithöfundasambands
Islands og Júdófélags Reykjavíkur
en Thor hefur svart belti í japanskri
glímu, júdó.
Fjölskylda
Kona Thors er Margrét Indriða-
dóttir, f. 28.10. 1923, fyrrv. frétta-
stjóri Ríkisútvarpsins. Faðir Mar-
grétar var Indriði, rafvirkjameistari
á Akureyri, bróðir Gísla, föður Ind-
riða, fyrrv. íslenskuprófessors við
KHÍ, föður Emu fréttamanns og
bróöir Hallgríms, föður Helga Hall-
grímssonar vegamálastjóra, föður
Hallgríms, rithöfundar og myndlist-
armanns. Indriði var sonur Helga,
bónda í Skógargerði, Indriðasonar,
hreppstjóra í Seljateigi, Ásmunds-
sonar. Móðir Indriða var Ólöf, syst-
ir Gísla, foður Benedikts í Hofteigi
og séra Sigurðar Z., föður Jóns
bassaleikara, og systir Hallgríms,
langafa Agnars Hallgrímssonar ís-
lenskufræðings. Ólöf var dóttir
Helga, b. á Geirúlfsstöðum, bróður
Guðrúnar, ömmu Gunnars Gunn-
arssonar rithöfundar. Helgi var son-
ur Hailgríms, skálds á Stóra-Sand-
felli, Ásmundssonar, bróður Ind-
riða, föður Ólafs, prófasts og skálds
á Kolfreyjustað, föður skáldanna
Páls alþm. og Jóns ritstjóra. Móðir
Margrétar var Laufey Jóhannsdótt-
ir frá Firði í Seyðisflrði.
Synir Thors og Margrétar: Öm-
ólfur, f. 8.6. 1954, íslenskufræðingur
og starfsmaður á skrifstofu forseta
íslands; Guðmundur Andri, f. 31.12.
1957, rithöfundur og ritstjóri hjá
Máli og menningu.
Systkini Thors: Helga, f. 15.8.
1926; Guðmundur, f. 24.5. 1928, lög-
fræðingur og fv. innkaupastjóri hjá
Flugleiðum; Margrét Þorbjörg, f.
29.7. 1929, húsmóðir; Hallgrímur, f.
26.10. 1930, d. 7.4. 1945.
Foreldrar Thors: Guðmundur Vil-
hjálmsson, forstjóri Eimskipafélags-
ins, og kona hans, Kristín Thors
húsmóðir.
Ætt
Guðmundur var sonur Vilhjálms,
bónda á Undirvegg í Kelduhverfi,
bróður Páls, afa Stefáns Jónssonar,
alþingismanns og rithöfundar, föð-
ur Kára, forstjóra íslenskrar erfða-
greiningar, og Hjörleifs arkitekts.
Bróðir Vilhjálms var Hallgrímur,
langafi Herdísar, móður Hallmars
Sigurðssonar leikhússtjóra. Systir
Vilhjálms var Karólína, amma Val-
týs Péturssonar listmálara. Vil-
hjálmur var sonur Guðmundar, b. á
Brettingsstöðum, Jónatanssonar.
Móðir Guðmundar var Karítas Páls-
dóttir timburmanns Sigurðssonar,
bróður Valgerðar, móður Þuríðar,
formóður Reykjahlíðarættarinnar.
Helga, föðuramma Thors, var systir
Sigurbjargar, ömmu Stefáns Jóns-
sonar. Helga var dóttir ísaks, b. á
Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi,
Sigurðssonar, b. í Brekkukoti, Guð-
brandssonar, b. í Sultum, Pálssonar,
bróður Þórarins, afa Ólafar,
langömmu Bjama Benediktssonar
forsætisráðherra og langömmu
Guðmundar Benediktssonar ráðu-
neytisstjóra. Systir Guðbrands var
Ingunn, langamma Sveins, forföður
Hallbjarnarstaðaættarinnar, afa
Kristjáns Fjallaskálds.
Kristín, móðir Thors, var dóttir
Thors Jensens, athafnamanns frá
Danmörku, og konu hans, Margrétar
Þorbjargar Kristjánsdóttur, systur
Steinunnar, móður Kristjáns Al-
bertssonar rithöfundar. Meðal móð-
ursystkina Thors var Ólafur Thors
forsætisráðherra. Móðir Margrétar
Þorbjargar var Steinunn Jónsdóttur,
bónda í Bergsholti, Sveinssonar og
konu hans, Þorbjargar Guðmunds-
dóttir, prófasts á Staðarstað, Jóns-
sonar. Móðir Þorbjargar var Margrét
Pálsdóttir, systir Grims, langafa Ás-
geirs Ásgeirssonar forseta.
Vegna mistaka var röng afmœlis-
grein um Thor í síðasta helgarblaði
og birtist því rétta greinin nú.
Klara Jónasdóttir, Skúlagötu 20,
Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigs-
kirkju á morgun, fimmtudaginn 17.8.,
kl. 15.00.
Björn Hólm Þorsteinsson, írabakka 12,
Reykjavík, verðurjarðsunginn frá Selja-
kirkju fimmtud. 17.8. kl. 13.30.
Þórður Þorsteinsson, fyrrv. bóndi á
Grund í Svínadal, veröur jarðsunginn frá
Blönduóskirkju föstudaginn 18.8.
Ágúst V. Guðjónsson, Hólmgarði 13,
veröurjarösunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 17.8. kl. 13.30.
Kristinn Hallur Jónsson frá Dröngum,
Strandasýslu, verðurjarðsunginn frá
Akraneskirkju föstud. 18.8. kl. 14.00.
Ragnar Þorgrímsson frá Lauganesi, Ár-
skógum 8, verður jarösettur frá Lauga-
neskirkju föstudaginn 18.8.
kl. 13.30
Merkir Islendirrgar
Helga Sigurðardóttir, skólastjóri Húsmæðra-
kennaraskólans hefði orðið 96 ára í dag
hefði hún lifað en Helga dó þann 26. ágúst
áriö 1961.
Helga fæddist á Akureyri árið 1904
og var dóttir hjónanna Sigurðar Sig-
urðssonar, skólastjóra á Hólum í
Hjaltadal og síðar búnaðarmála-
stjóra, og Þóru Sigurðardóttur í
Grímsgerði í Fnjóskadal.
Hún gekk í húsmæðraskóla í Væld-
egaard í Danmörku veturinn 1922-
1923 og í sumarskóla í Ollerup-lýðhá
skólanum á Fjóni þá um sumarið.
Árið 1926 lauk hún húsmæörakennara
prófl frá skóla Birgitte Berg-Nielsen í Kaup-
mannahöfn. Hún var við nám í Statens Vita-
Helga Sigurðardóttir
min-Laboratorium veturinn 1934-1935 og í
starfsnámi á sjúkrahúsi. Frá 1953 til 1954
dvaldist hún við nám í Bandaríkjunum.
Þess utan fór Helga svo að segja á
hverju sumri i námsferðir til Norð-
urlandanna og annarra landa.
Hún hélt fjöldamörg námskeið í
Reykjavík fram til ársins 1930, var
matreiðslukennari við Austurbæj-
arskólann frá 1930 til 1942 og skóla-
stjóri Húsmæðrakennaraskólans
frá stofnun hans árið 1942 allt til
ársins 1961.
Helga gaf út nokkrar bækur um
matreiðslu í gegnum tíðina.
Hún var alla tíð ógift og átti ekki
börn.
i • r
I luhhupotti
eru vinningar
að verðmæti
Ert þu ashrifandi? 700.0001«.
pskrift
[y - borgar sig
BRÆDURNIR
igmúla 8 • Sfmi 530 2800
borgar sig
550 5000
Pioneer
51
LOEWL
I
DREGIÐ VIKULECAISMMARI