Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 23
27 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 DV ■BSB Robert De Niro 57 ára Stórleikarinn Robert de Niro fæddist í ítaiska hverfmu í New York fyrir 57 árum í dag. Hann var feimið bam og gekk undir nafn- inu Bobby Milk, sökum fólleika og ófram- fæmi. Fyrsta hlutverk hans var í leikrit- inu Galdrakarlinum í Oz þar sem hann lék huglausa Ijónið en síðar hefur hann fyrst og fremst tekið á sig myndir geðsjúklinga og glæpamanna. Af helstu kvikmyndum kappans má nefna Taxi Driver, Raging Bidl og Godfather n en upp á síðkastið hef- ur hann látið sjá sig i mýkri hlutverkum í myndunum Analyze This og Flawless. Gildir fyrir föstudaginn 18. ágúst Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: _ 1 k Leitaðu aðstoðar ef þú ^ þarft að fást við mjög sérhæft verkefiii. Sam- vinna skilar miklu meiri árangri en að hver sé að pukrast einn úti í sínu homi. Fiskarnir (19. febr.-20. mars); Þér gengur best að I vinna í dag ef þú getur verið í félagsskap fólks sem þér likar vel við. Samképpni á ekki við þig þessa dagana. Hrúturinn (21. mars-19. aoríii: Þú ert viðkvæmur í dag 1 hvort sem það er vegna einhvers sem sagt var við þig eða þú heyrðir sagt um Fig- Þú þarft hvatningu til að byija á einhverju nýju. Nautið Í20. aDrfl-20. maí): Þú helgar þig fjöl- skyldunni og átt með henni góðar stundir. Það er mikið sem á eft- ir að gera á heimiiinu og ekki seinna vænna en að byija verkið. Tvíburarnir (21. mat-21. iúnT); Hversu mikið sem er að ' gera hjá þér þessa dagana skaltu gefa þér tima til að setjast niður öðru hvoru og látalrér hða vel. Lífiö er til þess að njóta þess en ekki bara strita og strita. Krabblnn (22. iúní-22. iúiíl: Þú finnur fyrir öfúnd í | kringum þig. Það eru 1 ekki allir jafnánægðir með frama þinn í l máli. Þú kynnist ákveð- inni persónu á nýjan hátt. Llónlð (23. iúlí- 22. áeústl: Þú ert bjartsýnn og það kemur sér vel f starfi þínu. Ekki láta það angra þig þó að hlutimir taki örlítið lengri tíma en þú ætlaðir. Mevlan (23. áeúst-22. sept.l: Þér leiðist að þurfa að sinna sömu skyldum 'lk.alla daga og ættir að * r reyna eitthvað nýtt. Oft getur verið gott að fá hug- myndir hjá öðrum. Vogln (23. sept-23. okt.l: Smávægilegt vandamál kemur upp fyrri hluta dagsins og þú þarft að- stoð við að leysa það. Kvöldið lofar góðu. Vogln (23. se É Sporðdrekl (24. okt,-21. nóv.): M skalt forðast til- finningasemi og þó að ýmislegt komi upp á skaltu ekki láta skapið hlaupa með þig í gönur. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: Þú ættir að forðast mikla eyðslu. Þér gengur illa að sann- færa fólk en hugmynd- ir þínar vekja þó athygli. Stelngeltln (22. des.-l9. ian.): Það verður eitthvað ánægjulegt um að vera hjá fjölskyldunni í dag. Ættingjar þínar hafa mikil áhrif á þig þessa dag- ana og er það af hinu góða. Tilvera Vatnið í heitum pottum í Stykkishólmi lokar sárum psoriasissjúklinga: Kraftaverkavatn í Hólminum - heilsutengd ferðaþjónusta í DV-MYND KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTLR Baden-Baden í Stykkishólmi Vignir Sveinsson, forstööumaöur íþróttamiöstöövarinnar í Stykkishólmi, segir vatniö í heitu pottunum á staönum jafn- ast á viö heilsuparadísina í Baden-Baden í Þýskalandi. Orðspor borholuvatnsins í heitu pottunum í Stykkishólmi hefur farið víða síöan þeir voru opnaðir fyrir ári. Vatnið hefur þau áhrif að húðin verður mýkri og halda margir því fram að það hafi einnig mýkjandi áhrif á hár. Auk þess hafa psoriasissjúkling- ar heimsótt bæinn sérstaklega til að dýfa sér ofan í heilsuvatn- ið. „Margir psoriasissjúklingar sem hafa komið hingað segja að sárin hafi lokast eftir 2-3 skipti í pottunum hjá okkur. Svo koma hingað gigtarsjúklingar daglega sem segjast lagast til muna eftir baðið. Hins vegar er erfiðara að sanna það því það sést ekki utan á þeim eins og psoriasissjúklingun- um,“ segir Vignir Sveinsson, for- stöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Stykkishólmi. Vatnið er salt og inniheldur mik- ið af uppleystum efnum sem gera húðina mjúka viökomu eftir böð. Efnasamsetningin er svipuð og vatnsins í Baden-Baden sem er frægasti heilsubaðstaður Þýska- lands. Þá er pH-gildi vatnsins mjög lágt miðað við annað hitaveituvatn, eða 8,45. Það veldur því að húðin verður mjúk viðkomu eftir böðin í vatninu því hátt pH-gildi leysir húð- fitu og veldur húðþurrki. Hitaveitu- deiglunni vatn í Reykjavík hefur til dæmis pH-gildi í kring- um 10. Vignir tekur fram að ekki sé ráðlegt fyrir psoriasissjúkling- ana eða aðra sem leita bót meina sinna að fara í sund eða sturtu eftir veruna í pottunum. „Efnin skolast af og virka ekki eins vel ef farið er í sturtu. Fólk er alveg hreint þegar það kemur upp úr pottunum því flæðið er svo mikið að það skiptir um vatn á hálftíma fresti,“ segir hann. Vatnið í sundlauginni er ólíkt pottvatninu. Það er upphitað kalt vatn sem fær varma frá borholu- vatninu með svokölluðum varma- skiptum og hefur því ekki hina læknandi eiginleika vatnsins í heitu pottunum. Ásthildur Sturludóttir, hjá At- vinnuráðgjöf Vesturlands, segir all- ar aðstæður vera til þess að stunda heilsutengda ferðamannaþjónustu í Stykkishólmi. „Hér er mjög þróuð ferðamanna- þjónusta og allt innra skipulag bæj- arins í góðu standi sem er eitt af gnmdvallaratriðum í þessu máli,“ segir hún. Vignir Sveinsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, hvetur fólk til að prófa pottana í Hólminum. „Það er þess virði aö prófa vatnið þótt ekki fái allir bót meina sinna. Hvort sem fólk er með húðsjúkdóm eða ekki veldur borholuvatnið þvi að húðin verður mýkri og líðanin verður ólíkt betri á eftir,“ segir Vignir Sveinsson um heitu pottana í Stykkishólmi sem lokað hafa sár- um psoriasissjúklinga og mýkja húð þeirra sem í þá fara. jtr Kraftaverkavatnið í Hólminum slær við Bláa lóninu: Sár mín lokuðust - segir Ágústína Guðmundsdóttir sem trúði vart sínum eigin augum „Eftir eitt til tvö skipti tók ég eft- ir því að hrúðrið fór og síðan fóru sárin að lokast,“ segir Ágústína Guðmundsdóttir, kennari í Stykk- ishólmi, sem heldur nú psoriasis- sjúkdómi sínum í lágmarki með reglulegum böðum í heilsupottun- um. Talið er að um 2-4 prósent jarð- arbúa séu haldin psoriasis og ekki minna en 6000 manns munu vera með sjúkdóminn hér á landi. Psori- asis er bagalegur og sársaukafullur sjúkdómur sem veldur jafnvel blæðandi sárum og gerir líf sjúk- lingsins afar erfitt á köflum. „Þetta var þannig að ef ég fór á skíði komu blæðandi sár á ökklana. Húðin súmar upp og þaö koma hrúður og sár sem leggjast á alla liði. Ég reyndi Eills kyns áburð og allt var vaðandi í smyrslum og drullu í rúmfotunum. Nú fer ég í heitu pottana og nota einungis mýkingarkrem og spara talsverðan kostnað við hin og þessi krem sem virkuðu aldrei eins vel og heilsu- vatnið," segir Ágústína. Orðspor borholuvatnsins heilsu- samlega náði fyrst til Ágústínu fyr- ir rúmu hálfu öðru ári þegar Heim- ir Kristinsson kom að máli við hana. Heimir er einnig haldinn psoriasissjúkdómnum sem áður var mjög sýnilegur á honum og var hann þá nýlega byrjaður að baða sig i borholuvatninu í fiskikari í sveitinni við Stykkishólm. „Ég bara trúði þessu ekki. Sárin höfðu öll lokast og hann leit miklu betur út heldur en áður,“ segir Ágústína. Eftir samtal sitt við Heimi fór hún einnig að baða sig í karinu og sá strax mun. Hún tekur undir orð Vignis Sveinssonar, forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar í Stykkis- hólmi, að ekki sé ráðlegt að fara í sund með fram heilsubótarsetu í heitu pottunum. Ágústína baðar sig annan hvem dag i heilsupott- unum og segir þá slá öðrum pott- um við. „Þetta hefur gjörbreytt lífi mínu. Ég hef prófað heita potta víða, til Kraftaverk í Hólminum Ágústína Guömundsdóttir, kennari í Stykkishólmi, og Heimir Kristinsson byrjuöu aö baöa sig í heilsuvatninu í fiskikörum í sveitinni viö Hólminn. Sár þeirra beggja hafa lokast og eru áhrif vatnsins kraftaverki iíkust. dæmis í Reykjavík, og svo hef ég far- ið í Bláa lónið. Ég hef aldrei fundið fyrir öðru eins og í pottunum héma en það fæst líka með því að ég stunda þá reglulega og sleppi ekki úr. Geri ég það þá taka sárin og hrúðrið sig upp aftur,“ segir Ágústína Guðmunds- dóttir kennari um heilsu- paradísina í Stykkishólmi. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.