Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 3
Rúnar fær blómavasa í. hausinn eftir að hafa haidið fram hjá konunni sinni.og Emma bókasafnsfræðingur með komplexa yfir áð vera falleg. Hvað eigá þau sameiginlegt? Jú, þau búa í bókinni Klór eftir Þörstein Guðmundsson fóstbróður sem verður gefin út á næstunni. Flestallir landsmenn þekkja Þorstein Guðmundsson úr Fóstbræðraþáttun- um vinsælu á Stöð 2. Þar hefur hann skemmt landsmönnum ásamt félögum sínum í nokkur misseri. En Þorsteini er fleira til lista lagt en að spauga í sjónvarpinu. Nú er hann að gefa út sína fyrstu bók sem er smásagnasafn en sögumar tengjast ailar innbyrðis. Dauðvona offitusjúklingur Þorsteinn segir þetta ekki vera neinar grínsögur en þó sé húmor í þeim. „Ritstjórinn minn líkir sögun- um við bók ameríska rithöfundarins Raymond Carverss, Short Cuts, sem flestir þekkja frá samnefndri kvik- mynd.“ Þorsteinn hefur skrifað í nokkur ár en þetta er fyrsta bókin hans. „Fyrir utan Fóstbræðraþættina og ýmsa pistla í útvarpi og blöðum hef ég líka skrifað leikrit, bæði fyrir út- varp og ýmsa leikflokka." Þorsteinn nefnir sem dæmi Rómeó og Ingibjörgu sem hann skrifaði fyrir Halaleikhóp- inn og svo annað leikrit sem heitir Búktalarinn. „Af útvarpsleikritum má nefna Handlagna píparann og I skýj- unum. Það er einmitt verið að flytja í skýjunum í útvarpi í Svíþjóð um þess- ar mundir." Þorsteinn segir líka að væntanlegt sé nýtt útvarpsleikrit frá honum. Það heitir Hugleiðingar dauð- vona ofFitusjúklings og mun líklega heyrast í Ríkisútvarpinum á næst- unni. En um hvaó eru sögurnar? Þorsteinn segir þetta vera 12-13 smásögur um alis konar fólk á aldrin- um 30-50 ára. Þó sé reyndar ein sagan um áttræða konu. „Þetta eru svona manniýsingar með léttum söguþræði," segir Þorsteinn. Með krampa í fingrunum Hvaöan koma persónur Þorsteins? Er hann aö skrifa um fólk sem hann þekkir? „Nei, ég þekki þetta fólk ekki, það er allt saman uppskáldað." Hann seg- ist í mesta lagi taka eiginleika frá fólki sem hann þekkir og blanda þeim svo saman í persónum sínum. Spurður um sameiginleg einkenni persóna sagnanna segir Þorsteinn þær margar vera á einhvers konar tímamótum. Hann bætir við: „Þær eru allar í þeim sporum að vera að hugsa til baka og eru sumar hverjar í tilvistarkreppu því fylgjandi." En tengjast sögurnar á einhvern hátt innbyrðis? „Já, þær fjalia allar um fólk sem býr hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig tengjast sögumar þannig að persónur ferðast á milli kafla, persóna sem er í aukahlutverki í einni sögu er svo í stærra eða aðalhlutverki í annarri." Þessi nýbakaði rithöfundur segir það ekki sem verst að skrifa. „Þetta er innivinna og því ekki mikið líkamlegt erflði sem fylgir henni, svo framarlega sem maður gætir þess að fá ekki krampa í fingurna. Ef það gerist er um að gera að hvíla sig og fá sér kaffi.“ Saletn Karim: íraskur steypubíl sljóri Flottasti leigubíll- inn: Diskótek á fjónim hjólum Badly Drawn Boy: Gosi býr í Manchester I M f;monning;ii nn i i; ippfji up|)unni Souls oí Oi | >1 leus oiu önmim Knlnii viö upptökui á smuskifu fyi n oiiska ulQafuíyin tækio Blind Side. Þeii Iitu ti|ip ui stilabökum oq tækjahnigum i sIlhIíóí sínu lil þess aö tjá sig um samningmn og íonlisl sína, „Smáskífan fær dreifmgu um ailan heim og gefúr okkur stærri tækifæri," segja meðlimir Souls of Orpheus um ný- undirritaðan smáskífusamning við bresku hip-hop-útgáfúna Blind Side. Sveitin er skipuð þeim Magnúsi og Anthony, sem rappa og pródúsera, og plötusnúðnum Matta, sem kveðst einnig verðandi pródúser en er að bfða eftir „helvítis samplemum". Þeir félag- ar hafa allir fengist við hip-hop-tónsmíð- ar áður. Maggi rímaði undir nafninu MagsE fyrir sveitina Subterranean og þeir Anthony voru saman í The Facul- ty. „Síðastliðin tvö ár höfúm við Ant- hony tekið upp saman og svo kom Matti inn og við stofnuðum tríó í kringum það samstarf," segir Magnús. Anthony hefúr reyndar mörg jám í eldinum um þessar mundir því hann er einnig meðlimur sveitarinnar World Global Control sem hefur aðsetur í stóra eplinu, New York. Úr klóm skrímsla í helvíti Þegar þeir em spurðir um tildrög nafnsins sérstaka, Souls of Orpheus, segir Matti: „Þegar við vomm allir að leita að nafni las ég griska heimspeki og rakst á goðsögnina um Orfeus. Hann var mikið ljóð- og tónskáld og gat fært fjöll með list sinni og komst einn allra manna upp úr helvíti Hadesar. Töfraði alla sem reyndu að stöðva hann og slapp frá öllum skrímslunum. Það er ótrúleg saga á bak við þennan gaur og okkur fannst hann tengjast því sem við erum að gera.“ Dreift um allan heim Þeir hafa ekkert gefið út undir þessu nafiii en brátt verður breyting þar á. „Já, við erum búnir að hanga í stúdíói og tókum upp smá „demóteip" og dreifð- um til nokkurra erlendra plötufyrir- tækja. Svo var bara hringt í okkur um daginn frá breska fyrirtækinu Blind Side og okkur boðinn samningur,“ segja kappamir. Samningurinn tryggir þeim útgáfú á einni smáskífu og verður henni dreift á alþjóðamarkað. „Blind Side tengist fyrirtækinu Fat Beats sem er stærsta útgáfúfyrirtæki í hip-hop- bransanum," segir Matti. „Þeir dreifa aðallega til Japan og Bandaríkjanna og þaðan kemur skífan væntanlega til Is- lands.“ Hjá Blind Side em margar fræg- ar hijómsveitir og stendur meðal annars til að gefa út plötu, Truth Enola, en Is- landsvinimir og stórskáldin I De la Soul „pródúsemðu" hana. Hip-hop-hjartað slær enn Aðspurðir um tónleikahald á klakan- um segjast þeir ekki vita hvort af því verði. Þeim þykir íslenskur markaður mjög undarlegur og sveiflukenndur hvað hip-hop-tónlist varðar. Matti lum- ar á myndlíkingu um fyrirbærið: „Þetta er eins og hjarta sem þenst út og dregst saman á víxl.“ Maggi og Matti em með sérstök hip-hop-kvöld alla fimmtudaga á skemmtistaðnum Sirkus og þangað mæta harðir hip-hop-hausar á öllum aldri að þeirra sögn. Strákamir em ekk- ert að stressa sig yfir plötusamningnum og ætla að vinna smáskífuna á eigin hraða. „Við gefum þetta út einhvem tímann í vetur og sjáum svo til hvað gerist,“ segja meðlimir Souis of Orpheus og vilja að lokum þakka öllum sem komu þeim til manns og hafa gert vel við sig. Skjár einn: Fólkið á bak við vetrardag- skrána A ilif iö Unour risi enn að stækka Rekinrt veana leiklistaráhuaa Fókus bvður bér á X-MEN Skvndi dráttur á Menninaarnótt f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók ÞÖK af hljómsveitinnl Kanada 18. ágúst 2000 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.