Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 7
mmmrn—~—-----------------------------------: wr 'mmmmsr "'iwipipr ^biíp 'ímsmmmsp 'mmmm ''iiwwiii
Hljómsveitina Kanada skipa fimm bráðefnilegir ungir tónlistarmenn og fyrsta plata þeirra, sem ber heiti
sveitarinnar, kemur einmitt út næsta fimmtudag. Þá verða haldnir útgáfutónleikar kl. 21 í Þjóðleikhúskjall-
aranum þar sem einnig koma fram Músíkvati, Óttar Þroppé, sem DJ Sex Bomb, og Ásmundur Ásmunds-
son myndlistarmaður. Héðinn Halldórsson kom að máli við piltana yfir ölglasi fyrir utan Kaffi Reykjavík eitt
faqurt síðsumarkvöid í vikunni. Spjallað var um heima og geima.
Kanada er ópólitísk sveit. Þeir rífast samt eins og alvörusveitir en því haróari sem deilurnar eru því ijúfari veröa sættirnar.
Gleöibandið Kanada er fjögurra
ára um þessar mundir og von er á
fyrstu plötu bandsins. Liðsmenn
eru fimm, þeir Úlfur Eldjám á
saxófón og hljómborð, Ólafur
Björn Ólafsson á trommur,
Haukur Þórðarson á gítar, Þor-
valdur Gröndal á bassa og Ragn-
ar Kjartansson kynnir og slag-
verksleikari. Strákamir hafa kom-
ið víða við í tónlistinni. Þannig
kemur Þorvaldur úr Kvartett Ó.
Jónsson og Grjóna Óli og Hauk-
ur voru m.a. annars í hljóm-
sveitinni Hundraðköllunum og
Ragnar og Úlfur koma úr Kósý.
Enn í dag eru þeir líka að vinna í
mörgum öðrum verkefnum. Allir
eru Kanadamenn úr Reykjavík og
fæddir á bilinu ‘72 til ‘78.
Tónlist Kanada er undir áhrif-
um úr ýmsum áttum. Þannig má á
væntanlegri plötu heyra allt frá
hljóðbútum úr hryllingsmyndum
og hörputónlist, tO dýrahljóða úr
sveitinni og harðs metcd-rokks.
Eitt er vist að áheyrendur eiga
óhefðbundna útgáfutónleika í
vændrnn með nýrri öðruvísi tón-
list og myndlist. „Útgáfutónleik-
amir verða í Þjóðleikhúskjallaran-
um á fimmtudaginn í næstu viku.
Við viljum að þeir verði meira en
bara hefðbundnir tónleikar. Við
höfum fengið nokkra landsþekkta
ruglustampa til að mgla í fólkinu
áður en við byrjum að spila og
þess vegna verður þetta meira eins
og góð tívolíferð. Einhverjum
verður örugglega flökurt þegar
þeir koma út. Það er gaman þegar
fólk veit ekki alveg að hverju það
gengur,“ segja hljómsveitarmeð-
limir.
Hlutur Ólafs Ragnars
Hvað verður svo eftir útgáfutón-
leikana?
„Við verðum að spila í minitón-
leikaferð með Mínus sem heitir
„Gubbaöu ástin mín“ en fyrstu tón-
leikar í þeirri seríu vora á Grand
Rokk um verslunarmannahelgina.
Svo spilum við í FB og MH í lok
þessa mánaðar með Mínus, Mús-
íkvati og Klink. Þeir sem hins
vegar vilja fá forskot á sæluna geta
séð okkur á menningamótt núna
19. ágúst á þaki Músíkur og mynda
kl. 21. Þeir tónleikar verða stór-
kostlegir og era tileinkaðir góðu
samstarfi íslands og Kanada og
væntanlegmn sendiráðum í báðum
löndum. Framlag okkar er tileink-
að samborgurum og vinum okkar í
Kanada. Forsetinn er líka alltaf í
þvi að bæta samskipti Kanada og
íslendinga. Hann greiðir veg hljóm-
sveitarinnar svo við getum spilað
fyrir frændur okkar. Við viljum
þakka honum fyrir að hafa komið
okkur á framfæri og bent fólki á
arfleifð íslendinga í Kanada.“
í haust tekur svo við þetta venju-
lega hjá Kanada þegar liðsmenn
munu halda til í fjórum mismun-
andi löndum, Hollandi, Danmörku,
Svíþjóð og íslandi; við nám, leik og
störf.
Skorum á ríkisstjórnina
Þið cetlið ykkur ekki neina stóra
hluti eftir útgáfuna, einhverja land-
vinninga?
„Við reyndum það einu sinni,
spiluðum i Óðinsvéum á þorra-
blóti og það gekk ekkert ailt of vel.
Tónlistin var ekkert að hitta í
mark. Þó við höfum æft 10 til 15 ís-
lensk balilög þá fór þetta einhvem
veginn fyrir ofan garð og neðan. En
við skemmtmn okkur vel og tókum
svo morgunlestina til Kaupmanna-
hafnar daginn eftir. Það eru nú
einu landvinningar okkar að hafa
verið reknir með skömm frá Óðins-
véum. En það er ekkert ailt búið,
enn eigum við alveg séns í Óðins-
vé, jafnvel eitthvað annað. Svo eig-
um við 10 manna aðdáendahóp í
Rússlandi sem komst yfir eldgaml-
an demo-disk með okkur. Sú klíka
hlustar á Kanada í öllum partíum.
Þá eru planaðir tónleikar í Finn-
landi, Sankti Pétursborg og Paris.
Tónleikamir í París era hvað ör-
uggastir, hitt er meira svona í höfð-
inu á okkur. Það er reyndar gamall
draumur að taka svona Nord
Atlantic-túr, fara til Grænlands,
Færeyja, Stavanger, á veðurfræð-
ingaskemmtun á Jan Mayen, til
Alaska og Rússlands. Svo skorum
við á ríkisstjómina að borga undir
okkur til Kanada fyrst þeir eru að
reyna að bæta samskiptin. Hún
ætti að líta á tónlistarflóra lands-
ins og þá ætti mikilvægi Kanada að
hrópa á hana.“
Þið eruð allir í annarri vinnu í
sumar?
„Svona bæði og, samt mest bara
að spila. Það heldur okkur gang-
andi andlega en ekki fjárhagslega.“
Þorvaldur var í garðyrkjustörfum
en er nýhættur, Haukur er í bygg-
ingarvinnu, Óli vinnur á Geðdeild
Landspítalans og Úlfur og Ragnar
vinna báðir á auglýsingastofum. Á
vetuma er Ragnar í Myndlista- og
handíðaskólanum og í haust hefur
Óli nám í tónsmíðum og Haukur
byrjar að læra arkitektúr. Þar sem
sveitin er svo dreifð í vetur er það
stefnan að hittast í Mið-Evrópu og
halda tónleika, að sögn strákanna.
T.d. í Lúxemborg.
Fræg andlit Kanada
Hefur Kanada einhverja ákveðna
meðvitaða ímynd?
„ímynd okkar er nú engan veg-
inn. Hún er í svo miklu ragli auk
þess sem það er hallærislegt að
vera með einhverja ímynd. Við
erum bara flmm yndislegir einstak-
lingar en höfum allir okkar við-
bjóðslegu þarflr eins og annað fólk.
Úlfur vildi að ímyndin yrði skylm-
ingaþrælar en það var ekki hægt
að sameinast um það. Það var líka
svolítið erfitt að redda sverðum.
Fyrst og fremst erum við vinahóp-
ur og hljómsveit sem er að leika sér
og spila og bara að vera saman.“
Stelpur keyra hjá og flauta og
þeir segjast veröa fyrir því œ oftar,
einnig aö gamlar konur horfi á þá í
strœtó. Þeir segjast þó ekki vera
frœgir. Taliö berst að Kristnihátið
einhverra hluta vegna, sem allir
Kanadamenn sóttu nema Óli. Ein-
hverjir þeirra fóru líka á Hinsegin
daga.
„Maður á alltaf að fara á allar
svona hátíðir,“ segir Ragnar sem
skilur ekkert í að fólk skuli ekki
mæta þegar það er verið bjóða upp
á skemmtiatriði fyrir mörg hundr-
uð milljónir. Úlfur stingur upp á
Hommahátíð á Þingvöllum. „En
það verður nú varla fyrr en 2978.“
Ragnar: „Ég hef reyndar verið
handtekinn fyrir hommaskap.
Kærastan mín fór úr landi til
Vestamannaeyja og ég endaði í
steininum. Ég lagði mig með vini
mínum fyrir utan Seðlabankann og
löggan hélt við værum að gamna
okkur. Við vorum reyndar með
Seölabankamerki með okkur sem
við höfðum tekið niður og notuðum
fyrir kodda.“
Drifkraftur Kanada
Hvað finnst ykkur um strípibúll-
ur?
„Við erum mjög hlynntir klámi
og förum allir við og við á strípi-
búllur. Þetta er einn af grunnþátt-
um í eðli mannskepnimnar og drif-
krafturinn á bak við Kanada. Gall-
inn við íslenskar búllur er stuð-
leysi. Þarna eru bara rauðir, stjarf-
ir karlar sem klappa ekki einu
sinni fyrir dönsurunum en það er
mesta vanvirðing sem er hægt að
sýna þessum stúlkum. Þessir menn
kunna ekki að meta góða list, þeim
er alveg sama hvort þeir eru að
horfa á glæsikvendið Jennifer eða
hina dularfullu Sabrinu.“
Á Kanada eftir aö lifa lengi?
„Já, tvímælalaust. Það sér ekki
fyrir endann á Kanada. Við erum
stórhuga, hugsum stórt en látum
smátt. Þetta eru einkunnarorð
Kanada. Hyggðu hátt en láttu
smátt. Svona grínlaust þá er þetta
fallegt samstarf og á eftir að halda
áfram lengi. Aldrei að vita nema
næsta plata verði sinfónía eða jafn-
vel rokkópera. Við látum samt
smátt engu að síður.“
Einhver skilaboð að lokum til
áhangenda sveitarinnar?
„Bara koma á tónleikana. Og
muna að Kanada er stærsta land í
heimi og þið eruð hluti af því.
18. ágúst 2000 f Ó k U S
7