Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 35 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverhoiti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins! stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Breytinga er þörf Um liðna helgi hittust þingflokkar stjórnarflokkanna, hvor í sínum landshluta, þar sem fj árlagafrumvarp fyr- ir komandi ár var kynnt. í kjölfarið hafa fjölmiðlar birt óljósar upplýsingar um meginatriði frumvarpsins, enda eiga þingmenn erfitt með að þegja lengi yfir því sem leynt á að fara. Sérfræðingar eru allir á einu máli um að fjárlög næsta árs séu sérstaklega mikilvæg til að tryggja þann árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum. Forsenda þess að þensla fari ekki úr böndunum er að aðhalds og hófsemi sé gætt í fjármálum ríkisins. Fjárlög komandi árs gefa tóninn í efnahagsmálum og ráða miklu um efnahagslegar ákvarðanir sem einkaaðilar standa frammi fyrir. Fyrir atvinnulífið og heimilin í landinu skiptir miklu að óvissa um framtíðina sé eins lítil og kostur er. Einmitt þess vegna bíða allir eftir því að sjá meginlín- urnar sem lagðar hafa verið í ríkisfjármálum. Og einmitt þess vegna er það óskynsamlegt af ríkisstjórn að draga opinbera kynningu á langinn. Með því að gera fj árlagafrumvarpið eða helstu atriði þess ekki opinber strax og ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt yfir það sína blessun er aðeins verið að fylgja úrelt- um formsatriðum. Öll skynsemi mælir með því að þessu verði breytt. Óljósar upplýsingar um fjárlagafrumvarp- ið gera ekkert annað en auka á óvissu og gerir öllum erfiðara fyrir þegar reynt er að skipuleggja framtíðina. Þær litlu upplýsingar sem þegar liggja fyrir um stefnu stjómvalda í ríkisfjármálum benda ekki til þess að róttækra breytinga sé að vænta. Frestun á verkleg- um framkvæmdum skiptir litlu þegar til lengri tíma er litið og á stundum er frestun hreint og beint óskynsam- leg. Mestu skiptir að gerðar séu róttækar breytingar á ríkisfjármálum og skipulagi þeirra. Því miður eru fá merki þess að það tækifæri sem góðæri undanfarinna ára hefur skapað verði nýtt í þeim efnum. Heilbrigðis- kerfið verður enn rekið með sama hætti og áður, með árvissum fjárhagsvanda. Þar verður enn reynt að spara aurana en kasta krónunum. Tryggingakerfið verður óbreytt með viðeigandi sóun á kostnað þeirra sem helst þurfa á aðstoð samborgara sinna að halda. Og þó að nokkur árangur hafi náðst í menntakerfinu, þar sem einkaaðilar hafa náð að festa sig í sessi, er enn langt í land að samkeppni fái að skjóta styrkum rótum. Land- búnaðarkerfið heldur enn velli, enda neytendur geð- lausir og bændur fastir í fjötra opinberra afskipta. Handónýtt tekjuskattsskerfi fær enn að lifa með öllu sínu ranglæti. Verst er þó að ríkisstjórnarflokkamir virðast ekki samstiga í einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Djúpstæður ágreiningur um hvemig standa skuli að sölu á Lands- símanum getur komið í veg fyrir nauðsynlega einka- væðingu sem er forsenda þess að heilbrigð samkeppni fái að ríkja á íslenskum fjarskipta- og símamarkaði. Stefnuleysi í málum ríkisviðskiptabankanna hjálpar heldur ekki upp á sakirnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur alla burði til að tryggja stöðugleika efnahagslífs- ins með íhaldssemi í ríkisfjármálum. En til þess að ár- angur náist er nauðsynlegt að sýna pólitískt þrek, hvort heldur er í sölu ríkisfyrirtækja eða kerfisbreytingu í ríkisfj ármálunum. Óli Björn Kárason DV Slysatrygging starfsmanna Slysatryggingar geta ver- ið með mörgu móti. í fjöl- miðlum hafa að undanfórnu verið umræður um starfs- menn ríkisstofnána sem verða fyrir slysum í starfi, slysum sem umsamdar slysatryggingar ná ekki til. Ég verð að játa að eftir kynni mín af slíkum málum er ég algjörlega undrandi á tómlæti stéttarfélaga um þessi mál. Starfsmaður sjúkrahúss sem verður fyr- ir ofbeldi af hálfu sjúklings er ekki tryggður fyrir slíku. Starfs- maður sjúkrahúss sem smitast af erf- iðum sjúkdómi við t.d. rannsókn á sýni frá sýktum sjúklingi er ekki tryggður fyrir slíku. Sem betur fer eru dæmi þessa örfá en nógu slæm þegar þau koma upp. Vel má vera að ríkið telji ekki ástæðu til að tryggja fyrir svona tilvikum hjá tryggingafé- lögum með ærnum kostnaði en þá ætti ríkið að tryggja hjá sjálfu sér eins og dæmi eru um á öðrum svið- um. Þess í stað virðist það vera mál viðkomandi starfsmanns ef hann verður fyrir slysi af þessu tagi og hans að sækja það eftir lagaleiðum hvort bætur fá- ist. Sjúkrahúsið verst og reynir að firra sig ábyrgð á því sem gerst hefur. Ótrúleg dæmi Dæmin sem geta komið upp og því miður hafa kom- ið upp eru svo fáránleg að ég verð að játa að ég læt þau fara í taugamar á mér. Hugsum okkur starfs- mann á geðdeild sem verð- ur fyrir ofbeldi af hendi vanheils vistmanns. Starfsmaðurinn getur orðið öryrki af völdum þessa slyss. Sjúkrahúsið bregst þannig við að viðkomandi starfsmaður verði að nota veikindadaga sína vegna fjar- verunnar sem af þessu leiðir og er síðan kauplaus þegar þeim lýkm’. Sjúkrahúsið telur síðan að slys starfsmannsins sé sér óviðkomandi, það sé atburður sem sé eingöngu milii starfsmannsins og vistmanns- ins, bætur verði starfsmaður að sækja með málaferlum við vistmann- inn sem í flestum tiivikum er ekki greiðslumaður fyrir því sem um er „Starfsmaður sjúkrahúss sem smitast af erfiðum sjúk- dómi við t.d. rannsókn á sýni frá sýktum sjúklingi er- ekki tryggður fyrir slíku. “ Hvít strákapör Með og á móti Sar á hrossagauk? I samræðum við kunningjakonu mína, sem vinnur á fjölmiðli, um daginn varð mér það á að viðra al- mennt skoðanaleysi mitt þar sem ég var i þannig skapi þennan dag, sat heima hjá mér með kaffibollann og sigarettuna og horfði út um glugg- ann á rigninguna. Þetta virkaði sem olía á eld og fjöl- miðlakunningjakona mín hellti að sjálfsögðu úr fjölmiðlakonupakkan- um á mig sem hljómar einhvem veg- inn svona (nú tek ég saman allar þær fjölmiölakonur sem ég hef haft svipaða reynslu af og geri þær að einni stórri fjölmiðlakonu): „Hvem- ig stendur á því að konur eru svona tregar til að koma fram í fjölmiðlum? Af hverju eru konur svona hræddar við að láta í sér heyra og segja skoð- anir sínar upphátt? Við lærum meira að segja í „fjölmiðlaskólan- um“ að þegar hringt er í konu þarf að tala hana til í lengri tima og hálfþvinga hana til að hripa eitthvað niður á blað, hvemig stend- ur á þessu?“ Kynsystrakall Ég veit nú ekki svörin við þessu öllu en þessi ræða virkar einhvern veginn alltaf á mig eins og vítamín- sprauta. Sennilega er það vegna þess að ég er fem- inisti og ég upplifi þetta sem kynsystrakall, X-litningarn- ir mínir taka hreinlega yfir og áður en ég veit af sit ég hér, með fullan kaffibollann fyrir framan tölvuna. Þar sem ég er nú hér stödd, komin í trúboðsgallann og í lið með fjöl- miðlakonunum, vil ég spyrja hvort fleiri en ég séu ekki orðnir leiðir á strákapörunum í útvarpinu? Á flestum út- varpsstöðum situr eitt stykki 20-30 ára hvítt strákapar með misjafnlega mikið að segja, sem þó virðist ekki hafa áhrif á hve mikið þeir láta dæluna ganga. Við fáum að heyra misí- grandaðar skoðanir þeirra á mönnum, málefnum og konum sem gerir mig mispirraða og misfljóta til að skipta á aðra útvarps- stöð þar sem annað hvitt 20-30 ára strákapar lætur dæluna ganga. Hvar em konumar og hinir þjóðfélagshóp- amir sem hafa öðruvísi misígrund- aðar skoðanir á öliu mögulegu? Ég hef heyrt að ástæðumar séu meðal Hifdur Fjóla Antonsdóttir meöleg í Bríeti, félagi ungra femínista annars þær að konur sæki einfald- lega ekki um störf sem þáttagerðar- konur í útvarpinu, að þær þori ekki og að þeim finnist þær ekki hafa neitt að segja, þó það virðist ekki vera neitt skilyrði fyrir þetta starf. Ef sú er raunin, að konur þora ekki, þá er spurningin af hverju, hvaða hugmyndir hafa margar kon- ur af þessu starfi? Mikil umræða hef- ur verið um tækjahræðslu kvenna - getur það verið ein af ástæðunum fyrir því að konur „þora ekki“? Tvær vinkonur mínar fóra á eina af útvarpsstöðvunum og sóttu um dag- skrárgerð. Þær voru strax spurðar að því hvort þær kynnu á tækin. Þær svöruðu um hæl og sögðu nei en að þær væru enga stund að læra. Þær fengu stórt yfirlætisglott en ekki starfið. Þessi „tæki“ samanstanda yf- irleitt af tveim tökkum: tónlist upp/tónlist niður, rödd upp/rödd niður. Tóniistin er öll inni í tölvu og svo er músin notuð til að ýta á „play“, „pause“ og „stopp“. - Einfald- ara verður það ekki! Á flestum útvarpsstöðum situr eitt stykki 20-30 ára hvítt strákapar með misjafnlega mikið að segja, sem þó virðist ekki hafa áhrif á hve mikið þeir láta dœluna ganga. Konur í verkfræðina Það er slungið að vera kona i dag, eins og flesta aðra daga á síðustu öld- um. Nú er hávær krafa um að við smellum okkur í fjölmiðlana, verk- fræðina, tölvurnar og stjórnunar- stöðurnar þvi, eins og Bríet nokkur Bjarnhéðins sagði sirkabát svona: réttindum og frelsi fylgja skyldur og ábyrgð! Já, á morgun ætla ég að drattast upp í útvarp og fá mér þátt, þaðan upp í háskóla og skrá mig í verkfræðina. Hildur Fjóla Antonsdóttir Stofninn þolir nýtingu „Það má athuga það. Stofninn er mjög stór. Fuglinn er veiddur í ná- grannalöndum okkar og það er alveg eins gott að hann beri beinin þar sem hann er fæddur eins og í út- löndum. Við teljum ekki grundvöll fyrir því að veiða fugl eins og lóu og spóa, lóuna af því að hún á sérstakt sæti í hjarta þjóðarinnar og spóa- stofninn þyldi ekki veiðar. Það er því aðeins um hrossagauk að ræða af þess- um fuglum. Ég óttast ekki tilfmninga- viðbrögð andstæðinga þessara veiða en ég skil þau mjög vel. Við höfum ekki lagt neitt tilfinn- ingalegt mat á þetta heldur að- eins líffræðilegt. í þessari um- ræðu um hrossagaukinn gæt- um við sett inn orðið hvalur í stað hrossagauks og þá sæjum við kannski betur stöðu mála. Við erum veiðimannaþjóð og það er ríkur þáttur í þjóðarsál okkar að nýta þá stofna sem geta borið nýtingu og það á við um hrossagaukinn eins og aðra fugla. Ég vil mótmæla því sem komið hefur fram að ef leyfðar yrðu veiðar á hrossagauk myndum við teygja okkur frekar í aðrar tegundir." Sigmar B. Hauksson formaöur Skotveiöi- félags íslands Lóan og spóinn næst r„Fuglavemdar- félag íslands hefur eindregið lagst gegn hugmyndum Skotveiðifélags ís- lands um fjölgun veiðifugla hér á landi. Hvergi í hinum vestræna heimi er leyft að drepa hærra hlutfall af varpfuglafánunni en hér á landi, eða nærri 40 prósent. Verði veiðar á hrossagauki leyfðar er stutt í að seilst verði lengra og farið fram á að veiða aðra mófugla eins og lóur, spóa eða jafnvel þresti. Flestir þessara fugla Jóhann Oii Hilmarsson formaöur Fugla- verndarféiags ístands eru jú veiddir einhvers staðar erlendis. Tilfinningaleg rök vega afar þungt í þessu máli og er þjóðarsátt um að drepa ekki vorboðana okkar. Fuglaverndarfélagið álítur þá röksemd Skotveiðifélags- ins að hrossagaukar drepist hvort sem er og því megi skjóta þá algjöra hundalógík. Allar lífverur deyja fyrr eða síðar, jafnvel framsóknar- menn, en þrátt fyrir það ætla ég ekki að hvetja til þess að menn hefji veiðar á þeim.“ | ' Skotveiöifélag íslands hefur viðrað hugmyndir um að veiðar á hrossagauk verði leyfðar. að ræða. Viðkomandi starfsmaður getur þannig orðið öryrki við starf sitt og sjúkrahúsinu kemur málið ekki við. Einstaklingur ræður sig sem starfsmann á sjúkrahús og sjúkra- húsið innritar vistmenn sem hann umgengst og veitir þjónustu. Það er að mínu viti algjörlega óviðun- andi að sjúkrahúsið beri enga ábyrgð bíði starfsmaðurinn tjón af samskiptum sínum við vistmann- inn. Því miður er hér ekki ein- göngu um upphugsað dæmi að ræða. Að mínu viti verður að koma á ákveðnum reglum sem ná yfir til- vik sem þessi. Vinda verður bráð- an bug að lagfæringum og leiðrétt- ingu gagnvart þeim starfsmönnum sem eiga um sárt að binda af þess- um sökum. Hér er ekki um ósvip- uð atvik að ræða og þegar lög- reglumaður slasast við skyldu- störf. Hvar eru stéttarfélögin? Þau eiga að knýja á um að öryggi fé- lagsmanna sinna séu í lagi og sækja mál þeirra einstaklinga sem þurfa aðstoð vegna þessara slysa. Guðm. G. Þórarinsson Baugur og álagningin „Ef hann hefur efni á því að gefa Færeyingum ís- lenskt lambakjöt þá hlýtur hann að vilja gefa sinni þjóð íslenskt lambakjöt... Við sjáum að sú vara sem þeir flytja hér inn á heimsmark- aðsverði, hún margfaldast hér í hönd- unum á islensku versluninni. Ef ég skoða álagninguna hér þá er það eng- inn vafi, að þessi keðja þeirra er að leggja 40-80% álagningu." Ummæli Guðna Ágústssonar landbún- aðarráðherra, í Mbl. 29. ágúst um gagnrýni Baugs-manna á íslenskt land- búnaðarkerfi. Niðurskurður í vegamálum „Ég tei að það eigi síst að fresta þeim framkvæmd- um, sem hafa aukið umferðaröryggi i for með sér, t.d. mislægum gatna- mótum í Reykjavík. Því miður virðast alþingismenn ávallt tilbúnir að skera niður þær vegabætur á umferðar- þyngstu stöðum landsins sem líklegast- ar eru til að fækka umferðarslysum." Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, í Degi 29. ágúst. Menningin í einka- rekstur „Framtak unga fólksins í Leikfélagi Islands vekur upp spumingar um hvort hægt sé að finna grundvöll fyrir einkarekstri annarrar menningarstarf- semi í ríkara mæli en nú er gert. Auð- vitað má segja að myndlistarsýningar, sem myndlistarmenn efha sjáifir til, séu þeirra einkaframtak og hið sama má segja um fjölmarga tónleika sem tónlistarmennimir sjálfir standa fyrir.“ Úr forystugreinum Mbl. 29. ágúst. Mildilegur niðurskurður „Með langtima- hagsmuni þjóðar- innar í huga tel ég það vera skyldu stjórnvalda að fresta framkvæmd- um eins og kostur er, í því skyni að létta á þeirri þenslu sem einkennir efnahagslífið núna ... Langtímamarkmið eiga alltaf að vera yfir skammtímamarkmið hafin. Traust efnahagslíf er það sem mestu skiptir þegar til lengri tíma er litið.“ Hjálmar Árnason alþm., í Degi 29. ágúst. Skoðun Er fátækt per- sónueinkenni? Margir vinstrimenn virðast ganga út frá því að fátækt sé óumbreyt- anlegt einkenni á fólki. Hann er Ijóshærður, fá- tækur og hávaxinn eða hún er bláeyg, fátæk og grönn. Þeim er lifsins ómögulegt að skilja að það geti verið markmið að fækka fátækum með þvi að auka tekjur þeirra eða menntun heldur einblína þeir á þá lausn að gefa þeim bæt- ur. Halda þeim fátækum. Enda hvað ætti vinstrimaður að gera í þjóðfé- lagi ríkra? Það er hins vegar skoðun min og margra annarra, sem trúa á einstaklinginn, að með því að treysta á frumkvæði og dugnað einstaklings- ins megi stækka þá köku sem við öll lifum á og bæta þannig hag allra, sérstaklega þeirra sem eru eða voru fátækir. Þess vegna sé það mikilvægt að búa einstaklingnum þau skilyrði að frumkvæði hans og dugnaður nýt- ist sem best. Þannig hefur tekist t.d. að fækka atvinnulausum. En mikið starf er fyrir höndum við að vinda ofan af því bóta- og skattkerfi sem þjakar einstaklinginn enn þá. fólk ekki vinnu, lægstu laun voru skammarlega lág og at- vinnulífið var í stöðugum vandræðum. Skattar voru hækkaðir í sífellu og ríkissjóð- ur var rekinn með miklum halla. Eru þessi umskipti hið versta mál að mati Ögmundar. Vítamínsprauta í skattþjökuöu þjóöfélagi Ögmundi er eðlilega illa við þær hugmyndir sem við Vil- hjálmur Egilsson höfum lagt til að skoðaðar yrðu um að leggja á flata staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars sem næmi 20% af tekjum. Það yrði þvílík vítamínsprauta í skattþjökuðu þjóðfélagi okkar því að fólk myndi sjá hag sinn í að fá hærri tekjur með því að taka á sig meiri ábyrgð, vinna skipulegar eða mennta sig. Þá lenti fólk með lágar tekjur ekki í þeirri fátæktargildru skatta og skerðinga bóta sem er við lýði í dag og kemur í veg fyrir að það geti bætt stöðu sína vegna þess að hærri tekjur skerða alls konar bætur Pétur H. Blöndaf alþingismaöur og fólkið nýtur hærri tekna í litlu."** Þá yrðu færri fátækir og ætti enginn að hafa neitt á móti því. Ögmundur segir orðrétt í grein sinni: „Þetta þýðir að barnabætur þyrftu að hækka um tvo milljarða króna á ári til þess að við stæðum í sömu sporum og fyrir áratug." Ef við berum saman stöðu efnahagslífsins, fjölskyldunnar og barna og foreldra þeirra sérstaklega núna og fyrir ára- tug þá efast ég um að nokkur vilji vera í sömu sporum og þá. Frá sjónar- homi barna og foreldra þeirra hlýtur að skipta miklu meira máli að pabbi og mamma fái vel borgaða áhuga- verða vinnu og þurfi ekki að borga skatta undir drep heldur en að þau þurfi að óttast atvinnuleysi og sætta sig við lág laun og fái barnabætur. Hverfandi atvinnuleysi er sú búbót sem mestu skiptir fyrir fatlaða, ör- yrkja og lágtekjufólk. Nú fá flestir vinnu sem vettlingi geta valdið og fólk er ekki eins háð bótum frá hinu opin- bera. Þess vegna viljum við ekki standa í sömu sporum og fyrir áratug. Pétur H. Blöndal Álögum aflétt Ögmundur Jónasson, alþingismað- ur og verkalýðsleiðtogi, fer mikinn í kjallara DV um daginn. Hann segir bamabætur hafa farið lækkandi und- anfarin ár. Það er rétt en Ögmundur gleymir að geta þess hvers vegna. Það er vegna þess að kaupmáttur launa hefur hækkað sem aldrei fyrr í sög- unni eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við forystu í ríkisstjóm. Barna- bætur voru hækkaðar mikið á erfið- leikaárunum upp úr 1990 en voru jafnframt tekju- og eignatengdar þannig að tekju- og efnalitlir foreldr- ar fengju mest. Þannig var þeim hjálpað í þeim þrengingum sem þá voru daglegt brauð. Um leið var aflétt af atvinnulífinu alls kyns álögum og sköttum sem hefur svo leitt til þess að arðsemi fyrirtækja hefur stórbatnað, laun hafa stórhækkað og hin dökka vofa atvinnuleysis hefur vikið fyrir bjartsýni og mikilli eftirspurn eftir vinnuafli svo jafiivel til vandræða horfír. Þegar launin hækka svo mik- ið umfram verðlag sem raun ber vitni fækkar að sjálfsögðu þeim foreldrum sem eru tekju- og efnalitlir og þurfa sérstaka aðstoð. Áður fékk duglegt Nú fá flestir vinnu sem vettlingi geta valdið og fólk er * ekki eins háð bótum frá hinu opinbera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.