Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 Skoðun DV Fjármagnskerfi einnar þjóðar er flókið dæmi. „Munum að aukin verðþensla er vandamál sem bitnar á launafólki landsins. “ Verðbólga og Seðlabanki Spurning dagsins Hverjir verða íslands- meistarar í knattspyrnu? Magnús Kristmundsson nemi: Fjölnir. Helgi Þórsson nemi: Akranes. Valur Vífilsson verslunarmaður: Ég veöja á KR. Hrönn Jónasdóttir heimavinnandi: KR. Magni Magnússon, vinnur hjá Magna: Ég veöja á Fylki. Arnar Eggert Thoroddsen afgreiösluinaöur: Fylkir. Konráð R. Friðfinnsson skrifar: Rlkisstjóm sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna hefur verið starf- rækt yfir 2-3 kjörtímabil. Framan af einkenndist timabilið af festu í peningamálum þjóðarinnar. Verð- bólgan hélst lág í nokkur ár en slikt hafði ekki gerst áratugum saman í þessu landi. Verðbólgan hefur nú, illu heilli, vaxið og er. núna um 6%. Seðlabankastjóri lét nýverið hafa eftir sér í viðtali að verðbólgan væri hætt að aukast en það gengi erfið- legar að ná henni niður heldur en menn áttu von á. Sannleikurinn er sá að svona staða er óviðunandi og maður hlýt- ur að spyrja sjálfan sig hver ráði ferðinni í fjármálum þjóðarinnar og hvaða „tappa“ þurfi að fjarlægja til Elísabet Jónsdóttir skrifar:___________________________ í sjónvarpsmálum á íslandi er ýmislegt gott að gerast. Mikið af þvi er eflaust sprottið beint eða óbeint af tilkomu SkjásEins, þar sem ungt fólk ruddist fram á sjónarsviðið með ferskar hugmyndir og fram- kvæmdaorku þó að á dagskrá Skjás- ins sé vissulega að flnna ýmislegt misgott. Hins vegar ríkir ótrúleg úrkynj- un 1 íslensku útvarpi. Annars vegar eru til þessar gamalgrónu stöðvar, frá Rás 1 til Bylgjunnar, sem alla tíð hafa verið eins og þjóna eflaust ákveðnum hópi, og hins vegar þess- ar gersamlega geldu „gelgjustöðvar" sem annars vegar spila popp eins og Mono eða aðeins rokkaðri tónlist, eins og Xið og Radíó. Ég tilheyri „ungu kynslóðinni" og „Orð seðlabankastjóra segja manni að bankinn viti ekki hvar skórinn kreppir í mdlinu. Og slík staða hjá bankanum skapar alvarlegt ástand. “ að „yfirborð" verðbólgunnar nái „kjörstöðu", eða 1%. Orð seðlabankastjóra segja manni að bankinn viti ekki hvar skórinn kreppir í málinu. Og slík staða hjá bankanum skapar alvarlegt ástand. AlvEirlegt vegna þess að Seðlabanki íslands er apparatið sem á að hafa yfirumsjón með peningamálumun í landinu og stýra og leiðbeina. Jafn- vel ber Seðlabankanum að kippa í spotta þegar ástæða þykir til. En til þess að bankinn geti gripið i bandið „Eigum við, unga fólkið, ekki skilið að fá svo sem eina vandaða útvarpsstöð þar sem spiluð er góð og hæfilega rokkuð tónlist (mögulega á aðeins fjölþjóðlegri nótum en nú tíðkast) þar sem útvarps- fólkið er af báðum kynjum og ekki málhalt?“ verð að játa að tónlistin á tveimur síðastnefndu stöðvunum er sú sem höfðar hvað mest til mín. Þvi miður er hún það eina því ekki er mögu- leiki á að halda það út að hlusta á röflið í eilífðargelgjunum sem sitja við hljóðnemana. Liggur við að ég skammist mín fyrir að vera svona verður hann að vita í hvaða band hann á að grípa. Fjármagnskerfi einnar þjóðar er flókið dæmi og liggja um kerfið margir mismunandi þræðir sem þurfa allir að ná inn fyrir dyr Seðla- bankans til að hann fái sinnt hlut- verki sínu. Svar eins og það að bankinn viti ekki hvað veldur því að verðbólgan hjaðnar ekki, hvaða svar er það frá þessu apparati til hins almenna manns? Munum að aukin verðþensla er vandamál sem bitnar á launafólki landsins, sérhverjum skuldara, heimilunum og þeim sem þarf að ala önn fyrir náunga sínum. Að vísu má segja að svar Seðla- bankans hafi verið heiðarlegt. Svar- ið er þó ekki viðunandi i ljósi þess valds sem bankanum var fengið við stofnun hans á sínum tíma. gamaldags þegar ég segi að það sé ekki nóg með að þeir hafi nákvæm- lega ekkert tO málanna að leggja, heldur tala þeir svo hrikalega vit- laust að umburðarlyndasta fólki blöskrar. Þessar rásir „virka“, fólk hlustar og útvarpskallapörin fá laun. En er þar með sagt að íslensk útvarps- menning þurfi að vera svona fátæk? Eigum við, unga fólkið, ekki skilið að fá svo sem eina vandaða útvarps- stöð þar sem spiluð er góð og hæfi- lega rokkuð tónlist (mögulega á að- eins fjölþjóðlegri nótum en nú tíðkast) þar sem útvarpsfólkið er af báðum kynjum og ekki málhalt? Ég tel að menningarlegri stöð, þar sem hæfileikaríkir ungir og kraftmiklir þáttagerðarmenn fengju að spreyta sig, gæti „virkað“ ekki síður en froðan sem nú blómstrar. Úrkynjun íslensks útvarps Dagfari Trúfélög á krossgötum Hann virðist ekki hafa verið beinlínis kristileg- ur, andinn í Krossinum, undanfarin misseri, að minnsta kosti ekki í skilningi saklausra þjóð- kirkjumanna. En hann kann að vera það í skiln- ingi Gunnars Þorsteinssonar, æðstaprests í Kross- inum. Stór hluti safnaðarins er horfinn í annað trúfélag og telur æðstaprestinn gjörbreyttan mann, auk þess sem móðurkirkjan í Bandaríkjunum hafi gefist upp á samstarfinu við predikarann. Gunnar lítur hins vegar svo á að með illu skuli illt út reka. Því heldur hann áfram hamingjusam- ur með Drottins blessun. Á annað hundrað manns fóru, leiddir af fyrrum gjaldkera Krossins, og stunda nú trú sina i söfnuðinum Bethaníu. Sá söfnuður er, segir fyrrum gjaldkerinn, rekinn í góðu samstarfi við áðurnefnda móðurkirkju, Christ Gospel Church í Bandarikjunum. Þar eru menn ekki vanir neinu smotteríi, enda ku stofnun- in reka 1360 kirkjur í ekki færri en 130 löndum. Það munar því lítt um það þótt sú móðurkirkja hafi misst einn villuráfandi sauð, Gunnar Þor- steinsson. Fjárhagurinn í Krossinum hefur aldrei verið betri, segir Gunnar. Úr öruggu fasi hans má lesa að hann hafi batnað til muna við það að losna við óværuna sem fór í Bethaníu. „Hveijar eru skuld- imar?“ spurði hann núverandi gjaldkera Krossins Svona er skemmtilegt að vera í trú- félagi sem er laust við uppreisnar- seggi. Eftir standa fœrri með stóra, nýbyggða húsið í Kópavoginum, Manhattan höfuðborgarsvæðisins. eftir að sá fyrrverandi hafði slegið því fram að 300 milljóna skuld væri að sliga trúfélagið. „Eitthvað innan við hundrað milljónirnar," sagði gjaldker- inn og var ekki alveg með tölumar á tæru, enda staddur í sumarhúsi í Ámessýslu. Fimmtíu, skaut trúarleiðtoginn á en hækkaði sig svo í sjötiu þegar hik kom á gjaldkerann í sumarbústaðnum. Svo lagði hann á, hallaði sér aftur í stólnum og bauð blaðamanninum After Eight. Sjálfur fékk leiðtog- inn sér saltpillur. Hann er salt jarðar. Svona er skemmtilegt að vera í trúfélagi sem er laust við uppreisnarseggi. Eftir standa færri með stóra, nýbyggða húsið á besta stað í Kópavoginum, Manhattan höfuðborgarsvæðisins, eins og Gunnar segir sjálfur. Farið hefur fé betra má lesa úr orð- um hans þótt hann segi það ekki beinlínis. Eflaust er einnig gaman í Bethaníu. Söfnuður- inn byrjaði í fyrra í bílskúr og er nú kominn í fmt hús á Lynghálsinum. Lynghálsinn er að vísu ekk- ert Manhattan en fyrr má rota en dauðrota. Eng- inn hefur spurt um skuldastöðu hans enda aukaat- riði. Bethanía er áreiðanlega með Drottins blessun ekki síður en Krossinn. Því standa eftir tveir hamingjusamir söfnuðir i stað eins og allir með fullar hendur fjár, hvað sem líður skuldunum. _ n . Vmxatí. Upplýst samþykki? Sigurður Sigurðsson skrifar: Nú um stundir ræða læknar mikið um „upplýst sam- þykki“ sjúklinga. Mín skoðun er nú einfaldlega sú að allur sá djöfulgang- ur sem sumir lækn- ar eru að þyrla upp sé eingöngu sprott- inn af illvilja og öf- und í garð vísinda- mannsins Kára Stefánssonar. Og einhverjir þeirra Kári Stefáns- son vísinda- maður. - Illvilji og öfund í hans garö í spilinu? líta Kára ekki réttu auga þessa dag- ana. En hvers eigum við sjúklingar að gjalda, að merkum framforum skuli vera spillt með þessum hætti? Menn hrópa „Mannvemd". Ég kalla þessa aðila „mann.verndarfjendur“. Og hvern á að „vernda", ég spyr? Matráður - fáráður Einar Sigurðsson skrifar: Sífellt er fólk að ólmast með nýyrð- in og sletturnar. í auglýsingum er bryddað upp á nýjungum. Ýmist út af bannfærðum orðum eða bara út af hinu og þessu. Einu sinni var dans- leikur bannorð í útvarpi, það er líðin tíð. Ekki má auglýsa t.d. kona óskast heldur verður að nota orðið „starfs- kraftur"! Það má því heldur ekki auglýsa eftir „matráðskonu" lengur. Nú er orðið „matráður“ það sem blíva skal. - Sem sé: Matráður óskast til Kópavogsbæjar. Ekki get ég gert að því að finnast þetta orð eindæma fáránlegt og minna aðeins á annað orð, ekki skemmtilegt: fáráður. Höld- um matráðskonunni. Nýr banki, nýjar leiðir. - Kylfingar og krakkar í sigtinu þessa stundina. Banki vandi til verka Guðrún Gunnarsdóttir skrifar: Svo virðist sem Íslandsbanki-FBA leggi áherslu á að ná í fé með öllum mögulegum sem vafasömum hætti. Síðast með því að bjóða kylfingum 50 þús. króna úttekt í byrjun gegn sér- stöku greiðslukorti. Engu öðru finnst mér þetta líkjast en beinum mútum. Áður voru það 12 ára börnin sem gengu í augun á þessum nýja banka, og nú ganga krakkarnir okkar um með kortin í vasanum og ráðskast með fé sitt og við foreldrar ráðum ekki neitt við neitt. Ég skora á bankastofnanir að vanda til verka í góðærinu og peningaflaumnum. Engir gallaðir bílar Árni Einarsson hringdi: Fréttir berast til okkar um að jap- anski bílarisinn Mitsubishi Motors sé að innkalla bOa sína svo hundruð- um þúsunda skiptir vegna kvartana sem svo hefur verið stungið undir stól hjá fyrirtækinu. Sumir hafa þeg- ar verið innkallaðir og aðra er verið að stöðva þessa dagana. Morgunblað- ið greindi frá þessu skilmerkilega ný- lega. Gengi bréfa í hinu japanska fyr- irtæki hefur hríðfallið vegna þessa. Hér á landi er staðhæft að engir bíl- ar frá fyrirtækinu þarfhist skoðunar. Alltaf fáum við Islendingar bestu og vönduðustu framleiðsluna. Eða erum við bara svona heppnir? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.