Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Blaðsíða 24
44 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 Tilvera I>V lí f iö Einar Már og Tómas R kynna geisladisk Á Súfistanum, Laugavegi 18, ætla Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Tómas R. Einars- son tónskáld að kynna nýjan geisladisk þar sem Einar Már les ljóð sin við undirleik hljómsveit- ar Tómasar. Sveitina skipa þeir Tómas, á kontrabassa, Óskar Guðjónsson, á tenór- og sópran- saxófón, Eyþór Gunnarsson, á píanó og slagverk, og Matthías Hemstock, á trommur og slag- verk. Tónleikamir hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Krár ■ DONAR A PUNKTINUM Biarni Tryggvason verður með dónakvöld í kvöld til 1. Vá, það verður örugglega gaman! Myndlist 1 ARNA í KOMPUNNI Nú stendur yfir sýning á verkum Ornu Valsdóttur í Kompunni á Akureyri. Sýningin er á vegum Listasumars á Akureyri. ■ TORG OG TÓMIR KASSAR nefnist myndlistarsýning Borghildar Óskarsdóttur I Listasafni ASI, Ásmundarsal og Gryfju. Sýningin sem opnuö verður núna heitir Torg og tómir kassar og mætti einnig hafa undirtitilinn Hver er þessi hnöttur Jörð? því sú spurning var kveikjan að því verki sem Borghildur sýnir nú í Ásmundarsal. Á meðan Borghildur var að hugsa og forma verkið lagði hún spurningar, tengdar verkefninu, inn á Vísindavef Háskól- ans og hefur nú fengið þaðan svör við nokkrum spurningum sínum. Sýningin stendur til 10. september og er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 14.00-18.00. ■ ÁRSETH í MÍR Nprski myndlistar- maðurinn Sigmund Arseth sýnir myndir sínar í MÍR, Vatnsstíg 10. Á sýningunni eru nær 40 myndverk, flest máluð á síðustu misserum. Landslagsmyndir eru áberandi á, sýningunni og nokkrar þeirra frá 1s- landi en listamaðurinn dvaldist hér á landi um skeið í fyrrasumar, ferðaö- ist um landið og festi landslag á lé- reft. Sýningin stendur til 10. sept- ember og er opin daglega frá kl. 15 til 18. Opnanir ■ GIL í GALLERI REYKJAVIKUR Javier Gll myndlistarmaður frá Montevldeo í Úrúgvæ opnar sýningu í sýningarsal Gallerí Reykjavíkur, Skólavórðustíg 16, í dag klukkan 18.00. Javier Gil sýnir kolateikningar og er myndefnið að stórum hluta sótt í fslenska náttúru og norrænar goðsagnir. Þessi áhrif blandast svo hans eigin stíl sem einkennist af draumkenndu töfraraunsæi þar sem mætast stórbrotin byggingarlist og fegurð mannslíkamans. Enn fremur er á sýningunni röð Reykjavíkur- mynda þar sem óhamið ímyndunar- afl listamannsins fær aö njóta sfn. Sýningin er opin frá 10-18 virka- daga og 11-16 laugardaga. Aðgang- ur er ókeypis. Síðustu forvöð ■ LISTAKONUR I ASI Sýningu lista kvennanna Kristínar Geirsdóttur og Ásu Ólafsdóttur á málverkum og myndvefnaði í Ásmundarsal og í Gryfjunni lýkur í dag. Sjá nánar: Lífið eftir vlnnu á Vísi.is DV-MYND INGÓ Rugmaðurinn Björn Bragi Björnsson Fyrsti íslendingurinn sem nær bóklegu atvinnuflugmannsprófi eftir nýjum evrópskum reglum: Björn Bragi Björnsson náði glæsilegum árangri í atvinnuflugmannsprófi: / Fyrstur Islendinga til að ná prófinu Tvítugur menntaskólanemi, Björn Bragi Björnsson, náði þeim árangri fyrir skömmu að verða fyrsti íslendingurinn sem nær bók- legu atvinnuflugmannsprófi eftir reglum Samtaka flugmálayfirvalda í Evrópu í fyrstu tilraun. Björn Bragi er nemandi í Flugskóla Islands og var meðaleinkunn hans í prófinu 8,63. Það er meðal hæstu einkunna sem náðst hafa í prófinu í Evrópu en mikið fall hefur verið í því þar sem það hefur verið tekið. Reglurnar sem prófað var eftir núna eru nýjar en þær eru settar af Samtökum flugmálayflrvalda í Evr- ópu sem hafa það markmið að sam- ræma staðla i flugi innan Evrópu. Þetta var því í fyrsta skipti sem prófað er eftir sömu reglunum í allri Evrópu í bóklegu atvinnuflug- mannsprófi. Um 44 nemendur hafa stundað bóklegt flugmannsnám hjá Flugskóla íslands í vetur og tók hluti þeirra prófið núna. Björn Bragi var sá eini sem náði prófmu hér á landi en hinir fá annað tæki- færi til að reyna við það. Fjórtán próf á hálfum mánuði Að sögn Björns Braga var um að ræða fjórtán próf sem tekin voru á hálfum mánuði i lok júlí og byrjun ágúst. Siglingafræði, veðurfræði, eðlisfræði og flugreglur voru meðal greina sem prófað var i. „Sum próf- in voru nokkuð strembin," segir Björn Bragi og bætir við að þegar meiri reynsla verði komin á prófin muni þau að öllum líkindum verða léttari. í prófunum núna vissu nem- endur til að mynda ekki um áhersl- ur í því námsefni sem prófað var í. Sumarið fór í að lesa undir prófið og tók próflesturinn svo mikinn tíma að Björn Bragi gat ekki unnið með náminu í sumar. Hann stefnir á að ljúka verklegum hluta atvinnu- flugmannsprófsins eftir sex mánuði en hann hefur stundað atvinnuflug- mannsnámið í eitt ár. Bjöm Bragi kann vel við sig í háloftunum og segir það ákveðna áskorun að stýra flugvél. Draumurinn er því að starfa sem atvinnuflugmaður í framtíðinni. „Ég hef haft áhuga á flugvélum frá barnsaldri,“ segir Björn Bragi. Hann byrjaði að læra flug árið 1997 og lauk einkaflug- mannsprófinu ári seinna, þegar hann var átján ára. Þrátt fyrir að Bjöm Bragi sé bú- inn með bóklega hlutann er hann ekki hættur öllu bóklegu námi því hann er sestur aftur á skólabekk í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þar stundar hann nám á eðlisfræðibraut og ætlar að ljúka stúdentspróflnu i vetur því hann á mjög lítið eftir, að eigin sögn. -MÓ Kötturinn Búi og hundurinn Babú eru einstakir félagar Kötturinn reyndi að ala upp hundinn Það getur stundum verið erfitt að vera köttur, sérstaklega þegar besti vinur manns er hundur. Kötturinn Búi hefur upplifað þetta því hann er alinn upp með hund- inum Babú og er ekki hreint ekki ánægður með að fá ekki að fara með Babú þegar Jenný Guðmunds- dóttir eigandi þeirra fer með hundinn í gönguferðir. Hann læt- ur sér samt ekki segjast og eltir þau einfaldlega. „Ég hef reynt að stinga hann af en hann finnur okk- ur alltaf,“ segir Jenný. Hún segir að á meðan hún og hundurinn rölti um á gangstígum hoppi kött- urinn oftast um í nærliggjandi görðum og fylgist grannt með ferð- um þeirra. Þeir félagar eru næstum jafn- gamlir því þeir eru báðir fæddir í mars i fyrra en Jenný fékk þá um vorið, fyrst hundinn í maí en kött- inn í júni. „Þegar kötturinn kom fór hann strax að reyna að ala hvolpinn upp,“ segir Jenný. Að sögn Jennýjar var það mikil hjálp að kötturinn skyldi taka þátt í uppeldi hundsins því það gerði það að verkum að hún þurfti ekki sjálf eins mikið að sjá um að leika við hundinn. Kötturinn og hund- urinn urðu fljótlega perluvinir. Þegar kötturinn var orðin leiður á Jenný Guðmundsdóttir með Babú og Búa „Ég held stundum aö kötturinn haldi aö hann sé hundur. að leika við hundinn hoppaði hann upp á næsta stól. Þessi sam- vera þeirra hefur gert það að verk- um að hundurinn er farinn að þvo sér eins og köttur. Hún segir þá félaga hafa fundið upp á ýmsu. „Ég held stundum að kötturinn haldi að hann sé hund- ur,“ segir Jenný. Köttur- inn hefur fengið að vera laus úti eftir að hann varð sex mán- aða en vill samt oft vera í garð- inum þegar hundurinn er bundinn þar og leika við hann. „Kötturinn er stundum að hoppa í kring- um hann og er meira að striða hundinum því hann er frjáls," segir Jenný. Þeir félagar eru orðnir vanir að hafa hvor ann- an en núna er kominn nýr kettlingur á dv-mynd heimilið sem vill örugglega fá að vera með. Jenný segir að hann muni þó ekki fara með í gönguferðimar því hann sé ein- göngu inniköttur. -MÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.