Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 19 tðlvui takní og vlsinda Ný rannsókn segir: Súkkulaðiát gott fýrir hjartað QllaO Samkvæmt iiið- urstöðum nýrr- ar rannsóknar er hóflegt súkkulaðiát gott fyrir hjartað. í náttúrlegu kakói fmnst efnið pólíf- enól og sýndu rannsóknir fram á það að pólífenólið virðist slaka á æðum sem í staðinn leiðir til áreynslulausara blóðflæðis og minna álags á hjartað. Auk þess fundust vísbendingar um það að efnið virkaði á svipaðan hátt og andoxunarefni, sem finnast í ávöxtum og grænmeti og talin eru koma í veg fyrir skemmdir á lík- amsvefjum og draga úr magni á slæmu kólesteróli, tengt kransæða- stíflu, auk þess er talið að pólifenól geti hindrað myndun blóðtappa. Fyrir utan pólífenól fyrirfmnst í náttúrlegu kakói svokölluð sterín- sýra sem sýnt hefur verið fram á að vinnur á móti neikvæðum áhrifum kólesteróls í blóði. Það hefur verið bent á að þótt pólífenól og sterínsýra frnnist í nátt- úrlegu kókói þá geti magn og virkni þeirra raskast við brennslu og vinnslu yfir í nammið sem fólk borðar. í náttúríegu kakói fmnst efnið pólifenóf og sýndu rannsóknir fram á það að pólíf- enólið virðist sfaka á æðum sem í staðinn leiðir tíf áreynslu- lausara blóðflæðis og minna áfags á hjartað. - í hóflegu magni þó Sama virkni í ávöxtum og grænmeti Carl Keen, prófessor við Kalifomíuhá- skóla og þátttak- andi í rannsókn- unum, segir nið- urstöðumar benda til þess að súkkulaði gæti verið hluti af hollu mataræði. Aðrir hafa þó bent á að meiri rannsóknir þurfi að fara fram áður en farið verður að kynna súkkulaði sem heilsufæði. Cathy Mars- haii hjá bresku hjartasamtök- unum segir að þótt lítill skammtur af dökku súkkulaði geti hugsanlega haft fyrirbyggjandi áhrif á hjarta- sjúkdóma sé ekki ráðlegt að borða það í miklu magni. Hún bendir einnig á að hægt sé að fá sömu áhrif með að borða mikið af grænmeti og ávöxt- um. Sérstaklega bendir hún á að sykursjúkir og offitusjúklingar ættu að halda sig frá því og borða fimm skammta af grænfóðri á dag. Samkvæmt rannsókninni sáust Niöurstöður rannsóknarinnar leiddu f Ijós aö jákvæö áhrif fóru aö sjást eftir aö boröað haföi verið 35 gramma súkkulaöistykki. jákvæðar breytingar eftir át á um 35 gramma súkkulaðistykki. Það skal tekið fram að hluti rannsókn- arinn var styrktur af Mars-fyrir- tækinu sem framleiðir súkkulaði- stykki sama nafhs. Flestir leikjaframleiöendur mæla meö Voodoo-kortunum, t.d. fyrir Half Life- og Quake-leikina. Baráttan á þrívíddarmarkaðinum harðnar: Stórfyrirtæki komin í hart - NVIDIA kærir 3dfx fyrir stuld Þau óvæntu tíð- indi hafa nú borist að NVI- DIA, framleið- andi GeForce- þrívíddarkort- anna, hefur kært 3dfx-fyrirtækið, framleiðanda Voodoo-þrívíddarkortanna og aðal- keppinaut NVIDIA, og farið fram á lögbann á nokkrum vörum 3dfx auk skaðabótakröfu. Ástæðan fyrir lögsókninni er sú að NVIDLA telur að með framleiðslu á Voodoo 3, 4 og 5 og VSA-100-vörum sínum hafi 3dfx verið að brjóta einkaleyfisrétt sem NVIDIA hafði tryggt sér. Jen-Hsun Huang, forseti og stjómarformaður NVIDIA, segir fyrirtækið alltaf hafa verið fremst á sviði nýjunga í þrívíddargrafík- artækni og sjónrænni tölvun hvers konar. Hann segir fyrirtækið eyða hundruðum milljónum dollara í rannsóknir og þróun og NVIDIA ætli sér ekki að láta aðra komast upp með það að stela þessari vinnu. Ef NVIDIA vinnur málið er stór hætta á því að 3dfx sé úr sögunni. Þar sem um tvö afar stór fyrirtæki er að ræða er næsta víst að málið eigi eftir að dragast á langinn í hörðu stríði lögfræðingastóða beggja. Vefsjónvarpskapphlaupið í Bandaríkjunum: Microsoft hannar eigin örgjörva - kemur á markað með sérstöku vefsjónvarpstæki Microsoft hefur nú hannað nýjan öflugan örgjörva sem ætlaður er til notkunar í gagnvirka vefsjónvarps- þjónustu fýrirtækisins. Þetta er skref í áttina að því að ná forskoti á keppi- nautanna á þeim markaði. Örgjörvinn er kallaður Solo2 og er sérstaklega hannaður til þess að sam- eina netvafúr, gagnvirkt sjónvarp og videoupptöku á einu og sama sjónvarp- inu. Örgjörvinn á að vera það öflugur að hann ráði við nokkrar stafrænar videomyndir í einu þannig að notandinn getur horft á eða tekið upp á nokkrum rásum í einu. Að búa til örgjörva er eitthvað sem Microsoft-risinn hefur ekki gert áður en stað þess látið samstarfsaðila likt og Intel, sem framleiðir meirihluta ör- gjörva sem MS notar, um þá Mið. Örgjörvinn er kaliaður Solo2 og er sérstak- lega hannaður tíí þess að sameina netvafur, gagnvirkt sjónvarp og videoupptöku á einu og sama sjónvarpinu. Örgjörvinn á að vera það öflugur að hann ráði við nokkr- ar stafrænar video- myndir í einu þannig að notandinn getur horft á eða tekið upp á nokkrum rásum í einu. Microsoft hefur hingað til aöeins framleitt mýs og lyklaborð en iátiö samstarfsaöila eins og Intel um örgjörvahliöina. Órgjörvinn verður framleiddur af japanska fyrirtækinu Toshiba og er áætlað að hann komi á markað í haust með nýju vefsjónvarpstæki, Ultimate TV platform (í. fullkomiö sjónvarps- stýrikerfi). Aðalkeppinautur MS á vef- sjónvarpsmarkaðinum America On- line kemur einnig með nýtt tæki á markað seinna á þessu ári, AOL TV. Vefsjónvarpsþjónusta MS hófst árið 1997 þegar risinn keypti vefsjónvarps- fyrirtækið Mountain View og eru nú meira en 1 milljón áskrifenda aö stöð- inni. Nú áður en nýja tækið kemur á markað þurfa áskrifendur að kaupa sérstakt box til að geta notað þjónust- una og greiða þeir mánaðalegt gjald eins og gerist með flestar áskriftarsjón- varpsstöðvar. niöurstööur liggja fyrir á þrem dögum Fólk er stöðugt að koma með nýjar leiöir til þess að nýta Netið. Seinasta dæmið er ástr- alska fyrirtækið, DNA Solutions (í. DNA-Lausnir). Það opnaði ný- lega í Bretlandi vefsíðuna þar sem fólk getur beðið um ódýr og fljótleg faöemispróf sem þó eru að sögn fyrirtækisins rúmlega 99,99 % áreiðanleg. Auk þess bendir tals- maður fyrirtækisins á að dómsyf- irvöld þurfi ekki að koma að eins og svo oft vill verða. Annað byltingarkennt við þetta er það að ekki er lengur notast við hina hefðbundnu blóðtöku heldur er nóg að senda inn nokk- ur hár af barni og föður og bíða svo þrjá daga í stað þriggja vikna áður. Notkun hára er möguleg því nú er notuð tækni sem þróuð var í Genome-verkefninu, kort- lagningu genamengis mann- skepnunnar. Viðskiptavinir fylla út eyðublöð á Netinu og senda Umdeild er ákvörðun DNA Soíutions að gefa kost á því að feður getí farið fram á próf án vitundar móður eða bams þótt ekki sé það ótöglegt tækni sem þróuö var viö Gen- ome-verk- efniö og sagt rúmlega 99,99 % öruggt. að síðan hársýnin í pósti og fá niðurstöður sendar annað- hvort með ímeili eða venjulegum pósti. Umdeild er ákvörðun DNA Solutions að gefa kost á því feður geti farið fram á próf án vitundar móður eða bams þótt ekki sé það ólöglegt. Heilbrigðisyfir- völd í Bretlandi hafa ekkert við þessa nýju þjón- ustu að athuga og segja hana komlega löglega Þar í landi er verið að vinna að reglugerð sem á að gilda fyrir fyrirtæki sem vinna með DNA-próf. Notast er viö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.