Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 23 K^ÍETBaai8* ■ I ■ ■ 11UI tölvu-i tikni og vísinda PS-spilarar dusta rykiö af plastbyssunum Einn fyrsti PlaySta- i J*L)J7U- tion-leikurinn þar em ljósbyssa var að- . alstjórntækið var leik- ““****“*““ urinn Time Crisis. Time Crisis varð ansi vinsæll og seld- ist mjög vel á sínum tíma. Ekki hafa margir leikir verið búnir til gegnum tíðina fyrir PlayStation sem hafa fært sér þessa tækni í nyt. Nú geta gikk- glaðir PlayStation-eigendur hins vegar tekið gleði sína á ný og dustað rykið af plastbyssunum sínum því þriðja útgáf- an af Time Crisis, Time Crisis: Project Titan, er á leiðinni. Það er algjör óþarfi að fara ofan í söguþráð leiks sem þessa en nóg veröur um blóðbað og annað það er tiiheyrir Time Crisis- leik. Ekki er kominn ákveðinn útgáfu- dagur á Time Crisis: Project Titan, en fyrri partur ársins 2001 er ansi grun- samlegur. Kiss í tölvuleik Tölvuleikjafyrir- tækið Take 2 með nokkuð sér- kenniiegan leik í smíðum þessa dagana. Þar á ferð er leikur með snillingunum úr hljómsveitinni Kiss í aðalhlutverki. Nafnið á leiknum er frekar óþjált hann nefnist Kiss Circus: The Nightmare Child. Leikurirm er afbrigði af persónu-skotleik og mun aðalá- herslan vera lögð á net-spilun. Einhver vandræði hafa þó hrjáð vinnslu þess þáttar og mun leiknum því seinka aðeins sem eru þó engar stórfréttir í tölvu- leikjabransanum. Allt að fjórir spilarar munu geta spilað leik- inn samtímis á Netinu. Það er svo fyrirtækið Interactive sem gefur herlegheitin út. Half Life á Dreamcast - inniheldur nýja aukahluti Half Life var geysivinsæll á Pésanum og samkvæmt tölvuleikjamiðlum er- lendis stefnir Dreamcast-útgáfan í þaö að gefa ekkert eftir viö fyrirrennara sinn. Svört Dreamcast-leikjavél - aðeins fáanleg í Bandaríkjunum Tölvuleikurinn Half Life var feikivinsæll á Pésanum fyrir nokkrum miss- erum. Voru yf- irlýsingar eins og besti leikur sem til er, frábær og ýmsar aðrar, algengar þegar Pésa- eigendur töluðu um leikinn og ekki var laust við vorkunnarsvip á andlitum þeirra ef viðmælandi þeirra hafði ekki prófað dýrðina, hvað þá ef viðkomandi hafði ekki aðgang að PC-samhæfðri tölvu. Half Life hefur ekki enn komið út á öðru farartæki enn það er um það bil að breytast. Dreamcast-eig- endur eiga nefnilega von á góðu eftir fáeina mánuði þegar Half Life mun heiðra Dreamcast-leikjavél- ina með nærveru sinni. Tölvu- leikjamiðlar úti í hinum stóra heimi hafa undanfamar vikur Tölvuleikjamiðlar úti í hinum stóra heimi hafa undanfarnar vikur fengið nasaþefinn af Half Life þar sem þeir hafa fengið í hendur sýniseintak af leiknum og eiga menn ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni. fengið nasaþefinn af Half Life þar sem þeir hafa fengið í hendur sýn- iseintak af leiknum og eiga menn ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni. Ekki er nóg með að Dreamcast-útgáfan þyki nálgast Pésaútgáfuna ótrúlega í grafískum gæðum heldur inniheldur Dreamcast-útgáfan alls kyns auka- hluti og valkosti sem voru ekki til staðar í Pésaútgáfunni. Ekki er svo útilokað að fjölspilunarmöguleika verði bætt í pakkann og er þá víst að hér á ferð er frábær leikur. Það er fyrirtækið Infogames sem gefur Half Life út fyrir Dreamcast og fyr- irtækið Epic Mega Games sem býr hann til. Það er vinsælt i tölvuleikjaiðnaðin- um að gefa út alls konar sérútgáfur af öllum sköpuðum hlutum. Nú er Sega-fyrirtækið með í bígerð sérstaka útgáfu af Dreamcast leikjavélinni . Hér á ferö er einhvers konar lúxusút- gáfa af Dreamcast en það sem skilur hana frá öðrum Dreamcast-leikjavélum er litur- inn. Þessi útgáfa af Dreamcast verður nefnilega kolsvört með kolsvörtum stjórntækjum. Þessi safngripur mun aðeins verða til sölu í Bandaríkjunum og mun svarta Dreamcast-vélin kosta að- eins meira en þessar venjulegu gráu. Þessi útgáfa mun líta dags- ins ljós einhvern tímann í sept- ember. Ekki er ólíklegt að ís- lenskir söfnunarflklar geti redd- að sér gripnum í gegnum Netið. Cool Boarders 2001 á PS Síðan í árdaga PlayStation-leikja- vélarinnar hafa framhaldsleikir fylgt henni eins og skugg- inn. Þekktustu leikir þessarar teg- undar eru langlokur eins og Tomb Raider sem er enn á ferð, Ridge Racer, sem heldur uppteknum hætti á PlayStation2, og svo Cool Bo- arders sem, þrátt fyrir að vera alltaf eins, kemur alltaf aftur. Nú er einmitt á leiðinni flmmta útgáfan af Cool Boarders sem nefnist Cool Bo- arders 2001. Eins og nafnið gefur til kynna mun Cool Boarders koma út árið 2001. Það eru eins og fyrri daginn Idol Minds sem búa leikinn til og SCEE sem dreifir honum til æstra neytenda. Það er vonandi að Idol Minds taki eftir ábendingunum sem hafa komið siðan leikur númer tvö leit dagsins ljós og geri eitthvað nýtt í þetta skiptið, enda ekki seinna vænna. Í'JI'J'A- jíSB Formúluleikur á PS: Jacques Villeneuve þróar tölvuleik Villeneuve fær kannski að ráða styrkleika ökumanna í leiknum og gera þar með sjálfan sig ósigrandi í nýja leiknum. Formúlu 1-leikir hafa verið vin- sælir á PlaySta- tion-leikjavélinni gegnum tíðina og hefur ógrynni slíkra leikja komið út á undanfóm- um árum. Til að bæta í staflann hef- ur fyrirtækið Ubisoft ákveðið að gera einn slíkan í viðbót. í þetta skiptið er öngullinn sá að Jacques Villeneuve, eitt sinn heims- meistari í F1 en nú aðallega þekktur fyrir hárlitabreytingar, mun taka þátt I þróun leiksins. Mun starf Jacques Viileneuve snúast um að vera hönnuðum leiksins innan hand- ar og benda á rangfærslur og það sem betur mætti fara. Ubisoft eru reyndar ekki alveg vissir um það enn þá hvort leikurinn kemur út á þeirri gömlu gráu eða hvort hann verði gerður fyrir heimaskemmtun- artuminn PlayStation 2. Hvort sem verður þá verður gaman að sjá hvort Jacques Viileneuve standi sig betur á þessum vetfangi enn á akstur- brautinni. Jfflffl/ 4F ■C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.