Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 6
22 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 DV tólvui takni og vísinda Blístrar hver með sínu nefi Höfrungar þekkja hverjir aöra á blísturshljóöinu sem þeir senda frá sér til aö ná sambandi viö félaga sína. Hver og einn hefur sitt eigiö einkennisblístur og er því auðþekkjanlegur aö sögn vísindamanna í Skotlandi. „Ekki er víst að hægt sé að kalla það tungumál en að minnsta kosti er það flókið tjá- skiptakerfi." Það segir lífEræðing- urinn Vincent Janik við háskólann í St. Andrews á Skotlandi um hljóð sem höfrungar gefa frá sér þegar þeir heilsast eða til að henda reiður hver á öðrum i dimmum undirdjúp- unum. ' Janik segir að rannsóknir sýni að höffungar gefi frá sér hljóð sem eru einkennandi fyrir hvem og einn, orðaforði þeirra sé skýr og ávallt hinn sami og að þeir geti borið kennsl hver á annan. „Sérhver höfrungur þróar með sér ákveðið einkennishljóð. Þeir nota alltaf sama kallið. Sumt fólk kallar þetta nafn,“ segir Janik í samtali við fréttamann Reuters. Janik rannsakaði villta höfrunga undan Moray-firði í Skotlandi. Hann tók upp 1.719 blísturshljóð með að- stoð sex sérstakra hljóðnema. Tölva var notuð til að finna hvem höfrung fyrir sig þegar hann gaf frá sér hljóð- ið. , Hver höfmngur gefur frá sér sitt eigið einkennandi blísturshljóð. Aðr- ir höfrungar líkja eftir því hljóði, að öllum líkindum til að ná sambandi við þennan ákveðna höfrung og til að viðhalda því. „Þetta er eins og að vera í hljóð- tengslum. Við þekkjum þetta líka hjá mönnum og fuglum," segir Janik. Hann fékk til liðs við sig fimm menn sem fengu það hlutverk að Janík segír að mrm- sófmír sýní að höfr- rngar gefí frá sér hfjóð sem em emkennandi fyrír hvem og einn, orðaforði þeirra sé skýr og ávafít hinn samí og að þeir geti boríð kennsl hver á annan. dæma um hvort hljóðin væru alveg eins þar sem mannfólkið er mjög flinkt í því að greina muninn á tón- inum. „Ég notaði mennska dómara af því að tölvur ráða ekki enn við þetta,“ segir Janik. Janik komst einnig að þvi að, líkt og apar og aðrir prímatar, gefa höfr- ungar frá sér auðkennandi hljóð þeg- ar þeir finna fæðu, ekkert ósvipað rymjandi hljóðinu í asna. Hinir höfr- ungamir koma þá samstundis til að fá sér í svanginn. Um þessar mundir er Janik í Há- karlaflóa á vesturströnd Ástralíu til að kanna hljóð höfmngamæðra og kálfa þeirra. Brasilíski vísindamaöurinn Marcelo Brandt kafar í Titicaca-vatni á landamærum Bólivíu og Perú þar sem fundust rústir af þúsund ára gömlu stóru hofi, auk margra merkra smáhluta, svo sem dýrabeina. Merkur fornleifafundur á botni stöðuvatns í Bólivíu: Akkeri og bein í risastóru hofi Steinakkeri og dýrabein eru meðal þess sem vísindamenn hafa komið með upp úr Tit- icaca-vatni á landamærum Bólivíu og Perú eft- ir að hafa kafað niður á 20 til 30 metra dýpi í átján daga. Munirnir fundust í því sem talið er vera þúsund ára gamalt risastórt hof. Auk hofsins, sem er 200 metra langt og 50 metra breitt, fundust á botni vatnsins stallur þar sem ræktun fór fram, vegur frá því fyrir tíma Inkanna og 800 metra langur veggur. „Ég styð kenninguna um að það sem Atahuallpa 2000-leiðangurinn fann séu rústir af hofi frá því fyr- ir landafundi Kólumbusar," segir Eduardo Pareja, bólivískur vís- indamaður sem var í hópi þeirra sem rannsökuðu hofið. Það er um 150 kílómetra norðaustur af La Paz, höfuðborg Bólivíu. Pareja segir að munimir sem komið var með upp af botni vatnsins séu merkasti fornleifa- fundurinn á nýju árþúsundi. „Þetta efni er mjög dýrmætt vegna þess að það býr yfir upplýs- ingum sem geta gert kleift að svipta hulunni af einhverjum hinna miklu leyndardóma suður- amerískra menningarheima,“ segir Pareja við fréttamann Reuters. Leiðangursmenn fóru tvö hundruð ferðir niður á botn vatnsins og tóku bæði kvikmynd- ir og ljósmyndir af því sem þar var. Niðurstöður rannsóknarinn- ar verða birtar nú í nóvember. Titicaca-vatn er i 3.800 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur hæst allra þeirra vatna í heimin- um sem hægt er að sigla á. Frum- byggjamir við það köfluðu það „helga vatnið" sitt. Þeir urðu síð- an hluti af veldi Inkanna sem hafði höfuðstöðvar sínar í Cusco í Perú. Rústimar á botni vatnsins em mifli bæjarins Copacabana og ferðamannastaðanna Sólareyjar og Mánaeyjar. Auk hofsins, sem er 200 metm fangt og 50 metra breitt, fundust á botni vatnsms staílur þar sem ræktun fór fmm, vegur frá því fyrír tíma Inkanna og SOO metm langur veggur. m * Góöar fréttir fyrir foreldra sem huga aö mataræði sínu og barna sinna: Fituskert fæði dregur ekki úr þroska taugakerfisins Ekkert er að því þótt ung böm fái ekki aflt feit- metið sem þau langar í. Heil- inn í þeim og taugakerfið bíða ekki neinn skaða af, eins og talið hefur verið. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var á finnsk- jpm bömum. Visindamenn við háskólann í Turku, imdir forystu Leenu Rask- Nissil, vildu með rannsókn sinni eyða áhyggjum um að fituskert fæði kynni að hamla þroska taugakerfis og heila ungbama. Áhyggjur manna af þessu vora til komnar vegna var- anlegs heilaskaða sem oft verður ^art við hjá vannærðum bömum. Fjölskyldur rúmlega fimm hundr- uð bama tóku þátt í rannsókninni sem stóð í fimm ár. Um helmingur fjölskyldnanna var beðinn um að gefa bömum sínum fæði með lítifli mettaöri fitu og litlu kólesteróli. Samanburðarhópurinn fékk ósköp venjulegan mat. Þegar að var gáð kom í ljós að þróun taugakerfisins hjá bömunum sem fengu fituskert fæði var að minnsta kosti jafngóð og hjá þeim sem fengju venjulega matinn, að því er fram kemur i grein Rask-Nissil í tímariti bandarísku læknasamtak- anna. Próf sem gerð voru að fimm áram liðnum sýndu einnig að börnin á fituskerta fæðinu voru með þrjú til fimm prósent minna kólesteról í blóðinu en samanburðarhópurinn. Við krufningu ungra bama hafa fundist fitutaumar í æðunum sem liggja frá hjartanu og böm geta ver- Vísindamenn við há- skólann i Turku, undir forystu Leenu Rask- Nissif, vildu með mnn- sókn sinni eyða áhyggjum um að fítu- skert fæði kynni að hamla þroska tauga- kerfis og heila ung- bama. ið með of mikið kólesteról. Hvort tveggja getur valdiö hjartasjúkdóm- um á fullorðinsárum. Rask-Nissil segir að því fyrr sem gripið er í taumana gegn kólesteróli því betra. Ung börn bera ekki neinn skaöa af því þótt þau fái ekki allt feitmetiö sem þau langar svo óskaplega í. Vélhundar í jarösprengjuleit Jarðsprengjuleit getur verið lífs- hættuleg iðja, jafnvel fyrir þefhæma hunda. Þær hættur kunna þó brátt að heyra sögunni til því vísindamenn vestur í Bandaríkjunum vinna að þróun vélhunds sem er næstum jafn- þefnæmur og hundar af holdi og blóði. Visindamenn vestra hafa kom- ist að leyndardómunum að baki ótrúlegu þefnæmi hunda með að- stoð sérstakrar ljósmyndatækni, að því er segir i tímaritinu New Scientist. Vitneskjan sem fékkst við þá ljósmyndun var síðan not- uð við þróun eins konar gervi- nefs. Joel White, taugavísindamað- ur við Tufts-háskóla, þar sem nefið var þróað, segir að það hafi þegar þefað uppi sprengjur á til- raunastofu. Betrumbóta sé þó enn þörf þar sem gervinefið sé enn ekki jafnnæmt og alvörunef- ið. Veiða málm úr eldfjailagufum Rússneskir vís- indamenn hafa komið sér fyrir við Kúdríavi-eld- fjallið á ítúrup- eyju í Kúríl-eyja- klasanum norður af Japan tii að veiða málminn renium úr gufun- um sem stíga upp úr eldfjallinu. Reníum er afar sjaldgæf málmtegund, með silfurá- ferð. Bræðslumark reníums er mjög hátt og það er notað við gerð flug- véla, gervi- hnatta og eld- flauga. Til þess að fanga gufumar hafa vísindamennirnir smíðað píramíta úr viði og komið hon- um fyrir yfir loftrás í fjaflinu. Reníumsúlfiðinu sem þannig næst veita þeir síðan í aðra gildru, fulla af málminum seólíti sem drekkur gufumar i sig. Ren- íumsúlfiðiö er síðan endurheimt með því að hita seólítið upp. Rússarnir gera sér vonir um að geta framleitt tvö tonn af ren- íumi með þvi að nýta allar loft- rásimar. Heimsframleiðsla á reníumi nemur 40 til 45 tonnum á ári. Sýkingar í frumbernsku í góöu lagi Af misjöfnu þríf- ast bömin víst best. Nýjar rann- sóknir vísinda- manna við læknadeild Arizona-háskóla benda til að böm sem fá kvefpestir eða sýk- ingar í frambernsku séu ekki í jafnmikifli hættu á að fá asma síðar og önnur böm. Þetta á að minnsta kosti við um börn sem eiga eldri systkini eða böm sem sett eru á dagheimili strax á fyrstu sex mánuðum ævinnar. „Þessar niðurstöður era nokk- ur léttir fyrir okkur sem höfum fyllst sektarkennd yfir að hafa skilið hálfslöpp böm eftir á dag- heimilinu," segir Sandra C. Christiansen við Scripps-rann- sóknarstofnunina í La Jolla í Kaliforníu í ritstjórnargrein í New England-læknablaðinu þar sem greint er frá rannsókninni. Asmatilfellum meðal bama hefur fjölgað mikið undanfama þrjá áratugi á sama tíma og fjöl- skyldur hafa minnkað og hrein- læti hefur aukist. 'fi-Múi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.