Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Blaðsíða 4
haf
pylsuend-
anum?
Þeir sem hafa hugsað sér aö skreppa á hina
ágætu tónlistarveislu sem Airwaves-hátíðin
mun verða í október eru svo sannarlega að fá
nóg fyrir peninginn sinn. Einhverjir hafa ef-
laust velt fyrir sér hvort eitthvað vantaði en nú
mun svo komið að snillingarnir í Sigur rós
hafa ákveðið að bætast í hópinn. Þetta hefur
ekki enn verið staðfest en af verður rpun Sig-
ur rós víst opna tónleikana og ef eitthvaö er ,
að marka undanfarna tónleika þeirra erlendis
mun það verða stórgóð opnun. Við bíöum
spennt eftir endanlegu svari. Af tónleikunum
er það annars að frétta að.miðasalan fer ein-
göngu fram á Vfsi.is og hefur gengið vonum
framar. Er víst svo komið að hver fer að verða
síöastur þannig að lesendur eru hvattir til að
drifa i þessu ætli þeir ekki að sitja heima.
Skífan úfi?
Eftir Tónlistarhátíð Reykjavíkur hafa fjöl-
margar greinar birst um Islenska tónlistar-
menn í stórblöðum I Evrópu. Hátíðin er lofuð
í hástert og tónlistin einnig en sérstaklega
hafa blaðamenn verið hrifnir af íslenska fyller-
iinu. í nýjasta Dazed & Confused eru viðtöl
viö hljómsveitirnar Botnleðju, Maus og Emel-
íönu Torrinl sem blaðið var mjög hrifið af. Er
gengið út frá Botnleðju sem þekktu fyrirbrigði
I Bretlandi en Maus er meira óskrifað blað.
Segja þeir Mausarar að þeir séu um það bil
að segja skilið við útgáfufyrirtæki sitt, Skíf-
una, og ætli jafnvel að semja viö eitthvaö
breskt fyrirtæki. Segjast þeir alls ekki vera
nógu sáttir við Skífuna og tími sé kominn á
breytlngar. Botnleðja hefur þegar ákveðið að
gefa næstu plötu út sjálfir þannig að nokkuð
rót viröist vera á útgáfumálunum um þessar
mundir.
Arnar ívarsson á sér afbrigðilegt áhugamál - hann eltir ýmsa kynlega kvisti á rönd-
um um götur Reykjavíkur, fylgist með lífsmynstri þeirra og tekur af þeim Ijósmyndir
og myndbandsupptökur. Við rannsóknirnar hefur Arnar meðal annars lagt það á
sig að hanga á stöðum eins og Lille Put og mæta í FM-partí og þó hann hafi að
mestu látið af þessari iðju á hann enn stórt safn til minja.
„Þetta byrjaði allt á þessum
manni,“ segir Arnar og bendir á
mynd af persónunni Búbba úr
mynd Friðriks Þórs, Skyttunum.
„Ég var 12 ára þegar ég sá hann og
fór að fá húmor fyrir svona furðu-
legum persónum. Svo þegar ég var
14-15 ára fattaði ég að mig langaði
til að skrifa bók um furðulegt fólk í
Reykjavík og þá hófst þessi vinna,
að taka myndir af rónum og alls
konar skrýtnu fólki.“
Haddaway og keisaralið
Síðan þá hefur Amar fengist við
athuganir sínar af kappi en þegar
hann skráði sig í félagsfræðikúrs i
Menntaskólanum við Sund tóku
þær aðra stefnu. „Ég fór að gera al-
vörurannsóknir, fylgdist með alls
kyns fólki, jafnt í megapartíi hjá
FM957 og í Öskjuhlíð, og sá hvað
þar fór fram. Maður þarf að vera
samviskulaus til að meika þetta,“
viðurkennir Amar. Ásamt félögum
sínum eyddi hann þremur mánuð-
um í að hanga á knæpunni Lille
Put. „Við stúderuðum þetta „keis-
aralið" sem stundaði staðinn. Keis-
arinn hefði verið draumastaðurinn
til að skoða en við vorum of ungir
þegar hann var opinn og gátum ekki
hætt okkur þangað inn,“ segir
njósnarinn. í myndaalbúminu hjá
Arnari má finna alls kyns fólk, allt
frá gömlum kærustum, skólafélög:
um og kennurum, að útigangsmönn-
um og öðrum furðufuglum sem
hann hefur rekist á. „Þetta er bara
fólk sem mér hefur fundist ég verða
að eiga mynd af. Ég hef alltaf getað
hlegið að venjulegu fólki, fólk er
bara það fyndnasta sem ég veit um,“
Arnar Ivarsson með rónaalbúmlð góða.
bætir hann við. Dæmi um menn
sem Amar hefur velt fyrir sér eru
Guðmundur jaki, látinn neftóbaks-
foringi, og Ragnar Bjarnason, dæg-
urlagakóngurinn skjálfhenti. Hann
bjó meira að segja til danstónlistar-
lag fyrir mörgum árum með brotum
úr útvarpsviðtölum Guðmundar
jaka, saumuðum saman við harða
takta. Amar rakst á júrópoppgoðið
Haddaway fyrir nokkrum árum
þegar hann var i London og brá sér
í gervi eldheits aðdáanda og uppsk-
ar áritaða mynd. Söngvarinn var
svo ánægður með þennan nýja aðdá-
anda að hann var þegar farinn að
huga að íslandsfór.
Líflátshótanir og
barsmíðar
En hvemig fer rannsóknin fram?
„Við sitjum hreinlega fyrir fólki -
það er alls konar njósnastarfsemi í
gangi til þess að kortleggja íslend-
inga eins og þeir eru. Ég reyni að
átta mig á persónuleikanum, átta
mig á því hvað fólk er að gera og
mynda mér skoðanir á því.“ Arnar
segist forðast frekara samband við
fólkið, enda geti það verið stór-
hættulegt. Hann hefur misstigið sig
illa og verið hótað lífláti og lögsókn-
um og einhverjir hafa reynt að kýla
hann eða hrifsa af honum mynda-
vélina. En er þessi starfsemi ekki
ólögleg? „Jú, jú, þetta er allt saman
kolólöglegt." segir hann, en lögregl-
an hefur áðeins einu sinni haft af
honum" afskipti. Arnar og félagar
voru að stúdera karakter sem hélt
til í Öskjuhlíðinni og vöktu athygli
laganna varða. „Við lentum í rosa-
legri leit. Þeir fundu á okkur alls
konar , njósnagræjur, talstöðvar,
víra og fleira. Við vorum með fullt
af videokamerum og sögðumst bara
vera að taka upp stuttmynd. Þetta
er sú áhætta sem er tekin þegar
maður bregður sér í dulargervi og
safnar efni í bók eða aflar þér þekk-
ingar á fólki,“ segir Arnar og lætur
engan bilbug á sér finna.
Amar kveðst að mestu hafa látið
af njósnaiðju sinni og ætlar að
reyna að halda sig frá henni eigin
hollustu vegna. Hann segist núna
reyna að fmna sjálfan sig sem lista-
mann en hefur enn áhuga á furðu-
legu fólki og er farinn að beina sjón-
um sínum að vefsíðum á Intemet-
inu. Eftir þessa sjálfstæðu mann-
fræðirannsókn segist Amar vera
búinn að komast að því að mann-
kynið sé ömurlegt en játar að sú
hugsun hafi skotið upp kollinum
hjá sér að ef til vill væri hann sjálf-
ur klikkaðri en viðfangsefnin.
W’'
'Æ
Hann hefur upp raustina á
ritstjórnarskrifstofu Fókuss
og alla setur hljóða. Hljóð-
unum sem berast úr
barka Nýsjálendingsins
, Hayden Chisholm er
erfitt að lýsa...
Hljóð að
handan
Það er svo einfalt að maður
verður að heyra manninn kyrja.
Það er einmitt hægt í HaU-
grímskirkju á morgun kl. 12
en þar er hann með tónleika.
Hayden mun blása í saxófóninn
sinn og söngla það sem hann
kallar Overtoning. Útkoman er
engu öðru lík og við hljóðhimn-
una leika himneskir tónar. Org-
anistinn i kirkjunni mun jafn-
vel leggja sitt til málanna.
Nýsjálendingurinn ungi er
einn þeirra tíu sem skipa hljóð-
sveitina Subultra. Hinir eru
Grikkir, Þjóðverjar og Suður-
Afríkubúar og hafa þau komið
víða við að undanförnu, hafa
m.a. verið við upptökur hjá
þýska sjónvarpinu og BBC í
Bretlandi. Sveitin sérhæfir sig i
þessari einkennilegu beitingu
mannsraddarinnar ásamt raf-
mögnuðu hljóðfærastroki oftast
nær. Hópurinn vonast til að geta
komið allur til íslands fyrir jól
en enn er á huldu hvað verður.
Næsti viðkomustaður Haydens
og Subultra er ítalia. Missið
ekki af þessu eins og Kastlýs-
ingar mundu segja. Kíkið á
subultra.com.
f ÓktlS 8. september 2000