Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Qupperneq 8
Kvikinyndin Islonski diaumurinn vai liumsýnd i gær og þai ma berja augum lýöraaöisallið Jón Gnarr i sínu lyrsla kvikmyndalilutverki. Manninn þail ekki að kynna en Héðinn Halldórsson hitti Jón ylii kallibolla á Boiginni og i hispurslausri frásögn segii hann frá frægðínni. loilíð og framtíð, kven lyiiilitningu, kvikmyndahlulveikinu og lilinu sjallu, auk eigin samlíkingar við Andrés önd. Jón Gnarr Jón hefur mörg jám í eldinum sem endranær en tekur sér þó tíma í stutt spjall með blaðamanni. Auk þess að vera í Tvíhöfða á Radío-X alla virka daga er Jón í „Ég var einu sinni nörd“ í Iðnó og sýning- um á „Panodil fyrir tvo“ sem eru að hefjast aftur og Jón þýddi og stað- færði. Þá er væntanlegur nýr diskur frá Tvíhöfða sem kemur líklega út um miðjan nóvember. Félagamir eru þessa dagana að leggja línurnar fyrir tónlistarstefnuna. Eins er næsta Fóstbræðrasería í vinnslu en hún verður sýnd á næsta ári. Tökur á íslenska draumnum fóru hins vegar fram í fyrrasumar en þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Jóns. Hann segir það stórt aukahlut- verk og er hógværðin uppmáluð... „Persónan mín heitir Valli en sagan fjallar um Tóta sem er aðal- söguhetjan. Hann kemst yfir um- boð fyrir búlgarskar sígarettur, sel- ur þær og verður ríkur á því. Myndin er um ósigra og sigra Tóta í lífrnu og Valli er besti vinur hans. Myndin er gerð þannig að ekki er fylgt ákveðnum díalóg heldur máttu leikarar búa hann til og skapa senur sjálfir. Ég er búinn að sjá myndina grófklippta og óhljóð- setta og líst vel á hana. Hún er mjög góð og ég hélt athygli allan tímann." Ertu kannski sjálfur aö vinna að kvikmyndahandriti? „Ég hef einhvem tímann verið að því. Það er eitthvað sem mig langar tO að gera og stefni að. Það er ekki auðvelt, ég hef prófað það og það tekur langan tíma. Ég hef ýmsar hugmyndir sem mig langar að útfæra. Kvikmyndin er skemmtilegur vettvangur. Formið sjálft er áskorun.“ Músík í maganum Jón segir væntanlegan disk ekki frábrugðinn fyrri diskunmn heldur veröi þetta ntiagangstónJist eins og þeir hafi verið með. Félagarnir eru ekki byrjaðir að raöa niður á diskinn en eru að velja og hafna efni. Engu að síður virðast þeir vera undir miklum áhrifum af R&B-tónlist eins og heyra má í laginu Miss my Bitch sem blaða- maður spyr út i. „Engin tónlist er okkur óviðkom- andi. Við ætlum jafnvel að gera pönldag. Textinn í Miss my Bitch er i ráuninni öfugmæli; einhver sér á eftir einhverjum sem er honum ekki mikils virði nema til eins. Okkur hefur verið mjög hugleikin þessi frábæra kvenfyrirlitning í dægurlagamenningunni: „Ég vil aðeins vera með þér þessa einu nótt“ þar sem allt gengur út á það að komast yfir stelpur og hafa kyn- ferðismök við þær og að það sé inntakiö í samskiptum við konur. Lagið okkar er kvenfyrirlitning í tíunda veldi en samt á einlægan og fallegan hátt.“ Fjórir tímar á dag Slettist oft upp á vinskapinn? „Já, það hefur mörgum sinnum gerst. Við höfum unnið saman í tiu ár og það hefur gengið á ýmsu. Við hittumst aldrei fyrir utan vinnu. Svo kemur að því að við verðum miklir óvinir." Jón er búinn að vera í bransan- um í 10 ár. Nokkur ár í útvarpi eru að baki, fjórar Fóstbrœðraseríur, tveir geisladiskar og ótal smœrri verkefni. Honum finnst alltaf mest gaman fyrst í nýju verkefni en svo sé bara gaman. Hann játar líka að oft geri þreyta vart við sig. „Maður gengur í gegnum hæðir og lægðir i lifinu og vinnur alltaf með því og þá verður þetta bara eins og rytminn hjá manni í lífinu; stundum er mjög gaman, stundum ekki og oftast er maður einhvers staðar mitt á milli. Við Sigurjón höf- um haldið út með morgunþátt leng- ur en nokkrir aðrir hafa gert. Við erum með 4 klst. á hverjum degi og það mundum við aldrei geta gert ef samstarfið væri ekki svona gott.“ Berrassaðan keisara... Taliö berst að útvarpsmálum og stefnu Tvihöfða i leitinni að sann- leikanum. Allir landsmenn vita að Fínn miðill fékk lögbann á þá fé- laga sem síðar var hnekkt í hér- aðsdómi og loks dæmt Tvíhöfða í vil í Hæstarétti. Þeir eru nú laus- ir allra mála og skilorðsbundinn dómur sem þeir hlutu fyrir truflun á friðhelgi Alþingis er nýlega runninn út. Tvihöfði er nú á Rad- íó-X og Sigurjóni og Jóni er ekkert heilagt. Jón segir reyndar að heilagar beljur séu til þess að gera grín að þeim. Sendi börnin til Pengs „Málið með Fínum miðli var fln auglýsing fyrir okkur, við fengum ókeypis auglýsingar fyrir milljónir, komumst í fréttatímana og það var ómetanlegt. Ég er mjög ánægður með það. Nú höfum við frjálsar hendur og erum að fikra okkur áfram. Við ætluðum að gera eitt- hvað við Li Peng en hættum við það. Ég var hræddur um að óeirðir brytust út á Austurvelli og fór því ekki sjálfur en sendi bömin mín. Ef það er eitthvað sem má ekki gera grín að þá er það fallvalt og bíöur eftir að láta hæðast að sér. Það er óheiðarlegt ef ekki má gera grín að manni vegna þess að hann á mikinn pening, gegnir embætti eða hefur völd. Grín er einhver já- kvæðasta gagnrýni sem fólk getur fengið. Ég sé fyrirbæri eins og Tvi- höfða sem lýðræðisafl, nauðsyn- legt i samfélagi manna til að geta horft í spéspegilinn. Það er okkar stefna og eðli að hæðast að yfir- borðsmennsku og tvískinnungi og við munum halda því áfram. Við höfum sterka réttlætiskennd. Sum mál eru svo götótt að hægt er að hæða þau á alla vegu. Þetta er eins og Nýju fötin keisarans. Þegar keisarinn labbaði um göturnar berrassaður var það bamið sem sá og sagði að keisarinn væri allsber. Bamið er Tvíhöfði. Ef við sjáum berrassaða keisara hium við á þá.“ Víðförull Volvokall Jón hefur komið víða við og starfað við ýmislegt. Þannig var hann í Hampiðjunni í hálfan dag, hjá Plastos í klukkutíma, 10 mín- útur í byggingavinnu og hálftíma sem línumaður. Þá var hann leigu- bílstjóri nr. 198 hjá Bæjarleiðum, næturvörður á Kópavogshæli og grjóthleðslukarl í Grindavík. Jón átti líka mjög erfitt uppdráttar i skóla, var sifellt barinn og segir það hafa verið leiðinlegan fylgifisk náms sem hafi slegið á námsáhug- ann. Spítalarnir bestir „Ég hef unnið mest á spítölun- um, geðdeildunum. Að vera nætur- vörður á geðdeild er besta vinna sem til er. Spjalla við eitthvert fólk sem er uppfullt af æðislegum hug- myndum og svo sofnar það og þá fer maður bara að lesa. Það er vinna sem hentar mér, að fá borg- að en gera ekki neitt. Svo vann ég í Volvo-verksmiðjunum í Svíþjóð. Það er Thorslanda sem er stærsta verksmiðja á Norðurlöndum. Ég setti vinstri hurðir á 740 Volvo. Ég vann mig upp og mátti líka setja svona fronta á þá, ég var farinn að vinna það hratt, sko.“ Nú er Jón á réttri hillu. Einkalífi sínu heldur hann fyrir sig og segir reyndar aö líf sitt hafi verið ein harmsaga... „Ég tjái mig ekki mikið um mitt persónulega líf. Ég á þijú böm og þau eru fin. Mér finnst reyndar mjög gaman að heyra hvað fólki finnst um mig því oft er ég talinn geðveikur. Mitt líf hefur ekki verið merkilegt, reyndar frekar ömur- legt; ein þrautaganga." Andrés önd er Jón Gnarr Geturöu lýst þínum karakter í fáum orðum? „Andrés önd. Það er ég. Andrés þarf að kaupa jólagjafir handa Ripp, Rapp og Rupp en á engan pening og þarf að vinna í sápuverk- smiðjunni fyrir smánarlaun.“ Svo er Andrésina þarna ein- hvers staðar... „Já, Andrésína er þama með sínar kröfur og Andrés reynir að gera henni til geðs líka. Sjaldnast stendur hann undir þeim kröfum en er oftast fyrirgefið því hann meinar vel og er að reyna. Svo endar þetta á því að færibandið fer alltof hratt og sápustykkin hlaðast upp og verksmiðjan springur. Froða flæðir yfir Andabæ og sag- an endar á því að allir bæjarbúar hlaupa á eftir Andrési með barefli og hann er að fara til Fjarskanist- an eða Langtbortistan. Ætli fari eltki svona fyrir mér, ég verði bara krossfestur. Ég hef alltaf upplifað mig í gegn- um Andrés önd og finn til sterkrar samkenndar með honum. Mér finnst gaman að fá fólk til að lilæja og mér að gleðja fólk. Ég fæ mest út úr því í lífinu, ég reyni ég að ná til þess og hafa áhrif á það til góðs. Ég er skemmtilegur strákur en ekkert alltaf skemmtilegur, reyni það heldur ekki. Ég er stundum of- boðslega leiðinlegur og allir sem þekkja mig hafa sannreynt það.“ Dóra plummar sig Jón klárar kaffió og blaðamaður spyr hvort honum finnist hann vera frœgur á íslenskan mœlikvarða. „Já, ég er það. Það er bara svo kjánalegt að tala um frægð á ís- landi því það þarf ekki mikið til að vera frægur hér. ísland er þannig land að allir sem eru að gera eitt- hvað og gera það nógu lengi eða nógu áberandi verða frægir. Það er hallærislegt. Dóra Tákefusa er t.d. ofsalega fræg. Hvað gerir Dóra? Hún er bara ein af þessum asísku konum sem hafa plummað sig vel.“ Áttu þér einhverja fyrirmynd í leiklist? „Enga ákveðna, nei, en ég hef sótt margt til leikara sem hafa haft áhrif á mig. Ég verð mjög heillaður þegar ég sé leikara gera eitthvað sem ég held ég geti ekki gert. Svo er ég náttúrlega enginn leikari. Ég upplifi mig frekar sem meira- prófsbílstjórann Jón,“ segir Jón sem þakkar guði velgengnina. „Án hans væri ég eklú neitt.“ 8 8. september 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.