Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Side 11
Hliðarverk sem Vci bandi í sveitinni er fólk sem á þaö sam- eiginlegt að hafa fengist við tónlist í langan tíma og kannski við hæfl að segja að valinn maður sé í hverju rúmi. Það nafn sem flestir taka eflaust fyrst eftir er söngvar- inn og textasmiðurinn Maynard James Keenan, aðalsprauta hljóm- sveitarinnar Tool. Aðalgítarleikari og lagasmiður er Billy Howerdel sem lengi var viðloðandi Tool sem aðstoðarmaður og Troy Van Leeuwen sér um hinn gítarinn en hann var á sínum tíma í hljóm- sveinni Failure og nú síðast Enemy. Að sjálfsögðu er kvenkind á bassanum en hún spilaði upphaf- lega á fiðlu og grípur í hana annað slagið, heitir Paz Lenchantin og var í sveit sem kallaðist Argentina ef það hjálpar einhverjum. Hvað trommuleik varðar þá hefur gamli Primus-refurinn Tim „Herb“ AI- exander verið þeim innan handar á tónleikum en platan er að mestu leikin af John Freese sem er session-maður og hefur meðal ann- ars spilað fyrir Guns ‘n’ Roses. í upphafi Fór Billy að hitta kvendið Baz og leyfa henni að heyra lög sem hann heyrði fyrir sér sem „score“ í mynd á borð við City of Lost Children. Þau þróuðu efnið áfram, styttu lögin og voru farin að sjá fyr- ir sér að fá kvenmann til að ljá því rödd sína. Það breyttist þó þegar Billy notfærði sér sambönd sín til að komast inn í Tool-stúdíóið að taka upp. Maynard heyrði efnið og bað um að fá að syngja yfir það og það kom svo vel út að kvensöngur- inn gleymdist fljótt. Fyrr en varði var búið að hnoða saman bráða- birgðabandi sem í voru þau þrjú, Danny Lohner, bassaleikari Nine Inch Nails, og fyrmefndur Tim „Herb“. Troy bættist síðan við skömmu eftir að þau ákváðu að taka túr. Eins gamalgróin og Maynard plötudómar Plata hljómsveitarinnar A Perfect Circle Mer de gfcs Noms, var að detta í búðir og því við ^^ hæfi að gaum- Kristján Már Ólafsson Ferguson er í kreðsunni þá reynd- ist ekki erfitt fyrir bandið að kom- ast að með að spila og þau vöktu fljótlega á sér athygli. Þau tóku stuttan túr um vesturströndina og Laundry, hljómsveit Tim „Herb“, sá um upphitunina. Þvi næst duttu þau inn i upphitun fyrir NIN og þá fór Paz yflr á bassann þar sem Danny hafði skyldum að gegna við Trent Reznor. A Perfect Circle og Tool Margir aðdáendur Tool fengu fyrir hjartað þegar Maynard hóf að sinna þessu nýja verkefni af svo mikilli kostgæfni og sáu fyrir sér endalok Tool. Staðreyndin er þó sú að allt er þetta gert í samráði við félagana og reyndar ætlaði Tool hvort eð er að taka sér gott frí. Staðan er þannig í dag að þeir með- limir Tool sem heima sitja eru famir að forvinna efni fyrir næstu plötu sveitarinnar og Maynard hyggst hella sér í þann pakka þeg- ar hann losnar frá APC. Hann vill ekki lita á A Perfect Circle sem hliðarverkefni heldirr sjálfstætt band sem starfar á ólík- um forsendum og er rekið alveg að- skilið Tool. Þegar böndin eru borin saman finnst honum efni APC vera ögn melódískara og ekki eins drungalegt. Þar af leiðandi varð nálgun hans sem söngvara allt önn- ur og textamir persónulegri en oft áður. Mer de Noms Virgin bauð hljómsveitinni samning, sem hún þáði, og smalaði í stúdíó skömmu síðar. Billy Howerdel stjórnaði upptökum og hljóðblandaði síðan með aðstoð Alan Moulder (Smashing Pump- kins, U2, NIN). Útkoman varð Mer de Noms, sem er franska og út- leggst nafnasjór, eða eitthvað álika á íslensku. Platan var að skríða í búðir hérlendis en kom út í lok mai vestanhafs og hefur verið að fá fm- ar undirtektir. Skilgreiningin er framsækið rokk, eins ófrumlega og það hljómar, en í tilfelli A Perfect Circle segja spekingamir að hug- takið öðlist sanna merkingu. Fyrsta smáskífan heitir Judith og snillingurinn David Fincher (Seven, Fight Club) tók að sér að leikstýra myndbandi sem hlýtur að vera peninganna virði... (er ég of gegnsær?). Undirtektirnar hafa allavega ekki látið á sér standa hvað plötuna varðar og bandið ráð- gerir nú tónleikaferð til frekari stuðnings. Hvað mig varðar þá vonast ég til að fá eintak til dóms og vera með niðurstöður hér í næstu viku. Kombakk hjá WU Stóru kallarnir í WU-TANG CLAN hyggja á kombakk um þess- ar mundir og von er á fyrstu smá- af nýrri plötu síðar í þess- mánuði. Smáskífan ku heita Protect Ya Neck (The Jump Off) ef marka má frá Bandaríkjun- um og bíða Kanarnir víst spenntir, en stóra platan mun heita The W og á að koma út 21. . Ekki hefur fengist staðfest um útgáfu í Evrópu en WU-menn hafa löngum verið þekkt- ir fyrir óáreiðanleika á þeim víg- stöðvum. Búist er við að vídeó við fyrstu smáskífuna verði tekið upp í tveggja daga töm 12. og 14. septem- ber þar sem einnig verður gert víd- eó við singul númer tvö, Gravel Pit. WU-liðar stefna á túr til að fylgja skífunni eftir en sá verður að vera eftir jól ef þeir vilja hafa Ol’Dirty Bastard með í for, þar sem hann situr fastur inni og af- plánar dóm vegna eiturlyfjanotkun- ar. ODB hefur þó þegar tekið upp sinn þátt í fimm lögum plötunnar. Nýir tím hjá Förin til íslands virðist hafa gert Elton John gott því drögin að næstu plötu lofa vægast sagt betri tímum. Sir Elton mun hefja upptökur á plöt- unni í þessum mánuði i Los Angel- es og hefur ákveðið að ganga frá henni í febrúar. Á nýju plötunni mun þessi gamli popphundur, sem auðvitað er orðinn íslandsvinur, þrátt fyrir deilur um frítt kaffl og annað þegar hann kom, vinna meö ekki ómerkari mönnum en Flea, bassaleikara Red Hot Chili Pepp- ers, Krist Novosellc, bassaleikara Nirvana, og Kim Thayil, gítarleik- ara Soundgarden. Verður án efa spennandi að sjá hvemig útkoman úr þessu verður, hvort þessir með- limir nokkurra þekktustu rokksveita sögunnar ná að skóla gamla píanópopparann til. Elton er annars ekki hættur þama því hann hyggur á útgáfu tónleikaplötu sem tekin verður upp í New York á næstunni og hefur kappinn lofað fullt af frægum rokkhundum sem slást muni í lið með honum, en eina nafnið sem nefnt hefur verið til þessa er Mary J. Blige. hvaö? fyrir hvernf ^s^fa^öVeVrfd9^^ niöurstaöa ★★★, Flytjandi: YmSÍr Platan: Loud Rocks Útgefandi: Loud/Skífan Lengd: 53:07 mín. Loud Rocks er enn eitt dæmið um sambland rokks og rapps. Platan inni- heldur lög meö rappstjörnum á borð við Wu-Tang Clan, Dead Prez, Big Pun og Mobb Deep sem hafa verið end- urunnin af rokkurum eins og Sugar Ray, Sevendust, Static-X, Butch Vig og Tom Morello og Chad Smith. Rokk/rapp hefur notið mikilla vin- sælda bæði í Bandarikjunum og á ís- landi undanfarin ár. Run DMC og Aer- osmith riöu á vaðið með „Walk This Way“ árið 1986, næst var það tónlist- in úr kvikmyndinni Judgement Night og I dag eru þaö Limp Bizkit og Cypress Hill sem eru að gera allt vitlaust með svona tónlist. Hugmyndin að Loud Rocks varö til þegar eigandi Loud Records, Steve Rifkind, fylgdist með sameiginlegum tónleikum Wu Tang Clan og Rage Aga- inst the Machine I Miami fyrir fimm árum. Þegar hann sá rokkarana tryll- ast undir Wu-Tang-settinu þá fékk hann vitrun (og dollaramerki I augun). ★★ Flytjandi: Looper piatan: The Geometrid Útgefandi: Japis/Jeepster Lengd: 35:10 Fyrrverandi hliðarverkefni og núver- andi aðalverkefni Stuart nokkurs Dav- ids. Hann er einn af stofnendum lista- poppsveitarinnar Belle & Sebastian en hætti þar þegar þau höfðu lokið við gerð Fold Your Hands... plötunnar. Þetta er önnur breiðskífa Looper. Nálgunin er talsvert önnur en I lista- poppi Bellu og Sebastíans, mikið not- ast við svokallaða hljóðsarpa og leit- ast við að hræra svolítið upp I form- inu. Útkoman veröur sú að lögin eru oftast einfaldar samsetningar sem eru skreyttar alls kyns rafrænum hljóö- formum. Virkar stundum en oftar ekki. Stuart samdi fýrstu lögin einsamall og kom fram en systir hans vann fýrir hann slides-sýningu svo fólk yrði ekki bijálað á aö sjá bara hann og hljóösarpinn á sviðinu. Málin þróuðust síðan á þann veg að I dag er hún full- gildur meðlimur. ★★★★ Flytjandi: BÍOSphere Platan: CÍrque Útgefandi: Touch/12 Tónar Lengd: 47:32 mín. Þetta er fjórða plata raftón 1 istarsniII- ingsins Geirs Jenssens frá Tromsö I Norður-Noregi. Hann var áður í hljóm- sveitinni Bel Canto en starfar nú einn sem Biosphere. Hann er væntanlegur til Islands 19. októberti! þess að spila á A.R.T. 2000, alþjóölegu raf- ogtölvu- tónlistarhátíðinni. Þetta er plata sem ætti að höfða til flestra áhugamanna um rólega og stemningarhlaöna raftónlist. Þessi tónlist er oft átakalítil á yfirborðinu og hentar þvl aðeins þeim sem nenna að hafa fyrir því að hlusta. Ef þú vilt fá kikkið beint I æð þá skaltu láta Biosphere eiga sig. Geir Jenssen á að baki helling af plöt- um, þ. á m. fjórar sem Biosphere. Þar áður bjó hann til teknó og kallaði sig þá Bleep. Norðmenn virðast annars nokkuö sterkir I ambient-raftónlist, eins og kraftmikil útgáfa fyrirtækisins Rune Grammofon sýnir. ★★★★ Fiytjandi: Jimi Tenor piatan: Out of Nowhere Útgefandi: Japis/Warp Lengd: 46:25 Finnskur frændi vor sem hefur fyrir löngu skapaö sér nafn sem eitt af undrabörnum rafræna geirans. Hann er líka alinn upp á Warp sem verður að teljast besta útungunarstöðin þegar kemur að framleiðslu slíkra manna. Hér er hann með sína fjórðu plötu, ef ég man rétt, og fer mikinn. Hér er verið að teygja formið svo um munar og til aðstoöar er eins og eitt stykki pólsk sinfónluhljómsveit. Hér skiptast á dómsdagssinfóníur og Motown fönk og soul (með hvítum blæ þó) og einhvern veginn gengur það allt upp, að mestu leyti. Jimi spilaði á Thomsen upp úr áramót- um og þá kom mönnum mest á óvart hvað hann er mikill grúvbolti og því næst hvað hann er svakalega litill. Giggið var frábært en ég missti að sjálfsögðu af þvl og vil hér með hvetja hann til að koma aftur (ég heyrði ein- hvers staðar að hann læsi DV eins og sannur Islandsvinur). Lögin á þessari plötu eru mjög mis- góö. Þau bestu, eins og t.d. „Make Roorn", meö Sugar Ray &The Alka- holiks, „Hip Hop“ meö Static-X & Oead Prez og lagið með Everlast & Mobb Deep eru þrusulög en sum hinna eru ansi þreytt. Rokk/rapp-að- dáendur ættu samt að fá nóg fyrir sinn snúö. trausti Júlíusson Platan fer vel af stað en heldur illa dampi. Fellur dálítið um það að laga- grunnarnir eru einfaldlega ekki nógu góðir, hversu mikið sem þeir eru skreyttir. Á heildina litið standa ein 3-4 lög áberandi upp úr og er restin síðan eitthvað í áttina að rusli. kristján már ólafsson Þetta er flott plata. Tónlistin er oft ró- leg og minimal en tekur svo spretti inn á milli. Þetta er ambient tónlist sem byggist mikið á blæbrigðum og stemn- ingu en inn í blandast léttleikandi bít. Þetta er mjög myndræn tónlist, platan er eins og ferðalag um óbyggðir norö- ursins. trausti júlíusson Þó hér sé farið um víðan völl þá tollir það alltaf saman á einhverjum fínum þráðum. Það sem ég get helst fundið þessu til foráttu er að Jimi hættir til að byggia upp flott grúv og liggja síðan í þvl næstu 4-5 mínútur og slíta því út. Aö ööru leyti er þetta frábært. kristján már ólafsson JJBÍ I , Jtm mmr j 8. september 2000 f ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.