Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Blaðsíða 2
18
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
Konsertmeistarinn Sif
Staðið hefiir yfir
víðtæk leit að öðr-
um konsertmeist-
ara Sinfóníuhljóm-
sveitar lslands, þar
sem sá ástsæli
Szymon Kuran lét
af störfum í fyrra.
Nú hefur nýiega
verið tilkynnt að
Sif Tulinius muni taka hans stað og
gegna þessu eftirsótta starfí við hlið
Sigrúnar Eðvaldsdóttur.
Verslað og ...
í Nýló er forsýnt
á sunnudagskvöld
leikritið Shopping
and Fucking, sem
unnið er í samslarfí
við Egg-leikhús
Viðars Eggertsson-
ar. Verkið, sem er
fjögurra ára, hefúr
farið sem eldur í
sinu um heiminn - í leikhúsum sem
þora að sýna það - og jafnvel hefúr það
verið talið upphaf nýrrar kynslóðar
leikverka. Það er líka ný hugmynd að fá
unga myndlistarmenn til þess að gera
myndlistarverk sem eru eins konar
samtal við sýninguna. Myndlistin cr í
hinum sölum Nýlistasafnsins sem þýð-
ir að allt safnið er lagt undir þemað
Shopping & Fucking. Þverfaglegt sam-
starf er bráðnauðsynlegt í samtímalist
og vitað er að myndlistarmennimir sem
allir eru víst í yngri kantinum hafa
fylgst með æfíngum Shopping & Fuck-
ing og á verkið að innblása þá í að
vinna sjálfstætt. Enginn veit hvað kem-
ur út úr þessu en það er einmitt alveg
eftir forskrift Nýlistasafnsins og voða-
lega spennandi.
Breytt vegna bíómynda
Sinfóníuhljómsveit íslands er ber-
sýnilega ekki sjálfráð að öllu leyti með-
an starfsemi hennar er í Háskólabiói og
verður hún víst að beygja sig undir það.
í veútr hefjast tónleikar hljómsveitar-
innar á öðrunt tíma en hina fyrri vetur,
kl. 19.30 þar sem kvikmyndahúsin hafa
verið að breyta sýnmgatímum sínum.
Til þess að koma í veg fyrir allsherjar
kaos bíó- og Sinfóníugesta í anddyrinu
var þessi póll tekinn í hæðina. Sinfóní-
an klukkan hálfátta, bíó klukkan átta.
Sjónþing Kokks Kyrjans
Kvæsis
Bjami H. Þórar-
insson myndlistar-
maður, einnig
þekktur sem Kokk-
ur Kytjan Kvæsir
og Dr. Vísi, hefúr
haldið sjónþing sin
um allt land hin
síðari ár og hvar-
vetna vakið mikla
athygli. Nú er svo komið að enginn veit
hvetju Bjami tekur upp á næst og það
hlýtur að fylla alla aðdáendur hans
spennuþrunginni kæti. í Nýlistasafninu
verður Bjami með sjónþing 25. nóvem-
ber og stendur það alveg fram að 17.
des þegar salhið heldur jólin hátíðleg.
Myndir frá Hótel Borg
Hinn geysivinsæli listamaður, Kar-
ólína Lámsdóttir, opnar sýningu á nýj-
um olíumálverkum í Gerðarsafhi í
Kópavogi 23. september. Á málverkun-
um rifjar hún upp tíma ömmu sinnar og
afa, Karólínu og Jóhannesar glímu-
kappa, á Hótel Borg. Menn skyldu
minnast æsingsins þegar hún opnaði
sýningu á málverkum sínum af gamla
Gullfossi í Galleri Borg fyrir fjórum
ámm: Þau seldust öll á opnunardegi!
Og fengu mun færri en vildu Gullfoss
með sér heim. Ekki verða þær síður
rómantískar og nostalgískar myndimar
frá Borginni ef að líkum lætur.
Af öðrum listamönnum sem sýna í
Gerðarsafni í vetur má nefna Þórð Hall,
Jennýju Guðmundsdóttur og Tryggva
Ólafsson en 5. nóvember verður opnuð
yfírlitssýning á verkum hans í tilefni af
því að kappinn varð sextugur i ár.
Skúli Helgason
Fram undan eru tónlistarhátíöir, kvikmyndahátíö og Ljósin í noröri - fyrir utan óvænta Óvænta bólfélaga!
Ár Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 - er langt komið:
Brei&fylking þjóðar
DV-MYND E.ÓL.
MENNINGARBORG
EVRÓPII ÁRIÐ 2000
Menningarárið er ekki liðið þó að
stœrstu viðburðirnir séu kannski að
baki - Batdur, Raddir Evrópu og
Codex Calixtinus. Svo margt á eftir að
gerast að Skúli Helgason, fram-
kvœmdastjóri innlendra viðburða hjá
Menningarborginni, átti í nokkrum
erfiðleikum með að velja stœrstu við-
burðina fram undan. Bókmenntahátíð-
in er langt komin; margmiðlunarveisl-
an Café 9 í algleymingi; leiklistarhá-
tíðin Á mörkunum er nýhafin, fyrsta
sýningin var frumsýnd fyrir tœpri viku
ogjimm bíða frumsýningar. „Þetta er
eitt af okkar allra stœrstu verkefnum, “
segir Skúli, „við styrkjum Bandalag
sjálfstceðra atvinnuleikhópa um 10
milljónir og erum stolt af að stuðla að
fyrstu leiklistarhátíð atvinnuleikhópa í
landinu. “
íslendingasögur og vestrar
Kvikmyndahátíð hefst í lok mánað-
arins og í nóvember verður dagskrá í
tengslum við hana sem er sérstakt
samstarfsverkefhi við M-2000. Það
fjallar um sambandið milli íslendinga-
sagna og vestra.
„Á bak við þetta verkefni liggur
skemmtileg hugmynd sem Friðrik Þór
Friðriksson og fleiri komu með til okk-
ar,“ segir Skúli. „Þá langaði til að
leggjast í frumrannsóknir á því hve
sterk þessi tengsl hefðu verið og höfðu
þá fyrir sér frásagnir manna eins og
vestrakonungsins Johns Fords sem
mun hafa verið mikill aðdáandi íslend-
ingasagna. Innlendir og erlendir fræði-
menn munu flytja fyrirlestra um efnið,
sýndar verða kvikmyndir og kvik-
myndaleikstjórar koma og vitna!“
Meðal annars sem fram undan er má
nefna stóra sýningu á Kjarvalsstöðum,
Mót, sem Form Island stendur fyrir.
Þar verður íslensk hönnun á þröskuldi
nýrrar aldar í brennidepli með vísan til
fortíðar en sýn til framtiðar. Einnig
verða nokkrar stórar tónlistarhátíðir.
„Fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutón-
listarhátíðin verður haldin í Kópavogi í
október með tónleikum, fyrirlestrum
og sýningum," segir Skúli. „Hátíðin
Airwaves í sama mánuði hyllir poppið,
rokkið og danstónlistina út um allan
bæ auk þess sem stórir tónleikar verða
í Laugardalshöll með erlendum gest-
um og innlendum hljómsveitum.
Markmiðið er að kynna rjómann af ís-
lenskri tónlist í þessum geira fyrir er-
lendum blaðamönnum og „hausaveið-
urum“ og öðrum gestum sem hingað
koma í hundraða tali. Síðast en ekki
síst er lokahrina Tónskáldafélagsins
sem mun taka heilan mánuð. Félagið
hefur unnið þrekvirki á árinu við að
kynna íslenska tónlist á 20. öld.“
Börnin skapa
„Barnaóperan Stúlkan í vitanum
verður líka frumsýnd í október og
hún minnir á önnur verk-
efni þar sem börn hafa
komið sterkt fram. Þau eru
raunar eitt af því sem er manni
efst í huga eftir árið,“ heldur
Skúli áfram, „verkefnin
sem börn hafa borið hita
og þunga af - eins og
2000 böm sem sungu á
Arnarhóli, listsmiðjurnar í grunnskól-
unum, Fantasi Design og fleiri. í haust
munu grunnskólanemendur og eldri
borgarar úr fjórtán skólum og félags-
miðstöðvum aldraðra mætast og vinna
saman að verkefnum úti um alla borg.
Uppskeruhátíð þeirra verður 25. nóv-
ember. Það er gaman þegar þessir aðil-
ar, sem eru hvor sínum megin við hina
stressuðu í þjóðfélaginu, sameinast!"
Eitt stórt samnorrænt verkefni fram
undan nefnist Ljósin í norðri, „heil-
mikil ljósahátíð í byrjun nóvember,"
segir Skúli. „Það er eitt þeirra verk-
efha sem við sjáum að muni eiga sér
framhaldslíf. Við höfum alltaf reynt að
hugsa fyrir því að viðburðir ársins
verði ekki einnota heldur auðgi menn-
ingarlífið áfram."
Á þessari ljósahátíð, sem er hlið-
stæð Vindhátíðinni, verður náttúrufyr-
irbrigðið Ijós skoðað og ýmsar birting-
armyndir þess sýndar - í dansi, tónlist
og annarri list. Orkuveiturnar munu
taka við henni þegar menningarborgar-
árið er liðið.
Óvæntar kanónur
„Svo langar mig til að nefna seríuna
Óvæntir bólfélagar," segir Skúli. „Þar
höfúm við verkefni þar sem ólíkir að-
ilar leggja í púkk og niðurstaðan er
ófyrirsjáanleg. Okkur langaði til að
gera eitthvað nýtt og spennandi, kalla
til fólk sem hafði aldrei unnið saman
áður og ráða það til að semja nýja dag-
skrá. Þetta hefur lukkast mjög vel - til
dæmis var gaman að upplifa Megas og
Gjörningahópinn á Hótel Borg og
kammeróperu Sjóns, Múm og Ásgerð-
ar Júníusdóttur í Kaffileikhúsinu.
Nokkrar kanónur eru eftir, Guðbergur
Bergsson og dr. Gunni eru að semja
óperu saman sem verður flutt í októ-
ber, Þórarinn Eldjárn er að semja
leikrit fyrir hljómsveit Möggu Stínu
og svo endar serían á því að Friðrik
Þór Friðriksson og skáldið Didda
gera saman stuttmynd.
Það er alltaf spenna í loft-
inu þessi kvöld því enginn veit
hvað gerist og engin leið að vita
nema út úr þessum skyndikynn-
um komi eitthvað varan-
legt!“
Áætlanir hafa haldist
Árið hefúr gengið prýðilega fram að
þessu, að mati Skúla, vegna þess - þótt
undarlegt sé - hve ótrúlega margir að-
ilar koma að verkefninu. „Dagskráin
hefði aldrei orðið svona spennandi ef
hún væri unnin af litlum hópi. Sam-
starfið við hinar menningarborgimar
gerir okkar dagskrá fjölbreyttari og
sveitarfélögin hafa verið verulega virk.
Þau hafa haft sína eigin viðburði sem
hafa yfirleitt gengið mjög vel. Til
dæmis má nefna að á Hólmavik þar
sem búa 450 manns var sett upp
galdrasýning sem um 6000 manns eru
búin að sjá!“
- Stærstu viðburðir ársins eru þegar
afstaðnir, Baldur og Raddir Evrópu.
Hvernig tókst til með þá?
„Afar vel. Uppfærslan á Baldi var
mikilfengleg og söguleg og sýningin
hefur fengið frábæra dóma í erlendum
fjölmiðlum. Raddir Evrópu er verkefni
sem hefur blómstrað og náð þeim hæð-
um að menn eru agndofa. Kórinn hef-
ur fengið frábærar umsagnir alis stað-
ar, áhorfendur tryllast hreinlega eftir
hverja tónleika!"
- Hefúr þá ekki neitt farið úrskeiðis
það sem af er árinu?
„Ekkert sem orð er á gerandi og það
er að mörgu leyti stórmerkilegt af því
hvað þetta verkefni var unnið langt
fram i tímann. Dagskráin lá fyrir nær-
fellt tveimur árum áður en árið 2000
gekk í garð og það er sjaldgæft hjá
okkur. Áætlanir hafa haldist ótrúlega
vel.“
Útrásin
Menningarborgin er ekki aðeins inn
á við, hún hefúr líka staðið fyrir um-
talsverðum útflutningi á íslenskri list.
Fyrir utan hin risavöxnu fjölþjóðlegu
verkefni Baldur og Raddir Evrópu er
nærtækt að minna á heimssýninguna í
Hannover þar sem Futurice, Örsögur
úr Reykjavík, Guitar Islancio og fleiri
atriði voru á vegum M-2000. Caput er
á forum til Bologna og Prag með ís-
lenska dagskrá. Einar Kárason, Guð-
bergur Bergsson og Vigdís Grímsdótt-
ir koma fram á Islandshátíð í Berlín
þar sem Anna Líndal myndlistarmaður
sýnir líka innsetningu, Böðvar Guð-
mundsson, Einar Már Guðmundsson
og Steinunn Sigurðardóttir fara á bók-
menntahátíð t Kanada, tónlistar-
prógrammið Heimsreisa Höllu ferðast
víða um heim í haust og margt fleira
mætti telja upp.“
- Þá er það lokaspurningin, Skúli:
Er líf eftir menningarborg?
„Að sjálfsögðu! Ég held að galdur-
inn hafi verið að ná að mynda þessa
breiðfylkingu allrar þjóðarinnar um
þetta verkefni. Ég skaut tölu á það ein-
hvern tíma í sumar að það væru milli
40 og 50 þúsund manns sem hefðu tek-
ið beinan þátt í að koma þessum verk-
efnum á legg og þá eru ótaldir allir
sem koma og njóta þeirra. Ég efast um
að hægt sé að finna margar fjölskyldur
í landinu sem ekki hafa tengst þessu
menningarborgarverkefni og það segir
okkur að reynslan verður eftir á mörg-
um stöðum. Það er búið að kveikja eld
í svo mörgum að hann hlýtur að lifa
áfram í því sem þetta fólk skapar í
framtíðinni." -SA