Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Blaðsíða 6
22
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
Sagnalist samtímans
Meðal margra
spennandi nám-
skeiða sem End-
urmenntunar-
stofnun Háskól-
ans býður upp á
núna í haust er
„Sagnalist sam-
tímans" sem Ást-
ráður Eysteins-
son, bókmenntafræðingur og pró-
fessor, sér um. Þar verður fjallað um
helstu einkenni þeirrar sagnagerðar,
frumsaminnar jafnt sem þýddrar,
sem birst hefur á íslensku á undan-
förnum árum, megináhersia lögð á
skáldsögur en einnig hugað að smá-
sögum, ævisögum og öðrum prósa-
- verkum. Reynt verður að benda á
tímanna tákn í bókmenntasköpun-
inni og spurt hvernig samtíminn
birtist í sögum, hvernig höfundar
bregðist við menningarástandinu og
taki þátt í að móta það.
Þetta námskeið verður öðrum
þræði leshringur þar sem þátttak-
endur og umsjónarmaður ræða sam-
an um nokkur nýleg verk, þar á
meða! tvær bækur sem koma út á
bókavertíðinni í haust. Námskeiðið
hefst 31. október. Skráning í síma
5254444.
Kom með bakpoka
Það fór kliður
um salinn í Iðnó
þegar ungi Norð-
maðurinn Erlend
Loe sté upp á svið
til Gunters Grass
og Thors, langur
og mjór með bak-
poka. „Týpískur
Norðmaður,"
hvíslaði salurinn, „hreyfir sig ekki
án bakpoka! Ætli hann sé að koma
beint af skíðum?"
En hvískrið hljóðnaði þegar hann
fór að lesa úr skáldsögu sinni, Ofur-
næfur. Textinn var svo fallegur og
áhrifamikill að hann greip salinn
þegar í stað. Nú er bókin komin út í
íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns
og verður efalaust tekið fagnandi
hér eins og í þeim Ijölmörgu lönd-
um þar sem hún hefur verið gefin
út.
Sagan fjallar um ungan mann
sem finnst veröldin allt í einu
hrynja í kringum sig og ákveður að
byrja alveg á byrjuninni, halda sig
við einföldustu staðreyndir og reyna
að raða lífi sínu upp á ný. Vaka-
Helgafell gefur bókina út.
• /
vetur
Ólafur Haukur Hallgrímur Siguröur Kristján Þóröur
Símonarson Helgason Pálsson Hrafnsson
Ekki veit ég hvort nokkur hefúr giskað
af viti á hve stór hluti þjóðarinnar sækir
leikhús og/eða tekur þátt í leiksýningum
atvinnumanna og áhugamanna á ári
hveiju, en hann er áreiðanlega talsverður.
Eigum við að giska á tvo af hverjum
þremur fúllorðnum íslendingum? Áhugi
landsmanna er líka mikill á leikhúsum og
fréttir af leikhúslífi þykja spennandi lestr-
arefni í dagblöðum og tímaritum - stund-
um svo að minnir á amerísku leikarablöð-
in sem undirrituð las af áfergju í æsku.
Á yfirlitsmyndinni hér fyrir neðan sést
hve geysilega fjölbreytt leikhúslífið verð-
ur í vetur. Leikhús og atvinnuleikhópar
eru þar með yfir fimmtíu nýjar sýningar
og eiga eflaust nokkrar eftir að bætast við.
Fjöldi nýrra íslenskra leikrita verður
frumsýndur, einkum eru sjálfstæðu at-
vinnuleikhópamir duglegir við að panta
eða semja sjálfir ný verk og munar þar um
leiklistarhátíðina Á mörkunum. Fimm
leikrit verða sýnd á henni eftir jafnmarga
höfúnda: Svein Einarsson, Völu Þórsdótt-
ur, Hallgrím H. Helgason, Auði Haralds
og Ólaf Hauk Símonarson. Auk þess sýn-
ir Dansleikhús með ekka verkið Tilvist en
sá hópur vakti athygli sl. vetur með sýn-
ingunni Ber.
Reynd og óreynd
leikskáld
Fyrsta frumsýning leikársins hjá stóru
leikhúsunum er annað kvöld á verki Sig-
urðar Pálssonar, Einhver í dyrunum, hjá
Leikfélagi Reykjavíkur. Hann er gamal-
reyndur höfúndur en önnur íslensk verk
sem stóru leikhúsin setja upp í vetur eru
eftir yngri og óreyndari leikskáld. Hall-
grímur Helgason, sem yrkir sína Skálda-
nótt fýrir L.R. utan um stjómiausan áhuga
sinn á Jónasi Hallgrímssyni, hefúr áður
samið tvö leikrit og staðfært hinn ótrúlega
vinsæla Hellisbúa. Kristján Þórður
Hrafnsson Ijóðskáld á einn einþáttung að
baki en fær í vetur sett upp heils kvölds
verk, Já, hamingjan, í Þjóðleikhúsinu. Svo
fáum við að sjá Bláa hnöttinn hans Andra
Snæs lifna á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Klassíkin er eðlilega nokkuð bundin
við stóm leikhúsin. Hinir gömlu Grikkir,
Shakespeare, Tsjekhov, Ibsen og Beckett
verða sýndir þar en í Iðnó setur leikfélag-
ið Fljúgandi fiskar upp Medeu eftir
Evripídes í samvinnu við Leikfélag ís-
lands og fleiri aðila. Leikhópurinn Banda-
menn setur upp í samvinnu við Þjóðleik-
húsið nýstárlega sýningu upp úr eddu-
kvæðinu Skímismálum sem segir frá
hinni sögulegu bónorðsför Skímis fyrir
hönd Freys til Gerðar jötnameyjar og í
Möguleikhúsinu taka menn upp sýningar
á Völuspá sem frumsýnd var á Listahátíð
í vor við geysigóðar undirtektir.
Gaman verður að sjá hvort Horfðu
reiður um öxl eftir John Osbome hefúr
komist í tölu klassiskra verka eða hvort
það reynist bara vera bam síns tíma. Það
var nýstárlegt á sjötta áratugnum fyrir að
sýna leikhúsgestum úr millistétt vel
talandi en býsna grófan karlmann úr
verkalýðsstétt, hugarheim hans og um-
hverfi. Núna er manni minnisstæðust
kvenfýrirlitningin í verkinu og spuming
hvemig unnið verður með hana í uppsetn-
ingunni.
Á yfirlitinu er þess freistað að skipta
verkum á milli drama og gamans eflir lýs-
ingum frá leikhúsunum en eins og við vit-
um era mörkin þama á milli afar óljós.
Hádramatísk og jafnvel átakanleg verk
eru nú oftar en ekki með gamansömu
ívafi, jafnvel sprenghlægileg - en gaman-
leikritin geta auðvitað reynst hundleiðin-
leg.
Samkeppnin harðnar
Samkeppnin hefur harðnað bæði um
áhorfendur og listamenn eftir að Leikfélag
Islands bættist í hóp „alvöruleikhúsa“ með
svið í Iðnó og Loftkastalanum. Þetta er
gleðileg viðbót en þó þykir áhugamanni
um leiklist leitt að nýja leikhúsið skuli ekki
hafa komið sér upp sjálfstæðum leikhópi
eins og Hafharfjarðarieikhúsið Hermóður
og Háðvör gerði strax. Olíku er að vísu
saman að jafna þar sem LÍ stendur að mun
fleiri sýningum en Hafhfirðingamir, en
vissulega hefði verið gaman ef þetta yngsta
leikhús hefði haft orku til að leggja upp
með eigin leikflokk í stað þess að sanka að
sér fólki úr öðrum leikhúsum.
Við verðum að horfast í augu við að það
era eins og er ekki nógu margir stjömu-
leikarar/leikstjórar til að þjóna þremur
stóram leikhúsum, fjórum með Leikfélagi
Akureyrar. Hins vegar era margir vel
menntaðir og ágætir leikhúsmenn úti í
samfélaginu sem lítið hafa fengið að gera í
leikhúsunum. Leikfélag Islands ætti auð-
vitað að búa til sitt eigið stjömuregn. En
auðvitað er yndislegt að sjá þar leikara í
öðruvísi hlutverkum en þeir hafa kannski
fengið um hríð, til dæmis var eftirminni-
lega gaman að sjá Guðrúnu Ásmundsdótt-
ur og Eriing Gíslason í Rommí og í vetur
fáum við að sjá Sigurð Siguijónsson og
Tinnu Gunnlaugsdóttur í framhaldinu af Á
sama tíma að ári: Á sama tíma síðar.
Stefán Baldursson hefúr gert lítið úr því
að leikarar væra á föram frá Þjóðleikhús-
inu og auðvitað er rétt að flestir leikarar
vilja bæði eiga kökuna og éta hana, eins og
Bretinn segir, vilja hafa sína kauptrygg-
ingu og einhver verkefhi í Þjóðleikhúsinu
og lifa og leika utan þess líka. En landslag-
ið er að breytast. Vinsælir leikarar vilja
ekki binda sig á klafa, þeir vilja geta tekið
freistandi verkefnum hvaðan sem þau
koma. Vonandi skarast verkefnin ekki svo
illilega að þeir vinsælustu vinni yfir sig; þá
væri verr af stað farið en heima setið. En
útkoman úr þessum breytingum verður lík-
lega sú, eins og Baltasar Kormákur spáði í
viðtali við DV 2. febrúar sl., að leikhúsin
ákveði fýrirfram sýningartíma hvers verk-
efnis þannig að leikarar viti nákvæmlega
hvenær þeir era fastir og geti skipulagt
tíma sinn af skynsemi.
-SA
Ný íslensk verk
Sígild verk
Þjóðleikhúsið
Blái hnötturinn,
Já hamingjan
Kirsuberjagarðurinn,
Antígóna
Leikfélag Reyjkjavikur
Einhver í dyrunum,
Skáldanótt
Lér konungur,
Þjóðníðingur,
Beðið eftir Godot,
Móglí
Drama
Gamanleikrit
!
Söngleikir
Laufin í Toscana,
Horfðu reiður um öxl,
Maðurinn sem
vildi vera fugl,
Ástkonur Picassos,
Vilji Emmu
Öndvegiskonur,
Blúndur og blásýra
Með fulla vasa af grjóti
Abigail heldur partý,
Kontrabassinn
Syngjandi f rigningunni
Leikfélag Akureyrar
Tveir misjafnlega vitlausir,
Sniglaveislan
(með L.í.)
Saga um pandabirni
(með L.í.)
Gleðigjafamir
Ball í Gúttó
Leikfélag íslands
Möguleikhúsið
Hvaða jól?
Trúðleikur
(Á mörkunum)
Sniglaveislan
(með L.A.)
Tilvist
(Dansleikhús með ekka)
Völuspá,
Lóma,
Nafnlaust e.
Guðrúnu Helgadóttur
Medea
(Fljúgandi fiskar)
Shopping & Fucking (með
Eggleikhúsinu)
Saga um pandabirni
(með L.A.)
Á sama tíma síðar,
Sýnd veiði,
Kvartett,
Eldað með Elvis
Hedwig
Sjálfstœðir leikhópar
Hafnarfjarðarleikhúsið
Hermóður og Háðvör,
Kaffileikhúsið, Bandamenn,
Á senunni, Draumasmiðjan,
Einleikhúsið,
Stoppieikhópurinn,
Strengjaleikhúsið
Dóttir skáldsins,
Háaloft,
Vitleysingamir,
Englaböm,
Stóri bróðir,
Góðar hægðir,
Ósýnilegi vinurinn
o. fl.
edda.ris
(Bandamenn í
samvinnu við Þlh.),
Fröken Júlía (Einleikh.)
Stormur og Ormur
Skuggaleikhús Ófelíu
Úr mörgu að velja á fjölunum í vetur.
" Þeir sem eru að velta fyrir sér hvar þeir eiga að kaupa sér áskriftarkort geta mátaö langanir sínar og smekk við framboö stóru leikhúsanna. En ekki má gleyma allri fjölskrúöugu flórunni á jaðrinum -
þar er til dæmis mikill meirihluti frumsaminna leikverka vetrarins.