Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Side 4
20
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
____J
Diddú vill sjá listaverk
í Gerðubergi hafa menn leyft alls
konar fólki utan úr bæ að velja
myndlistarverk á sýningar undir
samheitinu Þetta vil ég sjá. Kári
Stefánsson, Vigdís Finnbogadóttir
og Friðrik Þór Friðriksson hafa þeg-
ar valið sér myndverk og voru þær
sýningar allar vel heppnaðar, fróð-
legar og fallegar. Næst til að velja er
hin ástsæla söngkona Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Diddú, og verður val
hennar afhjúpað 28. október.
Af öðrum viðburðum í Gerðu-
bergi á þessu hausti má nefna ritþing
Einars Más Guðmundssonar sem
verður 4. nóvember. Einar Már er
sögumaður af guðs náð og verður
gaman að heyra hann spinna um for-
tíð sína og nútíð.
Móðurímyndin í íslensk-
um Ijósmyndum
í nóvember verður opnuð sýning-
in Móðurímyndin í íslenskum ljós-
myndum í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur. Þar fáum við að sjá sögulegt
yfirlit yfir ímynd móðurinnar í ís-
lenskri Ijósmyndasögu. Ljósmynd-
irnar eru ýmist í upprunalegri eða
samtímaprentun.
ísinn brotnaði
Ekki gekk allt slysalaust fyrir sig
þegar Baldur var settur upp í útlönd-
um, enda leikmyndin gríðarlega
viðamikil. Það alvarlegasta gerðist
þegar stóru ísjakarnir voru teknir úr
mótunum i Helsinki og menn ætluðu
að koma þeim fyrir á sviðinu: þeir
brotnuðu! Nú voru góð ráð dýr, eng-
in sviðsmynd án ísjaka. En sem bet-
ur fór höfðu Norðmenn af eðlislægri
sparsemi varðveitt sína ísjaka frá
sviðsetningunni í Bergen nokkrum
dögum fyrr og þeir lögðu strax af
stað til Helsinki í frystigámum.
Hingað heim til Menningarborgar-
innar hringdu íslenskir eftirlitsmenn
sýningarinnar með stuttu millibili:
Ekki komnir enn! Ekki komnir. Ekki
komnir. Uns boðin bárust að lokum:
Þeir eru komnir! Á elleftu stundu en
í tæka tíð.
Bannað að reykja
Gaman var að
fylgjast með
nóbelsverðlauna-
hafanum alþýð-
lega Gúnter Grass
meðan hann
dvaldi hér á landi.
Ekki rigndi upp í
nasimar á honum,
eins og Einar Már
orðaði það. Þeir hittust í fýrsta sinn
á hátíðinni, en Einar Már hefur
kvittað fyrir skuld sína við Grass í
ræðu og riti og fagnaði honum vel.
„Þegar ég hitti unga þýska höfunda
þá spyr ég alltaf: How is Gúnter?“
sagði Einar Már. „Nei, nei, nei, það
áttu ekki að segja,“ sagði Grass.
„Þeir hata mig allir!“
Eins og sjónvarpsáhorfendur sáu
þegar Kristján Kristjánsson ræddi
við hann þykir Gúnter Grass vænt
um pípuna sína, og hann gat þess
nokkrum sinnum meðan hann dvaldi
hér að hann ætlaði aldrei að fara til
Bandaríkjanna aftur. Af hverju? Jú,
hann getur ekki hugsað sér að vera í
landi þar sem hægt er að kaupa
byssu eins og hvem annan vaming
og þar sem dauðarefsingar eru
leyfðar en bannað að reykja!
Þrívíddarverk og Þórarinn B.
Þegar spjallað var stuttlega við
Ólaf Kvaran, forstöðumann Lista-
safns íslands, sagði hann að óneitan-
lega litaði list frá Kína hjá þeim
haustið í sýningahaldi. Nú stendur
yfir sýning á kínverskri list á 20. öld
sem haldin er í skiptum fyrir íslenska
listsýningu á vegum Listasafns fs-
lands, en hún var haldin í Hong Kong
og Peking fyrir tveimur árum. Sýn-
ingin í Listasafninu er á vegum stofn-
unar Kínverska alþýðulýðveldisins
sem sér um kínverskar listsýningar er-
lendis.
Sigurður Guðmundsson, einn okkar
virtasti myndlistarmaður, hefur búið í
Kína hin síðari ár og unnið þar að
sinni myndlist. 19. október verður
opnuð sýning á „hlutkenndum þrí-
víddarverkum" hans í Listasafninu.
Loksins Þórarinn B.
Ólafur sagði að erfitt væri að gera
upp á milli sýninganna I safninu því
allar væru þær merkilegar, en tví-
mælalaust væri stærsti viðburður
haustsins yfirlitssýning á verkum
málarans Þórarins B. Þorlákssonar.
„Við bindum miklar vonir við þessa
sýningu, enda heil þrjátíu ár siðan
haldin hefur verið yfirlitssýning á
verkum Þórarins og hundrað ár síðan
hann hélt sýninguna sína - fyrstu
einkasýninguna sem haldin var hér á
landi af íslenskum listamanni. Ég er
ákaflega stoltur af sýningunni."
Flestir kannast sennilega við Þórar-
in B. og rómantíska túlkun hans á ís-
Ienskri náttúru. Með henni lagði hann
grunn að íslenskri landslagshefð í
málaralist í byrjun 20. aldar.
Meistaraverk í desember-
mánuði
í desembermánuði eru að venju sýnd
verk úr safneigninni og eru þar á meðal
málverk eftir stærstu meistarana: Kjar-
val, Scheving, Ásgrím og Jón Stefáns-
son. Einnig verða sýnd þrívíddarverk
sem safnið hefúr eignast á síðustu tutt-
ugu árum, en meðal höfúnda þeirra eru
Hannes Lárusson, Ragnhildur Stefáns-
dóttir og Rósa Gisladóttir.
Margt er fram undan í Listasafhinu,
þó ekki megi gleyma þeim sýningum
sem nú standa yfir, en auk áður nefndr-
ar Kínasýningar er það sýning á verk-
um byltingarmannsins Magnúsar Páls-
sonar og á ljósmyndaverkum sænsku
listakonunnar Miriam Backström. -þhs
Falsa
Reyk
nir
aví
Starfsemi Listasafns Reykjavíkur
skiptist núorðið niður á tvö glæsileg hús.
Annars vegar eru það gömlu góðu Kjar-
valsstaðir og hins vegar nýja Hafnarhús-
ið. í vetur verður heilmikið um að vera í
báðum húsum og alls ekkert mjög langt
að fara á milli.
Um þessar mundir stendur yfir á Kjar-
valsstöðum sýningin Tími - fresta flugi
þínu sem opnuð var um miðjan ágúst og
mun verða aðgengileg út næsta mánuð.
Þar er fjallað á nýstárlegan máta um það
hvernig listamenn vinna með tímann í
verkum sínum. í Hafnarhúsinu er sýn-
ingin CAFÉ9.NET sem er samstarfs-
verkefni átta menningarborga og vett-
vangur íyrir myndlistarmenn til þess að
skiptast á skoðunum á Intemetinu.
ísland litið öðrum
augum
Á döfinni hjá Listasafninu má nefha
hönnunarsýningu Form ísland sem verð-
ur hleypt af stokkum 14. október. Sýn-
ingin ber heitið Mót og er m.a. ætlað að
varpa ljósi á hinn sögulega arf íslenskrar
hönnunar og gefa yfirlit yfir þróun henn-
ar á þessari öld með skírskotun til inn-
lendra og erlendra áhrifavalda. Einnig er
markmið sýningarinnar að gera nútíma-
hönnun góð skil svo og stöðu hennar í
upphafi nýrrar aldar.
Áhugaverð sýning verður opnuð í
Hafnarhúsinu í nóvember en sú sýning
ber yfirskriftina Island öðrum augum Iit-
ið. Markmið sýningarinnar er að leitast
við að skilgreina hvað það er sem ein-
kennir islenskan menningarheim sérstak-
lega. Þátttakendur eru meðal annarra
bandaríska listakonan Roni Hom, sem að
sögn lítur á ísland sem vinnustofu sína,
og Birgir Andrésson en hann er einmitt
þekktur fyrir að fást við séríslenska list-
sköpun.
Fölsunarumræðan hefur bersýnilega
sett mark sitt á dagskrá Listasafns
Reykjavíkur og í byijun vetrar verður
haldin sýning í Hafnarhúsinu sem hefur
vinnuheitið Lítil umfjöllun um eðli fals-
ana í myndlist. Þar geta sýningagestir séð
með eigin augum hvað það er sem ein-
kennir listaverkafalsanir og má segja að
sýningin sé nokkurs konar tilraun list-
heimsins til þess að sýna fram á að full-
yrðingar um falsanir séu studdar vísinda-
legum rökum.
Trúarleg list Ásmundar
I nóvember verður sýnd samtímalist
frá Suður-Afríku, sem hlýtur að vera
listáhugafólki mikið tilhlökkunarefni,
svo sjaldan sem myndlist frá þeirri álfú
í Listasafni
kur
rekur á fjörur
okkar.
Á svipuðum
tíma, í byijun
nóvember, fáum
við að sjá af-
rakstur sam-
starfs Listasafns
Reykjavíkur og
Listasafns Sig-
urjóns Ólafs-
sonar í Ásmund-
arsafni. Sýning-
in ber yfirskrift-
ina Hærra til þín
og er þar fjallað
um trúarleg
minni i verkum
nokkurra nor-
rænna lista-
manna. Meðal
þeirra sem eiga
verk á sýning-
unni eru Ás-
mundur Sveins-
son og Siguijón
Ólafsson, lista-
menn sem fáum dettur í hug að nefna
þegar talað er um trúarlega list, enda er
það markmiðið með sýningunni að sýna
verk þeirra sem ekki hafa fengist við
Ronl Horn
Hún hefur margoft heimsótt Island og sagt að hún líti
eiginlega á það sem sína vinnustofu.
hefðbundna kirkjulist - þó að engu að
síður sé trúarleg minni að finna í verkum
þeirra. Stendur sýningin fram í miðjan
janúar. -þhs
Brennandi hí
us og innviðir
Edda Jónsdóttir, eigandi Gallerís i8,
stendur í ströngu þessa dagana. Hún hef-
ur fest kaup á húsnæðinu á Klapparstíg
33 og nú standa yfir endurbætur á því, en
ráðgert er að sýningahald við Klappar-
stíginn hefjist í febrúar á næsta ári. I
byijun nóvember mun hún síðan halda til
Kölnar á Art Cologne, hina þekktu al-
þjóðlegu listamessu, en Gallerí i8 hefur
verið valið til þátttöku í henni. Mikill
fengur er fyrir i8 að komast á messuna,
en þar munu verða kynntir listamenn
sem eru á snærum gallerísins, s.s. Ragna
Róbertsdóttir, Finnbogi Pétursson og
Birgir Andrésson. Að sögn írisar Stef-
ánsdóttur, starfsmanns i8, eru á Kölnar-
messunni allir sem einhvers mega sín í
alþjóðlegum listaheimi;
gallerí, safnarar, sýn-
inga- og safhstjórar og
listamenn. Áður hefur
i8 tekið þátt í slíkum
uppákomum og ekki
orðið fyrir vonbrigðum
með árangurinn sem
ekki hefúr látið á sér
standa í formi sýningar-
boða til handa íslensk-
um listamönnum og
eins hefúr i8 komist í
kynni við erlenda lista-
menn sem síðar hafa
sýnt hér á landi.
Douwe Jan Bakker, Nafnlaust
1996
Undirbúningsvinna Bakkers fyr-
ir teikningu sem listamaöurinn
hugöist gera og sýna í i8.
Lést við und-
irbúning sýn-
ingarinnar
Tvær sýningar verða í
Ingólfsstræti 8 í haust.
21. þessa mánaðar verð-
ur opnuð sýning á verk-
um hollenska lista-
mannsins Douwe Jan
Bakker sem heimsótti ís-
land reglulega og leitaði
sér innblásturs í íslenskri
náttúru. Bakker var að
undirbúa sýningu sem
hann hugðist halda í i8
þegar hann lést árið
1997. Sýningin sem nú
verður haldin byggir á undirbúningsvinnu
hans fyrir þá sýningu, auk eldri verka.
Gefin verður út vegleg sýningarskrá jafn-
hliða sýningunni þar sem nokkrir kunnir
íslenskir listamenn skrifa um kynni sín af
Bakker.
Þann 26. október verður opnuð síðasta
sýning Gallerís i8 fyrir flutningana. Sú
sýning er haldin í samvinnu við Norræna
húsið og er á verkum finnska listamanns-
ins Jyrki Parantainen sem þekktur er fyrir
ljósmyndir sínar af brennandi húsum og
innviðum þeirra. Á sýningunni verða ljós-
myndir af þessu ferli - ftá því að eldur
kviknar að afleiðingum hans og eyðilegg-
ingu. Jafnhliða verða ljósmyndir sýndar I
Norræna húsinu. -þhs