Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Síða 7
23
FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
Loks
ns aftur
Námskeið um Antígónu
Hið árlega nám-
skeið Endurmennt-
unarstofhunar í sam-
vinnu við Þjóðleik-
húsið verður í ár um
hið klassíska leik-
verk Antígónu eftir
Sófókles sem Kjart-
an Ragnarsson leik-
stýrir þar í vetur.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir leikhúsfræð-
ingur hefúr umsjón með námskeiðinu.
Kreon konungur í Þebu hcfur bannað
að útfðr Pólíneikesar verði gerð. Hin
unga Antígóna freistar þess að jarða lík
bróður síns, vitandi að það getur kostað
hana lífið. Hugrekki Antígónu hefúr
heillað áhorfendur i gegnum aldimar, allt
frá því að verkið var skrifað fyrir nær
2500 árum og ekki síst á okkar öld. Á
námskeiðinu verður fjallað um Antígónu
og gullöld griskra leikbókmennta. Þátt-
takendur fara í heimsókn á æfingu í Þjóð-
leikhúsinu og sjá svo sýninguna fullbúna
rétt fyrir frumsýningu. Námskeiðinu lýk-
ur á umræðum með aðstandendum sýn-
ingarinnar.
Námskeiðið hefst 7. nóv. Skráning í
sima 5254444.
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands,
sagði á blaðamannafúndi sem haldinn
var fyrir skemmstu að hann væri ákaf-
lega stoltur af því að tilkynna að aðal-
hljómsveitarstjórinn Rico Saccani
yrði hjá Sinfóníunni annað tímabil.
Hann hefði breytt stíl hljómsveitarinn-
ar og unnið marga listræna sigra sem
væri fagnaðarefni fyrir alla sem nytu.
Fjölgað hefur í Sinfóníuhljómsveit-
inni og nú eru í henni áttatíu stöðu-
gildi - hljómsveitarstærð sem er vel í
meðallagi ef miðað er við Norður-
löndin. Hljómsveitin hyggur líka á
Ameríkuferð í október og á hún að
standa yfir í þrjár vikur. Leikið verður
á fjórtán tónleikum og meðal annars í
tveimur stærstu tónleikahúsum Amer-
iku.
Alvöru Carmen
Þröstur sagði ennfremur að Sinfón-
íuhljómsveitin ætlaði að festa í sessi
eina stóra óperutónleika á vetri. I fyrra
var það Aida, sællar minningar, en nú
á að setja stórvirkið Carmen á svið
undir stjóm Ricos Saccani. Þeir sem
koma nálægt þeirri uppsetningu fuli-
yrða að hún sé á heimsmælikvarða.
Þar er í einu aðalhlutverkinu söngkon-
an Hulda B. Garðarsdóttir en auk
hennar syngja í verkinu Ingveldur Ýr
Jónsdóttir, Sylvie Brunet, Mario
Malagnini o.fl. Að sögn er uppsetn-
ingin á Carmen, sem lýður fær að
berja augum í Laugardalshöllinni í
mars á næsta ári, alltaf að verða viða-
meiri og viðameiri og verður senni-
lega ekki einungis óperutónleikar
heldur beinlínis heil alvöruópera.
Á Vínartónleikunum í janúar verður
flutt tónlist eftir Strauss, Zeller, Lehar.
Stolz o.fl. Vínartónleikarnir voru í
fyrra vinsælustu tónleikar hljómsveit-
arinnar og verða aftur fluttir í Laugar-
dalshöll þetta árið, hlustendum til
þæginda. Uppsetningin á Baldri
greiddi götuna hvað varðaði sviðsbún-
að og aðstöðu í Höllinni.
Ástsælir píanókonsertar
1 gulu röðinni eru píanóverk áber-
andi og má segja bylgja í píanóleik frá
Ashkenazy
Kirsuberjagarðurinn
Opni Lista-
háskólinn býður nú
bæði upp á námskeið
fyrir almenning í
myndlist og leiklist -
enda búið að stofna
leiklistardeild við
Listaháskóla ís-
lands. Meðal
leiklistamámskeiða
er eitt sem mun fjalla um uppsetningu
Þjóðleikhússins á Kirsubeijagarðinum
eftir Anton Tsjekhov sem frumsýnd
verður í nóvember. Leikstjóri er Rimas
Tuminas fra Litháen en umsjónarmaður
námskeiðsins er Ámi Bergmann
rithöfundur. Hann heldur erindi um
verkið 21. nóvember og viku seinna verða
umræður um verkið og sýninguna ásamt
aðstandendum hennar. Námskeiðið
ings á ný og að
hans sögn glæsileg
verk eftir Jón Nor-
dal og Hjálmar H.
Ragnars.
Rúsínan í pylsu-
enda sveitarinnar er
að sá heimsfrægi
píanóleikari og
hljómsveitarstjóri
Vladimir Ashken-
azy kemur hingað
til lands í fyrsta
sinn síðan 1978 til
að stjórna Sinfóní-
unni. Hann mun
stjórna tveimur
stórverkum eftir
Mahler og Shosta-
kovich og segir
Þröstur að allir séu
gríðarlega stoltir af
því að fá þennan
mikla meistara aft-
ur til liðs við
hljómsveitina.
Einnig koma til
landsins stjómend-
urnir Dimitri Kita-
jenko og H.K.Gru-
ber sem er hvorki
meira né minna en
hljómsveitarstjóri,
tónskáld, bassaleik-
ari og söngvari.
-þhs
Hulda Björk Garöarsdóttir söngkona
Hún mun syngja eitt aöalhlutverkanna í stórvirkinu
Carmen sem sett veröur á sviö í mars á næsta ári.
Vladimir Ashkenazy
Hljómsveitarstjórinn sem viö áttum
einu sinni er aö koma aftur til okkar.
Um þessar mundir starfar
Ashkenazy sem hljómsveitarstjóri
tékknesku fílharmóníunnar en
kemur hingaö til lands í janúar til
þess aö stjórna Sinfóníunni í
tveimur verkum.
Ítalíu. Jónas Sen
gagnrýnandi hefúr
sagt píanókonsert-
ana, sem fluttir
verða, þá ástsæl-
ustu í tónbók-
menntunum. Þar
má nefna þriðja pí-
aníkonsert Rakh-
maninovs (þann
sem gerði David
Helfgott brjálaðan
í myndinni Shine),
hinn svokallaða
Elviru Madigan
konsert eftir Moz-
art og fyrsta píanó-
konsert Chopins,
svo nokkrir séu
nefndir.
í annað skipti er
blá tónleikaröð á
dagskrá og er yfir-
skrift hennar nú-
tímatónlist en
Þröstur segir að þá
einbeiti hljóm-
sveitin sér að
seinni hluta síðustu
aldar og íslenskum
verkum. Jónas Sen
hefur skammað
hljómsveitina fyrir
að vera ekki nógu nútímaleg í vetur og
sagt að þar skorti á listrænan metnað
en Þröstur Ólafsson er honum hjartan-
lega ósammála og bendir því til stuðn-
us
:0
'03
ASKRIFTARKORT eða OPIÐ KORT
6 sýningar með 25% afslætti.
STÓRA SVIÐIÐ
KIRSUBERJAGARÐURINN - Tsjekhov
BLÁI HNÖTTURINN
eftir Andra Snæ Magnason
ANTÍGÓNA - Sófókles
LAUFIN í TOSCANA - Lars Norén
SYNGJANDI í RIGNINGUNNI
Singin' in the Rain - Söngleikur leikársins
LITLA SVIÐIÐ
• HORFÐU REIÐUR UM OXL - J. Osborne
JÁ, HAMINGJAN
eftir Kristján Þórð Hrafnsson
MAÐURINN SEM VILDI VERA FUGL
(Birdy) N. Wallace, byggt á sögu Wharton
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ
ASTKONUR PICASSOS - Brian McAvera
MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - M. Jones
VIUI EMMU - David Hare
FRÁ FYRRA LEIKÁRI
GLANNI GLÆPUR I LATABÆ
SJÁLFSTÆTT FÓLK
DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT
• Sýningar í áskrift.
Allar sýningar leikársins geta verið valsýningar.
Siini: 551 12 00 - www.leikhusid.is