Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2000, Side 8
24 tvöþúsund / tvöþúsundogeitt Kortasala eftir Sigurð Pálsson eftir William Shakespeare eftir Mike Leigh Stórleikkona hefur lokað sig af á heimili sínu. Maður hennar vinnur í eftirlits- iðnaðinum. í dymar koma óboðnir gestir. Sögur tveggja fjölskyldna fléttast saman í hatrömmum átökum kynslóða. Einn magnaðasti harmleikur allra tíma. Óborganleg samskipti fólks í sönnum anda Mike Leigh, höfund mynda á borð við Naked og Secrets and Lies. eftir Hallgrím Helgason Á Skáldanótt lifna látin skáld við og sækja í fjörið í miðbæ Reykjavíkur. Fyrsta rappleikrit íslandssögunnar. >, fl eftir Rudyard Kipling eftir Henrik Ibsen eftir Werner Schwab Tvö ný dansverk KllsSí eftir Patrick Suskind eftir Samuel Beckett | g I § í eftir Joseph Kesselring Skógariíf, sagan sígilda um drenginn Móglí sem elst upp á meðal úlfa. Ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Sannleikurinn er dýrkeyptur. Hápólítískt og áleitið verk. Brostnir draumar og líf í hillingum. Afar fyndin lýsing á hryllilegu lífi öndvegis- kvenna eftir eitt athyglisverðasta leikskáld Evrópu síðustu ára. Ný dansverk eftir tvo athyglisverðustu danshöfunda Evrópu. Verkin eru samin sérstaklega fyrir íslenska dansflokkinn. Einleikur um sorgir og gleði í lífi kontrabassaleikara. Eitt merkasta leikverk aldarinnar. Fallegt fólk sem höfundurinn lýsir með miklum húmor. “Ég viðurkenni að ekkert er fyndnara en óhamingjan.” Elskulegar systur, geðsjúkur frændi, leikhúsgagnrýnandi, glæpamenn og kjallari fullur af líkum. Grafalvariegur gamanleikur. !fa£*i§i ítípi jiM'[M &.MJ& £i Sex í sveit eftir Marc Camoletti 4 LEIKÁR - SÝNINGUM LÝKUR í SEPTEMBER Kysstu mig Kata eftir Cole Porter Afaspil eftir Örn Árnason Áskriftarkort á 7 sýningar: Opin kort með 10 miðum: Fimm sýningar á Stóra sviði#, og tvær aðrar að eigin vali á 9.900 kr. 14.900 kr. Frjáls notkun, panta þarf sæti fyrirfram. Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin alla daga frá 13 til 18. Símapantanir alla virka daga frá 10 midasala@borgarleikhus.is • Fax 568 0383 Líslabraut 3*103 Reykjavík • www.borgarleikhus.is FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 _'M Ný íslensk barnaópera í burðarliðnum: Barátta Ijóss og myrkurs Islenska óperan frumsýnir 15. október barnaóperuna Stúlkuna i vitanum eftir Þorkel Sigurbjömsson og Böðvar Guðmundsson. Hvert mannsbam kannast við sögu Jónasar Hallgrimssonar um Stúlkuna I turninum sem liggur til grundvallar óperunni en þar eru bœði víkingar, illgjörn ugla og urmull af leðurblökum sem erfitt yrði að setja á svið. Við báðum Böðvar - sem semur textann - að segja frá þvi hvaða umbreytingum sag- an tók á leiðinni í ópemna. „Einu sinni þegar við Þorkell Sigur- bjömsson hittumst fyrir fáeinum árum bar hann mér kveðju Stefáns Edelsteins og það með hvort ég vildi ekki semja eitt lí- brettó ef Þorkell tæki að sér að semja óp- eru sérstaklega handa börnum," hefur Böðvar mál sitt. „Eg játaði því auðvitað því það er mér svolítið áhugamál að böm fái eitthvað gott að fara með, ekki allt of mikinn leirburð. Svo vissi ég að Þorkell hefur samið einstaklega skemmtilega bamatónlist. Þá ágætu hugmynd að byggja ópemna á sögu Jónasar um Stúlkuna í tuminum átti Þorkell. Þetta er saga um baráttu Ijóss og myrkurs, saga um karakterleysi og karakterstyrk, án þess þó að vera ofhlaðin boðskap um hvemig eigi að lifa lífinu. Þar er td. hvergi tekið ffam að það sé óhollt að reykja. En við vomm sammála um að um- hverfið í ævintýrinu væri svolítið „fram- andi“, því íslensk böm þekkja ekki hálf- hmnda varðtuma allra þeirra hundraðára- striða sem geisað hafa á meginlandinu. Einu tumamir sem þau þekkja em vitar og súrheystumar og við vomm hjartan- lega sammála um að það væri mun dramatískari sviðsetning að láta baráttu stúlkunnar við myrkrið gerast í vita en i súrheystumi. Viti er til dæmis Ijósgjafi í sjálfú sér en súrheystum ekki, og Stúlkan í vitanum er mun fallegra óperunafn en Stúlkan í súrheystuminum! Svo samdi ég uppkast, líklega 1996, og skoðaði þá Jónas svolítið með tilliti til persónunafna. Hjá honum fann ég þá þessa ágætu veðurvísu: Skuggabaldur úti einn öli daufu rennir, Skrugguvaldur, hvergi hreinn, himinraufar glennir. I hana sótti ég nöfnin á ófétunum í óp- erunni, þau era ýmist Skuggabaldrar eða Skmgguvaldar, og slapp þá við allar leð- urblökurnar. Islensk böm þekkja nefhi- lega ekki aðra leðurblöku en Batman, og það er góð leðurblaka. Þá var effir uglan. Til þess að koma ekki inn andúð hjá ung- um bömum á dýrategundum í útrýming- arhættu þá lét ég illfýglið ekki vera uglu heldur fór enn í smiðju Jónasar og fann þar auðvitað „Ohræsið" strax á fleti fyrir. Persónuheitin em semsagt öll sótt til Jónasar, Stúlkan, Óhræsið, Skuggabaldrar og Skmgguvaldar. SjálfVi sögu Jónasar er lauslega fylgt en tími og sögusvið em færð til íslands í dag. Stúlkan er ekki dóttir fátæks fiskimanns sem álpast inn í tum undan víkingum því það eru engir fátækir fiskimenn lengur til á Islandi og þeir víkingar sem effir em munu fyrst og fremst vera til þess að halda uppi lögum og reglu. Stúlkan álpast upp í vita af því að hún er hrædd og ein- mana, svo fer rafmagnið og hvergi ljós að sjá nema í vitanum." Þá koma óhræsin til sögunnar og ís- lensku bömin geta farið að hlakka til. Teikningin viö Stúlkuna f turninum er eftir Freydísi Kristjánsdóttur. Hún er úr lestrarbókinni Blákápu (1994). Náttúran í listinni Náttúran í list- inni - listin í nátt- úrunni. Birting náttúmnnar í evr- ópskri myndlist allt frá dögum Grikkja og Rómverja er námskeið við End- urmeimtunarstofn- un sem Ólafúr Gíslason listfræðingur sér um. Hvaða skilning hafa menn lagt í eftirlíkingu og myndgervingu náttúrannar, spyr hann, og hvernig hefur sá skilningur mótast af goðsögulegum, trúarlegum, þekkingarlegum og tilfinningalegum þáttum? Hvernig hefúr náttúran haft mótandi áhrif á myndlistina á ólíkum tímum og hvaða áhrif hefur hin myndræna framsetning náttúrunnar haft á náttúruskynjun okkar? Fjallað verður um náttúruskynjun og náttúrulýsingar í myndlist og bók- menntum á ólíkum tímum og leitast við að kanna hvernig ólík viðhorf til náttúrunnar birtast í myndlist, um- hverfismótun, byggingarlist og landslagsarkitektúr. Spurt verður um muninn á beinni og óbeinni náttúru- upplifun í samtímanum og varpað fram spurningum um áhrif tækninnar og nýrra myndmiðla á skilning okkar og upplifun á náttúrunni. Námskeiðið hefst 11. okt. Skráning í síma 5254444.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.