Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Blaðsíða 4
unni. Hann veit hann á sér óvildar Hann er var um sig þegar hann opnar hurðina að hótelsvt Pulsur og Páll mark- vörður í HÍ Það er í dag sem háskólastúd- entar og kennarar gera sér glaðan dag, storma út úr stofunum til að borða pulsur, etja kappi í hinum ýmsu greinum og sjá Pál Skúlason rektor sem markvörð i harðsvír- uðu fótboltaliði kennara en óstað- festar fregnir herma að hann muni taka þann póst. Róbert Har- aldsson og Torfi Tulinius eru vist sterkir framherjar. í dag er nefnilega Stúdentadag- ur Háskóla íslands en það er göm- ul hefö sem legið hefur niðri um árabil. Hér áður fyrr var það alltaf 1. desember en nú á að endur- vekja siðinn um miðjan septem- ber. Eftir aö vetrarprófín voru flutt frá janúar fram í desember áttu stúdentar erfitt um vik að mæta á hátíðahöld vegna próflest- urs sem er auðvitað víðs fjarri í september. HÍ, Stúdentaráð og nemendafélögin hafa séð um að skipuleggja gleðina og er tilgang- urinn að þjappa fólki og deildum saman. Stefnt er að því að dagur- inn verði árlegur viðburður og að hann marki upphaf að félagslífi vetrarins. Undirbúningur hefur staðið síðan í apríl. Fri verður gefið frá kennslu kl. 11 og þá hefst viðamikil dagskrá sem stendur til kvölds. Alþingis- menn segja frá háskólaárum sín- um, keppt verður um titilinn „sterkasti stúdentinn“, Háskóla- kórinn syngur, fyrirlestraröð verður í aðalbyggingu og Helga Braga, Eyfi og Stefán Hilmars- son eru meðal þekktra skemmtikrafta sem láta sjá sig. Eiríkur Jónsson, for- maður Stúdentaráðs, segir stemninguna mjög góða og t.d. hafi 30 lið skráð sig í knattspyrnu- keppnina. Hann seg- ir daginn nauðsyn að efla samkennd en það sé allt annar lífsstíll í dag að vera stúd- ent en áður var. Svo lofar Eiríkur lífi og fjöri og vonast eftir góðu veðri. Dagskráin í dag stendur til kl. 16 og þá taka nemendafélögin við sínu fólki þar til dansleikur Með mönnum i svörtum fötum hefst á Astro. menn í þjóðfélagint og sumir þeirra kunna jafnvel að vilja hann feigan. Svavar Sigurðsson er búinn að heyja heilagt stríð við eiturlyfjamafíu landsins í sex ár. Hann hefur barist fyrir hönd lands- manna allra og er hvergi nærri hættu fíkniefna bréfunum sem honum hafa borist frá Lögreglustjóranum í Kefla- vík hafi orðalagið óeigingjarnt starf verið notað. „Ég er að verða vinsaelasti maður landsins, á vini um allt land og er í þessari stöðu, kominn í svítuna," segir baráttu- maðurinn fornfúsi. „Guð vildi greinilega hafa mig í svítu, því ekki ætlaði ég mér það sjálfur, en hér hef ég aðstöðu til að taka á móti fréttafólki, alþingismönnum og bæjarfulltrúum og hér verður talsverð ös.“ Seair þingmönnum fyrir verkum Svavar hefur kynnt sér flkni- efnaheiminn út í hörgul og skoðað allar hliðar á málinu. „Ég veit miklu meira en lögreglan," segir hann vigreifur. „Það var mér að þakka að stóra fikniefnamálið var upplýst. Ég setti lögregluna, toll- gæsluna, Alþingi, forsetann og biskupinn af stað.“ Svavar gerði sér snemma grein fyrir skorti lög- reglu á tæknilegum tækjabúnaði og það voru græjur frá honum komn- ar sem fundu fíkniefnin í flutn- ingagámum Samskips. Hann segist hafa orðið var við vanvilja í stjóm- kerfinu til að leggja fé í fikniefna- baráttuna og veit til þess að innstu koppar í búri stjórnvalda séu tengdir undirheimunum með ýms- um hætti. „Það eru fleiri í þessu en krakkarnir. Ég veit að það er neysla á Alþingi," segir hann. „Ég hef gert stjórnvöld að athlægi oftar en einu sinni.“ En Svavar hefur átt ágæt samskipti við suma þingmenn og nefnir þar helst Hjálmar Áma- son framsóknarmann. „Ég er eig- inlega farinn að segja þingmönnum fyrir verkum," segir Svavar og brosir breitt. Áhrifa hans er heldur betur tekið að gæta hjá löggjafan- um því 19. febrúar 1997 var flkni- efnasamningur Sameinuðu þjóð- anna lögfestur á Alþingi og það á 60 ára afmæli Svavars. Svavar hefur litla trú á að um tilviljun sé að ræða og glottir við tönn. Úr hassi í kannabis Svavar hefur ferðast marga hringi um landið og hitt margt áhrifafólk. Stuðningsmenn koma úr öllum áttum og hann segir óvin- inn meira að segja hafa stutt sig í stríðinu. Eins furðulega og það kann að hljóma hefur Svavar feng- ið styrki frá fyrirtækjum, sem hann hefur vissu um að séu tengd eiturlyfjabraski. Svavar hefur mik- ið rætt við fólk í trúarsöfnuðum, sjálfur er hann félagi í Krossinum, en hefur starfað mikið með Guð- laugi Laufdal á sjónvarpsstöðinni Omega og telur sinn helsta stuðn- ingsmann. Sömuleiðis hefur hann hitt krakka í skólum um allt land og varað þá við hættunum. „Maður fer úr hassi og jafnvel í kannabis, og þaðan í amfetamín,“ segir hann. „Það er stríð, þetta er strið og ekk- ert annað. Heilagt stríð,“ segir Svavar og dregur fram hermanna- húfu í felulitum, sem hann gengur með þegar hann stendur í eldlín- unni og límmiða með tilvitnun í Nelson flotaforingja. „Ég berst við þetta lið í andanum og það skil- ur mig ekki af því að guð er með mér og athugaðu það að ég á eftir að verða hátt settur í stjómkerfmu enda ekki verra að vera með mann haldinn anda guðs þar.“ Árið 1994 birtist Svavari heilag- ur andi, frelsaðist og fékk skilaboð frá guði. „Drottinn sagði mér að líf 278 þúsund manna væri í húfi og gerði mig að hermanni sínum,“ segir Svavar. Hann hætti farsælum heildverslunarrekstri, seldi 17 milljóna króna einbýlishús og nýj- an Benz til þess að berjast við fíkniefnadjöfulinn. Fyrst eyddi hann aleigu sinni í tækjakaup handa lögreglu- og tollyfirvöldum og tók svo til hendinni við styrkjasöfnun. Síð- an þá hafa safnast 25-30 milljónir króna. Guð valdi svítuna Undanfarin ár hefur Svavar búið á hótelum landsins, og núoröið lít- ur hann á Hótel ísland sem heim- ili sitt og segir guð hafa séð fyrir því að hann sé loksins kominn i svítu. Svavar er hógvær maður og undirstrikar það alloft í viðtalinu að hann sé að berjast í þágu þjóðar- innar, enda hefur hann nefnt verk- efni sitt Þjóðarátak Svavars Sig- urðssonar. Það er líka engin til- viljun, bendir Svavar á, að í báðum Eiiis og alþjóð veit var um að ræða keppni sem ekki var feg- urðarsamkeppni í eiginlegum skilningi heldur var meira gert úr hæfileikum stúlknanna. Blaðamaðurinn sem skrifar greinina í GQ gengur svo langt að nefna keppnina svölustu feg- urðarkeppni í heimi en greinin sem slík er þó ekki ein samfelld lofgjörðarrulla um keppnina. Hann eyðir miklu púðri í að tala um ungfrú heim, sem er frá Indlandi, og hversu vel hún falli aö þeirri ímynd sem titlinum fylgir. Segir hann frá ýmsum misheppnuöum tilraunum sín- um til að raíða viö stúlkuna en viðurkennir að hafa klúðrað þeim þegar hún spurði hvað liann myndi gera ef hann væri ungfrú heimur. Þá sagðist hann Íslandí byrjar hann á að segja hversu opnar íslenskar stúlkur séu gagnvart kynlífi en hrósar þátttakendum í keppninni aft- ur á móti nokkuð. Tiltekur hann sérstaklega hversu ánægjulegt var að heyra að áhugamál þeirra snerust ekki bara um að vinna með börnum og þess háttar. Þær vilji ferðast og halda áfram námi. Sigurveg- arinn, Elva Dögg Melsteð, fær hrós og tiltekur blaöamaðurinn að Claudia Schiffer hafi sagt að andlit hennar væri mjög „now“. Þó greinin einkennist dálítið af kaldhæðni gagnvart ungfrú heimi virðist höfundur- inn vera hrifinn af ungfrú ís- land.is sem ætti að hjálpa til í framtíðinni. : . 'Aú: 'léiiiiíS: , DDDJ : m 7 m I ý m w % J á 4 15. september 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.