Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2000, Blaðsíða 12
H vikuna 16.9-23.9 2000 37. vil m Robbie Williams er kóngurinn á islenska lis- tanum þessa vikuna enda hefur kappinn gjör- samlega lagt heiminn að fótum sér með laginu Rock Dj að undanförnu. Gamli kallinn Bon Jovi er snúinn aftur úr leiklistarfrfi og skýst upp í annað sætið en stjarna vikunnar er auðvitað stelpan frá Bandarikjunum sem allir þekkja. Britney Spears er komin í fimmta sætið með nýja lagið Lucky og má fastlega búast við því að hún skjótist á top- pinn fyrr en varir. Við bíðum spennt. Topp 20 01 02 03 04 8 07 08 09 10 11 12 § 14 15 16] 17 W 19 20 Rock Dj It's my life Life is a... Let's get loud Jumpin'Jumpin' Lucky Spinning Around My bitch Music We Will Rock W Most girls Öll sem eitt Could I have this kis: Seven Days Natural Blues Lady Með þér Generator Out of your mind Why didn't you Call me Robbie Williams 1" 6| BonJovi f 21 Ronan Keating 6 Jennifer Lopez 1* 4| Destiny's Child * 4| Britney Speras 1* 3| Kylie Minogue & 61 Tvíhöfði 4, 51 Madonna t* 21 Sætin21til40 (•) topplag vikunnar hástökkva vikunnar / hástökkvari J( nýtt á listanum «Sf stenduristað thækkarsigfrá slðustu viku i, lækkarsigfrá siðustu viku f fall vikunnar Five&Queen *°* 51 Pink 4> 31 álin hans Jóns míns 4> 51 Houston/lglesias "t* 4j Craig David *°* fi" Moby 4» "' X1I Skítamórall t 3l FooFighters 4^ 71 Stepper & Victoria t 31 MacyGray 4- 5| 9 X 11 4, 1Í 4, 9 1% 7 •f- 3 4- 9 t 4 X 1 11 T 2 4- 1« 4, 8 j, 11 4, 1( 4, 8 4, 1í X J 10 19 Ifókus íslenski listinn er samstarfsverkefni DV og FM 957 og birtist vikulega í Fókus. Listinn er fluttur á FM í umsjá Einars Ágústs Víðissonar. Good Stuff Kelis feat. Terrar Yellow Try Again Coldplay Aaliyah Take a look... Limp Bizkit Doesn't really... JanetJackson Absolutely Nine Days Californication Eins og þú ert Wastíng time Red Hot Chilli... Greifarnir Kid Rock The Real Slim... Eminem Tom's Diner Kenny Blake If I told you that Stopp nr. 7 l'm outta love Hvar er ég? Whitney/Michael 200.000 naglbítar Anastacia írafár 1 Vestmannaeyj.. Magni & fél. 1 think l'm in love Jessica Simpson Groovejet Spiller Þær tvær Land & Synir Shackles Mary Mary Bandaríská hljómsveitin Thievery Corporatíon á lcelandic Aírwaves-tón Trausti Júlíusson skoðaði sögu hennar plötuna, The Mirror Conspirac1" á ný ""'¦'v, nnálaðir ¦ ¦ mm.....m ;.¦-......W: <1 Vvaol I lU lUf I Thievery Corporation eru alltaf í flottum jakkafötum. Seint í ágúst kom út ný plata bandarísku hljómsveitarinnar Thi- every Corporation. Platan heitir The Mirror Conspiracy og er önn- ur plata sveitarinnar með eigin efni. Sú fyrri, Sounds from The Thievery Hi-Fi, kom út fyrir þrem- ur árum og þó að hún haíi vakið töluverða athygli náði hún ekki þeirri útbreiðslu sem margir töldu að hún ætti skilið. Tónlist Thi- every Corporation á margt skylt með hljómsveitum eins og Massi- ve Attack og Air og enn þá meira með austurrísku trip hop-snilling- unum Kruder & Dorfmeister. En kíkjum aðeins á sögu þeirra. Fyrrum pönkarar frá DC Thievery Corporation er skipuð tveimur Washington DC-búum, þeim Rob Garza og Eric Hilton. Þeir voru kynntir af sameiginleg- um vini í maí árið 1995 og komust fljótt að því að þeir áttu margt sam- eiginlegt. Þeir voru t.d. báðir mikl- ir áhugamenn um brasilísku tón- listarmennina Antonio Carlos Jobim og Joao Gilberto og bossa- tónlist sjöunda áratugarins og ákváðu fljótlega að fara að búa til tónlist saman. Þeir Rob og Eric voru reyndar báðir pönkarar á yngri árum og voru harðir aðdáendur hardcore pönk-senunnar í DC sem náði töluverðri útbreiðslu með hljóm- sveitum eins og Minor Threat, en höfðu þróast út í aðra hluti. Eric Hilton byrjaði 11 ára i rokkhljómsveit og uppgötvaði pönkið skömmu seinna með hh'ómsveitum eins Clash og Sex Pistols. Hann kynntist soul, djass og Jamaica-tónlist í gegnum bresku nýbylgjuna og hljómsveitum eins og Specials, Madness og Syle Council. Seint á ní- unda áratugnum gerðist hann plötusnúður og stofnaði seinna klúbbinn Exodus. Þar spilaði hann m.a. við hlið Dubflre, sem nú er annar tveggja meðlima house-sveitar- innar Deep Dish. Rob Garza byrjaði að fikta við raftónlist í gaggó, þar sem hann lærði m.a. að sampla og á trommuheila. Hann fór svo í listaskóla en hélt áfram að fylgjast náið með tónlist. Eftir að hardcore-senan í D.C. fór að dala hlustaði hann á hljómsveitir eins og Pixies, Renegade Soundwave og Hugo Largo og fékk svo nokkru seinna djass og bossa-nova-dellu. Róleg stemning og fullkomið sánd Bakgrunnur þeirra félaga endur- speglast vel í tónlist Thivery Cor- poration. Hún er undir áhrifum frá gamalli brasilískri tónlist, reggí frá Jamaica, lyftutónlist frá áttunda áratugnum, kvikmyndatónlist frá sjöunda áratugnum, jass, soul, betristofutónlist, bossa nova og dub. Allt hangir þetta svo saman á hæggengu tempóinu, stemning- unni og fullkomu sándi. Á nýju plötunni njóta þeir aðstoðar nokk- urra öndvegis söngvara þ.á m. Lou Lou, sem er frönsk og þeir hittu þar sem hún var að uppvarta á matsölustað í grennd við stúdíóið þeirra, Pam Bricker, Bebel Giberto og Jamaíkumannsins Brother Jack sem setur ekta reggísvip á opnunarlagið Trea- sures. Flottir í tauinu Eitt af því sem þeir í Thievery Corporation eru þekktir fyrir er hvað þeir eru miklir stílistar og alltaf flottir í tauinu. Þeir reka klúbbinn Eighteenth Street Longue í DC, þar sem samba og rafdjass hljómar fyrri hluta kvölds en hrað- ari danstónlist tekur við þegar líð- ur á nóttina. I bakhúsinu hafa þeir svo stúdíóaðstöðu sem er hentugt því þegar þeir hlusta á plötusnúð- ana spila í klúbbnum fá þeir hug- myndir og geta þá verið snöggir að skella sér í stúdíóið og vinna úr þeim. Jakkafötin eru sérstakt áhugamál sem rekja má til mod- tískunnar og ska-hljómsveitanna sem oft klæddust flottum jakkafbt- um. „Ég þekki léleg jakkaföt úr milu fjarlægð," segir Eric Hilton, „og ég get strax séð hvort jakkaföt- in eru framleidd á ítalíu eða í London. Ef þú kaupir þér 1500 doll- ara jakkaföt í London geturðu gengið í þeim í 30 ár. Þau fara aldrei úr tísku." Þá vitum við það. Stela hugmyndum, ekki tónííst Auk Sounds From The Thievery Hi-Fi og The Mirror Conspiracy hafa Thievery Corporation gefið út tvær plötur með efni eftir aðra. Þeir áttu mix-plötu í „DJ Kicks"- seríunni sem þýska plötuútgáfan Studio K7 gefur út þar sem þeir spila m.a. efni með Les Baxter, DJ Cam og Fun-Da-Mental og svo gáfu þeir út safn- plötu með remixum sem þeir hafa gert af tónlist annarra. Sú plata heitir Abd- uctions & Reconstructions og inniheldur m.a. lög með David Byrne, Gus Gus, Pizzicato 5 og Stereolab. Thievery Cor- poration er að spila víða í Evrópu og Bandaríkjunum um þessar mimdir, auk þess sem þeir félag- ar eru að vinna að nýrri útgáfu af Computer Love með Kraftwerk. Hvað nafnið varðar þá vísar það auðvitað til þess hvað þeir nota mikið af tónlist annarra í sinni eig- in tónlist. „I dag erum við aðallega að stela stilum og hugmyndum en ekki hljóðritaðri tónlist," segja þeir. „Það verða allir fyr- ir áhrifum, við bara viðurkennum það." f Ó k U S 15. september 2000 J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.