Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 8
> SÍlÉk vih 23.9-30.9 2000 38. vika Þá er Robbie Williams hruninn niður eftir gott gengi en í efstu sætin eru komnar þrjár af falle- gustu og vinsælustu konum heims um þessar mundir. Þær raða sér líka skemmtilega f aldursröð, í fimmta sæti er Britney Spears, í þrið- ja Jennifer Lopez og sú elsta, Madonna er búin að skjóta sér í toppsætið. Madonna lætur nefni- lega engna bilbug á sér finna þó hún sé komin á fimmtugsaldurinn en við sjáum hvað hinar gera næst. 4 I ~ Topp 20 (01) Music Madonna 02) It’s my life Bon Jovi (03) Let’s get loud Jennifer Lopez (04) Rock Dj Robbie Williams 05 Lucky Britney Spears 06) Could 1 have this kiss Houston/lglesias (07) Life is a ... Ronan Keating 08) Most girls Pink (09) Jumpin’Jumpin’ Destiny’s Child 10) Lady Modjo (11) Með þér Skítamórall 12) Spinning Around Kylie Minogue (13) Yellow Coldplay 14) Wasting Time Kid Rock 15) Seven Days Craig David (l6) Out of your mind Stepper & Victoria (77) We Will Rock You Five & Queen (75) Öll sem eitt Sálin hans Jóns míns (l9j My bitch Tvíhöfði 20) Wonderful Everclear Sætin 21 til 40 0 topplag vikunnar / hástökkvari jf vikunnar nýtt á listanum ^ stendurístað thækkar sig trá siðustu viku t lækkarsigfrá '* siðustu viku ? fall vikunnar Vikur §í á listag t 4' Natural Blues Moby Why didn’t... Macy Gray fi Absolutely Nine Days Generator Foo Fighters Tom’s Diner Kenny Blake Groovejet Spiller Eg hef ekki augun af... Sóidögg Eins og þú ert Greifarnir ■ Try Again Aaliyah Where do I begin Shirley & Away T. Good Stuff Kelis feat. Terrar Doesn't really... Janet Jackson Californication Red Hot Chilli... ( Stopp nr. 7 200.000 naglbítar The Real Slim... Eminem If I told you that Whitney/Michael Take a look... Limp Bizkit I’m outta love Anastacia Woman Trouble Artfuf D. & Robbie I think l’m in love Jessica Simpson ^fókus íslenski listinn er samstarfsverkefni DV og FM 957 og birtist vikulega í Fókus. Listinn er fluttur á FM í umsjá Einars Ágústs Víðissonar. f Ó k U S 22. september 2000 aö vera á meðal lífseigustu anna í hip hop heiminum. Eins og Trausti Júiíusson komst að þegar hann hlustaði á nýju plöturn-í ar þeirra er of snemmt að afskrifa þessa De La Soul. Askorun tii rappheimsins aö prófa nýja hluti. LL Cool J, eða James Todd Smith eins og hann heitir réttu nafni, er fæddur og uppalinn í Queens í New York. Hann byrjaði ferilinn árið 1984 með laginu I Need A Beat, en vakti fyrst athygli fyrir alvöru ári seinna þegar lagið Radio sló í gegn í hip hop myndinni Krush Groove. Hann varð þá eitt af aðalnöfnunum hjá Def Jam útgáfufyrirtækinu. Með Radio og samnefndri breiðskifu hófst sigur- ganga sem enn er ekki lokið. Nýja platan hans er sú áttunda í röðinni og þó að þær hafi kannski ekki allar verið jafn góðar þá hafa þær alltaf selst vel. Hann hefur verið að snúa sér meira og meira að kvik- myndaleik undanfarið, er t.d. núna að leika á móti Chris Klein og Jean Reno í endurgerð 70’s vísindaskáld- sögumyndarinnar Rollerball. Hann hefur orðið fyrir gagnrýni frá rapp- aðdáendum fyrir það að sinna ekki tónlistinni nóg og eins urðu margir fúlir þegar hann yfirgaf New York fyrir Beverly Hiils. Honum er mikið í mun að sanna fyrir mönnum að hann sé enn í fúllu fjöri sem rappari og flutti aftur til New York á meðan á gerð nýju plötunnar stóð. Mohammed Ali rappsins James T. Smith hefur alltaf haft sjálfstraust yfir meðallagi. Hann kall- ar sig jú LL Cool J, sem stendur fyr- ir Ladies Love Cool James, og nýja platan hans heitir G.O.A.T. sem er skammstöfun á Greatest Of Ail Time. „Mér fannst titillinn ágætt tækifæri til þess að segja fólki hvað ég er góð- ur í því sem ég er að gera,“ segir hann, „ég vona að platan renni fótum undir yfirlýsinguna." Það má deila um það hver er bestur (LL kann því afar vel þegar hann er kallaður Mo- hammed Ali rappsins), en hitt er á hreinu að það er margt flott á nýju plötunni. LL vinnur plötuna með pródúsentum eins og DJ Scratch, Rockwilder og Vada Nobles, en einnig á breski drum&bass músi- kantinn Adam F tvö lög á plötunni. Maður heyrir á plötunni að LL valdi til liðs við sig efnilega og upprenn- andi pródúsenta í staðinn fyrir að veðja á þá frægustu. Það eru hins vegar nokkrir frægir gestarapparar á plötunni, þeirra á meðal DMX, Method Man, Redman, Snoop Dogg og Xzibit, og svo r&b söngkonan Kelly Price. Gengur ekki með vopn LL er kannski montinn, en hann er líka bara að leika sér. Þegar hann fer í LL Cool J karakterinn þá er hann einfaldlega langflottastur. Hann lætur vaða á nokkra af kollegum sínum á plötunni, þ.á.m. Canibus, en þeirra einvígi er orðið framhaldssaga í bransanum. Þetta er samt allt í góðu hjá honum: „Ég óska honum alls hins besta,“ segir LL hlæjandi, „þetta til- heyrir bara í rappinu." LL hefur feng- ist við margt og misjafnt á ferlinum, en hann hefur aldrei stært sig af því að vera einhver gangster og ber ekki vopn. „Ef ég þarf að láta taka mig með óskráð vopn til þess að plöturnar mín- ar seljist þá vil ég frekar að þær selj- ist ekki neitt,“ segir hann. G.O.A.T. hefur fengið mjög góða dóma og er al- mennt talin á meðal hans bestu platna. Brautryðjendurnir frá Long Island De La Soul eru algjör andstæða LL Cool J. Þeir eru hægverskan uppmál- uð og þegar þeir eru spurðir að því hvernig þeim finnist að vera orðnir goðsögn í lifenda lífi þá bara yppa þeir öxlum og segjast enn vera nem- endur í faginu. De La Soul er skipuð þeim Maseo, Posdnous og Dave (sem áður kallaði sig Trugoy) frá Long Island. Þeir slógu í gegn með plötunni 3 Feet High & Rising árið 1989. Hún var algjör bylting í rappheiminum, braut marg- ar af reglunum sem þá voru við lýði og ruddi brautina fyrir nýja hluti. Næsta plata, De La Soul Is Dead, var mjög ólík 3 Feet og kenndi mönnum að búast ekki við neinu frá þeim. Þeir eru óútreiknanlegir. Síðan þá hafa þeir sent frá sér þrjár plötur, sem all- ar eru ólíkar innbyrðis. Buhloone Mindstate kom út 1993 og var síðasta platan sem þeir unnu með snillingn- um Prince Paul, Stakes Is High kom út árið 1996 og nýja platan Art Offici- al Intelligence: Mosaic Thump var að koma í verslanir. Ekki bara gullkeðjur og íþróttaskór De La Soul opnaði rappheiminn fyr- ir alls konar nýjungum. Þeir hljóm- uðu öðruvísi en áður hafði þekkst, þeir blönduðu alls konar hlutum inn í tónlistina og textamir fjölluðu líka um aðra hluti en áður. Þeir litu meira LL Cool J. „Everything I Do Is Excelient"... að segja öðruvísi út. Það vantaði alveg glamorinn, engar gullkeðjur eða dem- antar og þeir hafa aldrei sagt að þeir væru bestir. De La Soul eru meðvitað- ir um að þeir hafa haft áhrif. „Núna getur þú verið þú sjálfur í hip hop heiminum. Þetta snýst ekki allt um gullkeðjur eða flotta íþróttaskó. í dag getur hip hop alveg verið einhver unglingur frá DC sem notar go-go takt undir rappinu eða hvítur strákur frá Wisconsin sem vill blanda fiðlum og gíturum inn í það. Okkar innlegg var eins og áskorun til rappheimsins um að prófa nýja hluti.“ Fyrsti hluti af þremur Art Official Intelligence: Mosaic Thump er reyndar bara fyrsti hlutinn af þremur í Art Official Intelligence röðinni. Þeir ætluðu fyrst að gefa út þréfaldan disk, en plötufyrirtækið þeirra sannfærði þá um að það væri betra að hafa þetta þrjár plötur. Áætl- að er að hinar tvær komi út á næsta ári. Á meðal gesta á fyrstu plötunni em gamla soul-drottningin Chaka Khan, Xzibit, Mike D og Ad Rock úr Be- astie Boys, Busta Rhymes og Redm- an, sem rappar viðlagið í fyrsta smá- skífulaginu „Oooh“, sem er ótrúlega grúví og flott stykki. Á seinni tveimur plötunum er talað um gesti eins og Sinéad O’Connor, Sade, Cee-Lo, Drew Barrymoore og jafnvel Puff Daddy, og svo plötusnúða eins og Pete Rock og Tony Touch. Þetta er þó allt óstaðfest ennþá. Fyrsta platan er með áherslu á lagasmíðar, sú næsta verður meira byggð á rappflæði og sú síðasta á svo að hafa dj þema. Tónlistin á A.O.I.: Mosaic Thump hefur verið kölluð fullorðinsrapp. Þeir hafa þróast og eru að gera hluti sem gömlu aðdáendurnir frá dögum 3 Feet High & Rising ættu að geta fund- ið sig i.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.