Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2000, Blaðsíða 9
Einhvers staðar með strönd Englands liggur lítið sjávarþorp sem kallast Eastbourne
og þaðan er hljómsveitin Toploader ættuð. Fyrsta plata hennar, Onka’s Big Moka,
barst nýlega til landsins og kannaði Kristján Már Ólafsson hvað byggi í strákunum.
Þessi fmim manna sveit er orð-
in til sem tilbreyting í grámygluð-
um hversdagsleikanum eins og
svo margar aðrar. Lungi liðs-
manna varði löngum stundum á
börum ellilífeyrisþegabælisins
sem kallast heimabær þeirra áður
en ákveðið var að brydda upp á
tilbreytingu. Það voru þeir Rob
Green trommari, Dan Hipgrave
gítarleikari, Matt Knight bassa-
leikari og Joseph Washbomme
hljómborðsleikari sem leigðu
skúrinn og hófu að æfa lög þess
siðastnefnda. Gítarleikarinn Juli-
an Deane villtist síðan inn í East-
boume fyrir tilviljun og fyrir ein-
hverja galdra var hann allt í einu
kominn um borð og orðinn eins og
aldagamall vinur strákanna. Þeir
veltu því fyrir sér mn stund að
taka inn söngvara en á endanum
varð niðurstaðan sú að Joseph
gæti vel valdið starfinu og hefði
auk þess útlitið með sér. Það að
mamma hans þekkti David
Bowie á meðan hann kallaði sig
ennþá David Jones og var að
reyna að meika það á saxann þótti
þeim heldur ekki verra.
Kannabiskettir
Eitt af því sem Eastboume pilt-
amir höfðu fyrir stafni áður en
bandið kom til var neysla mari-
júcina og kom sú reynsla að góðum
notum þegar kom að því að finna
nafnið. Möguleikum á borð við
Bloodbath og Human Spider skaut
upp áður en, sem betur fer, þeir
sættust á Toploader. Það hugtak
hafði orðið til utan um þann ávana
Joseph að setja alltaf lungann af
grasinu fremst í jónurnar.
Þeir spiluðu hvar sem þeir
komust að og ekki leið á löngu þar
til S2, undirfyrirtæki Sony, bauð
þeim samning og undir lok árs ‘98
voru þeir orðnir hamingjusamlega
giftir. Paul Weller sá þá spila og
bauð þeim strax að hita upp fyrir sig
á tónleikaferð og þar stigu þeir á
stokk i kjölfar Noel Gallagher.
Árið leið hratt og piltarnir
fikruðu sig hægt og örugglega inn í
vitund alþýðunnar með mikilli spila-
mennsku og útgáfu eins og tveggja
smáskífa.
Eins og hvað er þetta?
Hvað tónlistina sjálfa varðar þá
hefur piltunum verið líkt við jafn
ólíka aðila og Stevie Wonder (og
Jamiroquai), Stones og
Supertramp. Eins hefur söngrödd
Joseph verið líkt við rödd Steven
Tyler, forsprakka Aerosmith, og
hreint ekki að ósekju.
Pressan átti í erfiðleikum með að
flokka þá en hljómborðsrokk er hug-
tak sem skaut eitthvað upp kollinum
í kringum þá án þess að festast og
retró stimpillinn var tekinn upp því
þeir sækja talsvert aftur til sjöunda
áratugsins i áherslum. NME vildu
meina að þeir næðu, ólíkt Gay Dad,
að skila gleðinni á tónleikum og
setti sveitirnar tvær dálítið undir
sama hatt, án þess að beinlínis sé
hægt að líkja þeim saman í efnistök-
um. Það er meira þá að þær starfi á
sama tempói og hafi báðar léttleik-
ann að leiðarljósi. Hvað svo sem
þetta kallaðist þá líkaði almenningi
svo vel að ráðist var í gerð breið-
skífu.
Onka’s Big Monka
í maí á þessu ári kom svo fyrsta
breiðskífan í fullri lengd og hlaut
hún nafnið Onka’s Big Monka, en
það er tekið úr heimildamynd um
frumbyggja Nýju Gíneu. Innihaldið
er fjölbreytt flóra tónlistar, allt frá
drífandi blúsrokk stemmum til
strengjahlaðinna ballaða. Að sögn
meðlima var vonin um að gera plötu
sem yrði enn töff 20 árum síðar að
leiðarljósi, og þegar upp er staðið
vilja þeir meina að það hafi tekist.
Sumrinu hefur siðan verið varið í
spilerí á öllum helstu tónlistarhátíð-
um álfunnar auk 30 daga tónleika-
ferðar til stuðnings Bon Jovi. Þetta
hefur gert sitt til þess að festa
Toploader í sessi og útlit er fyrir að
við eigum eftir að heyra meira af
þessari sveit i nánustu framtíð.
Nafnið Toploader er til komiö vegna ávana Josephs að setja alltaf lungann af
grasinu fremst í jónurnar.
Hvað eiga Billy Corgan, Dave Grohl, Henry
Rollins og lan Astbury sameiginlegt nú um
daga. Jú, þessir kumpánar eiga það sameig-
inlegt að hafa gengið í lið með gamla gítar-
hundinum Tony lommi úr Black Sabbath á
nýrri sólóplötu hans, lommi, sem gefin verður
út um miðjan október. lommi er mörgum
kunnur tyrir framlag sitt í þekktum lögum
Sabbath eins og Paranoid og því ekki skritið
að þessi nöfn hafi slegist í hópinn en þar
með er ekki öll sagan sögð. Á plötunni endur-
nýjar Tony einnig kynnin við gamla félagann
Ozzy Osbourne auk þess sem nöfn eins og
Skin úr Skunk Anansie, Peter Steele úr Type
0 Negative og Billy Idol koma að plötunni.
Prímadonnan Elton
John átti að halda tón-
leika í síöstu viku í
Estoril Casino í Lissa-
bon í Portúgal. Hálftíma
áður en tónleikarnir
hófust leit goðið aðeins
yfir salinn og tók eftir
því að hann var hálf- j
tómur. Kappinn var ekki ánægður með
þetta þvi honum hefði verið sagt að það væri
uppselt. Elton fór beinustu leið upp á flugvöll 1r
þar sem einkaþotan beið hans og flaug með
hann heim. Tónleikahaldarar voru náttúrlega
hissa á athæfi stjörnunnar og sögöu ástæðu
þess að svo fáir hefðu verið í salnum aö tón-
leikagestimir, sem voru háttvirtir stjórnmála-
menn, bankastjórar og ritsjórar, sætu að
snæðingi í hátíðarsalnum við hliðina og máltíð-
in hafði tafist aðeins. Tónleikahaldarar ætla að
sjálfsögðu í mál við „flóttamanninn* og ekki
voru tónleikagestir ánægöir að fá ekki að
(lú)berja goðið augum fyrir upphæðina sem
þeir borguðu inn. Eins og margir muna spilaði
Elton hér á landi í byrjun sumars fyrir framan
hálftóman Laugardalsvöll og virðist frægðarsól
hans eitthvað vera að dvína.
p1ötudómar
hvaöf
fyrir hvernf
skemmtilegar
staöreyndir
★★★ Rytjandi: MJ Cole Platan: SíflCere Útgefandi: Edel/Japis Lengd: 62:15 mín. MJ Cole er ein skærasta stjarnan í UK garage tónlistinni. Sincere er hans fyrsta plata. Hún var útnefnd til Mercury-verðlaunanna í ár og inni- heldur m.a. smellina „Sincere" og „Crazy Love", sem hafa verið töluvert spilaöir á fslenskum útvarpsstöðvum að undanförnu. Fyrir alla þá sem hafa gaman af soul-skotinni danstónlist og fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynna sér UK garage-tónlistina, en hún var alls- ráðandi á breska danstónlistarmark- aðnum í sumar. Aðdáendur lagsins „Crazy Love" ættu líka endilega að hlusta á plötuna. MJ Cole heitir fullu nafni Matthew James Coleman og er 26 ára bresk- ur plötusnúður, pródúsent og klass- fskur píanóleikari. Hann er hálfgert undrabarn og er fyrrum drum & bass áhangandi. Það sama á við um Elisa- beth Troy, sem syngur í 6 laganna, þ.á.m. „Crazy Love" og „Sincere".
★ Fiytjandi: Mary Poppins piatan: Defeated Útgefandi: The Station Lengd: 41:13 mín. Mary Poppins er íslensk rokk- hljómsveit sem hefur á sínum snær- um Gunnar Bjarna Ragnarsson, fyrr- um gítarleikara Jet Black Joe sálugr- ar. Á Defeated lætur Gunnar Bjarni spilamennskuna eiga sig en sér þess í stað um allar tón- og textasmíðar sveitarinnar ásamt forsöngvara henn- ar, Snorra Snorrasyni. Tónsmíöar Mary Poppins kalla á sértækan smekk á rokktónlist. Jet Black Joe áhrif Gunnars Bjarna má finna vfða um plötuna en einnig mætti beita samlíkingum á borð viö Skid Row á valfum (Spaced) eða þá óvanaðir Bee Gees (Lay Down.) Ensk- an er allsráðandi i allri vinnu sveitar- innar þannig að stefnan virðist vera á útlandiö. Það er áhugavert f hversu ólíkar áttir JBJ hefur farið f tímans rás. Hér er Gunnar Bjarni, sem á sér þó sfna tónlistarsögu áður en Mary Poppins varö til (Jetz gæti hringt einhverjum bjöllum.) Frelsun Hr. Rósinkranz er á allra vitorði og ein af skemmtilegri rokksveitum landsins, Ensími, skart- ar tveim fýrrverandi Jet Black Joe meölimum.
★★ Rytjandi: Shirley Bassey piatan: Diamonds Are Forever...The Remix Album Útgefandi: EMI/Skífan Lengd: 51:01 mfn Þetta er plata meö remixum af nokkrum af þekktustu lögum velsku söngkonunnar Shirley Bassey, sem þekktust er fyrir James Bond-lögin „Goldfinger" og „Diamonds Are For- ever". Propellerheads, Kenny Dope, Groove Armada og DJ Spinna eru á meöal þeirra sem remixa. Aðdáendur Shirley Bassey eru án efa mjög margir. Þessi plata kemur f kjölfar þess að breska big beat dúó- ið Propellerheads fékk Bassey til að syngja með þeim iagið History Repeating. Þeir sem kunnu að meta það framtak ættu aö hlusta á plöt- una. Shirley Bassey er frægust fyrir röddina sfna, sem er einstök og dálít- iö dimm, næstum karlmannleg á köfl- um. Þegar rödd Bassey sameinast lagasmíöum og útsetningum John Barry, eins og t.d. f „Goldfinger", veröur útkoman ómótstæðileg. Nýja safnplatan með Bassey er væntan- leg f nóvember.
★★ Flytjandi: Ýmsar sveitir í yfirumsjón Kid Loco Platan: Kid Loco Presents Jesus Life for Children Under 12 Inches Útgefandi: Warner/Skífan. Lengd: 69:30. Þessi plata inniheldur endurhljóö- blandanir Frakkans Kid Loco á lögum hinna ýmsu flytjenda. Þeir eru meðal annars: The Pastels, Saint Etienne, Talvin Singh, Pulp og Mogwai. Hijómsveitirnar eru náttúrlega misleitar og hver þeirra kapftuli út af fyrir sig. Hins vegar dettur heildin ágætlega saman sem þægileg afslöþþunar (e. chill) plata. Þaö er eitthvað sem ég reiknaði ekki meö f upphafi, þessi ágæti heildarsvipur á svo mörgum og ólfkum flytjendum. ( Frakklandi er Kid Loco hjá East West, sama fyrirtæki og Bang Gang Barða Jóhannssonar er á mála hjá. Sem sannur félagi endurhljóðblandar strákbrjálæðingurinn tvö lög á franskri útgáfu You, fyrstu plötu Bang Gang, sem væntanleg er f lok októ- ber.
niöurstaöa
Þegar maður býst við miklu verður
maður oft fýrir vonbrigðum. Bestu lögin
á „Sincere" (t.d. „Crazy Love“ og „Band-
elero Desperado") eru frábært
danspopp. Sándiö sem MJ Cole nær
fram er oft ótrúlega flott, en lögin eru
misgóð. Ekki meistaraverk, en ágæt
plata sem verðskuldar að á hana sé
hlustað. trausti júlíusson
Enskukunnátta sveitarinnar er ekki
tæmandi. Það verður Ijóst þegar spáð
er i framburð og textagerð. Einhver með
næmt eyra fýrir gripandi laglínum var að
störfum þegar Defeated var samin en
hún virkar samt á mann sem hálfgeröur
tímavillingur. Margt frjótt hingað og
þangað, en heildin nær ekki að heilla
mann. ðflugustu titlarnir: Magic og
Defeated. hilmar örn óskarsson
Þegar maöur hlustar á þessa plötu
þá veltir maður því fyrir sér til hvers
það sé verið aö gera svona plötur.
Upprunalegu útgáfurnar eru bara svo
mikið flottari. Away Team mixið af
„Where Do I Begin" er að vísu ágætt,
sem og Kenny Dope mixið af „Light My
Rre," en restin bætir litlu við orginal-
ana. trausti júlíusson
Ég ætla ekki að halda því fram að ég
þekki frumútgáfur allra laganna, það gef-
ur náttúrlega augaleiö að þau eru misgóð
frá hendi skapara sinna en hér standa
lög The Pastels, The High Llamas, Kat
Onoma og Mogwai upp úr þokkalegri
heild. Rétt er að benda á að platan inni-
heldur ekkert sem ógjörningur er aö
hlusta á. kristján már ólafsson
22. september 2000 f Ó k U S
9