Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Blaðsíða 6
fókus » llf Í&E FT I V T M M 11 Vikan 29. september til 5. október * Sunnudagur 01/10 •Krár ■ FJÖLÞJÓÐI-EOUR HÓPUR TÓNU3TAR- FÓLKS Á Dubliners í kvöld kemur fram fjölþjóö- legur hópur tónlistarfólks sem búsettur er f Reykjavík. Hópurinn kallar sig Alba og spilar þjóðlagatónlist frá trlandi og Skotlandi. Dag- skráin hefst kl. 21. >■ UZ GAMMON Á NAUST1NU Uz Gammon leikur fyrir matargesti Naustslns öll kvöld. ■ MILES POWLEY OG RÓMANTÍKIN Enski pí- anósnillingurinn Miles Dowley slær vart feil- nótu á Café Romance. Ef þú ert f rómantískum hugleiðingum þá er þetta eitthvað fyrir þig. I Böll ■ BALL í ÁSGARÐI Hljómsveitin CaprHríó heldur dansleik I Ásgarði Glæsibæ í kvöld. Ball- ið stendur yfir frá kl. 20 til 23.30. Klassik ■ KAMMERMÚSIKKLÚBURINN Kamm- ermúsikklúburinn heldur tónleika f kvöld kl. 20:00 f Bústaðakirkju. Á efnisskránni verða verk eftir Shostakovich, Stravinsky og Messi- aen. Flytjendur: Einar Jóhannesson klarinett, » Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla, Richard Talkowsky knéfiðla, Folke Grásbeck pfanó. ■ TÓNLEIKAR í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR Lúörasveitin Thorsov Skoles Musikkorps heldur ásamt hljómsveitinni Plútó tónleika f Ráöhúsi Reykjavíkur kl. 15:00-17:00. Lúðra- sveitin er skipuö 70 þroskaheftum hljóðfæra- leikurum á aldrinum 1040 ára. Fyrst flytur Thorsov Skoles Musikkorps fjölbreytta dag- skrá en sfðan leikur hljómsveitin Plútó lyrir dansi. OL e i k h ú s ■ EINHVER í DYRUNUM Einhver í dyrunum, Reykjavík: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46, Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni. Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46, Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54. Keflavík: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1. iSUBUJRY* Ferskleiki er okkar bragð. nýtt fslenskt leikrit eftir Sigurð Pálsson, verður sýnt f Borgarleikhúsinu f kvöld kl. 19. ■ HAROLD PINTER SJÓTUGUR í tilefni af sjö- tugsafmæli Harold Pinter verður verk hans Af- mælisveislan leiklesiö í beinni útsendingu i dag kl. 14:00. Leiklesið verður á Stóra sviði Borg- arteikhússlns. Verður flutningurinn sendur út beint á b>Rás 1. Það er Lárus Ýmir Óskarsson sem leikstýrir, en leikarar eru Gísll Alfreðsson, Gfsli Rúnar Jónsson, Hjalti Rögnvaldsson, Katla Margrét Þorgeirsdéttir, Kristbjörg Kjeld og Ólafur Darrl Ólafsson. Aögangseyrir að leik- lestrinum er 1000 krónur. ■ SNUÐRA OG TUPRA Möguleikhúsið (við Hlemm) sýnir Snuðru og Tuðru eftir Iðunnl Steinsdóttur f dag kl. 14:00. ■ SHOPPING AND FUCKING EGG-leikhúsið sýnir I samvinnu við Leikfélag íslands f Nýlista- safninu verkið Shopping and Fucking ! kvöld, kl. 20. Það eru G-kortin sem blfva f kvöld. ■ EPPA.RIS Á VERKSTÆÐINU Leikfiokkurinn Bandamenn, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, sýn- ir! kvöld leikritið edda.ris eftir Svein Einársson. Sýningin hefst kl. 20:30 og er á Smíðaverk- stæðinu. Síðasta sýning. ■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG i kvöld ! Loftkastalanum er hið sprenghlægilega stykki, Sjeikspír eins og hann leggur sig. Leik- ritið hefst kl.20. ■ FÁAR GLANNASÝNINGAR Glanniglæpur f Latabæ er sýndur f sextugasta sinn Þjóðleik- húsinu f dag. Verkið er eftir þá Magnús Schev- ing og Sigurð Sigurjónsson og hefst sýningin klukkan 14. Aukasýning f dag er kl.17. •Siöustu forvðö ■ ABSTRAKTVERK í LÍ í dag lýkur sýningu á abstraktverkum f eigu Listasafns íslands f sal 4. ■ DREGIP í DILKA I dag lýkur sýningu á verk- um Bryndísar Jónsdóttur f Ásmundarsal Lista- safns ASf við Freyjugötu. Sýningin nefnist Dreg- ið í dilka. Sýningin er opin frá kl. 14 -18. ■ HROSSHÁR í dag lýkur sýningu Guðrúnar Marinósdóttur f Gryfjunni, Ustasafni ASÍ við Freyjugötu. Þar hafa verið til sýnis verk Guðrún- ar úr hrosshári. Sýningin er opin frá kl. 14-18. ■ IRENA í GALLERÍ í USTHÚSINU Nú fer hver að verða sfðastur að sjá myndlistarsýningu Irena Zvirblis ! Gallerí í Usthúsinu Laugardal. Sýningin ber heitið „LIJEPI PEJSAZI". Irena Zvirblis er fædd og uppalin f fyrrum Júgóslavíu. Hún kom til íslands sem flóttamaður I boði fs- lensku rfkisstjórnarinnar árið 1997 og bjó fyrst um sinn á Höfn f Hornafirði. Hún býr nú f Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni og starfar sem dagmóðir ásamt þvf að sinna áhugamáli sfnu, málaralistinni. Irena hlaut viöurkenningu fyrir list sína frá náttúruverndarráði f Serbíu og var um árabil meðlimur f félagi áhugalistmálara í Júgóslavfu. Hún hafði tekið þátt f fimmtán sam- sýningum og haldið sjö einkasýningar áður en hún kom til islands. Hér á iandi hefur hún hald- ið fimm einkasýnjngar á Höfn f Hornafirði og f Reykjavík. Sýningunni lýkur f dag. Gallerí f List- húsinu f Laugardalnum er opið alla daga frá 9- 22 en lokað á sunnudögum. ■ KÍNVERSK MYNDUST Á 20. ÓLD í dag lýk ur merkilegri sýningu f Listasafni íslands sem nefnist Kínversk myndllst á 20. öld. ■ MAGNÚS PÁLSON í dag lýkur sýningu á verkum Magnúsar Pálsonar f eigu Listasafns islands. Sýningin er opin frá kl. 11.00 -17.00. Sýningin fer fram f sölum 3 og 5. ■ MINJASAFN AKUREYRAR Minjasafn Akur- eyrar er opið f dag frá kl. 14 til 16. Enn er hægt að sjá sýningu um leiðangur til björgunar bresks flugvélarflaks úr stríðinu, sem farin var fyrir skemmstu. i dag verður Hörður Gelrsson í Minjasafni Akureyrar og greiðir úr spurningum gesta varðandi leitina að breska flugvélarflak- inu úr stríðinu. Aðgangseyrir að safninu er kr. 300 fýrir fullorðna. Ókeypis er fyrir yngri en 16 ára og ellilífeyrisþega. ■ PAC-MAN i dag lýkur sýningu þriggja ungra manna (Baldurs, Bibba og Hara) f húsnæði Gallerís Geysis að Vesturgötu 2. Sýningin nefrv ist Pac-Man. Boöið hefur verið upp á eftirfar- andi kræsingar: „Þú skalt gefa tíma“ sem er netlistaverk úr smiöju baldur.com. Bibbi sýnir verkið „Rock ‘n Roll“ sem er hljóðinnsetning fyrir rokkara. Framlag Hara til þessarar glæsi- legu sýningar eru málverk sem unnin eru sér- staklega fyrir rými Gallerfs Geysis. Sýningin Pac-Man stendur til 1. október næstkomandi og er opin á sama tfma og Hitt Húsið. ■ SKÚLPTÚRAR í GALLERÍ FOLD I dag lýkur sýningu Krlstínar Guðjónsdóttur á skúlptúrum úr keramiki og steyptu gleri í Baksalnum f Gall- eríi Fold, Rauðarárstfg 14-16. Opið er f Gallerf Fold daglega, frá kl. 14 til 17. ■ TEIKNINGAR OG GRAFIKVERK Á KAMBI Sýningu á verkum bandarfska listamannsins Williams Anastasi lýkur f Gallerf Kambi þann 1. októþer. Á sýningunni eru aðallega tvær myndaraðir: Blind, teikningar sem listamaður- inn vann f neðanjarðarlestum New York-borgar, og grafikverk sem unnin eru á sfðari árum. Sýningin er opin daglega frá 10 til 22. •Fundir ■ RÁÐSTEFNA UM ÁGÚSTÍNUSARREGLUNA Norski munkurinn og kórherrann Aloisius Am- stein Brodersen, af Ágústínusarreglu, flytur er- indi að lokinni kaþólskri biskupamessu f Viöeyj- arkirkju f dag. Eftir erindið verða opnar umræð- ur og mun Brodersen leitast við að svara spurn- ingum gesta. Messan hefst kl. 14. Bíó ■ JÓRÐ í BÍÓINU MÍR Myndin Semlja eða Jörö, klassískt verk eftir Alexander Dovzhenko, verður sýnd f MÍR á Vatnsstfg f dag, kl. 15. Myndin er talin besta verk hans, Ijóðrænt drama um samband manns og náttúru. Myndin gerist í Úkraínu og lýsir átökum smábænda og kúlakka, þ.e. landeigenda og stórbænda. Þetta er óstytt frumútgáfa myndarinnar og þvf er hér að finna myndskeiö sem ritskoðunin hafði fyrr- um fellt út. Enskur texti er á myndinni. •Feröir ■ FERÐ AÐ GÁSUM i tilefni að menning- arminjadegi Evrópu stendur Minjasafnið á Ak- ureyri fyrir skoðunarferð á gamla verslunar- staðinn á Gásum. Ferðin hefst við Minjasafniö, Aðalstræti 58, klukkan 14, með þvf að skoðuð verður sýningin Eyjafjörður frá öndverðu, en þar er greint frá verslunarstaðnum á Gásum. Síöan er ekið að Gásum og fornleifar skoðaðar með leiðsögn. Áætlaö er að koma til baka um kl. 16. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Mánudagur < 02/10 •Krár ■ UZ GAMMON Á NAUSTINU Liz Gammon leikur fyrir matargesti Naustsins öll kvöld. ■ MILES DOWLEY OG RÓMANTÍKIN Enski pf- anósnillingurinn Miles Dowley slær vart feil- nótu á Café Romance. Ef þú ert í rómantískum hugleiðingum þá er þetta eitthvað fyrir þig. ■ SÓÐAKJAFTUR Á_____GAUKNUM Sóðakjafturinn og hinn magnaði trú- bador, Bjarni Tryggva, snýr aftur á Gaukinn i kvöld eftir nokkurt hlé. •Kabarett ■ ÓÐUR TIL HAUSTSINS Listaklúbbur Leik- húskjallarans verður með dagskrána „Óður tii haustsins" í kvöld kl. 20:30. íslenskar listakon- ur fagna haustinu í litum, tónum og tali. Haust- ið f öllum sínum margbreytileika er tema kvöldsins. Leikkonur flytja uppáhaldsljóðin sfn og hönnuðir sýna nýjustu tískuna undir haust- tónum. Húsið opnaö kl. 19:30. Allir velkomnir. •Fundir ■ KJARABÆTUR ELDRI BORGARA Félag eldri borgara ætlar að heimta bætt kjör og með því á Austurvelli, viö Alþingishúsið, f dag, kl. 15. Hvatt er til að sem flestir láti sjá sig. Að- gerðirnar verða friðsamlegar en lögregla von- andi f viðbragösstöðu þvf eldri borgarar f bar- áttuhug eru mestu ólíkindatól og margir gamlir óeirðaseggir úr Gúttó-slagnum f þeirra rööum. Þriðjudagur 03/10 •Krár ■ UZ GAMMON Á NAUSTINU Uz Gammon leikur fyrir matargesti Naustsins öll kvöld. ■ MILES DOWLEY OG RÓMANTÍKIN Enski pí anósnillingurinn Miles Dowley slær vart feil- nótu á Café Romance. Ef þú ert f rómantískum hugleiðingum þá er þetta eitthvað fyrir þig. ■ PALLI Á PRIKI Palli, alias Sweet Chilli, var ábyggilega skfrður Páll en það er ekki kúl þegar maður á að troða upp á Prikinu a.k.a Da Stick, í kvöld. En það er verst, að það viröist þjóna duttlungum dyravarðarins ófrfða, aiias Da ugly doorman hvort menn eiga inngöngu vfsa eður ei. En hann átti góða spretti sfðasta laugardag. ■ STEFNUMÓT UNDIRTÓNA Eftir smásumarfrf hefur göngu sfna á ný Stefnumót Undirtóna. Pottþétt dagskrá á Gauknum í kvöld. K1 a s s i k ■ TVÍLEIKUR í SALNUM í Salnum f Kópavogi munu Peter Tompkins, óbó, og Guðriöur Sig- urðardóttir, pfanó, flytja verk eftir Poulenc, Bozza, Saint-Sáens, Britten, Vaughan-Williams og Oliver Kentish. Tónleikarnir hefjast kl. 20.Miðsala er opin virka daga frá kl. 13:00- 18:00 tónleikadaga til kl. 20:00 og um helgar klukkustund fyrir tónleika. •Fundir ■ BÚDDAMUNKUR MEÐ FYRIRLESTUR Hinn heiðviröi Kelsang Lodrö er enskur búddamunk- ur og einn af reyndustu kennurum Kadampa- búddisma. Hann mun halda kynningarfyrirlestur í dag um Eight Steps to Happiness, nýjustu bók Geshe Kelsang Gyatso, sem útskýrir hvernig nota má búddíska heimspeki til að þróa og viðhalda djúpri innri ró og ánægju. Fyrirlest- urinn verður kl. 20:00-21:30 f stofu 101 í Odda, Háskóla íslands. Aðgangseyrir er kr 1.000 en kr. 500 fyrir námsmenn og öryrkja. ■ HÁDEGISFUNDUR Hádegisfundur verður haldinn f Norræna húsinu á vegum Sagnfræð- ingafélags íslands í dag. Jón Ólafsson, heim- spekingur og framkvæmdastjóri Hugvfsinda- stofnunar, mun velta fyrir sér hvað stjórnmála- saga sé ! erindi slnu, „Hvernig stýra ríkjandi stjórnmálahugmyndir sagnaritun?“ Fundurinn hefst kl. 12.05 og lýkur kl. 13. Hann er opinn ölluáhugafólki um sögu og menningu. Miðvikudagur 04/10 •Krár ■ JANIS JOPLIN SPILUÐ í KVÓLD í dag eru liðin 30 ár sfðan söngkonan hrjúfraddaða, Jan- is Joplin, lést. Til að heiðra minningu hennar verður sérstök dagskrá á Næstabar f kvöld. Andrea Jóns- dóttir poppsér- fræðingur verð- ur með fróð- leiksmola um „perluna", Andr- ea Gylfadóttir og félagar spila og syngja útvalin Joplin-lög. Herlegheitin hefjast kl. 22 og það er frítt inn. ■ UZ GAMMON Á NAUSTINU Uz Gammon leikur fyrir matargesti Naustsins öll kvöld. ■ MILES DOWLEY OG RÓMANTÍKIN Enski pí- anósnillingurinn Miles Dowley slær vart feil- nótu á Café Romance. Ef þú ert i rómantískum hugleiðingum þá er þetta eitthvað fyrir þig. ■ SOUL Á PRIKINU Soul-bræöur, ætla að vera með almennt glens og spott og spila nokkrar melódfur á Prikinu fyrir dansþyrsta Reykvík- inga. ■ TÓNLEIK- AR MEÐ FUNKMAST- ER____2000 Strákarnir í Funkmaster 2000 halda tónleika á Gauknum í kvöld. Á tónleikunum ætla þeir m.a. að kynna efni af væntalegri breiðskifu sinni. •Leikhús ■ HORFÐU REIÐUR UM ÓXL Fyrsta frumsýn- ing leikársins á Lrtla sviði Þjóðleikhússins verö- ur á hinu þekkta leikriti þ>Horfðu reiður um öxl eftir breska ieikritahöfundinn John Osborne. Leikendur: Hilmir Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Halldóra Björnsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Sýningin hefst kl. 20:00. ■ HÁALOFTI kvöld kl. 21:00 verður frumsýnd- ur einleikur Völu Þórsdóttur, Háaloft, f Kaffi- leikhúsinu. Geðhvarfasýki er viðfangsefni ein- leiksins. Leikari: Vala Þórsdóttir, leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. Sýningin er hluti leiklistar- hátíðar sjálfstæðu leikhúsanna, Á mörkunum. Geðhjálp hefur veitt verkinu sérstakan stuðn- ing. •Opnanir ■ FB 25 ÁRA í tilefni 25 ára afmælis FjöF brautarskólans í Breiðholti veröur haldin menningarhátið í Geröubergi 4. - 7. október. í dag verður opnuö sýning á verkum myndlistar- manna sem stigu sín fyrstu spor á myndlistar- brautinni f FB. Á meðal sýnenda eru Sigrún Hrólfsdóttir og Georg Guöni. Sýningin stendur til 22. október. •Fundir ■ BÚDDI MEÐ FYRIRLESTUR Hinn helðvlrðl Kelsang Lodrö er enskur búddamunkur og einn af reyndustu kennurum Kadampa búddisma. Hann mun halda kynningarfyrirlestur I dag um Eight Steps to Happlness, nýjustu bók Geshe Kelsang Gyatso, sem útskýrir hvernig nota má búddfska heimspeki til að þróa og viðhalda djúpri innri ró og ánægju. Fyrirlesturinn er ann- ars konar en sá í gærkvöldi. Fyrirlesturinn verð- ur kl. 20:00-21:30 f stofu 101 í Odda, Háskóla íslands. Aðgangseyrir er kr 1.000 en kr. 500 fyrir námsmenn og öryrkja. ■ FRÆÐSLUFERÐ FEB Fræöslunefnd Félags eldri borgara efnir til skoðunarferðar um Þjóð- menningarhúsið í dag kl. 14. Mæting er í and- dyri hússins kl. 13.50 og aðgangseyrir er 200 krónur. Fimmtudagui) 05/10 • Krár ■ GRASRÓTARBLÚS POLLOCK-BRÆÐRA Pollock-bræöur verða með grasrótarblús á Næstabar í kvöld og hefst þetta allta saman kl. 22. Sérstakur gestur kvöldsins er hún Ellisa- beth Belile frá Texas. ■ UZ GAMMON Á NAUSTINU Liz Gammon leikur fyrir matargesti Naustsins öll kvöld. ■ MILES DOWLEY OG RÓMANTÍKIN Enski pí- anósnillingurinn Miles Dowley slær vart feil- nótu á Café Romance. Ef þú ert f rómantiskum hugleiðingum þá er þetta eitthvað fyrir þig. ■ STÓRTÓNLEIKAR Á GAUKNUM ( kvöld eru á Gauknum þvflíkir stórtónleikar f samvinnu við lágmenningarborgina Reykjavfk. Þeir sem koma fram f kvöld eru Trans Am, sem koma alla leið frá hinni stóru Ameriku, Stjörnukisi, Úlpa og Súrí gæinn. ■ SÓLEY Á PRIKINU Skvísan Sóley ætlar að putta plöturnar á Príkinu í kvöld og von- andi verður dyravörðurinn Ijósi ekki á svæö- inu. D jass ■ BLÚSKVÓLD í GERÐUBERGI Blúskvöld f Gerðubergi í tilefni að 25 ára afmæli FB. Tón- elskir fyrrum nemendur skólans munu spila, þar á meðal Guðmundur Pétursson. Byrjað kl. 20:30. ■ 'Le i kh ú s ■ HORFÐU REIÐUR UM ÓXL Fyrsta frumsýrv ing leikársins á Litla sviði Þjóöleikhússins verður á hinu þekkta leikriti b>Horfðu reiður um öxl eftir breska leikritahöfundinn John Os- borne. Leikendur: Hllmir Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Rúnar Freyr Gfslason, Halldóra Björnsdóttir og Gunnar Eyjólfsson Leikstjóri: Stefán Baldursson. Sýningin hefst kl. 20:00. ■ MEÐ FULLRIREISN Leikritið Meö fullri reisn er sýnt í Tjarnarbíói kl. 20:30 f kvöld. Uppselt. Miðapantanir í sfma 561 0280. ■ EINSTÖK VÓLUSPÁ Möguleikhúsið við Hlemm. sýnir Völuspá eftir Þórarin Eldjárn f kvöld, kl. 21. Gagnrýnendur eru á einu máli um ágæti sýningarinnar. Traustur höfundur og skemmtilegt leihús. •Fundir ■ RANNSÓKNASTOFA í KVENNAFRÆÐUM í dag verður Guðrún Árnadóttir, MA f sálar- fræði, meö rabbá vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum ! Odda, stofu 201, kl. 12-13. Rabbið ber yfirskriftina „Hvað hindrar konur í að mæta f brjóstamyndatöku?". Allir vel- komnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.