Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Qupperneq 6
Hann er svaöalegur, þessi síöhæröi
kappi, sem arkar um götur borgarinnar,
uppstrílaður í allri múnderingu atvinnurokkara. „Var
þetta Jon Bon Jovi?“ hvíslar lín frú að vinkonu sinni og
snýr sig næstum úr hálsliönum til aö píra augun og ná
góöum fókus á leöraöa rassvasa hetjunnar." Nei, þetta er
bara Egill Sæbjörnsson aö viöra poppgoöið Eagle. Egill er
listamaðurinn knái sem runkaði sér á Kjarvalsstöðum viö
mikinn fögnuó Frónbúa. Hann hefur alið manninn í
Þýskalandi undanfarið og snýr nú aftur meö breiöskífuna
Tonkof the Lawn undir arminn. Eitt lag af henni hefur
þegar snúið upp á eyru erlendra útgáfufyrirtækja og er þaö
ekki síst gestasöngvaranum Eagle aö þakka.
Oft má lesa um frægt fólk sem notast við tvifara. Slíkur getur verið
hentugt þegar sá frægi þarf nauðsynlega að ávarpa heimsþing kvensjúk-
dómalækna á sama tíma og sigurvegari Elite-keppninnar bíður refsingar
hans á Ritzhóteli. Svei mér þá ef nýjasta poppafurð íslands, Selma
Bjömsdóttir, er ekki farin að feta í fótspor Borís Jeltsíns og Mikjáls
Jakksonar hvað þetta varðar. Því ekki verður betur séð en að stækkun-
argler þyrfti í skrefið á poppgyðjunni, og dragdívunni Mio (a.k.a. Skjöld-
ur Eyfjörð), til að skera úr um hvort er hvað. Svo lík eru þau. Það er nú
ekki sennúegt að Skjöldur gæti haidið út á háa c-inu í „All out of luck“.
En ekki væri óráð að láta kappann þá bara taka einn Milli Vanilli á
dæmið og mæma bara í mækinn ef Selma ætti einhveiju sinni eftir að
forfallast þegar síst skyldi og þyrfti á bráðri aðstoð tvifara síns að halda.
Þetta era bara lög sem ég hef
samið. Ég spila allt sjálfur en fékk
aðstoð hjá Valgeiri Sigurðssyni í
Gróðurhúsinu við upptökurnar.
Hann fór í gegnum allt, skerpti á
sándinu og svoleiðis. Þetta hefur
bara verið eins og með fólk sem sit-
ur heima hjá sér og saumar út á
kvöldin, bara hobbí. Ef ég væri al-
vöru tónlistarmaður þá væri þetta
öðruvísi.
Textar án meiningar
En textarnir eru sérstakir. Um
hvaö eru þeir?
Málið er það að þegar þú ert lít-
ill og skilur ekki útlensku þá
þarftu að semja textann sjáifur upp
á nýtt og finna honum þína eigin
þýðingu. Þú skilur ekkert það sem
verið er að syngja um og bullar
bara í eyðumar. Þegar ég var bú-
inn með tónlistina kom þetta bara
út úr mér. Ég reyndi að skrifa text-
ann niður og hugsa mér þrjá mögu-
leika fyrir meiningu hans. Mér
flnnst gaman að leyfa fólki að búa
sjálft til textann og nota hann fyrir
sig.
Og er þetta þá bara einhver sam-
hengislaus rökleysa?
Nei, það er ábyggilega eitthvert
samhengi í textuniun. Þetta er sam-
setning úr íslensku, ensku og
þýsku og þeir sem kunna þessi
tungumál geta bara skilið þetta
eins og þeir vOja. Og hinir líka. Ég
læt það fyrsta sem mér dettur í hug
standa. Fyrstu tökuna, jafnvel þó
að hún sé ekkert góð. Þegar þér líð-
ur einhvem veginn og þér dettur
eitthvað í hug þá viltu halda þeirri
tilfinningu í listinni, flýtir þér
heim til að koma því á blað. Þetta
er eins og ljósmynd, þetta snýst
bara um augnablikið.
Sagt er aö lag þitt á kynningar-
skífunni fyrir Airwaves, tónlistar-
hátiöina, hafi fallið í góöan jaröveg
hjá erlendum útgáfufyrirtœkjum,
hvaöfinnst þér um þaö?
Skjöldur Eyfjörð
Ertu héöan?
Já, ... það fer eiginlega eftir því
hvort þú ert að tala við mig eða
Eagle.
Sem er eitthvert aukasjálf þitt?
Nei, nei. Hann hefur verið að
mæta í viðtöl. Hann var svona með
mér á plötunni, svona aukanúmer,
eins og er oft á rappplötum „feaut-
uring“ hinir og þessir. Hann þykist
vera aðalsöngvarinn í hljómsveit
sem heitir Eurotrash og er einhver
ógurleg stjarna. En ég er ég sko. Ég
er bara alinn upp í Reykjavík, hlaut
mjög eðlilegt uppeldi, að ég held.
Listhneigður geðklofi
Hvenœr byrjaöiröu aö fikta viö
tónlist?
Ég byrjaði að búa til eigin tónlist
12 ára og var svo í bílskúrshljóm-
sveit sem hét ýmsum nöfnum. Svo
fordæmdi ég tónlistina í sjálfum
mér og ætlaði ekkert að fást við
hana. Þetta var eitthvert unglinga-
ástand. Ég ætlaöi að finna sjálfan
mig eða eitthvað. En svo var bara
eins og ég væri geðklofi, ósjálfrátt
gerði ég tónlist á kvöldin. Spilaði
inn á tvöfalt kasettutæki, bút og
bút, og tók yfir aftur og aftur. Fyrst
gítarinn, svo sönginn og svo annaö
sem ég vildi hafa. Ég á heilmikið
safn af þessum spólum. Fyrir fjór-
um árum keypti ég mér fjögurra
rása tæki og gaf út plötu fyrir
rúmu ári, The International Rock
Summer of Egill Sæbjörnsson.
Hún fékk einhverja athygli, eöa
hvaö?
Jú, einhverja. Hún var bara gef-
in út í 50 eintökum. Það var aðal-
lega bara frumraun mín í því að
búa til tónlist á tölvu og svo varð
til verkefni í kringum það. Ég
nennti ekki aö standa í því að æfa
og vera í hljómsveit þannig að mér
datt i hug að búa tii karakter sem
gæti lifað sjálfstæðu lífl í fjölmiðl-
um, til dæmis sjónvarpi, útvarpi og
blöðum. Byggi bara þar en væri
ekki alltaf að troða upp. Ég vildi
búa til myndband en ég átti enga
videokameru þannig að ég tók bara
fullt af ljósmyndum af teiknuðum
körlrnn, setti þær saman og notaði
teiknimyndir fyrir hljómsveit.
En þessi nýja plata, hvernig er
hún?
6
f Ó k U S 6. október 2000