Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 10
Það var ekki við öðru aö búast en að ofurgellan Madonna héldi toppsætinu. Þessi kona er ein- faldlega holdgervingur poppgyðjunnar. Hún syn- gur eins og engill, og þó að hún sé nálgist fimm- tugsaldurinn óðfluga, dreymir ófáa stráklinga um að eyða með henni nótt. Coldplay eru einmitt bara stráklingar, en þeir eru komnir i annað sætið með tregðablandna rokktónlist sína. Þeir slógu í gegn með laginu Yellow og ótrúlegt að platan sem lagið er af, Parachutes, sé frumraun þeirra. Topp 20 t/Ils. .r ll (01) Music Madonna vikur á listal n 5 02) Yellow Coldplay t 4 C03) Lady Modjo t 4 (04) Lucky Britney Spears 4' 6 05 Could 1 have this kiss Houston/lglesias 4r 7 06] Groovejet Spiller t 4 (07) Let’s get loud Jennifer Lopez + 7 08 Rock Dj Robbie Williams 4- 9 (09) Wasting Time Kid Rock * 4 10) Með þér Skítamórall t 6 (77) It’smylife Bon Jovi 5 (12) Wonderful Everclear <&/ o (J3) Out of your mind Stepper & Victoria t 6 14) Porcelain Moby t 2 ( 75) Ég hef ekki augun af þér Sóldögg t 3 (16 Life is a ... Ronan Keating 4- 9 (77) Beautiful Day U2 t 2 {18) Mostgirls Pink 4* 6 (19) Where do I begin Shirley Bassey t 3 (20) Absolutely Nine Days n e Sætin 21 til 40 0 topplag vikunnar Fiesta (House Party) Dj Mendes t2 X 1 Ekkert mál A móti sól J hástökkvari 9 vikunnar Jumpin’ Jumpin’ Destiny’s Child t 7 r nýtt á listanum Tom’s Diner Kenny Blake U 5 | Woman Trouble Artful D & Robbie ^ 3 stendurístað Spinning around Kylie Minogue ^ 9 í Q a hækkarsiglrá Seven Days Craig David ?: 4' “ o ■ síðustu viku Öll sem eitt Sálin hans Jóns... 4, ö lækkarsigfrá We will rock you Five & Queen í 4 8 siðustu viku Come on over Christina Aquilera K 1 : fall vikunnar Natural Blues Moby i 4, íu -4 Generator Foo Fighters 4" ; J| turn to you Melanie C i K 2 Why didn’t... Macy Gray 4<r 8 Calrfornication Red Hot Chilli... M12 Try Again Aaliyah Stopp nr. 7 200.000 naglbítar &11 Doesn’t really... JanetJackson ' »:10 Sky £ Sonique X 1 Good Stuff Kelis feat. Terrar 4,12 Ifókus íslenski listinn er samstarfsverkefni DV og FM 957 og birtist vikulega i Fókus. Listinn er fluttur á FM í umsjá Einars Ágústs Viðissonar. f Ó k U S 6. október 2000 Mánudaginn síðast- liðínn kom langþráð fjórða plata hljóm- sveitarinnar Radi- ohead, Kid A, í búð- ir. Eftir þriggja ára bið hafa þyrstir að- dáendur loksins komið höndum yfir arftaka plötunnar OK Computer sem á sínum tíma hóf pilt- ana upp á einhvern Everest-tind sem við höfum mænt á æ síðan. Kríst|áii Már Ólafsson skoðaði hvað hefur verið að gerast hjá piltunum. Hvert svo sem innihald nýju plöt- unnar er má ábyrgjast að hún mun seljast í milljónum eintaka. Hvflík við- brigði síðan frumburðurinn, EP plat- an The Drill, kom í verslanir á sínum tíma. Glaðbeittir aðstandendurnir trölluðu niður í næstu hljómplötu- verslun og hugðust fjárfesta í nokkrum eintökum, svona tfl að sýna gott fordæmi. Undrunin og vonbrigðin urðu mikil þegar starfsfólk verslunar- innar hreinlega bauðst tfl að gefa þeim nokkur stykki þar sem enginn reiknaði með mikilli sölu. Margt hef- ur svo sannarlega breyst. Forsaga málsins Án þess ég ætli að rekja sólarsög- una í þúsundasta skipti þá er sveitin stofnuð í Oxford á Englandi og hana skipa Thom Yorke, sem syngur og spilar á gítar og hljómborð, Ed O'Brien, gítar, Phil Selway, tromm- ur, og bræðurnir Colin og Jonny Greenwood, sá fyrmefndi á bassa en sá síðamefndi á gítar, og ýmislegt fleira. Sveitin náði að starfa þó nokkurn tíma án þess að vekja telj- andi athygli, í kjölfar EP-plötunnar fyrmefndu sigldi breiðskífan Pablo Honey og virtist ætla að hljóta sömu örlög. Um ári eftir útkomu hennar dró þó heldur betur til tíðinda. Amerískar háskólaútvarpsstöðvar tóku lagið Creep upp á arma sína og fyrr en varði var Radiohead komin á kortið. Mér segir svo hugur um að i dag renni þeir félagar síður en svo hýru auga tfl fyrstu plötunnar. Á henni er jú að fmna nokkur góð lög en heildin er ekki merkileg. Þeir staðfestu þó til- verurétt sinn svo um munaði með næstu breiðskífu sem þeir nefndu Bends. Mig rámar þó í að hafa yppt öxlum yfir undanfaranum að þeirri plötu, laginu My Iron Lung, vegna þess hve mér þótti viðlagið lykta óþyrmilega af Nirvana. Nú á dögum lykta Radiohead ekki eins og neinn en margir lykta eins og þeir (eða hvað?). Hvað um það, Bends reyndist frá- bær plata, svo frábær að ég geri ekki upp á milli hennar og OK Computer. Einnig má deila um hvor þeirra „gerði“ þá það sem þeir eru í dag. í kjölfar Bends spiluðu þeir um allar trissur og reyttu út smáskífurnar sem virtist endalaust til af á plötunni. Strax þá virtist ljóst að þarna væri komið fram einstakt band. Alla vega hummaði útgáfufyrirtækið þeirra ekki við að láta þá hafa væna fyrir- framgreiðslu til að kaupa upptöku- búnað i eigið stúdíó og lét sig hafa það að biða næstum tvö ár á meðan þeir tóku upp lagasafnið sem hlaut nafnið OK Computer. Safinn Heimurinn fór hamförum árið 1997 þegar OK Computer kom á markað, platan fékk hvarvetna skínandi dóma og enginn velktist í vafa um að þarna færi tímamótaverk. Enda var hún val- in plata ársins og hefur síðan birst of- arlega á alls kyns listaskrípum, eins og til dæmis lista yfir 100 bestu plötur allra tíma. Heimsfrægð var staðreynd, Radiohead var komin á lista með stærstu nöfnunum. Það þykir kannski fráleitt að vera að tíunda hér frægð drengjanna en hún spilar svo stóra rullu þessi þrjú ár sem liðin eru frá síðustu plötu að hjá því verður ekki komist. í aðalhlut- verki hvað allt slikt varðar er að sjálf- sögðu söngvarinn Thom Yorke. Hann semur lungann af tónlist sveitarinnar, alla texta og er ótvírætt andlit hennar út á við, hvort sem honum líkar það eður ei. En staðreyndin er einmitt sú að honum líkar það ekkert voðalega vel eða líkar sem sagt ekki vissir þætt- ir frægðarinnar. Það var fyrst og fremst það sem skein í gegn í heimild- armynd Grant Gee, Meeting People Is Easy, en hana skaut hann á ferðum sem hljómsveitin fór um heiminn til stuðnings OK Computer. Vandamál Thoms er þó fyrst og fremst það að hann hefur verið að taka afstöðu gagnvart ýmsum málum og gagnrýna vestræna neysluþjóðfé- lagið harðlega en um leið flækist hann (eða hljómsveit hans) æ meira í mark- aðsmaskínuna. Þessu hefur hann reynt að spoma gegn á ýmsan hátt, til dæmis er vefsíða sveitarinnar dæmi um eitthvað það óaðgengilegasta markaðstæki sem til er, enda inni- heldur hún nær eingöngu eitthvert rugl. Það versta er að hönd í hönd fara markaðsöflin og aðdáendurnir þannig að það bitnar jafnt á báðum. Að fjarlægjast gítarrokkið Kid A snýst um að fjarlægjast gitar- rokkformið sem drengirnir segjast hafa farið með eins langt og þeir gátu. Hún snýst um að leita nýrra leiða, reyna að búa til eitthvað nýtt. En leið- in var löng og erfið. Það eru tvö ár síð- an drengirnir holuðu sér inn í stúdíó í Frakklandi til að hefjast handa. Það- an fóru þeir til Danmerkur en sneru síðan aftur heim með hrúgur af efni sem ekkert varð úr. Þama höfðu þeir áunnið sér þann status gagnvart útgáfufyrirtækinu að þeir gátu gert það sem þeim sýndist og verið nánast eins lengi að því og þeir vfldu. Draumastaða fyrir slikt band, á því leikur enginn vafi. Þó var það svo að þegar maður las dagbók sem Ed O'Brien hélt um upptökumar og birti á Netinu var allt í upplausn. Hann velti vöngum yfir hvort þeir væm hreinlega að klúðra þessu og svo virt- ist sem hann væri ekki einn um það. Þeir virtust ekki geta orðið ásáttir um hvert þeir væru að fara og tókst ekki að klára neitt sem þeir byrjuðu á. Á endanum náðist þó að mynda ein- hvern ramma til að vinna út frá en margar drastískar ákvarðanir voru teknar svo að þannig mætti verða. Meðlimum var skipt í hópa sem grömsuðu í hvaða græjum sem þeim sýndist með því einu skilyrði að það væri rafrænt. Thom Yorke var nefni- lega ekki á því að fara að semja meló- díur, hann vfldi helst bara takta en millivegur var þó farinn. Form lag- anna var brotið upp á ýmsan hátt en þó held ég að ekkert hafi verið eins áhrifaríkt og að takmarka fjölda með- lima sem spilaði í hverju lagi. Snill- ingurinn Nigel Goodrich tók síðan að sér að segja stopp og púsla saman því sem birtist okkur sem Kid A. Útkoman er plata sem hentar full- komlega sem hjól undir þann vagn sem Thom Yorke ekur þessa dagana. Hún er dimm, hún er skrýtin og hún er krydduð textum sem flestir snúast um einmanakennd og volæði. Það koma engar smáskífur út af henni og það verða engin myndbönd gerð við lög af henni. Eftir að hafa hlustað á hana um skeið fullyrði ég að hún er góð en hlakka til að heyra hvað öðrum finnst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.