Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Blaðsíða 12
... kvikmyndaleikstjóri þó að ég hafl kannski ekki bein- línis leikstýrt neinni kvikmynd ennþá, a.m.k. ekki í fullri lengd og ekki leikinni. Ég gerði heimildar- mynd um það þegar afi minn dó, í erfldrykkjunni og svona. Ég get hins vegar montað mig af því að ég hef fengið margar hugmyndir að bíómyndum og auglýsingum. Ég fékk einmitt hugmyndina að því að gera auglýsingu með rosalega leiðinlegum náunga sem er að drepa alla úr leiðindum og aug- lýsa þjónustu fyrir þá sem eru með farsíma. Þetta er brilljant hugmynd þó að ég segi sjálfur frá og segir svo margt um þessa ... Mig langar hins vegar að koma hérna á framfæri hugmynd að rosa- lega vinsælli bíómynd sem ég hef verið að þróa með mér í hausnum. Þetta er svona saga um mann sem * er sunnudagapabbi og hann á mjög fyndinn vin en hann er ekki mjög góður í viðskiptum. Hann er algjör partíanimal og hangir alltaf á KafHbarnum og fer í öll partíin í 101 hverfinu og nágrenni. En hann er líka geðveikur og rosa- lega þjakaður þó svo að í raun og veru sé hann alger engill... ... þjónustu. ... í samskiptum. Það sem er aðalatriðið í sögunni er samt að hann er að verða blind- ur (eins og Helgi Hjörvar borgar- fulltrúi) og hann dreymir um að verða stjama í söngleik eins og t.d. Guys and Dolls. Hann fer að vinna í niðursuðuverksmiðjunni Ora og er þá ranglega ásakaður um glæp sem hann hefur ekki framið af þvf að hann er of saklaus til þess (fyr- ir utan að hann hefur aldrei tíma til þess að fremja glæpi af því að hann er alltaf í partíum og svo er hann svo rosalega ... ... geðveikur). Hann syngur um hvað það er erfltt að vera blindur, geðveikur og partíanimal, lélegur sunnu- > dagapabbi og hvað hann er með lít- ið kaup hjá Ora (af því að hann er að safna sér fyrir linsum) en þá kemur löggan og tekur hann niður á lögreglustöð þar sem hann er hengdur. Þetta er ofboðslega sorg- legt en samt mjög menningarlegt og alls ekkert rusl eins og manni er endalaust boðið upp á f þessum sjónvarpsstöðvum sem eru allar ferlega lélegar (nema Skjár einn af því að hann er svo ýkt kúl). En þetta er auðvitað bara gróft... ... uppkast. Það sem væri gaman er að fá einhvem saklausan poppsöngvara til að leika strákinn, t.d. Ragnar Kjartansson í Kanada, hann er svo sakleysislegur að hann er eins og hvolpur, eða Selmu Bjömsdóttir, hei, það hljómar vel að hafa Selmu! Svo myndi ég aldrei láta leikar- ana hafa neitt handrit heldur bara vera þeir sjálflr og vera svo ýkt leiðinlegur við þá og láta þá alltaf fara að gráta og taka það svo upp á video og nota í myndina. Þá er alveg eins og þeir séu ýkt góðir leikarar. Og það væri líka gott ef það væri hægt að setja kvikmynd- ina á kvikmyndahátíðir til þess að hún fengi mjög mörg ... ... verðlaun. Ef einhver íslenskur athafna- maður hefur áhuga á því að styrkja þessa bíómynd þá er hann vinsam- legast beðinn að borga inn á reikn- inginn minn í íslandsbanka eða hafa samband við Friðrik Þór og koma peningunum til mín i gegn- um hann. Hann getur alveg verið framleiðandi að myndinni mín vegna (er hann ekki framleiðandi að öllinn bíómyndum hvort sem er?) og það væri ýkt kúl ef ég gæti fengið Jonna Sigmars til þess að leika Baltasar í myndinni. Annað kvöld verður haldin samkoma í Islensku óperunni undir yfirskriftinni orðið tónlist - hátíð talaðrar tónlistar. Þar mun koma fram fjölbreyttur hópur erlendra og íslenskra skálda, rithöfunda og tónlistarmanna. Útgáfufyrirtækið Smekkleysa ætlar að standa fyrir samkomu í íslensku óperunni annað kvöld, undir yfirskriftinni orðið tónlist - hátíð talaðrar tónlistar. Þar verð- ur hvers kyns samslætti orða og tónlistar fagnað og verður meginá- herslan lögð á sjálft orðið en tón- listin verður líka í stóru hlut- verki. Á hátíðinni mun koma fram fjölbreyttur hópur erlendra og ís- lenskra listamanna og er þar á meðal að finna skáld og rithöf- unda sem unnið hafa með tónlist- armönnum og/eða tónlist. Einnig munu koma fram tónlistarmenn sem byggja verk sin á beinan eða óbeinan hátt á bókmenntatextiun eða tengja þau við orð og skáld- skap með margs konar hætti. Með- al erlendra listamanna sem fram koma má nefna sópransöngkon- una og tónskáldið Joan La Bar- bara en hún hefur imnið með tón- skáldum á borð við John Cage og Morton Feldman, tónlistarmann- inn og ljóðskáldið Elisabeth Belile sem vakið hefur athygli í Banda- ríkjunum fyrir ögrandi og djarfa ljóðlist, jafnt í bókum sínum sem hljóðupptökum. íslenskir listamenn verða einnig áberandi á sýningunni og meðal þeirra eru Andri Snær Magnason, Ásgerður Júníusdóttir, Didda, Hallgrímur Helgason, Sig- urrós og Steindór Andersen, Sverrir Guðjónsson og Einar Örn Benediktsson. Kynnir verður síð- an söngkona Magga Stína. Fyrr um um daginn munu Smekkleysa og Reykjavíkur Akademían vera með pallborðsumræður um tónlist og textagerð sem fram fara á ensku. Meðal þátttakenda í um- ræðunum eru David Fricke, sem er bandarískur tónlistargagnrýn- andi, en hann hefur starfað fyrir Femínistinn Elisabeth Belile hefur vakið mikla athygli fyrir djarfa og ögrandi Ijóðatónlist en hún flytur líka svokallað slampoetry tónlistartímaritið Rolling Stone, og nafni hans, David Toop frá Bretlandi, sem er blaðamaður á tónlistartímaritinu Wire, en hann mun einnig koma fram á hátíðinni um kvöldið. Hlutverk hátíðarinnar er líka að vera einhvers konar markaðstorg tónlistar og texta þar sem þátttak- endur gætu haft útgefin verk til sölu í anddyri hússins og/eða dreift sínu efhi á annan hátt. heimasíöa vikunnar http://www.sosialurin.fo 3 *, 05 C 1 Sosdurin Heimasíða vikunnar er að þessu sinni heimasíða færeyska dagblaðsins Sosialur- in. Það er alveg nauð- synlegt að fylgjast með því hvað frændur okk- ar Færeyingar eru að bralla, auk þess sem skemmtanagildi síð- unnar er í hámarki. Það er algjör snilld að lesa sumar fréttirnar á síðunni, þær líta oft ansi klúðurslega út. Síðan sjálf er einfold í notkun og mjög skýr. Aðalsíðurnar skiptast í: forsíðu, tíðindi, við- merkingar, ítróttur og veður. Ef við kíkjum á helstu tíðindi úr Fær- eyjum þá er „listin hjá Miðflokkinum til býráðsvalið í Havn um at vera klarur , w ,ferðsluóhapp í Klaksvík tegar tveir bilar fóru í knús“, „Birgir Poulsen stóö fyrir vörumessuni 2000 um vikuskiftiö“ og loks „nú er hún farin heim til Jesusar og sloppin undan sjúku og pínu". í ___________________g* -áis íþróttunum er það helst að frétta að „handboltspœlarin Inga F. Danberg fer til royndarvenjingar hjá ÍBV“ og svo er það mesta snilldin að lokum; veðurspáin. „Hann veksur vindin upp í hvass- an vind millum landnyrðing og út- nyrðing og œlingur, men eisini sól- glottar. Hitin millum 6 og 10 stig. “ Kollegar okkar á Sosialnum fá hæstu einkunn, ekki spurning. 12 f Ó k U S 6. október 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.