Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2000, Qupperneq 7
Ég hef lítið heyrt af því. Ég veit ekki einu sinni hvaða lag þetta er. Ég veit að þeir settu lag á diskinn en ég hef ekki séð hann. En það væri gaman að vera rokkstjama í svona 3 til 5 ár. Ég hef gaman af þessu. Og þú veröur á Airwaves? Já ég verð á Airwaves, með hljómsveit. Valgeir, sem ég minnt- ist á áðan, og Arnar Ómarsson spila með mér. Við ætlum að spila tónlistina eins einfaldlega og við getum. Það þýðir víst lítið að vera með einhvem danshóp og sinfóníu- hljómsveit til að byrja með. Fyrst þarf ég að æfa lögin og læra þau al- mennilega. Fékk það á Kjarvalsstöðum Hvað hefur listamaðurinn Egill fengist við annað en tónlist? Ég er útskrifaður í fjöltækni úr MHÍ og hef verið að sýna á gallerí- um og söfnum, fengist við ljós- myndun, tölvutengd verk og inn- setningar. Ég er kannski ekki jafn- vígur í þessu öllu en ég geri þaö samt, á eigin forsendum, ég er ekki að reyna að vera fullkominn. Enda er aldrei hægt að ná því takmarki. Sú sýning þín sem flestir muna eftir er sú sem þú hélst á Kjarvals- stööum fyrir tveimur árum. Eitt af verkunum á þeirri sýningu fól í sér myndbandsupptöku af sjálfsfróun og þótti sumum nóg um. Hvað var máliö? Þama var ég bara að reyna að snerta eðlilegan hluta af mannlegu lífi. En ég ætlaði nú ekki að hreyfa eitthvað sérstaklega við fólki. Ég ætlaði bara að fást við hluti á eigin forsendum og stundum verðurðu bara að gera hluti sem hreyfa við fólki en þú ræður ekkert við. Ég gerði þetta bara fyrir sjálfan mig. Þetta var það sem ég vildi segja og ég sagði það á eins hreinan og skor- inorðan hátt og ég gat. Mín skoðun er sú að þegar maður er að nota pláss í listasafni, sem þjóðin borgar fyrir, þá á maður að leggja sig fram. Mér finnst að fólk eigi að hafa skoðanir á hlutum og vera óhrætt við að láta þær í ljós. Sér- staklega innan vemdarramma list- arinnar. Listin veitir ákveðna vernd. Ég gat fengist við hluti og gert hluti sem listamaður sem aðr- ir geta ekki gert á öðrum stöðum, ekki einu sinni ég sjálfur. Þetta er leið til þess að sjá hvað er að gerast á bak við tjöldin. ... Og hvernig var þessu tekið? Það birtist einhver gagnrýni um sýninguna og hún var frekar nei- kvæð. Ég er nú eiginlega ekki lent- ur eftir þetta. Ég stökk þarna fram af einhverri brún og er kannski að fara að lenda. Sá mamma þín þessa sýningu? Ég veit það-ekki. Hún vissi alla vega af henni, kannski sá hún hluta. Er von á nýjum verkum, á öðrum vettvöngum listarinnar? Já, ég hef verið í Nýlistasafninu og verð í Gallerí Hlemmi með sýn- ingu bráðlega. Ég er bara að mála eina heildarmynd með öllu sem ég geri. Eitt leiðir af öðru. Þú gerir ljósmyndir og svo gerirðu leirskúlptúra og það eru engin aug- ljós tengsl þar á milli en það er alltaf einhver ósýnilegur þráður. Þar er ég. Ég er ekkert í einhverju „complete" formi, maður getur ver- ið svo margt. Egill, Eagle og Ego En hvaöan kom þessi Eagle? Nafnið Eagle er til komið vegna þess að útlendingar, sérstaklega Amerikanar, gátu ekki borið fram nafnið mitt og sögðu Eagle í stað- inn fyrir Egill. Enn fyndnara fannst mér þegar ég var í Þýska- landi að tala við einhverja svert- ingja í partíi og sagðist heita Eagle. Þá tóku þeir þétt í höndina á mér og sögðu: Ego, nice to meet you. Þannig aö stundum kalla ég mig Ego. Á Islandi er nefnilega svo mikið tabú að vera með egó eða að tala um það. Mín skoðun er sú að heilbrigt egó er það besta sem ein- staklingur getur haft. Svo hitti ég stelpu um daginn sem var að fara á 350 þúsund króna hugleiðslunám- skeið til að minnka egóið, hún var bara að springa úr egói og það var svo slæmt. Ég sagði henni frekar að fara á 700 þúsund króna nám- skeið til að bæta egóið. Við þurfum egó til að geta lifað heil. Svertingj- ar hafa oft betra egó, eins og sést til dæmis í rappi, þar sem allir hæla sjálfum sér, og þess vegna fannst mér fyndið að þessir svertingjar skyldu hafa misskilið þetta. Eagle hefur hingað til setið hljóð- ur úti í horni, fiktaó í hárinu á sér, kœruleysislegur, eins og sannri rokkstjörnu sœmir, en nú vill hann líka fá að tjá sig og er mikið í mun að útskýra tilvist sína á íslandinu á rokkstjörnuengilsaxnesku. „Við erum búnir að vera héma mun lengur en við ætluðum okkur. Rod, umbinn okkar, sagði hátt og snjallt að þetta yrði stutt viðdvöl. Við erum á leiðinni í stúdíó í Den- ver og svo erum við bara búnir að hanga hér mun lengur en til stóð. Þetta hafa verið eintóm viðtöl og partí. En borgin er áhugaverð og ég hef aldrei séð svo margar fallegar stúlkur. Þetta er bara rokk og ról.“ tækniskóli íslands Höpabakka 9, 110 Reykjavík, sími 577 1400 fax 577 1401, www.ti.is, ti@ti.is Tækniskóli Islands er fagháskóli á sviði tækni, rekstrar og heilbrigðisgreina. Tækniskóli Islands Háskóli atvinnulífsins ■■■■■■■■■■■ Tækniskóli Islands opnar þér leiöir inn á áhugaverð sviö atvinnulífsins W A Frumgreinadeild Nám í frumgreinadeild Tækniskóla íslands er kjörin leið fyrir þá sem vilja búa sig undir framhaldsnám í sérgreinadeildum skólans eða annað háskólanám. •Einnig er boðin hraðferð í raungreinum fyrir stúdenta. •Inngönguskilyrði eru bæði bókleg og verkleg. •Námið er lánshæft hjá LÍN. Umsóknarfrestur um nám á vorönn er til 16. október 6. október 2000 f Ókus 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.