Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 Skíthræddir og sjóveikir vélsmiðir - sem vantar konur Micro ryðfrí sérsmíði lætur ekki mikið yfir sér við Dugguvoginn í Reykjavík en þegar inn er komið verð- ur ljóst að þar eru völundar á ferð sem smíða allt sem hugsast getur úr rústfr- íu stáli. Smiðjan var stofnuð fyrir fimm árum og var áherslan fyrst og fremst lögð á að þjóna sjávarútvegin- um og þá einkum rækjuvinnslunni. „Sérhæfing okkar var að smiða og koma upp vinnslulínum í rækjuskipin sem unnu aflann um borð og við náð- um góðri fótfestu á þeim markaði enda þjónuðum við kaupendum eins og frekast var hægt. Þegar við komum upp vinnslulínum í skipum sendum við yfirleitt einn mann frá okkur með í fyrsta túrinn til að vera til taks ef eitthvað bæri út af með búnaðinn og þetta kunnu útgerðamenn að meta,“ segja þeir Sveinn Sigurðsson og Steinn Ámi Ásgeirsson eigendur Micro ryðfrí sérsmíði. Þeir félagar segja að oft hafi verið mikið að gera þegar verið var að ljúka verkefhum og iðulega langar vökur enda hafi komið fyrir að búið var að leysa landfestar skips þegar þeir klár- uðu og komust frá borði. „Já, já það margt sem ber við í þessu. Einu sinni bilaði lína í einum Samherja togaranum þar sem hann var á veiðum út af Reykjanesinu og auðvitað var alltof mikil fyrirhöfn að koma með skipið i land þannig að þeir sendu slöngubát í land til að sækja okkur upp í Helguvik og við fórum Hliðiö Félagarnir í Micro smíða veglegt hlið úr ryðfríu stálifyrir sumarbústað. „Það vantar tilfmnanlega konur igreinina. Við básiitn Steinn Árni Ásgeirsson og Sveinn Sigurðsson, eigendur Micm, við básinn sem þeir voru með á sjávarútvegssýningunni. DV-myndir GS með þessari jullu út á ballarhaf í vit- lausu veðri. Þegar við vorum komnir að skipinu urðum við að komast um borð með verkfæri og varahluti á bak- inu og það var ekkert grín því jullan hoppaði og skoppaði eins og korktappi við hlið skipsins en um borð komumst við. Þama um borð unnum við svo alla nóttina drullu sjóveikir og illa haldnir, höfðum ekki lyst á neinum mat eða neitt. Svo var sama sagan þegar við fórum í land, við urðum að hoppa út í slöngubátin á réttu augnabliki, þegar hann stóð sem hæst á öldunni, til að lenda ekki í sjónum. Blessaður maður, við vorum alveg skíthræddir meðan við vorum að komast yfir i tuðruna. Á leiðinni í land drapst á utanborðsvél- inni og okkur rak nokkuð skart upp undir bergið þama. Eftir marg ítrekað- ar tlraunir við að koma vélinni í gang kom í ljós að sá sem stýrði bátnum hafði setið á bensíngeyminum og hann hafði eitthvað runnið til og tekið bens- ínslönguna úr sambandi. Við vorum orðnir mjög óttaslegnir um líf okkar þama og ekki síst um tækin sem við vorum með í ferðinni. En báturinn komst í gang og skilaði okkur á land eftir þessa háskafór. Það var gott að finna fast land undir fótum og láta ótt- ann og sjóveikina líða úr sér,“ segja þeir félagar og hlægja að minningunni sem lengi mun lifa. Innréttingar úr stáli Mikill samdráttur í rækjuveiðum leiddi til þess að fyrirtækið varð að leita nýrra verkefna og hefur nú haslað sér völl við innréttingasmíði úr rústfríu stáli en slíkar innrétting- ar eru mjög að ryðja sér til rúms um þessar mundir einkum hjá fyrirtækj- um og stofnunmn þó nokkuð sé um að fólk vilji slíkar smíðainnréttingar á heimili sín. Þeir félagar hafa tækni- vætt sig myndarlega til að standast þær kröfur sem gerðar eru til hinna fjölbreyttu innanhússsmíði og em enn að bæta kost sinn með beygjuvél fyrir rör sem er afar fúllkomin og verður hún sú eina sinnar tegundar hér á landi. „Þessi nýja vél mun skapa okkur sérstöðu og það bíða okkar þegar nokkur stór verkefni þegar hún verð- ur komin. í framhaldi af þvi er lík- legt að við þurfum að bæta við okkur mannskap til að sinna eftirspum- inni.“ Verkstæðis- og smiðjuvinna hefur gjaman verið talin karlmannsverk og fátítt að sjá konur í samfestingum og með rafsuðuhjálma á höfði. „Það er ekki gott að segja hvers vegna svona lítið er af konum í málm- iðnaði, þær eiga ekkert að þurfa að ótt- ast okkur karlana. En það vantar til- finnanlega konur 1 greinina.“ -GS Stórhættuleg efni - starfsmannastefna fyrirtækisins er góð, segir Hilmar Ævar Jóhannesson altmúiigmann Sápugerðin Frigg hefur fengið leyfi til að merkja ákveðna vörutegund, Maraþon milt þvottaduft, með norræna umhverfismerkinu, Hvíta svaninum. Viðurkenningin felur í sér að varan og framleiðsla hennar standist strangar kröfur um umhverfismál. Frigg var fyrsta íslenska fyrirtækið sem fékk leyfi til að setja norræna umhverfis- merkið á framleiðslu sína. Öflugt starfsmannafólag Hilmar Ævar Jóhannesson hef- ur starfað hjá Sápugerðinni Frigg í eitt og hálft ár. Hilmar er eins konar „altmúligmann" í fyrirtæk- inu og flakkar á milli starfa. „Það er mjög gott að vinna héma því mórallinn er góður. Við erum með öflugt starfsmannafélag og fyrir- tækið styður við bakið á þvi. Ég er eiginlega í öllu og engu,“ segir Hilmar, „ég var til dæmis að pakka klór í morgun og taka til í portinu áðan. Það er breytilegt hvað við pökkum miklu klór á dag, þetta geta verið allt frá fáein- mn kílóum upp í nokkur tonn eft- ir þvl hver er að panta. Sundlaug- amar fá yfirleitt 1000 kíló i einu.“ Hættuleg efni „Sum efnin sem við erum að vinna með eru náttúrlega þræl- hættuleg en öryggisráðstafanir eru góðar. Viö erum í sérstökum vinnugöllum, með öryggishanska og hlífðargleraugu, svo eru sérstök efni sem brjóta niður virknina í hættulegu efnunum við hverja stöð. Þannig aö maður er fljótur að þrífa sig ef maður fær eitthvað á sig. Um tíma var ég sérlegur duftari hjá fyrirtækinu og sá um að búa til þvottaduft. Duftið er sett í stóra hrærivél og alls konar efnum bætt út í þar til blandan er orðin rétt.“ Aðspurður segir Hilmar að hann viti ekki hvaða efni þetta séu og að hann hafi ekki mikinn áhuga á að vita það. „Ég læri af þeim sem reyndari eru og fer eftir því sem efnafræðingamir segja. Fyrirtæk- ið leggur mikla áherslu á umhverf- ismál og öryggi starfsmanna sinna. Það fer tfl dæmis nánast ekkert til spillis hjá okkur nema þá að það verði slys. Fyrirtækinu er skipt í þrjár deildir og það er gott samband á milli þeirra, við förum til dæmis reglulega í óvissuferðir, á bjór- kvöld og höldum sameiginlega árs- hátíö. Fyrirtækið hugsar vel um okkur og tekur þátt í félagslífinu; að mínu mati er það með mjög góða starfsmannastefnu." Hilmar Ævar Jóhannesson Ég lœri af þeim sem reyndari eru og fer eftir þvi sem efnafrœðingarnir segja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.