Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 4
20 MIÐVTKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri Sets á Selfossi: Ákveðinn eldmóður í fjöiskyldufyrirtækjum Þegar við byijuðum að fram- leiða plaströr 1980 voru 5-6 að- ilar í framleiðslu á plaströr- um en þeir eru tveir í dag. Við höfum keypt og sameinað starf- semi okkar bæði röradeild Hampiðj- unnar og Sæplasts, en það gerðist árið 1998. Veltuaukn- ingin varð tölu- verð í kjölfar þess og það hefur farið heiimikill kraftur í það undanfarin tvö ár að mæta auknum umsvif- um með þvi að bæta húsnæðisað- stöðu, tæknibúnað Bergsteinn Einars- 0g jnm-a skipulag sonjmmkvœmda- fyrirtækisins. Við stjóri SET. gerum því ráð fyr- ir að krafturinn á næstu árum fari í tæknimál, vöruþró- un, nýsköpun og markaðsmál fremur en byggingastarfsemi. Þá lítum við til nýrra vöruflokka og hugsanlega auk- ins útflutnings á þeim framleiðsluvör- um sem við erum með í dag,“ segir Bergsteinn Einarsson, framkvæmda- stjóri SET hf. á Selfossi. Upphaftð Upphaf fyrirtækisins má rekja til ársins 1968, þegar faðir Bergsteins, Einar Elíasson, stofnaði fyrirtæki sem heitir Steypuiðjan sf. og framleiddi steinsteypt holrærarör, hleðslusteina og gangstéttarhellur. Einar hafði starf- að við húsbyggingar og þegar niður- sveifla varð í iðnaðinum á þessum árum ákvað hann að fara út í þessa framleiðslu til að skjóta fleiri stoðum undir starfsemi sína. Árið 1977 stofn- aði Einar SET ásamt fleirum til að fara út í framleiðslu á foreinangruðum hitaveiturörum. Á þeim tíma var veru- leg uppsveifla í hitaveituframkvæmd- um og nýbyggingum hitaveitna um land allt vegna olíukreppunnar. „Árið 1980 fór Steypuiðjan að framleiða plast- rörin utan um hitaveituröraeinangr- unina og þar með var komin inn i fyr- irtækin ný tækni við plaströravinnslu, sem við nýttum okkur svo áfram við að þróa fleiri vöruflokka. Vendipunktur varð í starfseminni 1989 þegar fellt var niður vörugjald af innfluttum hitaveiturörum, sem hafði Fjölmennur vinnustaður. Starfsmenn SET eru rúmlega 50. Hér eru Birgir Pálsson afgreiðslustjóri og Sigríð- ur Gísladóttir i móttöku jvrirtœkisins. vörusviðinu og munum gera það áfram. Þar eigum við ýmis tækifæri varðandi nýja vöruflokka og þjónustu. Meðaltalsaukning veltunnar allan síð- asta áratug hefur verið fullhröð, en það er ekki alltaf auðvelt að stjóma fyrirtækjum sem em að auka veltu- hraðan um fimmtung eða fjórðung á milli ára.“ Fjölbreytt framleiðsla Starfsmenn Set I röraframleiðslu Jyrirtœkisins. DV-myndir NH vemdað innlendu framleiðsluna. Þetta jafngilti því að vera 15-18% vemd á innfluttar vörur, því það féll niður 22% vömgjald á fullbúin innflutt hita- veiturör. Fram að því höfðum við ein- göngu þurft að greiða vörugjald á stál- rörin tíl framleiðslunnar. Keppinautar okkar ákváðu að selja sitt fyrirtæki og það var síðan brotið upp í fleiri eining- ar og fór í ýmsar áttir. Við fórum hins vegar í gæðastjómunarverkefni ásamt Iðntæknistofnun og fleiri aðilum. Sú endurskipulagning leiddi til mjög já- kvæðra áhrifa, meðal annars í breytt- um áherslum í innkaupum og fram- leiðsluskipulagi og skrásetningu á vinnsluaðferðum. Þrátt fyrir þá miklu samkeppni sem við lentum í náðum við að lifa það af og skila ívið betri af- komu en við höfðum haft áður,“ sagði Bergsteinn. Faðir og systkini við stjómvölinn SET er fjölskyldufyrirtæki Einars Eliassonar, stofhanda þess, og bama hans, auk þess sem Hampiðjan á hlut í fyrirtækinu eftir sameiningu röra- deilda félaganna. Synir Einars, þeir Bergsteinn, sem er framkvæmdastjóri, og Öm framleiðslustjóri, hafa með höndum yfirstjóm daglegs reksturs og Sigrún Helga systir þeirra fer með starfsmanna- og fjármál. Guðfinna Elín, dóttir Einars, hefur einnig starf- að við fyrirtækið af og til. „Það er flókið að reka fjölskyldufyr- irtæki en það verður oft meiri drif- kraftur í svoleiðis rekstrarfyrirkomu- lagi ef vel er á málum haldið. Það er staðreynd að nýsköpun, markaðssókn og afkoma í einkareknum, litlum fyrir- tækjum er oft meiri en í þeim stærri. Kostnaðarvitund og eftirlit með starf- seminni er oft betri og það er ákveðinn eldmóður sem býr í svoleiðis fyrirtækj- um,“ sagði Bergsteinn. Sífelld veltuaukning. Velta fyrirtækisins jókst um þriðj- ung frá árinu áður, sem að hluta á skýringu í sameiningu fyrirtækisins við önnur fyrirtæki í greininni, en eft- irspumin jókst líka á milli ára. Starfs- menn era rúmlega 50. Húsnæði fyrir- tækisins er um 6000 fermetrar. Berg- steinn segir að nú horfi í að velta fyr- irtækisins á þessu ári verði svipuð og á síðasta ári. „Okkar tilfmning er að það sé heldur að draga úr þenslunni á ákveðnum sviðum. Þetta er líka mjög árstíðabundinn markaður hjá okkur og mánuðimir frá miðjum desember fram í mars era yfirleitt sölulágir hjá okkur," sagði Bergsteinn. „Við höfum sérhæft okkur á lagna- Fastur kjami í starfsmanna- hóp fyrirtækisins Víða í atvinnulifmu kvarta atvinnu- rekendur undan aukinni starfsmanna- veltu nú þegar eftirspum eftir vinnu- afli hefúr aukist. „Starfsmannaveltan hefúr aukist nokkuð frá því sem var. Við byggjum á kjama sem hefur verið stöðugur í fyrirtækinu, en það era fleiri tækifæri en áður var varðandi at- vinnu og fólk fer meira milli fyrir- tækja og starfa en var á samdráttar- timunum," sagði Bergsteinn. í sumum fyrirtækjum hefur verið farin sú leið að flytja inn vinnuafl til að manna starfsemina. SET hefúr meðal annars nokkra erlenda starfsmenn í sínum starfsmannahópi. „Við höfum gegnum árin verið með erlenda starfsmenn, en það hefur aukist síðustu misseri. Við erum með 6 útlendinga i vinnu í dag. Við höfum ekki unnið í þessu sjálfir heldur hefur þetta fólk leitað til okkar. Þetta starfsfólk hefúr verið ágæt viðbót við það sem fyrir er og öll samskipti við það gengið vel, bæði innan fyrir- tækisins og starfsmannahópsins," sagði Bergsteinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri SET á Selfossi. -NH Samtök iðnaðarins: Verðbólgan og vextirnir naga afkomuna sitt í hvorn endann - „óttumst að mögur ór séu fram undan," segir formaður Samtaka iðnaðarins u sem um getur fyrir islenskan iðnað. Tímabilið hefúr einkennst af stöðugleika, bæði hvað varðar gengi krónunnar og verðlag. Þetta hefúr náttúrlega bætt starfsskilyrði iðnaðar- ins. EES-samningurinn hefur haft mikið að segja þvi hann hefúr verið iðnaðinum mjög hagstæður. Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir að þeir séu ákaflega ánægðir með EES- samninginn og það sem hann hefúr fært þeim. „Hann hefúr fært okkur reglur og lög í stað pólitískra ákvarð- anna og starfsskilyrði sem era á flest- an hátt sambærileg við það sem sam- keppnisaðilar okkar búa við. Breyting- amar frá 1994 hafa bæði verið miklar og jákvæðar, íslensku fyrirtækin hafa þróast, þau era betur rekin og fram- leiðslan er betri." Sveinn segfr þó að það séu blikur á lofti þvi seinustu misserin hafi við- skiptahallinn og þenslan í þjóðfélaginu verið að aukast. „Okkur hefúr aldrei tekist að koma standandi niður úr uppsveiflu í efnahagslífinu. Við erum logandi hræddir um að iðnaðurinn geti brotlent ef stöðugleikinn helst ekki. Vaxandi verðbólga og aukinn viðskiptahalli era gamalkunn teikn og þau boða illt fyrir iðnaðinn í landinu. Að okkar mati hafa viðbrögð stjóm- valda verið allt of einhliða, þau hækka bara vexti. Við teljum aftur á móti að eina ráðið sé að draga úr ríkisútgjöld- um og auka spamað hjá þjóðinni til að ná mjúkri lendingu. Með því að hækka vexti og styrkja krónuna versnar sam- keppnisstaða innlends iðnaðar. Þetta era í raun bara hrossalækningar og skila litlum árangri fyrir iðnaðinn þeg- ar til lengri tíma er litið. Með því að styrkja krónuna lækka innfluttar vörur í verði og iðnaðurinn verður ekki samkeppnishæfur með Sveinn Hannesson, framkvœmdastjóri Samtaka iðnaðarins íslensk Jyrirtœki hafa þróast, þau eru betur rekin og framleiðslan er betri. verð. Það era búnar að vera fimm eða sex vaxtahækkanir á stuttu millibili til að pressa niður verðbólguna. Smærri iðnfyrirtæki taka í flestum tilfellum innlend lán og þau þola ekki mikla hækkun vaxta, þeir era allt of háir eins og er. Verðbólgan og vextimir naga afkomuna hvort í sinn endann. Menn era að tala um að nýja hag- kerfið eigi að tryggja stöðugan hagvöxt með lágri verðbólgu og litlu atvinnu- leysi. Persónulega sýnist mér verð- bólgan, viðskiptahallinn og þenslan benda í aðra átt og reynsla annarra þjóða er svipuð. Við erum ekki búin að finna neina töfralausn sem leysir öll okkar efiiahagsmál. Síðastliðin ár hafa verið góð fyrir iðnaðinn en það er farið að halla und- an fæti og við óttumst að mögur ár séu fram undan. Góðærið er ekki varan- legt en það má treina það með réttum aðgerðum." -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.