Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2000, Blaðsíða 5
MIÐVKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 Grettir á Vagnhöfóa sérhæfir sig í vatnskössum og bensíntönkum: Blómarós méb logsuðutæki — alin upp innan um vatnskassa og verkfæri Eg held að við séum tvær, kon- umar sem höfum lært blikk- smíði á landinu. Hin er á Akur- eyri þannig að ég er sú eina i Reykjavík," segir Margrét Ingibergs- dóttir, starfsmaður viðgerðaverkstæðis- ins Grettis vatnskassa á Vagnhöfða. Hún er eina konan sem hefúr sérhæft sig í vatnskassaviðgerðum hérlendis. Sem smástelpa fór hún með pabba sínum i vinnuna og hjálpaði þar til eftir getu, rétti körlunum það sem þeir báðu um og fylgdist grannt með öllu sem fram fór á verkstæðinu. Nokkrir við- skiptavina Grettis hafa fylgst með Mar- EkUim Þeir eru engin smásmiði, sumir vatnskass- amir sem Margrél gerir við, og kannski ekki skrýtið að eigendurnir vilji tala við „verkstœðismenn “. DV-myndir GS Logsoðid Margrét með logsuðutœkin að bjarga einum vatnskassanum fyrir óþreyjufullan viðskiptavin Grettis. gréti á verkstæðinu alilengi og mun vel eftir henni sem bami innan um vélam- ar og tækin þar. Hún er því að miklu leyti alin upp innan um vatnskassa og vélar. Fyrir fermingu var Margrét farin að starfa við viðgerðir á vatnskössum og bensíntönkum hjá Gretti. Það kom því ekki á óvart þegar hún lagði leið sína í Iðnskólann til að mennta sig í fag- inu. Það verða einhverjir hissa þegar þeir koma með vatnskassann úr bíinum sínum í viðgerð á verkstæði Grettis og blómarós með logsuðutæki býður ffam þjónustu sína. „Þeir vildu ekkert tala við mig, marg- ir karlamir, fyrst. Þeir löbbuðu til pabba og bám upp vandræði sín og hann sagði þehn að tala við stelpuna en þeir vildu það ekki, sögðu að þeir yrðu að tala við einhvem sem hefði vit á þessu, það þýddi ekkert að tala við ein- hvem kvenmann um svona hluti. Þeir yrðu að fá verkstæðismann. Það er merkilegt að verktökum og vörubílsfjór- um utan af landi finnst ekkert athuga- vert við að ræða við kvenmann um bil- anir í bílunum og tækjunum hjá sér. Ég veit ekki hvers vegna þessi munur er á milli borgarinnar og landsbyggðarinnar en þetta er dálítið merkilegt," segir hin lífsglaða viðgerðarkona. Fastir viðskiptavinir fyrirtækisins em löngu hættir að kippa sér upp við að þurfa að leita ráða hjá kvenkyns iðnað- armanni og hefa reyndar gaman af því að eiga við hana viðskipti. „Ég man eft- ir einum verktaka sem kemur oft héma. Honum fmnst verst að hann skuli ekki eiga son eftir handa mér en hann er bú- inn að biðja um að fá að keyra mig þeg- ar ég gifti mig.“ Einn þeirra verktaka sem skipt hafa við vatnskassaverkstæðið Gretti um áratugaskeið er Halldór Gíslason sem gerir út vinnuvélar og vömbíla. Hann lætur vel af vinnubrögðum Margrétar og viil hana eina í viðgerðir fyrir sig. „Ef þú vilt fá vatnskassann í lag þá snýrð þú þér til hennar. Maður taiar ekkert við kallana ef maður vill hafa þetta í lagi. Þegar ég byrjaði að versla við Gretti var hún lítil stelpa að hjálpa til á verkstæðinu þannig að ég er búinn að þekkja til hennar lengi. Hún er mjög klár og gefúr engum karlmanni neitt eft- ir. Þeir mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar, iðnaðarmennimir," segir verktakinn sem á allt sitt undir því að hafa hlutina í lagi. -GS Fróðlegur vefur um allt sem viðkemur iðnaði: idnadur.is Vefúrinn idnadur.is er stór- fróðlegur vefúr fyrir alla sem vilja kynna sér iðnaðar- mál. Á vefiium segir að tilgangur hans sé að fræða ungt fólk og all- an almenning um iðnaðinn og gildi hans. Vefimnn er uppfærður reglulega til að reyna að tryggja að allar upplýsingar séu nýjar og réttar. Á vefnum idnadur.is er m.a. að frnna upplýsingar um sögu iðnað- ar á íslandi, fjölmörg fyrirtæki í iðnaði, umfjöllun um iðnað og um- hverfismál og nýsköpun i iðnaði. Vefúrinn er bæði skýr og skemmtilegur í viðmóti fyrir not- endur og upplýsingamar eru afar yfirgripsmiklar. T.d. er stiklað á sögu iðnaðar f landinu allt frá landnámi. Fróðleiksmolar undir yfirskriftinni Vissir þú... setja einnig skemmtilegan svip á þenn- an vef og eru margir hveijir þess eðlis að almennur lesandi vissi alls ekki... Vefurinn er byggður upp af mörgum lögum, þ.e. viða eru hlekkir á orðum f texta sem hægt er að smella á og dýpka þannig þær upplýsingar sem mað- ur aflar sér. Á vefiium er einnig möguleiki á að leita að oröum og orðastrengjum og eykur það aug- ijóslega verulega upplýsingagildi hans. Samtök iðnaðarins standa að vefiium en iðnaðarráðuneytið, Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins og Nýsköpunarsjóðm- námsmanna studdu gerö hans. Hér er á ferð- inni óvenjuvandaður og yfirgrips- mikill vefiiaður sem ástæða er til að sem flestir viti um. Prófaðu hann til dæmis með: ► bökuðum baunum, ► brúnuðum lauk og spældu eggi, ► kartöflusalati og fersku grænmet ► eða skerðu hann í litla bita og útbúðu spennandi sumarsalat. i Notaðu t piparköku- F . mótið og búðu til fískönd, fisksvín, fiskblóm eða annað sem börnin vilja helst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.