Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Síða 4
I Tvíeykið atSngere er skipað þeim Halldórí Björnssyni og Magnúsi Haraldssyni en þeir munu koma fram opinberlega í fyrsta skiptið á lcelandic Airwaves- hátíðinni. Heiðar Sumariiðason hitti þá að máli í fylgsni þeirra sem þeir kenna við plánetuna Neptúnus og forvitnaðist um hagi þeirra. „Ég og Halldór hittumst fyrst í gleðskap á Hverfisgötunni vorið ‘95,“ segir Magnús góðlátlega. „Það var verið að drekka landa en ekk- ert bland var til í húsinu, því var hellt rúsínum út í hann til bragð- bætis. Það var viðurstyggð. Það var einmitt þá sem ég sá að ógur- legan reyk lagði úr betri stofu hússins og ákvað að kanna hvað lægi að baki. Sat þar maður annar- legur ásýndum með agalegan vind- il-drjóla milli vara og tottaði hann öllum til ama. Ég bað hann vin- samlegast að drepa í garminum. Hann svaraði mér fullum hálsi með súrrealískri markleysu og ótrúlegu bulli. Ég sá að hann var ægilega bólugrafinn og fannst mér hann ljótur. Ég spurði hann því hvort hann hefði orðið þess var að hann liti út eins og hor, þá var engu líkara en að honum væri skemmt því hann rak upp skað- ræðis híenuvæl og spurði hvort ég kynni músik, ég játti því og fór þvl sem fór.“ Djönkað 80’s kókaín Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan. Halldór er í dag blessun- arlega bólulaus en í stað þess að gráta bóluár Halldórs búa þeir fé- lagar til tónlist undir nafninu atin- gere. „Þegar við ætlum að búa til tónlist setjiunst við niður og horf- um djúpt í augu hvor annars, svo gerist eitthvað. Við erum í raun eins og tveir óþekkir strákar að ýta á takka og æpa í míkrófóna. Svo verður eitthvað til úr þessu sem öðlast sjálfstætt líf,“ segir Magnús og bætir við, „nema það sé skíthæll því þá lógum við honum vegna þess að við brennum kær- leika, hjá atingere, ekki viðbjóð." Þegar strákamir eru beðnir um að lýsa tónlistinni kemur á þá smá- fát og hefja þeir því mikil fundar- höld um hvernig eigi að skilgreina tónlistina. Ýmsar hugmyndir koma fram en að lokum sættast þeir á að þeir hafi þróast úr „urban goth“ í „djönkað altemati- ve 80’s electro kókaín", hvað sem það nú þýðir. „Það er heill hellingur af lista- mönnum sem hefur haft áhrif á okkur,“ segir Halldór og hefja strákamir því næst heljarinnar upptalningu á áhrifavöldum sem inniheldur ólíka listamenn á borð við Beethoven, Michael Jackson, Underworld, Radiohead, Elvis, Depeche Mode, Jeff Buckley, Beach Boys og Bubba Morthens, því er ekki um að villast að tónlist- arsmekkur þeirra er breiður. Villingurinn og nördið Strákamir eiga það sameiginlegt að vera báðir aldir upp í Garðabæ en þar sem fimm ár eru á milli þeirra lágu leiðir þeirra ekki sam- an fyrr en þeir voru orðnir stálpað- ir. Þeir hafa hins vegar gerólíkar sögur af sjálfum sér að segja frá æskutíð sinni. Magnús segist hafa verið villingur á meðan Halldór segist hafa verið nörd með bólur. Sem bam segist Magnús hafa verið rólyndur „rebel“ og neitaði t.a.m að ganga í sokkum í heil fimm ár. Halldór segist hins vegar ekki hafa tekið þátt í neinni upp- reisn heldur hafi hann spilað borð- tennis af kappi og ávallt orðið ís- landsmeistari í sínum aldursflokki en hann hefur nú hins vegar í dag lagt spaðann á hilluna. Þeir drengir áttu sér stóra fram- tíðardrauma sem börn. „Mig lang- aði rosalega til að verða einn af svörtu öpunum í Apaplánetxuini, því ég dáðist af einfaldri fegurð þeirra og hálfvitaskap," segir Magnús og hlær í bamslegri ein- lægni. Halldór átti sér ekki síður háleit markmið því hann minnist þess að þegar hann hafi verið lítill hafi það verið draumur hans að verða sjálfkynhneigður tvítóla arabi sem gæti verið í sleik við sjálfan sig alla sina ævi. „Mér hefur alltaf þótt ég alltof dekraður," segir Halldór en Magn- ús vill ekki kannast við að slíkt hið sama eigi við um hann sjálfan en hann segist hins vegar vera týpísk- ur islenskur mömmustrákur, án þess þó að útskýra það nánar. Handlegqsbrotinn í Grindavík Eftir að hafa verið að gutla sam- an i tónlist um tíma urðu þáttaskil í samstarfi þeirra þegar þeir settust að í tómri verbúð í Grindavík og hófu að semja af krafti. Ekki hófst Grindarvíkurævintýr- ið sem best því heimamenn voru eitthvað ósáttir við aðkomumenn- ina, hentu steinum í verbúðina, blikkuðu bílljósum sínum inn um eldhúsgluggann og smelltu í hagla- byssunum til að hræða líftóruna úr aumingja strákunum með svona sd- mennum smábæjar-terrorisma. „Þetta var einhver lenska í Grind- víkingunum, því þetta voru bestu skinn þegar við kynntumst þeim og í dag filum við Grindavík í botn,“ útskýrir Magnús. Sjálfsagt var það vegna hinnar yfirvofandi hættu frá heimamönn- um að jafn vel gekk að semja og raun bar vitni, því mikið af lögum strákanna varð til í Grindavík. Einnig hjálpaði það til að Halldór varð fyrir því láni að handleggs- brotna á meðan hann var að vinna í frystihúsi bæjarins og gat því ekkert unnið um hrið. Þrátt fyrir brotið gat hann nú samt spilað á pí- anó. „Að atvinnu erum við þunga- vinnumenn sem skúrum og tæm- um gáma á milli þess sem við semj- um tónlist," segir Halldór og bætir því við að öðru hverju semji þeir einnig stef í augýsingar. Airwaves og ungbarna- handjárn Á föstudaginn i næstu viku mun atingere koma fram opinberlega í fyrsta skiptið. Það mun verða á Kafii Gróf ásamt hljómsveitunum Nano, Headplugg og Stjömubliki undir hatti Icelandic Airwaves- tónlistarhátíðarinnar. „Okkur finnst ekkert eins við- bjóðslegt og ungbarnahandjárn. Við sáum einu sinni svoleiðis og okkur varð illt. Úr ryðfríu stáli, með þungum hlekkjum, oj bara, al- gjör viðbjóður, skyrp! Og þegar við spilum þá erum við að mótmæla notkun þeirra," segir Magnús. Halldór bætir svo við, „og við erum líka á móti hvolpabrennun- um á Álftanesi, þær stríöa gegn öllu velsæmi,“ segir hann með æð- isglampa í augum. „Frans í Ensíma og Krummi í Mínus voru sammála okkur í þessu og gengu þess vegna til liðs við okkur fyrir þessa tónleika. Frans ætlar að spila á gítar en Krummi mun berja húðir. Við erum allir sammála um að ekkert sé jafn viðbjóðslegt og ungbarna- handjárn og höfum því sameinað krafta okkar í baráttunni gegn þeim,“ segir Magnús af mikilli sannfæringu hins réttláta. Þegar talið berst svo að útgáfu- málum segja strákamir að þeir séu með plötu tilbúna en eigi hins veg- ar ekki símaskrá og viti því ekki í hvem þeir eigi að hringja. Því er óljóst hvort geislaplata með atingere verður komin í búðir á næstu mánuðum. En hvort ágóð- inn af sölu hennar rennur óskiptur til baráttunnar gegn ungbarna- handjámum og hvolpabrennum á Álftanesi þegar þar að kemur mun aðeins tíminn leiða í ljós. [ Leikjaáskrift SÍMINN-internet -tengir þig við lifandi fólk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.