Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Side 7
I tilefni af komu Islendings til New York
í síðustu viku skelltu íslensku hljómsveit
irnar Ensími, Jagúar og Páll Óskar sér til
hins stóra eplis til að leyfa nú Könunum
að heyra hvers vænta má á Airwaves-
tónleikunum. Höskuldur Daði Magnús-
son skellti sér með í för ásamt öðrum
blaðamönnum og sjónvarpsstjörnum og
komst að því að það er hægt að lenda í
ýmsu í Vesturheimi.
í víking í
Vesturheimi
Það var hress hópur sem var sam-
an kominn í Leifsstöð á miövikudag-
inn og tóku reyndar sumir daginn
snemma við barinn og voru mættir
þar þrem tímum fyrir brottfór. Þegar
gengið hafði verið frá formsatriðum,
eins og að versla í fríhöfninni og fylla
út eyðublöðin fyrir inngöngu í Banda-
ríkin, var hoppað út i vél og haldið af
stað. Flugferð til Bandaríkjanna er
náttúrlega eitt það leiðinlegasta fyrir-
brigði sem getur hugsast þannig að
það var sáttur hópur sem steig út úr
vélinni á JFK. Reyndar tókst Franz,
gítarleikara Ensími, að tapa einum af
gíturum sínum en það skrifast auðvit-
að á misvitra Kana á flugvellinum.
Mandy sveik ísland
Eftir að hafa komið sér fyrir á hinu
sviksama Hotel Marcell voru það
fimmtán karlmenn sem stormuðu nið-
ur 2. Avenue i leit að mat og sumir áð
meiri veigum. Nú höfðu flestir verið á
fótum í um 20 tíma og því hélt meiri-
hlutinn heim á leið eftir matinn en þeir
allra hörðustu harðneituðu að gefast
upp og tóku pöbbaröltið niður í Soho.
Æstir aðdáendur hljómsveitarinnar Backstreet Boys höfðu safnast saman fyrir utan upptökustúdíó MTV í New York til
að reyna að berja goðin augum. Á spjaldinu stendur að þau hafi farið á yfir 40 hótel til að reyna að hitta á þá og biðja
vinsamlegast um að vera valin til að fá að sjá þá.
Ensími voru að sjálfsögðu í stuði og léku öll sín bestu lög. Það var einmitt
Guðni bassaleikari sem löggan í New York lét taka fimm armbeygjur.
Páll Óskar var samur viö sig og hreif New York búa sannarlega meö sér. Lét
hann þá strax vita að New York væri uppáhalds borgin hans.
Föstudagurinn rann upp með 20
gráða hita og iðandi mannlífi. Um
kvöldið voru fram undan stóru tón-
leikarnir á Manhattanhöfn og auðvit-
að var hugur tónlistarmannanna
bundinn við verkefnið. Koma þurfti
græjunum niður eftir, gera sándtjékk
og alit þar fram eftir götunum. Þeir
semekki þurftu að standa í þessu
nýttu auðvitaö daginn til að kynna
sér aðstæður á Manhattan.
Sá er þetta ritar fékk sér langan
göngutúr um helstu götur Manhattan
með útsendara Radíó-X, Kristjáni
Frosta. Þégáf komið var á Times Squ-
are var augljóst að eitthvað gekk á
fyrir framan upþtökustúdíó MTV. Við
nánari athugun kom í Ijós að þar biðu
æstir aðdáendur Backstreet Boys
fyrir utan í von um að fá að berja goð-
in augum. Hinum megin við götuna
tók ekki síöra við því þar var ofurgell-
an Mandy Moore að taka upp kynn-
ingu fyrir MTV inni í miðjum mann-
grúanum. Mandy þessi er talin sú
þriðja stærsta í heiminum í smá-
stelpnapoppinu, rétt á eftir Britney
sjálfri Spears og Christinu Aguilera.
Þegar blaðamaður Fókuss freistaði
þess að fá að smella mynd af
stúlkunni með Kristjáni Frosta tók
umboðsmaður hennar í fyrstu illa í
það. í annarri tilraun sannfærði
blaðamannapassinn hann þó endan-
lega og biðu litlu islendingarnir því
spenntir eftir að Mandy lyki upptök-
unum. Þegar þeim var lokið tilkynnti
umboðsmaðurinn Mandy hvað til
stæði en þá setti stúlkan bara nefið
upp i loftið og strunsaði á braut - hún
ætlaði sko ekki að splæsa tveimur
aumum minútum í einhverja íslend-
inga. Voru menn að sjálfsögðu ekki
ánægðir með þessi viðbrögð og stutt-
ur eltingaleikur endaði með illu
augnaráði frá lífvörðum Mandy
Moore, stúlkunnar sem sveik ísland.
tóku sér stöðu fremst og flluðu þá
greinilega vel. Endaði það reyndar
svo að eftir að Jagúar hafði lokið sér
af var setið fyrir þeim félögum af
þessum sömu svertingjum sem áttu
vart orð yfir frammistöðuna. Voru
þeir svo leystir út með geisladisk
Jagúar að gjöf og fóru sáttir heim í
hoodið.
Tveir aðdáenda Jagúars eftir tónleika
þeirra. Þeir voru leystir út með
geisladiskum.
Næstur á svið var sjálfur Páll Ósk-
ar og byrjaði hann á því að tilkynna
viðstöddum að þetta væri í fyrsta
skipti sem hann spilaði í uppáhalds-
borg sinni i veröldinni. Páll Óskar
stóð sig að vonum vel og geislaði
hreinlega af honum á sviðinu. Voru
áhorfendur greinilega mjög sáttir og
voni ekkert á því að yfirgefa svæðið
þó nokkur rigning væri farin að
koma úr lofti.
Það voru svo þeir Ensími-félagar
sem kláruöu kvöldið og þurfti enginn
að kvarta yfir þeirra frammistöðu.
Öll lögiri sem fengið hafa að hljóma í
útvarpi undanfarin ár voru spiluð og
virtist engan bilbug vera á piltunum
að finna. Áhorfendur dilluðu sér
hressilega í rigningunni og meira
segja títtnefndir svertingjar tóku
kipp þegar hljómborð bættist í lögin.
Ágætir tónleikar voru að baki og eft-
ir að hafa komið hljóðfærunum á ör-
uggan stað í gæslu vopnaðs manns
var kominn tími til að fara að
skemmta sér.
Teknir af löggunni
Thievery Corporation var með tón-
leika á Manhattan þetta kvöld og höíðu
Flugleiðamenn gengið frá aðgangi á þá
fyrir allan hópinn. Þegar þangað var
komið höfðu misvitrir Bandaríkja-
menn hins vegar tekið upp á því að
hleypa allt of mörgum inn þannig að
lögreglan var komin í spilið og ekki
var séns að komast inn. Stefnan var þá
að sjálfsögðu tekin á pöbbarölt og end-
uðu menn í misgóðu ástandi eftir það.
Á fóstudaginn var mönnum frjálst
að gera það sem þeir vildu og dreifðist
hópurinn því um alla borg. Það var því
ekki fyrr en um kvöldið að flestir hitt-
ust og var þá safnast saman i herbergi
Ensíma sem einhverra hluta vegna
fékk stærsta herbergið. Upphófst þar
ekta islensk kojudrykkja og skemmtu
menn sér hið besta. Að sjálfsögðu var
skundað í bæinn þegar leið á nóttina
og þar fengu íslendingarnir að kynnast
Kananum í hnotskum. Að sjálfsögðu
þurftu menn að létta af sér á pöbbarölt-
inu og að íslenskum sið tóku nokkrir
upp á því að pissa einfaldlega utan í
nærliggjandi vegg. Tveir úr hópnum
vom bara ekki heppnari en svo að
ómerktur lögreglubill átti leið hjá og
ruku út úr honum nokkrir fílefldir
karlmenn með mikilmennskubrjálæði
yfir skjöldunum sínum að amerískum
sið. Þeir Kristján Frosti af Radíó-X og
Guðni úr Ensíma urðu því að gjöra
svo vel að sitja undir einræðu lögreglu-
mannanna í nokkrar mínútur, bíðandi
örlaga sinna. Sem betur fer sluppu þeir
við fangelsisvist og greiðslu sektar en
löggumar vildu nú ekki sleppa þeim al-
veg þannig að niðurstaðan varð sú að
þeir urðu að fleygja sér í götuna og
taka fimm armbeygjur fyrir meistar-
ana. Svona em Bandaríkin í dag.
Eftir þetta var nú mesta púðrið úr
mönnum og heimfórin nálgaðist óðum.
Á laugardag gafst smátími til að leika
sér og varð Kínahverfið fyrir valinu
hjá mörgum. Hópurinn hittist svo sátt-
ur í lobbíinu um kvöldið og gerði sig
kláran fyrir JFK. Þessi frægðarfór var
á enda og allir vom sáttir, nema hvað
leiðindaílugferð var fyrir stafni.
Fönkararnir í Jagúar voru ekki lengi aö næla sér í aðdáendur í New York því
hópur svertingja sat fyrir þeim eftir tónleikana yfir sig numinn.
Svertingjarnir fíluðu Jagúar
Þetta fimmtudagskvöld hófst með
móttökuathöfn um borð í víkingaskip-
inu Islendingi sem var að ljúka fræk-
inni fór sinni. Að loknum ræðuhöld-
um helstu fyrir-
manna var boðið upp
á mat og drykk og
auðvitað var það
sjálfur Siggi Hall
sem sá um að upp-
varta liðið. Upphaf-
lega planið hafði ver-
ið að Ensími byrjaði
tónleikana en fljót-
lega var horfið frá
því þegar í ljós kom
hver meðalaldurinn
var á skipinu. Jagú-
armenn stigu þvi
fyrstir á svið og hófu
að framreiða fónkið
ofan í liðið. Eftir
stutta stund höfðu
þeir komið fólkinu í
girinn og leið ekki á
löngu áður en fjöl- Táningastjarnan Mandy Moore var upptekin viö að taka upp kynningu fyrir MTV og harðneitaði að
margir svertingjar stilla sér upp í myndatöku fyrir Fókus.
13. október 2000 f Ó k U S
7