Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Síða 9
„Chloe þýöir upphaf lifsins, og er
úr griskri goðafræði og Ophelia held
ég að sé úr Hamlet. Svo er það auðvit-
að rússneska eftimafnið. Afi minn er
rússneskur og fLutti til Bandaríkjanna
og amma min var þýsk-irsk. Þannig
að ég er bara svona góður kokkteill,"
segir Chloe þegar hún er spurð um
uppruna hins sérstæða nafns sem hún
ber. Hún hefur engan sérstakan
áhuga á að láta bendla sig við Árbæ-
inn, en segist vera alin upp í Ártúns-
holtinu. „Pabbi minn er Bandaríkja-
maður, og á heima í New York. Ég
flutti hingað 4-5 ára, en ég bý ailtaf
hjá honum á sumrin. Þeim feðginun-
um semur vel og raunar svo vel að
Chloe segir hann hiklaust besta pabba
í heimi. Móðir Chloe kynntist honum
þegar hún starfaði í New York en þær
Chloe fluttust síðar heim til íslands.
„Mamma fór út til að taka þátt í Miss
World eftir að hafa verið með í feg-
urðarsamkeppni á íslandi," segir
Chloe og það er greinilegt að fegurðin
er ættgeng í þessari fjölskyldu.
Djammað með Puff Daddy
Pabbi Chloe heitir Mark Gorbulew
og er frægur plötusnúður. „Hann
vinnur á klúbbi og er að gera það gott.
Hann ætlar að gefa út geisladisk á ár-
inu,“ segir hún. „Hann átti að fá
samning hjá fyrirtækinu sem Móa
var hjá, en nú er þetta meira eitthvað
underground (undir grund).“ Sjálf
segist Chloe ekki halda að skifuþeyt-
ingamar eigi við sig. „Pabbi hefur oft
reynt að kveikja áhuga hjá mér og svo
er Guðný vinkona mín alltaf að bjóð-
ast til að kenna mér, hún er
teknóplötusnúður." Síðasta sumar
vann Chloe fyrir sér á japanska veit-
ingastaðnum Hamptons, á Long Is-
land, í stóra eplinu New York. „Þessi
veitingastaður er frábær og með þeim
vinsælustu. Ég vann við móttöku
gesta," segir hún.
En ef þetta er vinsæll staður, kem-
ur ekki þangað vinsælt fólk?
„Jú, jú, það er nú eitthvað um það
að frægt fólk snæði þarna,“ svarar
Chloe, en er hógværðin uppmáluð.
Eftir miklar fortölur fæst hún þó til
þess að tjá sig um þessi mál. „Ég hitti
Robert De Niro þarna og Sarah
Jessica Parker kom einu sinni með
kærastanum sínum Matthew
Broderick. Þau voru alveg rosédega
„næs“, ég talaði svolítið við þau. Hún
hafði reyndar eitthvað meitt sig í
öðru auganu og var með lepp fyrir
því. Ég sá svo líka eitthvað af stjöm-
um í partíi hjá Puff Daddy. Ég fór
þangað með pabba mínum og kon-
unni hans og svo fóra þau og ég varð
bara eftir með vinkonu minni. Puff
heldur alltaf þrjú partí á sumri og við
fórum í „4th of July party“ hjá hon-
um, það var ógeðslega kúl. Ég spjail-
aði ekkert við Puff sjálfan en vinkona
min þekkir hann eitthvað. Reyndar
hef ég alveg mjög lítið álit á þessum
manni og mér var alveg sama um að
hann væri þarna. En daginn eftir fór-
um við í partíið til rapparans Jay-Z
og þar var fólk eins og Sandra Bull-
ock og Ivana Trump. Busta
Rhymes var í báðum partíunum, en
hann var útúrþunnur seinna kvöldið.
Hann var með einhverjum fleiri röpp-
urum fyrra kvöldið, og við höföum öll
farið á einhvem klúbb. Þar voru þeir
allir að reyna að príla upp á sviðið til
að rappa en gátu það eiginlega ekki af
því að þeir voru svo fullir," segir hún
og fullyrðir að fleiri krassandi sögur
kunni hún ekki af kynnum sínum við
stórstimi vestanhafs.
Byrjaði sem bondstúlka
Chloe hefur vakið á sér athygli sem
fyrirsæta og prýtt forsíður nokkurra
blaða, svo sem á Vikunni og Bleiku
& Bláu. Allt hefur þetta gerst á til-
tölulega stuttum tíma. „Ég byrjaði hjá
Eskimó fyrir ári og nokkrum dögum
síðar fékk ég verkefrfi í tengslum við
kynningu á James Bond-mynd.“
Spurð um fyrirsetur í New York seg-
ist hún lítið hafa reynt að koma sér á
framfæri þar. „Ég fer bara út til að
slappa af. Módelbransinn er allt öðru-
vísi þar. Ef maður ætlar að fá verk-
efni þarna úti verður maður að vera
nákvæmlega einn og áttatíu og fimm-
tíu kíló. Ég eiginlega nenni ekki að
standa í þessu." Aðspurð hvort fólk
sé farið að veita henni athygli þegar
það hittir hana á fómum vegi segir
hún lítið um slíkt. „Einstaka ógeðsleg-
ir kallar gripu í mig og sögðu við mig
að þeim hefði þótt ég sexí á forsíð-
unni, eftir að ég var framan á Bleiku
& Bláu.“
Fílar teknó
Sumir kynnu að kannast við
snoppuna á Chloe, eftir að hafa lagt
leið sína á Thomsen, en þar vann
hún part úr síðasta vetri og segir
staðinn oftast verða fyrir valinu ef
hún ætlar að lyfta sér á kreik.
Þannig að ég var alltaf þama, hvort
sem ég var að vinna eða ekki og fólk
var farið að líta á mig eins og hvert
annað húsgagn. Þá hætti ég að vinna
þar,“ segir Chloe. Hún er þó ekki al-
veg hætt að sjást á Thomsen og segir
engan annan stað henta sér. „Ég er
ekki svona týpa sem klæði mig í
pínupils og fer á Skuggabarinn eða
Astró. Þarna þekki ég líka alltaf fólk-
ið. Mér finnst hundleiðinlegt að fara
út að skemmta mér úti í löndum, af
því að þar þekkir maður engan. Mað-
ur fer út á djammið til að hitta fólk.
Ég fíla teknó og mér fmnst gaman að
dansa á Thomsen. Samt er það oft
svoleiðis að það er bara „ógeðslegt-
dópista-sveitt-ógeð“ niðri, þetta er
bara viðbjóðslegt stundum," segir
hún um skemmtanalif sitt.
Varð að loka heimasíðunni
Chloe stundar nám við Fjölbraut í
Ármúla, á upplýsinga- og tölvufræði-
braut. Hún hefur fengist lítillega við
heimasíðugerð i tengslum við námið
og heldur nú úti einu íslensku síð-
unni tileinkaðri rapparanum föla,
Eminem. Hún segist nefnilega hafa
gaman af hip-hop tónlist, eða eins og
hún orðar það sjálf: „Ég var algjör
skoppari þegar ég var lítil og fylgist
enn þá mikið með Dr. Dre, Snoop
Dogg, Little Kim og auðvitað
Eminem.,Chloe hefur ekki nógu góða
reynslu af þessu internetbrölti, eftir
uppákomu sem tengdist hennar eigin
heimasíðu og hún segir frá. „Ég setti
upp siðu fyrir síðasta sumar, á með-
an ég var í prófum. Ég var bara að
leika mér. Setti einhverjar myndir af
mér og myndir af vinum mínum. Ég
átti eftir að setja fullt af dóti á síðuna,
áhugamál mín og svoleiðis. Eftir
svona tvær vikur var ég búinn að fá
2500 heimsóknir, og það er ekki einu
sinni hægt að finna hana með leitar-
vélum. Ég var úti og neyddist til að
loka henni. Þá var ég búin að fá fullt
af leiðinlegum kommentum í gesta-
bókina, um hvers konar rusl og ógeð
ég væri. Svo var annað fólk að segja:
„meiri myndir, meiri myndir, þú ert
geðveikt flott“. Það var ekkert þarna
á milli. Þetta var bara vangefni," seg-
ir vefarinn og hneykslast á fólki sem
hefur svo lítið við tímann að gera að
það nenni að standa í svona sending-
um. Hún kann engar skýringar á
þessum vinsældum en hafði af því
veður að tengil á síðuna væri að
finna á svokölluðum Gellugagna-
grunni íslands.
Húðflúruð fyrirsæta
Eitt helsta áhugamál Chloe er
húðflúr og ef heimasíðan verður
opnuð aftur ætlar hún að fjalla
þar sérstaklega um þau. „Mér
finnst bara kúl að pæla í tattúum,
en ég get ekki fengið mér fleiri. Ég
er með fimm og það er eiginlega
allt of mikið,“ segir hún. En
skemma húðflúrin ekki fyrir
henni möguleika á fyrirsætuverk-
efnum? „Ég veit það ekki, og mér
er eiginlega alveg sama, þú veist,
annaðhvort vilja þeir mig eða
ekki,“ segir gellan og yppir bara
öxlum við.
Hvað framtíðin ber í skauti sér
fyrir Chloe segir hún alls óvisst.
„Það er svo mikið sem maður get-
ur gert. Ég var byrjuð að læra
ljósmyndun, svo langar mig að
verða fatahönnuður. Ég fór og
skoðaði skóla úti, F.I.T, Fashion
Institute of Technology. En ég
kann eiginlega hvorki að sauma
né teikna, ég er bara með fullt af
hugmyndum í kollinum. Mig hef-
ur einnig alltaf langað til að verða
leikkona. Ég er nefnilega rosalega
athyglissjúk," segir hún og hlær
við. „Ég hef aldrei leikið áður, en
það væri gaman að prófa,“ segir
þessi annars óakveðna stúlka
ákveðnum rómi.
13. október 2000 f Ó k U S
9