Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Page 13
inna &
vel og endaði með að ná platínu-
sölu.
Adidas-rokkið var fyrsta rokk-
stefnan sem tileinkaði sér gesta-
gangsæðið sem löngum hefur rikt í
kringum rappgeirann. Limp Bizkit
voru svo sannarlega gestrisnir og
má ætla að nöfn Method Man,
Jonathan Davis, Scott Weiland og
DJ Premier úr Gang Starr, hafi
gert sitt til að vekja athygli á Signi-
ficant Other. Þeir eru þó ansi
hreint liðlegir á eigin spýtur og
rokk/rapp/hiphop-kokkteUl þeirra
hefur lagst afskaplega vel I lýðinn.
Upp á síðkastið hefur titillag
Mission Impossible II verið upp
um alla lista en þar fara strákarnir
afskaplega vel með þetta gamal-
gróna stef. Vinsældir þess hljóta að
teljast vel unninn undirbúningur
fyrir nýju plötuna sem er að detta í
búðir og er örugglega drekkhlaðin
góðum gestum sem ég kann engin
deili á að svo stöddu.
Maður augnabliksins
Fred Durst verður að teljast sér-
kafli í Bizkit-fræðunum og jafnvel
þótt bandið liði undir lok þá held ég
að hann sé búinn að ávinna sér var-
anlegan sess í bransanum. Auk þess
að reka kexverksmiðjuna hefur
hann unnið við að þefa uppi bönd
fyrir Flip Record-útgáfuna og land-
aði til að mynda hljómsveitinni
Staind sem einhverjir kannast ef-
laust við. Hann stjómaði upptökum
á annarri plötu félaga sinna í hljóm-
sveitinni Cold og hefur líka leik-
stýrt nokkrum myndböndum eigin
sveitar og hannað sviðsmynd fyrir
tónleikaferðir. Þá eru ótaldar heim-
sóknirnar en Durst hefur sungið inn
á lög með Kom, Videodrone og
Soulfly, svo einhverjar séu nefndar.
í dag er hann háttsettur hjá
Interscope-útgáfunni, sem einmitt
hefur Limp Bizkit á sínum snær-
um, og rífst við aðrar stjömur
gegnum fjölmiðla og „dissar" réttu
aðilana. Einhverjar sögusagnir em
á kreiki um að hann eigi kvik-
myndahandrit í handraðanum þó
ekkert sé opinbert. Svo mikið er
víst að Fred Durst er einn af mönn-
um augnabliksins og virðist ætla
að njóta þess fyllilega. Útlit er fyrir
að hann leytl hljómsveit sinni náð-
arsamlegast að fljóta með.
Þeir eru ófáir sem halda að Fred
hafi hreinlega tattúerað sig inn í
framlínu tónlistarsenunnar sem
hljómsveitin tilheyrir. Söngvarinn
síkáti vann nefnilega alfarið við þá
listgrein lengi vel og þakti meðal
annars Jonathan Davis og fleiri
mæta menn af hans sauðahúsi. Þó
er það nú svo að allt byggist þetta á
vinnusemi (eða það segja þeir).
Bandið samanstendur annars af
gítarleikaranum Wes Borland,
trommaranum John Otto, bassa-
leikaranum Sam Rivers og plötu-
skrímslinu DJ Lethal, auk forystu-
sauðsins fyrrnefnda, Fred Durst.
Ekki hafa samböndin í iðnaðinum
skemmt fyrir þegar lagt var af stað,
en það gerii sveitin í krafti plötu
sem hún kallaði Three Dollar Bill.
Sú þótti hin ágætasta og vakti
þónokkra athygli sem magnaðist
enn frekar þegar Durst heimsótti
Kom-liða í laginu All in the Family
sem varð gríðarlega vinsælt.
George Michael örlaga-
valdurinn
Það má alveg ímynda sér dæmi-
gerðari örlagavald til handa Limp
Bizkit en glassúrpopparann Geor-
ge Michael. Þó er það nú svo að
það að útgáfa þeirra af lagi hans,
Faith, varð vendipunktur í sögu
sveitarinnar og vel það. Þarna
haföi fólkið fengið eitthvað að
syngja með og nóg var framboðið af
tónleikum þar sem hljómsveitin
gaf ekki löngu seinna út plötuna
Signiflcant Other og túraði látlítið
í kjölfarið. Strákarnir tóku þátt í
bæði Ozzfest- og Family Values-
tónleikaferðunum og hrúguðu inn
stigiun. Platan seldist afskaplega
Búnir ,að
varanlea
bran
SÍBiBX
plötudómar
h vaöf fyrir hvernf ^t^öVe^n^cPi^r' niöurstaöa
★★★★
Fiytjandi: Radiohead
Platan: Kid A
Útgefandi: EMI/Skífan
Lengd: 49:59 mtn.
★ ★★
Flytjandi: Blek
Platan: Ink
Útgefandi: Ba Da Bingl/Surefire
Lengd: 42:12
★ ★
Flytjandi: KuSa
piatan: En gaman
Útgefandi: Kýrhaus
Lengd: 39:54
★★ .
Flytjandi: YmSÍr
Platan: KllStUr
Útgefandl: NME - 2000/Ný-ung
Lengd: 51:36
★ ★★
Flytjandl: Placebo
Platan: Black Market
Music
Útgefandi: Virgin/Skífan
Lengd: 55:48
Þá er hún loksins komin, nýja Radi-
ohead-platan. Kid A er örugglega ein
af þeim plötum sem beðiö hefur veriö
eftir meö hvaö mestri óþreyju I popp-
sögu síöustu ára. Hún kemur þremur
árum á eftir meistaraverkinu OK
Computer.
Blek samanstendur í raun af einum
einstaklingi, Paul Lydon, sem sér sjálf-
ur um allan hljóöfæraleik og söng á
Ink. Söngur er kannski dálítiö sterkt
orö í þessu samhengi þvl oft finnst
manni sem Lydon sé einungis að lesa
upp Ijóð yfir tónsmíðar sínar. Tengsl
lags og söngs eru yfirleitt lltil og stund-
um virðast þau rofna meö öllu.
Til bráðabirgða og með töluveröum fýr-
irvara skulum við kalla Kusu pönk-
hljómsveit. En gaman er ellefu laga
plata og sveitinni tekst misvel upp við
aö koma þessum lögum til skila. Eina
stundina veit maður ekki hvort Kusa
ætlist til að vera tekin alvarlega og þá
næstu hugsar maöur: „Helv. er þetta
efnilegt."
Þann 15. júlí síðastliðinn kom út
safndiskurinn Klístur og að útgáfunni
stóðu Nemendafélag Menntaskólans
á Egilsstöðum ásamt félagsmiðstöð-
inni Ný-ung. Að sögn útgefenda er til-
gangur útgáfunnar sá að kynna nokkr-
ar af þeim fjölmörgu frambærilegu
hljómsveitum sem Austurlandið hefur
upp á að bjóða.
Þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Place-
bo sem samanstendur af gítarleikaran-
um og söngvaranum Brian Molko, bassa-
leikaranum Stefan Olsdal og trommaran-
um Steve Hewitt. Samanstendur af
Bandaríkjamanni, Svla og Englendingi.
Skemmtileg blanda af ólíkum karakter-
um sem hefur svo sannarlega sérstæðar
tónlistarlegar afleiðingar.
Með plötunum The Bends og OK
Computer varð Radiohead eitt af
stærstu nöfnunum I rokkheiminum.
Önnur hver ný hljómsveit á markaðn-
um I dag hljómar svolltið eins og Radi-
ohead, þannig að það eru margir
spenntir fyrir plötunni. Þeir sem vilja
hrein og bein gítarrokklög gætu þó
orðið fyrir vonbrigðum.
Helst dettur mér I hug að líkja Ink við
myrkari tónsmíöar The Doors og Velvet
Underground. Ljóðastlll Morrisons ger-
ir ótvírætt vart við sig á Ink og auk
þess eru raddir þeirra Lydons og
Reeds glettilega líkar. Auk ofan-
greindra áhrifa mætti einnig benda á
nærtækari tónlistarmenn á borð við
Tori Amos (Go For Beginners).
Helst fyrir þá sem hafa einlægan
áhuga á grasrót íslenskrar tónlistar-
menningar. Ótal. áhrifavaldar virðast
gera vart við sig á plötunni og mætti
þar helst nefna Pixies, Sonic Youth,
Primus, Botnleðju og Sykurmolana
sálugu. En gaman - áhugaverður
kokkteill af rokki, fönki og svo pönki I
ýmsum myndum.
Meginuppistaða Klfsturs er rokktónlist
I mismunandi þyngdarflokkum. Á plöt-
unni er að finna sex hljómsveitir sem
deila á milli sín ellefu lögum. Þær eru
Spindlar, Öfund, Hroðmör, Shape,
Duld og Attanloss. Eðli málsins sam-
kvæmt er platan sundurleit og gæði
tónlistarinnar breytileg. En Klístur er
rokkplata engu að síður.
Hver sá sem filar Ziggy Stardust Bowie
plús dass af pönki og úrkynjun ætti að
geta tengt við þessar afurðir. Forsprakk-
inn Brian Molko er ekki alveg búinn að
staðsetja sig sem kynveru og lýrikin oft
vangaveltur tengdar kynlifinu, dópi eða
jafnvel hreint og klárt bull, sem þó rím-
ar. Þetta er drífandi og vafasöm múslk,
á því leikur enginn vafi.
Þrjár kenningar: 1. Meðlimir Radi-
ohead vildu gera eitthvað nýtt en vissu
ekki né voru sammála um hvað og
þess vegna er útkoman svona skrýtin.
2. Radiohead er að spila með aödá-
endur. 3. Kid A er verk hljómsveitar
sem er I blóma og veit nákvæmlega
hvað hún er að gera. Hvað heldur þú?
Paul Lydon hefur áður gefið út verk á
borð við Sanndreymi, Red Nubble
Signal og auk þess vann hann tvö lög
ásamt Craig Flanigan úr God is My Co-
Pilot svo eitthvað sé nefnt. Heimasíð-
ur Lydons: paul@blekink.com og á
íslensku: blekink.com/is.
„Listamenn ættu ekki að reyna að
bæta og breyta. Þeir eiga einungis að
bera vitni," stendur innan I umslagi
plötunnar og vitnar sveitin þar I þýska
myndlistarmanninn Otto Dix sem upp-
lifði tvær heimsstyrjaldir. Hvers Kusa
ber vitni er áhugavert íhugunarefni. Net-
föng sveitarinnar: kyrhaus@simnet.is
eða kusa@here.is.
Eskiflöröur er yndislegur staður og tala
ég þar af reynslu. Ég held meira að
segja að ég hafi búið þar skamma
stund meðan ég notaði enn þá bleyjur
og snuö - en ég þyrfti helst að spyrja
mömmu til staöfestingar. Ég á þó tölu-
vert af skyldmennum þar og hver veit
nema einhver af Klístrinu skipi þann
hóp?
Þegar David Bowie las viðtal við strák-
ana þar sem þeir lofuðu hann óspart og
viðruðu óskir um að vinna með honum
hafði hann auðvitað samband við þá
um hæl. Þeir buðu honum að velja sér
lag af Pure Morning-plötunni sem þá var
nýlega komin út og lagið Without You
l'm Nothing leið svo sannarlega ekki fyr-
ir aðstoð granna hvíta greifans.
Þessi plata er sambland af hefðbund-
inni Radiohead-uppskrift og nýjum
hlutum, þar sem þeir eru að reyna fyr-
ir sér með raftónlist. Að mlnu mati
hefðu þeir aö ósekju mátt ganga
lengra I tilraunamennskunni en útkom-
an er samt flott plata. 7 lög af 10 eru
góð og 7 góð Radiohead-lög er ekki
vont mál. trausti júlíusson
Líkt og þegar hefur verið minnst á er
Lydon myrkur I sínum tónsmlðum. Óm-
strlðnin er nánast gegndarlaus og
textagerðin virkar á mann sem óreiðu-
kennd. Ink er ekki auðvelt verk en und-
ir réttum kringumstæðum getur hún
verið mjög skemmtileg. Og þá helst
bara lítið I einu. Auðveldustu titlarnir:
Go For Beginners og Don't Take Too
Long. hilmar örn óskarsson
Platan er mistæk. Að mínu mati hefði
sveitin betur látið Presley og Dylan (In
The Ghetto og Up to Me) eiga sig og
einbeitt sér þess I stað nánar að eigin
efni. Titlar á borð við Mér finnst, Snjór,
Disaster og 500 kallar eru skemmti-
lega samansettir en það vantar tölu-
vert upp á þegar heildin er annars veg-
ar. hilmar örn óskarsson
Spindla og Shape tel ég vera metnað-
argiörnustu sveitirnar. Shape eröflug
sveit en þyrfti að íhuga betur tónsmíð-
arnar. Hroðmör djöflast og gerir það
þokkalega. Duld byrjar vel með
skemmtilegum Placebo-gltarleik en
botninn dettur skjótt úr laginu. Öfund
virkar stefnulaus og textagerðin er
ekki að virka. hilmar örn óskarsson
Placebo er ein þessara sveita sem alltaf
eru aöeins sér á parti. Hér dufla þeir
meira viö nútimann en vanalega, saman-
ber Chemical Brothers lúppuna I fyrsta
smáskífulaginu Taste in Men. Talsvert
ber á forritunum og rappari kíkir I heim-
sókn en allt er þetta á þeirra forsendum.
Fin plata og rökrétt skref I framþróun
sveitarinnar. kristján már ólafsson
Íatur
13. október 2000 f ókllS