Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Qupperneq 14
slæma, og þeim átti eftir að fjölga. j>eg-
ar ég spyr hann hvort lifið sé enn þá
tekið á fnllu rokki þá hikar hann örlít-
ið. „Ehmm, ég er allavega orðinn ögn
skipulagðari (hlátur). Málið með að
vera í bandi er að eftir því sem þú ger-
ir það lengur fara þær hliðar sem þess
sem ekkert hafa með tónlistina að gera
að skipta minna máli, um leið eykst
vægi þess sem lýtur að tónlistinni.
Hversu þroskaðir sem menn eru þegar
þeir detta inn í þennan heim þá eru
alltaf hlutir í boði sem hafa ekkert með
tónlistina að gera en menn taka þá
samt inn, allavega var það svo með
mig þegar ég var 22-23 ára. Síðan kem-
ur að því að menn átta sig á að það er
Vantar týpur í bransann
Hann fylgist glöggt með senunni
en er ekkert voðalega hrifinn af stöð-
unni í breskri tónlist um þessar
mundir. „Ég sakna þess að fram
komi furðufuglar sem ná að höfða til
fólks, gæjar eins og Marc Bolan og
Jarvis Cocker, það vantar týpur í
bransann. Árið hefur einkennst af
íhaldssömu og þurru poppi og mér
finnst það sorglegt." Við leiðumst út
í almenna hneykslan á framleiddum
poppstjörnum, sölu á ímynd og útliti
í pakka með innihaldslausu, niður-
soðnu poppi, fuss og svei og ulla-
bjakk. Það er alltaf gaman að vera
sammála frægu fólki...
Um tíma leit alls ekki vel út með
að ná görpunum, en óskin var auð-
vitað að ná tali af rúskinnsrengl-
unni Brett Anderson sem er ótví-
ræður forsprakki sveitarinnar.
Stúdíóið sem þeir eru að vinna í er
lengst uppi i sveit, að mér er sagt,
og mig var farið að gruna að þar
væru menn ekkert að standa í að
halda úti nýmóðins tækjum á borð
við síma. Um síðir fann bréfdúfa
þó staðinn og málið leystist, Brett
hreinlega hringdi í mig. Það hefur
líklega ekki dulist að ég var dálítið
upp með mér að fá að tala við
hann, en hann virkaði mjög róleg-
ur og viðkunnanlegur, alls ólíkur
því sem ég hafði ímyndað mér
(eins og gjarnan vill verða).
Plata í mótun
Það lá beint við að forvitnast um
hvernig gengi með plötuna sem þeir
eru að vinna og stóð ekki á svörum.
„Megnið af þessu ári höfum við verið
að semja og erum komnir með kring-
um 20 lög. Það er að verða kominn
timi á að velja 10 þeirra og fara að
leyfa einhverjum að heyra.“ Ég geri
ráð fyrir að við verðum hklega tO-
raunadýr og hann jánkar því. „Þið
komið til með að heyra mikið af nýju
efni, við erum búnir að vera að æfa
undanfamar vikur og hlökkum til að
heyra hvað öðrum flnnst. Það erfiðasta
við að loka sig svona af við lagasmíðar
er að við erum einir um að gagnrýna,
við þurfum að fá vottun, ef svo má
segja, frá utanaðkomandi aðilum."
Útgáfudagur er eitthvað sem ekkert
er farið að ræða. „Ég býst við að það
skýrist á íslandi, ef ykkur hst ekkert á
þetta þá verðum við að byrja upp á
nýtt...“ (Við hlæjum að tilhugsuninni
um opinbera aftöku uppi á íslandi.)
Talið berst að því hver muni
„pródúsera" gripinn en slíkt er einmitt
í skoðun í augnablikinu, hann útilokar
þó að Ed Bueller komi aftur. (Ég þakka
I hljóði fyrir að þeir skuli hafl sagt
skilið við Steve Osmond sem sá um þá
síðustu). „Við emm að skoða ýmsa að-
ila, ég er alveg á því að vinna með
óliku fólki, það gefur nýja vídd að fá
nýjan aðila að verkinu. Að því gefnu
að hann sé á svipaðri bylgjulengd og
við.“
Orðinn skipulagðari...
Ég man ailtaf greinilega hve það
geislaði af honum á sínum tíma að
hann yrði frægur þegar Suede spratt
fram með samnefnda plötu 1992. Þá
þegar hafði hann tileinkað sér marga
tilburði rokkstjörnunnar, góða og
ástæða fyrir þvi að þeir eru í þessu,
hún er sú að fóiki líkar tónlistin og
það er nauðsynlegt að leggja rækt við
þá sköpun. Ég er mun rólegri í dag.“
En hvað skyldi þá gert við tímann
sem fer í Suede, það kemur upp úr
dúrnum að megnið af tíma hans fer í
að spá í tónhst. „Ef ég er ekki að búa
til músik þá er ég að kaupa músík. Ég
kaupi mörg hundruð plötur á mánuði,
fer ekki á skíði eins og sumt fólk...
(hlátur).“ Ég viðurkenni að geta
ómögulega séð hann fyrir mér í shku.
...Ég á eiginlega engin... áhugamál,
það er hræðilegt! (meiri hlátur). Ég
horfi mikið á kvikmyndir og svoleiðis
en félagslíflð snýst mestmegnis um
tónlist líka.“
Hljómsveitin Suede er íslendingum að góðu kunn þó svo
hún sé ekki í hópi þeirra sem teljast til persónulegra vina.
Svo verður þó ekki lengi þar sem þeir eru væntanlegir að
spila á Airwaves-hátíðinni. Það athyglisverðasta er að
þetta eru einu tónleikar sveitarinnar á árinu þar sem meðlimir
eru önnum kafnir við að leggja drög að næstu plötu. Eftir
fjölmargar tilraunir náði Kristján Már Ólafsson tali af Brett
Anderson söngvara.
'
14
f Ó k U S 13. október 2000