Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Qupperneq 17
veit ekki hvað og hvað, fólk sem er á
lífeyrissjóðsgreiðslum, þannig að þetta
er voðalega kjánalegt system. Líka bara
það að þetta er allt sama liðið, lið sem
er annaðhvort ekki að gera neitt eða
eitthvað lélegt; þeir hleypa ekki nein-
um nýjum að. Hallgrímur Helgason er
til dæmis kominn yfir fertugt en er enn
þá bara á ungskáldalaunum og Andri
Snær Magnason fær bókmenntaverð-
launin en fær samt ekki að komast inn
í að vera á heilsárslaunum. Ég meina,
hvað þarftu að gera til að fá heilsárs-
laun, hvern þarf maður að sjúga ef bók-
menntaverðlaun þykja ekki einu sinni
nægur stimpill til þess? Það hlýtur
bara að vera eitthvað að þessu systemi.
Þó það sé alveg skiljanlegt að ekki séu
allir að fá þá eru menn þarna sem
menn gætu alveg tekið einhverja sjénsa
með og verið flottir á þvi, eins og með
Andra Snæ. Þeir munu samt ábyggi-
lega veita honum árslaun næst af því
þeir gera það alltaf, það þarf bara að
beita þá þrýsingi. Þessi dæmi eru ekki
eitthvað sem ég fmn upp, það hafa aðr-
ir talað um þetta, þetta er ofboðslega
meyr hópur því ef hann er gagnrýndur
þá hlýðir hann.“
Enginn þorir á fyllirí
Hvernig finnst þér staöan annars
vera í íslenska bókmenntaheiminum?
„Staðan er náttúrlega sú að það er
ákveðin tregða í samfélaginu að accept-
era unga rithöfunda sem eru að vísu
svolítið fáir, finnst mér. Það hefur að-
eins ræst úr því það komu varla fram
ungir rithöfundar fyrir nokkrum árum,
það var bara eins og enginn þyrði því
þessi valdablokk sem er þarna er svo
sterk. Núna hafa nokkrir komið fram
en þeim er einhvern veginn ekki hleypt
að.
Þegar ég gaf út Falskan fugl voru all-
ir þessir svokölluðu bókaunnendur
eins og þeir væru í vínsmökkun. Um-
fjallanir um bók Gyrðis voru kannski
ekki um hvað hann væri að skrifa held-
ur hvemig hann raðaði upp orðunum
þannig að þetta var eins og rauðvíns-
smökkun en enginn þorði á fyllirí. Það
þorði enginn að kyngja en það fmnst
mér einmitt mikilvægast við bók-
menntir, fólk á að kyngja. Og að höf-
undurinn hafi þá eitthvað fyrir þær til
að kyngja, að þetta hafi einhver áhrif
og sé ekki eitthvert alkóhólfrítt rauð-
vín sem verið er að gefa út.“
Baltasar, Hilmir eða
Ingvar?
Um hvað fjallar nýja bókin?
„Hún fjallar um mann sem var skirð-
ur Marteinn Hnikar Sævarsson en
breytti því í Marteinn Máni, svona í
takt við tiðarandann. Þetta er þriggja
barna faðir í Þingholtunum sem er gift-
ur leikkonu sem litur út eins og Helga
Braga. Hún fjallar eiginlega um þá
staðreynd að hann er stómasjúklingur.
Hann á þrjár dætur og er sannfærður
um ein þeirra sé annaðhvort dóttir
Hilmis Snæs, Ingvars eða Baltasars.
Svo fjallar þetta bara um að hann verð-
ur að sætta sig við hræðilega æsku í
faðmi ‘68-kynslóðarinnar, þetta er
gagnrýni hans á heiminn og samfélag-
ið. Þetta er alls engin gleði og ég held
að þetta sé mjög svört kómedía á nú-
tímann. Hún er rosalega raunsæ en
samt ekki eins og fólk skilgreinir hefð-
bundinn raunsæisskáldsskap. Þetta
ætti að vera framhaldspæling á því sem
ég hef verið að gera í hinum bókun-
um.“
Hvaðan kemur þessi pœling með
stómasjúklinginn?
„Ég var stómasjúklingur þegar ég
var barn og var mjög mikið á spítala og
kúkaði í poka alveg í tvö ár. Síðan þeg-
ar hann sprakk var maður alveg eins
og bjáni. Þegar hann springur fær mað-
ur alveg hraunaðan kúk sem sprautast
upp hálsmálið og lekur ofan í nærbux-
urnar á þér. Þetta er ekkert til að
skammast sín fyrir, þetta er bara gang-
ur lífsins, ég fæddist með einhvem
galla og lá mörgum sinnum fyrir dauð-
anum. Svo þurfti maður að vera í rann-
sóknum lengi á eftir og rannsóknir fyr-
ir fyrrum stómasjúklinga eru mjög
nærri því að flokkast undir nauðgun,
bara stólpípa og læti.“
En þú ert sáttur viö bókina?
„Já, mjög sáttur. Ég er náttúrlega bú-
inn að vera að bíða eftir að ná utan um
hana og hef verið að gera það með
milljón vinnum, hef þurft að vakna
fyrr til að geta skrifað áður en ég fór í
vinnuna. Þannig hark er þetta af því að
maður segir ekkert upp vinnunni og
gerist bóhem og flytur til Parísar. Ég er
náttúrlega bara tveggja barna Qöl-
skyldufaðir og á tvö gasgrill og lifi
þannig séð normal lífi þó ég leggi
kannski of mikið álag á Qölskylduna
mína, meira heldur en bróðir minn
sem er bifvélavirki. Harkið felst aðal-
lega í því að maður verður að vinna
fyrir sér og þá þýðir ekkert annað en
að vinna allan sólarhringinn sem mað-
ur mun ábyggilega sjá eftir einhvem
tímann, að hafa ekki verið meira með
börnunum sínum.“
Þarf ekki að sanna mig
fyrir neinum
Af hverju fluttirðu utan?
„Æ, mér finnst bara mjög fínt að
fara utan í einhvern tíma. Ég vildi nátt-
úrlega casha-inn á góðærinu með því
að selja íbúðina og geta sinnt skriftum
í friði. Síðan fékk ég líka svo mikið
ógeð á sjálfum mér eftir síðustu bók og
ákvað frekar að vera erlendis meðan sú
næsta kæmi út. Þegar ég gaf út Falsk-
an fugl var ég mikið í að kynna bókina
af því að ég vildi selja fólki hana og að
það læsi hana og það sama gerði ég
með næstu bók. Síðan hafði það rosa-
lega slæm áhrif á mig og ég varð alveg
sjálfhverfur og ákvað bara að leyfa
þessu að gerast.
Mér fannst þetta ekki hafa neitt upp
á sig, ég var ekki að gera neinum neinn
greiða með því að mæta í einhvern
menntaskóla og lesa upp, mér er bara
meira sama núna. Mann langaði svo að
sanna sig einu sinni en nú er maður
búinn að ná einhvern veginn meiri ró.
Ég þarf þannig séð ekki einu sinni að
sanna neitt fyrir neinum, ekki einu
sinni sjálfum mér. Ég kom heim í sept-
ember ‘98 og er búinn að vera í geð-
veiki síðan þá. í haust var ég að vinna
sem blaðamaður alla daga, skrifa tvö
kvikmyndahandrit, klára aðra bíó-
mynd, skrifa bók og var með útvarps-
þátt á laugardögum og var náttúrlega
bara að detta niður úr orkuleysi og
verða þunglyndur. Ég varð bara að fara
til útlanda því ég var að verða brjálað-
ur heima.“
Nú hefur heyrst að eina leiöin til að
sleppa frá stressinu heima hjá þér hafi
verið að skella þér í útilegu?
„Já, ég geri það þegar ég er heima,
annars fríka ég alveg út. Þá dríf ég mig
„Umfjallanir um bók Gyrðis voru
kannski ekki um hvað hann væri að
skrifa heldur hvernig hann raðaði upp
orðunum þannig að þetta var eins og
rauðvínssmökkun en enginn þorði á
fyllirí."
alltaf heim úr vinnunni á fóstudögum
og pakka niður með konunni og dríf
mig í útilegu. Það er líka mjög svona
macho, maður er svona alvörukarlmað-
ur heila helgi, fær bara að veiða meðan *
konan er gera eitthvað og kemur svo og
grillar sem er ekki oft. í miðri viku er
maður kellingin á heimilinu. Maður
ræður ekki neinu lengur. í gamla daga
réðu karlmennimir allavega en núna
er maður bara kelling og bókin fjallar
líka um það, svona kvenvæðingu sam-
félagsins. Þetta er líka svona ungur
karlmaður í kreppu sem birtist þarna
með öfgakenndum hætti.“
Hvernig kanntu svo við þig í Dan-
mörku?
„Bara vel. Danir eru ógurlega fyndn-
ir en það er ótrúlega skrýtið hvað þeir
em afskiptasamir miðað við hvað borg- * '
in er stór. Ef maður ætlar að hjóla í
gegnum einhvern garð byrja þeir bara
að kalla á mann. Svo náttúrlega hata
þeir þessa innflytjendur, það voru til
dæmis einhverjir Palestínuarabar með
skammbyssur á Ráðhústorginu um
daginn. Þessi þjóð er voða ligeglad á yf-
irborðinu en undir niðri kraumar eitt-
hvert hatur sem ég er einmitt að rann-
saka fyrir næstu bók. Hún gerist hérna
og fjallar um Grænlending í Kaup-
mannahöfh," segir hann og aðspurður
segist hann hafa verið að vinna að
henni i þó nokkurn tima. En er Mikael
þá alltaf með mörg verkefni í gangi?
„Já, alveg heilan helling. Það gerist
alltaf meðan maður er búinn að leggja
niður einhverja bók og er að endur- ^
skrifa hana og fínisera, liggja í setning-
um og pælingum um einstaka persón-
ur, þá er maður kannski búinn að
leggja upp einhvern söguþráð að
annarri bók eða tveim eða þrem, eða
einhverju kvikmyndahandriti, og síðan
kannski fær maður pásu og stekkur í
það að skrifa smásögu þannig að mað-
ur er alltaf með alveg gommu af
projectum. Ef ég yrði uppiskroppa með
hugmyndir ætti ég að verða busy til
svona 2010 allavega þannig að það er
allt í lagi þó að gyðjan yfirgefi mig.“
13. október 2000 f Ókus
17