Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2000, Síða 9
Ifókus Vikan 13. október til 19. oktéber J-í-LiA L B Y T N N II B Adam Freeland er vel þekktur tónlistarmaður og plötusnúður í Englandi. Hann hefur meira að segja komist í Heimsmetabók , Guinness fyrir að finna m , , . , csrfmrtt upp a nyrri gerð ton- listar, „genre“. Á laugardagskvöldið verður Adam í kjallaran- um á Kaffi Thomsen. Fríríki á Thomsen Adam Freeland kemur til með að spila í annað sinn á íslandi á laugardaginn. Hann spilaði á Thomsen í sumar og líkaði víst dvölin svo vel að litlu munaði að hann missti af vélinni heim. Adam er háttskrifaður á heimslista plötusnúða og gerir sér vonir um að verða efstur á heimslistanum innan fimm ára. Hann er líka vinur Normans nokkurs Cooks sem er betur þekktur sem Fat Boy Slim. Adam er metnaðargjarn tónlist- armaður og dreymir um að gera listræna plötu í ætt við Leftism hljómsveitarinnar Massive Attack. Hann segist vilja semja góða tónlist sem þrátt fyrir það muni höfða til almennings. Adam segir einnig að gaman væri að fá að semja tónlist fyrir kvikmyndir. Hann heldur mikið upp á kvikmyndina Pí þvi tón- listin í henni samanstóð af miklum „breikum“ og „drum’n’bass" sem sverja sig í ætt við tónlist Adams sjálfs. Hann segist helst myndu vilja semja tónlist fyrir myndir Tar- antino og Cohen-bræðra en þó ekki síður svo sem eins og eina Star Wars-mynd. Honum fannst hlutar nýjustu Star Wars-mynd- arinnar líkjast mikið þeirri tón- list sem hann semur, „brjáluð „sc-fi“ hljóð sem enginn hefur heyrt áður“. Þrátt fyrir metnaðargirnina er Adam samt sem áður óskap- legur rólegheitagaur sem veit ekkert betra en að „chilla”. Hann segist alls ekki vera neinn hippi en finnst hins vegar mjög leiðinlegt að við skulum búa í heimi þar sem hugmyndafræði hippanna um ást og frið þykir ekkert annað en þreytt klisja, „Þetta er það sem lífið ætti að snúast um.“ Á meðan Adam þeytir skífur í kjallaranum á Thomsen á lauga- dagskvöldið mun annar þekktur þeytir að nafni Leo Yong sjá um að halda dansgólfinu pökkuðu á efri hæðinni. Leo Yong hefur komið nokkrum sinnum áður til íslands og snúðast á Thom- sen við glimrandi undirtektir. Reykjavíkin mín Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, fótboltakona í KR. flORGUNHATUR ■ BAKARAMEISTAR- INN SUÐURVERI Ég myndi fara I Bak- arameistarann Suöur- veri og kaupa mér eitt- hvað gott í morgun- mat. Þetta er besta bakaríið í bænum - ótrúlega gott brauð og bakkelsi þar. HÁDEGIS - VERDUR: ■ HARDROCKCAFÉ HEILSA: ■ ÞOKKABÓT Á veturna æfi ég þrisvar í viku I Þokkabót og tek hraust- lega á þv! með stelp- unum i KR-liðinu. ■ KR-VÖLLURINN K Þar æfum við í KR- I liðinu bæði á vet- urna og sumrin og eyði ég flestum mín- um stundum á KR- svæðinu. * - Hard Rock Café stendur fyrir sínu í há- deginu. Maður fær alltaf gott að borða þar. Ég mæii sérstaklega með *»> kalkúnasamlokunni. KVÖLDVERDUR: ■ ÍTALÍA Veitingastaðurinn Ítalía er staður að mínu skapi. Þar er rosalega góðu matur og er lambafille a la chef í miklu uppáhaldi hjá mér. ÚT Á DJAHHIfi: ■ SPORTKAFFl Þar sem ég er aðeins 19 ára göm- ul stunda ég enga sér- staka staði. Ég fer bara þangað sem vinahópurinn fer en ef ég fer eitthvað þá er það kannski helst Sportkaffi. RÓHANTÍK: ■ GÓNGUFERÐ ÚT Á NES Mér finnst enginn staður rómantískari en annar en það væri kannski helst að fara í göngutúr út á Seltjarnarnes að kvöldlagi. VERSLUN: ■ NIKE-BÚÐIN Þar kaupi ég íþróttaföt og vörur fyrir fótboltann. Gott úrval og góðar vörur þar. ■ 12 Þegar ég fer í bæinn og ætla að kaupa mér flott föt þá verður verslunin 17 oftast fyrir valinu. s! V Þess hefur verið beðið í sextíu ár að fyrirtæki Walts heitins Disneys gefi frá sér aðra fantasíumynd. Sú fyrri braut blað í kvikmyndasögunni með fallegum stuttum teiknimyndum við undirleik klassískra tónverka. í kvöld sýna Háskólabíó og Bíóhöllin Fantasíu/2000, Fantasía/2000 samanstendur af átta stuttum teiknimyndum. Hver þeirra segir sína sögu og atburðarásin fellur að tónlistinni sem leikin er undir. Tónverkin sem spunnið er við eru frá tónskáld- ■ um eins og Beethoven, : Gershwin, Shostakovich og Stravinsky. Myndirnar eru æði ólikar. í einni þeirra er byggt á ævin- týri H.C. Andersen um stað- fasta tindátann en önnur lýsir átökum góðs og ills, þar sem ýmis óregluleg form leika aðalhlutverk. Ein umhverfisvæn náttúrusaga flýtur með, dýrakaraival er viðfangsefni annarrar, hvalir sem leika lausum hala og daglegt stórborgarlíf er í brennidepli í öörum. Ein saga úr hinni upphaflegu Fantasíu er sýnd aftur hér. Það er sagan um lærling galdramannsins. í henni fór Mikki mús á kostum og öðlaðist Tímalaus snilld heimsfrægð fyrir. Nú fær Andrés önd sitt tækifæri og nýtt ævintýri búið til fyrir hann. Árið 1940 var Fantasía frumsýnd og rættist þar með gamall draumur Walt Disney. Sjálfur lýsti hann myndinni sem tímalausu verkefni, einhverju sem gæti lif- að áfram. Honum þótti upp- skriftin lofa góðu, bræðingur af gríni og ímyndun, ballett og drama. Hann reyndist sann- spár, því upphaflega myndin lif- ir enn góðu lífi. Hitt auönaðist honum ekki, að gera eina fantasíumynd á ári, líkt og stefnt var að. Fyrirtækið lenti í fjárkröggum og þurfti að einbeita sér að sölu- vænni verkefnum. Myndin þótti mjög djörf til- raun og margar nýjungar bárust með henni. Hún varð til að mynda fyrsta myndin sem sýnd var í víðóma hljómgæðum og hlaut fyrir- bærið nafnið „Fantasiasound”. Þema Fantasíu/2000 er nýtt upphaf á nýrri öld. Margar stjömur koma fram, líkt og Steve Martin, Bette Midler, Quincy Jones, James Earl Jones, Penn &Teller, Itzhak Perlman og Angela Lans- bury. Fjölmargir listamenn koma að myndunum, en um- sjónarmaður helildarmyndar- innar er Donald W. Emst. Hann er gamall jaxl hjá Disney og framleiddi til dæmis Aladdin. URSMIÐUR Lpúgavegi 62- Sími: 551 4100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.