Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Page 12
*
vikuna
20.10-27.10 2000
42. vika
Ungu strákarnir í Coldplay halda toppsæti listans
eftir að hafa skotist óvænt þangað í síðustu viku.
Lagið þeirra Yellow er þó ekki eina lag plötunnar
Parachutes og má fastlega búast við fleiri
smellum á næstunni. Gömlu hundarnir í U2 eru
komnir á skrið eftir góða pásu og tylla sér í
annað sætið með laginu Beautiful Day á meðan
Madonna er komin niður í þriðja sætið og virðist
á niðurieið. Sérstaka athygli vekur innkoma
Lands og sona með nýja útgáfu af Sigurjóni
Digra. Fókus spáir þeim toppsætinu innan tíðar.
Topp 20 01 Yellow Coldplay
02 Beautiful Day U2
(03) Music Madonna
(OÍ) Groovejet Spiller
(05) Ég hef ekki augun af þér Sóldögg
(06) Lady Modjo
(07J Með þér Skítamórall
08 Could I have this kiss Houston/lglesias
(09) Fiesta (HouseParty) DJ Mendez
(/0) Hollar Spice Girls
@ Lucky Britney Spears
@) WastingTime Kid Rock
(Í3j Come on over Christina Aquilera
(@ Ekkertmál Á móti sól
@ Porcelain Moby
(@ RockDj Robbie Williams
@ Wonderful Everclear
(18) It’smylife Bon Jovi
(jgj Let’s get loud Jennifer Lopez
20 Sigurjón Digri Land & Synir og Stefán Karl
9
Sætin 21 til 40
® topplag vikunnar You’re a God Vertical Horizon t 2 4- 8
J hástökkvari vikunnar Out of your mind Stepper & Beckham
/ Sky 'Wttttk Sonique 3
nýtt á listanum Hvenær Buttercup t 2
X Where do 1 begin Bassey & Away T... 4, 5 A
stenduristað 1 turn to you Melanie C 4, 4
A hækkar sig trá siðustu vlku Tom’s Diner Kenny Blake 4 71 X 9 4, 1 4, 5 4. 9 411 4ll|
T Most girls Pink
4, tækkarsigtrá On a night like this Kylie Minogue
siðustu viku Woman Trouble Artful D & Robbie
7 fall vikunnar Jumpin’ Jumpin’ Destiny’s Child
Life is a roller... Ronan Keating
Seven Days Craig David
Absolutely Nine Days 4 8
Öll sem eitt Sálin hans Jóns...
We wilí rock you Five & Queen ■H
Why didn’t... Macy Gray 4 10
Give me just one... 98 Degrees X 1
Spinning around Kylie Minogue 4 11;
Let the music play Barry & Funkstar X 1;
ifókus
íslenski listinn er
samstarfsverkefni DV og
FM 957 og birtist vikulega í
Fókus. Listinn er fluttur á
FM í umsjá Einars Ágústs
Víðissonar.
f Ó k U S 20. október 2000
vergsins
Líklega eru fá bönd jafn alþjóð-
leg og Placebo, ef svo má að orði
komast, en sveitin er skipuð þeim
Brian Molko, sem syngur og spil-
ar á gítar, Stefan Olsdal, sem
plokkar bassann, og Steve Hewitt
sem sér um trommuleikinn. Molko
er Bandaríkjamaður, Stefan sænsk-
ur og Steve breskur. Annars gerir
sveitin út frá Bretlandseyjum þar
sem meðlimir eru búsettir.
Leiðir Brians og Stefan lágu
hins vegar fyrst saman í
heimavistarskóla í Lúx-
emborg þegar þeir
voru mjög ungir að
aldri. Brian fluttist til
Lundúna þegar hann
varð 17 ára og hóf nám
í leiklist og um svipað
leyti fluttist Stefan aft-
ur til Svíþjóðar. Leiðir
þeirra lágu þó aftur
saman, fyrir algjöra til-
viljun, þvi þeir rákust
á hvor annan á götu-
homi í Lundúnum einn
daginn. Þá hafði Brian
hafið að leggja drög að
tónlistarferli sínum og
var kominn i samstarf
við trommarann Steve Hewitt. Stef-
an hafði flust til Lundúna með for-
eldrum sínum og var farinn að
læra á gítar og fljótlega afréðu fé-
lagarnir að stofna band. Steve
Hewitt var þá starfandi í öðru
bandi - Breed - og hélt tryggö við
þá félaga sina en aðstoðaði tví-
menningana þó eftir megni og lék
meðal annars á fyrsta demóinu
þeirra.
Njóli í Britpopp-garðinum
Félagamir fundu fljótlega sína
rödd og hún líktist litið því sem þá
bar hæst í tónlistarflórunni, Brit-
poppið stóð þá í blóma og tröllreið
öllum vinsældalistum. Placebo
sótti hins vegar í brunn lista-
manna á borð við Sonic Youth, PJ
Harvey og Tom Waits, auk þess
að draga ríkulega úr eigin brunni.
Útkoman varð eitthvað sem má
ráða í og túlka á ýmsa vegu, en eitt
er þó alveg víst, Placebo er einstakt
band.
Einhver varð þó að halda taktin-
um og úrræðið varð að taka inn í
hópinn Svíann Robert Schultzberg.
Sá náði þó ekki að viðhalda þeim
neista sem Hewitt myndaði með
þeim og á endanum fór nú svo að
hann tók að sér að
verma trommustólinn,
þó rúmt ár liði þar til
þaö gerðist.
Ráðist til
atlögu
Það var í janú-
ar 1995 sem
hljómsveitin
kom fyrst fram
opinberlega
og vakti
strax mikla
athygli fyr-
ir kraftmikl-
ar og jafnframt
mótsagnakenndar
tónsmíðar. Sérstaða
sveitarinnar var greinileg
og piltamir voru fljótlega plat-
aðir í stúdíó af Fierce Panda-út-
gáfunni. Þeir tóku upp nokkur lög,
gáfu út smáskífu og spiluðu víðs
vegar. Árangurinn lét ekki á sér
standa og smáskífan Come Home, á
vegum Deceptive- útgáfunnar, náði
þriðja sæti á óháða vinsældalistan-
um í lok ársins.
Á nýja árinu varð eitt fyrsta
verk drengjanna að gera samning
við Hut-útgáfuna. Um svipað leyti
komst Davld Bowie yfir demóspól-
umar og bauð sveitinni að hita
upp fyrir sig á tónleikaferð um
Evrópu, sem hún þáði að sjálfsögðu
með þökkum. Mörgum þótti sér-
stök symmetría í því að sjá þessa
listamenn spyrta saman, þar sem
menn sáu í Placebo ýmsa hluti sem
rekja mátti til þess eldri og ráðsett-
ari.
Tónleikaferðin varð þeim að
sjálfsögðu til framdráttar og að
henni lokinni hófst sveitin handa
við að hljóðrita sína fyrstu plötu.
Hún bar sama nafn og sveitin og
kom út sumarið 1996. Platan vakti
talsverða athygli og þegar lagt var
í tónleikaferð í kjöífariö greindu
menn mikla aukningu i aðsókn.
Þegar heimalandið hafði verið
þrætt var ákveðið að leggja til at-
lögu við Ameríku og meginland
Evrópu en um það leyti kom Steve
Hewitt aftur inn í bandið.
Bowie og Velvet
Goldmine
Til staðfestingar vaxandi vin-
sældum strákanna fór smáskífan
Nancy Boy í fjórða sæti breskra
vinsældalista og í sama mánuði
spiluðu þeir í 50 ára afmæli David
Bowie í Madison Square Garden,
við góðan orðstir.
Michael Stipe bauð meðlimum
síðan hlutverk i kvikmyndinni
Velvet Goldmine. Sú byggði laus-
lega á glam-skeiði garpanna Iggy
Pop og fyrmefnds Bowie og ekki
alveg úr takti að flétta þá inn í það
verkefni. Brian Molko er með ein-
dæmum kynlegur kvistur og ekki
ólíklegt að hann endi á stalli með
þessum görpum einn veðurdag.
Pönk glam er líka hugtak sem al-
veg mætti nota til skilgreiningar á
stefnu strákanna og þeir tóku sig
að sjálfsögðu vel út við hlið Ewan
McGregor og Eddie Izzard. Um
þær mundir sem myndin var
frumsýnd voru strákarnir að
leggja lokahönd á sína næstu
plötu.
Smáskífa ársins
Without You I’m Nothing
stimplaði piltana kirfilega á
landakortið og innihélt einhverjar
3-4 smáskífur sem gengu vel. Þeg-
ar upp var staðið hafði platan
selst í mn 300.000 eintökum í
heimalandinu og milljón til við-
bótar á heimsvísu. Þegar tónlist-
arpressan gerði upp árið varð
platan enda ofarlega á flestum
listum og smáskífan Pure Morn-
ing smáskífa ársins 1998 í Melody
Maker.
Um haustið 1999 minnti sveitin
síðan skemmtilega á sig er hún gaf
titillag plötunnar út í nýrri útgáfu
sem innihélt raddframlag marg-
nefnds David Bowie. Upp úr ára-
mótum var svo ráðist í gerð þriðju
breiðskífunnar sem nú hefur litið
dagsins ljós. Á þessari stundu lítur
ekki út fyrir annað en áframhald-
andi velgengni þessarar sérstæðu
hljómsveitar.
>