Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Síða 17
hrifnari af poppi og jafnvel hipp- hoppi látið slíka tóna lumbra á hamri, steðja og ístaði. Móa er ekki dauð úr öllum æðum og margir muna eftir gullaldaránun hennar með Eyþóri, manni sinum, í dansgrúppunni Bong. Einnig koma fram hin krókríðandi Bella- trix og froðufellandi villingarnir í Xxx Rottweiler ætla að hrækja rímunum í míkrófóninn, svo fast að „mamma þín“ veit ekki hvaðan á hana stendur veðrið. Spandex- kóngurinn og óumdeilanlegur keisari islensks popps, Páll Óskar Hjálmtýsson, dillar sér og þenur raustina fyrir lýðinn. Á sama tíma, á öðrum stað, nánar tiltekið á Café Gróf, verður rafræn til- raunatónlist með tónlistarmönn- unum og sveitunum Nano, Star Tender, Headplug og steikunum í Atingere. Djamm fram á rauða Þegar klukkan slær tólf hefjast ijölbreyttir tónleikar á Gauknum af öðrum toga en þar fara fram fyrr um kvöldið og áhugasamir eiga vísa inngöngu fyrir einn Brynjólf Sveinsson. Quarashi rappa þar, Thievery Corporation verður með „DJ set“ og Ursula 1000 leikur lögin sín. Aðrir plötusnúðar eru Nazir, Kahn og Skitz sem kemur fram með rapparanum Rodney P ásamt okkar mönnum, Margeiri og Robba Rampage. Thomsen verð- ur tileinkaður harðari danstónum um líkt leyti; flatur nefskattur hljóðar upp á 1000 krónur og gleð- in verður stöðug fram undir morg- un. Monika Kruze, Borut Bem- ik, Andrés og Exos verða í brjóst- fylkingunni ásamt Northern Light Orchestra. Á Kaffibamiun spilar Tommy White og á Vega- mótum kollegi hans, Herb Legowitz. Prikið skartar hinu mikla húströlli Leo Young sem millilendir reglulega á klakanum. „Sveskjan í pulsuendan- um“ Á laugardaginn gleðst ungt fólk því þá eru stórtónleikar Air- waves í Laugardalshöllinni. Mínus sér um harðkjama-þunga- rokk, Súrefni kemur með dans- tóna og EgiU Sæbjörnsson verð- ur snillingur í upphituninni fyrir erlendu böndin. Það eru Thievery Corporation, Flaming Lips og Suede sem kóróna svo skemmti- gildi þeirra 2900 króna sem fólk borgar inn á herlegheitin. 18 ára aldurstakmark er á tónleikana og hægt er að eignast einn af þeim ófáu miöum sem eftir eru í bás Vísis.is í Kringlunni. Gaukur á Stöng verður vettvangur sykur- rokksins þetta kvöldið þegar Sól- dögg og Skítamórall leika sín vinsælustu lög fyrir gesti. Á Thomsen borga menn aftur þús- undkall fyrir heljarinnar djamm frá miðnætti. Eftirlifandi meðlim- ir GusGus spila þá eftirlifandi tóna. Herb Legowitz, Frímann og Tómas hinn föli (Tommy White), í slagtogi með Venusi, putta plötumar á ógnarhraða og með. tilburðum. Þema kvöldsins á Spotlight er hústónlist og diskó og kostar þúsund krónur að verða vitni að því sem þar fer fram. ítalski sandnegrinn Leo Young verður aftur á ferðinni sem aðal- númer kvöldsins. Jack DIY Sound System, Margeir stökk- mús og Ýmir styðja við bakið á honum. Á Tuttuguogtveimur ægir saman tilraunatónum við drumbu & bassa og hip-hop tón- verkum. Breakbeat.is og Raftón- listarhátíðin tengjast því sem hér hljómar og taka 500 kall fyrir. Dj Skitz verður með MC'inn sinn hraðmælta', Rodney P, við plötu- spilarann og DJ Kahn verður þar líka í góðum gír með strákunum úr Breakbeat.is. Á Vegamótum þeytir Andrés skífurnar, Árni Einar gerir slíkt hið sama á Prik- inu og einn albesti plötusnúður heimsálfanna sjö, Kári, stundar sömu iðju á Kaffibarnum. Á sunnudagskvöld verður timb- urmannapartí á Thomsen og ókeypis innganga til að hlýða á finnska undrið, Jimi Tenor, þann mikla meistara, leika á hefðbund- in hljóðfæri og heimalöguð og á þriðjudagskvöld enda Sayag Jazz Machine þessa glæsilegu hátíð%- með leik sínum. Við hvetjum alla til þess að láta sjá sig á ein- hverjum þeirra fjölmörgu við- burða sem í boði eru á þessari ágætu hátíð sem nær vonandi að festa sig í sessi og verða að árleg- um viðburði í skemmtanflóru ís- lands. 20. október 2000 FIVl 957 og Fókus kynna Forsyningu i laugarásbiöi þann 26. oktobor Eftir syninguna verður brjalað party með Jagúar l nyjasta næturklubbi Reykjavikur: Kjallaranum Sli.ift luililidll i lioAi Fókus byður ÍOO lesendum 1 syninguna og i partyið a eftir Fylgist með a Fokusvefnuni á Visir.is eftir helgina

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.