Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Qupperneq 3
fókus
Vikan 20. október tii 26. október
lífið
E F T I R
V I N N U
Nemendaleikhúsið
hefur fengið nýtt
húsnæði eftir að
Hagstofan fyllti
Lindarbæ af möpp-
um og skýrslum um
miðjan síðasta vet-
ur. Nýja leikhúsið
heitir Smiðjan og er
að finna í húsa-
kynnum leiklistar-
deildar Listaháskóla
íslands í Sölvhóls-
götu. Fyrsta verkefni
vetrarins er Ofviðrið
eftir Shakespeare, í
leikstjórn Rúnars
Guðbrandssonar, og
verður frumsýnt á
fimmtudaginn í
næstu viku, um leið
og hið nýja leikhús
verður vígt.
Víkingur, Gisli Öm, Elma Lísa,
Kristjana, Björgvin Franz, Lára,
Nina Björk og Bjöm Hlynur heita
átta leiklistamemar sem munu út-
skrifast úr leiklistardeild Listahá-
skóla íslands næsta vor. Þau hafa
nú verið við nám i skólanum í 3 ár
og em að hefja fjórða og síðasta
námsár sitt við skólann. Síðasta
árið i skólanum er verklegt, fyrir
utan lokaritgerðina sem þau munu
öll skila í vor. Að venju munu
fjórðaársnemar vinna að þremur
leikverkefnum og, eins og síðastlið-
in 3 ár, mun eitt þeirra vera sjón-
varpsmynd. Fyrsta verkefni vetrar-
ins er Ofviðrið eftir Shakespeare.
Næsta verk hópsins verður sjón-
varpsmynd eftir handriti Þórs Tul-
inius í leikstjóm Óskars Jónasson-
ar. Þau hafa ekki enn hafið undir-
búning á myndinni en hópurinn
hitti þó Óskar og Þór í vor þar sem
„kastað“ var í hlutverk og haldið
stutt námskeið fyrir hópinn.
Dramatík á eyðieyju
Æfingar á Ofviðrinu hafa nú stað-
ið yfir í 8 vikur i nýja leikhúsinu
sem hópurinn lætur mjög vel af.
Þau eru öll sammála um að erfitt
geti reynst að velja verk þar sem
bitastæð hlutverk séu fyrir alla. Of-
viðrið sé hins vegar með ellefu hlut-
verkum og því tilvalið.
Björgvin Franz: „Þar sem aðeins
er um eitt eiginlegt kvenhlutverk að
ræða i verkinu og í hópnum eru
viö mælum meö
>ynlegar
fjórar konur þurftu nokkur hlut-
verkanna að gangast undir kyn-
skiptaaðgerð."
En um hvaö fjallar Ofviðrið?
Gísli: „Þetta fjallar um fursta frá
Mílanó sem gerður er útlægur frá
borginni ásamt dóttur sinni. Þau
komast burt á fleka sem rekur upp
að strönd eyjar einnar.“
Kristjana: „I tólf ár búa feðginin i
friði á eyðieyjunni. Að þessum tólf
ámm liðnum skellur á mikið of-
viðri og i kjölfar þess skolar fjend-
um furstans á land á eyjunni. Leik-
ritið gerist sem sagt að þessum tólf
árum liðnurn."
Elma: „Þetta fjallar um hefndir,
völd, ást, galdur og græðgi... það er
allt í þessu.“
Einhver segir þetta vera eitt af
grínleikritum Shakespeares en hin
eru ekki alveg tilbúin að samþykkja
það.
Víkingur: „Það er allavega ógeðs-
lega fyndið á köflurn."
Kristjana: „Og einnig mjög
dramatískt."
Elma: „Það halda einmitt margir
að þetta sé bara
drama því að
nafnið ber það með sér, en svo er
ekki.“
Björgvin: „I verkinu er einnig að
fmna mikla ádeilu á þá staðreynd
að á þessum tima v£ir hviti maður-
inn að finna „ný“ lönd þar sem
svartir menn bjuggu fyrir. Og vopn
hvíta mannsins gegn þeim voru
m.a. byssur og brennivín."
Samtímamenn
Shakespeares
Öll láta þau vel af Rúnari leik-
stjóra, segja hann færan og góðan
leikstjóra. Hópurinn fór meira að
segja til Englands í fyrravetur og
hitti Rúnar sem bjó þar á þeim
tíma. Rúnar kemur aðvífandi í
þessu og því er ekki úr vegi að
spyrja hann aðeins út í verkið og
uppsetninguna.
Rúnar segir þau skoða verkið út
frá þeirra eigin samtíma og reynslu
og endurmeti það á þeim forsendum
að Shakespeare sé samtímamaður
okkar allra. „Oft ímyndar fólk sér
að til sé eitthvað sem heitir hefð-
bundinn Shakespeare, en hvað er
það? Þegar Shakespeare var leikinn
á sínum tima í sokkabuxum þá var
það bara af þvi að það var samtíma-
klæðnaður fólksins. Shakespeare
spyr margra spurninga
siðferðilegra, heimspekilegra og
pólitískra, og þó við leitumst ekki
við að svara þeim öllum skoðum við
þær í ljósi okkar tíma. Að venju er
valdið Shakespeare hugleikið og
ýmis birtingarform þess.“
Björgvin nefndi að sum hlutverk-
anna hefðu þurft að gangast undir
kynskiptaaðgerð, skapar það engin
vandamál?
„Mér fundust kynskiptin mjög
spennandi því með þeim kom ný og
óvænt spenna í verkið. Það sýnir
okkur bara hvað Shakespeare er
frábær og hversu óendanlega marg-
ar leiðir eru inn i verkin hans.“
Geðveikum dögum í HÍ Allir
ættu að skella sér upp í Háskóla í
næstu viku og hlýða á áhugaverða
fyrirlestra um ýmislegt er varðar
geðsjúkdóma og geðheilbrigði -
málefni sem allir ættu að fræðast
um og öðlast betri skilning á.
Minnisbókum Minnisbók er
nokkuð sem allir ættu að eiga,
a.m.k. eitt
stykki. Þá er
hægt að skrifa
niður allar
frábæru hug-
myndirnar
sem maður fær,
hvenær maður á stefnumót og
margt annað skemmtilegt sem
maður rekst á í amstri dagsins.
Afskornum blómum frá bens-
ínstöðvunum Næst þegar þú
rennir við á næstu bensínstöð til
að taka bensín á bílinn gríptu þá
með einn vönd af afskomum rós-
um eða nellikum. Vendimir eru
ódýrir, standa lengi og svo ilma
þeir einstaklega vel.
MosfeHsbakaríi Allir sem eru
hrifnir af góðum kökum og brauði
ættu að heimsækja bakarana í
Mosfellsbæ.
Þeir baka
himneskt
hvítlauks-
brauð, guð-
d ó m 1 e g a
gulrótar-
köku og brjál-
aða Bailey’s-tertu. Maður getur
bæði tekið kræsingar með sér
heim eða sest niður á staðnum og
borðað þær þar.
„Á fostudaginn ætla ég í innflutnings-
partí hjá stórvinkonu minni, Hörpu Rut
IOK. Á laugardaginn fer ég svo á Iceland
Airwaves-hátiðina til að sjá teknókallana
í Thievery Corporation og svo auðvitað
Suede. Síðan ætla ég að vera svo djörf að
taka þátt í sérstöku kvennafjöltefli á
sunnudaginn þótt ég kunni rétt mann-
ganginn. Það em stelpumar í kvenna-
landsliðinu í skák sem standa að fjöltefl-
inu sem verður í Ráðhúsinu. Það mæta all-
ar konur með viti í þetta og ég ætla að
vera ein af þeim.“
Ragna Sara Jónsdóttir,
umsjónarmaður Kastljóss.
Guð er einn af þessum höfundum sem hefur
alltaf verið rosalega hcppinn mcð úigefanda.