Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2000, Qupperneq 5
Ifókus
Vikan 20. október til 26. oktober
JJJJJl
E F T I R Y X ,|M M „Min,
Fyrsta stórmynd sögunnar, sem gerð
er með leirkörlum, er frumsýnd í
Sambíóunum í kvöld og geta kvikmynda-
húsagestir valið um íslenskt eða enskt
tal. Myndin heitir Chicken Run en í
aðalhlutverkum eru nokkrir vaskir
kjúklingar sem ákveða að brjótast
undan oki mannfólksins.
Leikstjórar og handritshöfund-
ar myndarinnar Bretarnir, Pet-
er Lord og Nick Park, gátu sér
eitt sinn gott orð í leirkarlageir-
anum með hálftíma löngum
myndum um figúrurnar
Wallace & Gromit sem báru
heitin A Close Shave og The
Wrong Trousers. Þessar mynd-
ir vöktu þvilíka lukku að þeir
ákváðu að hrista fram úr
erminni leirkarlamynd í fullri
lengd. Myndin gerist árið 1955 á
drungalegu hænsnabýli á Norð-
ur-Englandi sem minnir meira á
útrýmingarbúðir (sem er
kannski ágæt líking). Gaddavírs-
girðingar eru úti um allt og hver
hæna sem ekki verpir nóg lendir
í einni af kjúklingabökunum
sem eigandinn, hin illskeytta
Frú Tweedy (Frú Skaði), fram-
leiðir.
Hæfileikaríkir
hænsnfuglar
Kjúklingarnir ákveða því að
flýja en höfuðpaurar þeirra eru
ameríski Rhode Island-haninn
Rocky Rhodes (Rokki), sem
gamli hólkurinn Mel Gibson leik-
ur, og kærastan hans, hin góð-
hjartaða Ginger (Gígja). Þetta
eru hressir fuglar sem stunda
austrænar bardagalistir, hjóla um
á þríhjóli, hekla og spila á munn-
hörpu og útkoman er þræl-
skemmtileg mynd sem hefur þann
fágæta eiginleika að skemmta öllu
fólki, óháð aldursstigi. Krakkam-
ir hafa gaman af kynlegum flgúr-
unum og hinir eldri geta reynt að
tengja myndimar við stórvirki
kvikmyndasögunnar, en meðal
þeirra klassíkera sem myndin vís-
ar til eða gerir grin að era The
Great Escape, Papillon, Stalag
17, Star Wars og Indiana Jones-
myndirnar, að ógleymdri Mel
Gibson-myndinni Mad Max
Beyond Thimderdome.
Lofuð einróma
Chicken Run hefur mokað inn
hundruðum milljóna dollara og
fengið einróma hástemmt lof
gagnrýnenda um heim allan. Enn
fremur er myndin er gædd ís-
lensku tali frá kanónum eins og
Hilmi Snæ Guðnasyni, Ingu
Maríu Valdimarsdóttur, Pétri
Einarssyni, Ladda og Hjálmari
Hjálmarssyni, þannig að íslensk-
ir bíóunnendur ættu engan veg-
inn að leyfa sér að missa af þess-
ari mynd.
bíllinn...ferðalagið...fjallahjólið...hljómtækin...tölvan...og allt hitt...tryggðu þitt hjá TM
TRYGGINGAMIÐSTOÐIN HF
www.tmhf.is