Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Page 4
FFTTR V T M M 11
V i k a n 2-7--. o k t ó b er til 2. nóvember
ifókus
n lifið
Harmoníkut ónlist
og pönnukökur
„Á föstudaginn hélt ég partí þar
sem gömlu gildin voru í hávegum
höfð - spilað á harmonfku, sungið
og borðaðar pönnukökur. Þrifin
tóku svo við á laugardaginn en
þegar leið á kvöldið fór ég á tón-
leika, sá Flaming Lips, sem ég
hafði reyndar ekki fullan þroska í,
og Suede, sem mér fannst mjög
góðir. Eftir það fór ég snemma í
háttinn. Á sunnudaginn var ég að
vinna í sjónvarpinu, fór svo í mat
til mömmu og pabba og eyddi
kvöldinu í að horfa á sjónvarpið."
Harpa Rut Hilmarsdóttir, umsjón-
armadur Ok í Ríkissjónvarpinu.
íslendingar hafa
eignast snilling
„Ég fór á reunion á föstudaginn
með krökkunum sem ég var með í
7-12 ára bekk i Fellaskóla og
horfði svo á boxið, en það var
mjög svekkjandi að sjá Golota ger-
ir þetta enn einn ganginn. Á laug-
ardaginn var ég að vinna og sam-
fagnaði svo Bjössa vini mínum
með nýja World Class-staðinn í
Austurstræti. Eftir einn öl á Kaffi-
bamum fór ég á Airwaves-tónleik-
ana, þar sem EgiII Snæbjömsson
stóð upp úr, og er ljóst að íslend-
ingar hafa þar eignast nýjan snill-
ing. Svo tók ég það rólega á sunnu-
daginn og borðaði með nokkrum
félögum."
Skjöldur Sigurjónsson
verslunarmaður
„Föstudagurinn var rólegur en
á laugardaginn fór ég á apóteks-
ráðstefnu og fór svo að kenna
sambaleikfimi í Kramhúsinu. Um
kvöldið hélt ég svo partí sem náði
hámarki þegar löggan mætti með
blikkljós og I fullum skrúða, en
það var bara vinur minn að gera
at í mér. Þegar ég sýndi svo lífs-
mark á sunnudaginn fór ég á Gráa
köttinn og fékk mér þrjár appel-
sín, en það er besta þynnkumeðal
sem til er. Svo lagaði ég til og
horfði á James Bond-mynd og
Crash, en hana hafði ég ekki séð
síðan ég varð pervert."
Ragnheiöur Eiríksdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og kynlífspistlahöf-
undur.
iflpr retró í gangi í Laugarásbíói og Nýja Bíói á Akureyri í I
id ýerður endurgerð en þó ekki endurgerð á átlunda áratui
Shaft er alltaf kúl og með stjórn á hlutunum, sama hvað gengur á í kringum hann.
Eildilrgerður Shaft í
original Shaftinum þar sem hinn
eini sanni John Shaft, leikinn af
Richard Roundtree, er meðal per-
sóna í myndinni. Hann er frændi
og lærifaðir þess John Shaft sem
Sammi L. leikur.
Sögusvið myndarinnar er New
York, eða öllu heldur Manhattan.
Shaft yngri er harðasta, svalasta og
kynþokkafyllsta löggan sem allir
ólöghlýðnir hræðast og reyna að
losna við. Meginþemað morð á
svartri konu, sem framið var af
hvítum dreng af ríkum ættum,
leiknum af Christian Bale (hann
ætti að vera orðinn vanur þar sem
hann lék ríkan New York-uppa i
American Psycho). Bale sleppur úr
gæsluvarðhaldi þegar faðir hans
borgar hann út, tvívegis (skemmti-
legt spil með eftimafnið þar sem
það er borið eins fram og bail
(tryggingagjald)). Hann stefnir á að
útrýma Shaft og bætist þar með í
hóp tveggja spilltra lögregluþjóna
sem vilja Shaft feigan auk dóminík-
ansks smáglæpaforingja sem
einnig vill kónginn Shaft dauðan. í
baráttunni við þennan óþjóðalýð
fær Shaft liðsstyrk frá löggufélaga
sínum Carmen, leikinni af þokka
gyðjunni, föllnu fegurðardrottning-
unni og Playboy fyrirsætunni
Vanessu Williams, Shaft eldri og
götuflrnum Rasaan, leiknum af
hip-hop jöfrinum Bustah Rhymes.
Armani sér um ytra
lúkkið
Það er nú í sjálfu sér óþarft að
kynna Samuel L. Jackson neitt ýt-
arlega. Það er kannski helst að
minnast þess aö hann hefur sannað
sig svo um munar í svölum fönk-
myndum a’la Tarantino nema hvað
nú er kúlið hans komið réttum
megin við lögin. Að sögn Singleton
leikstjóra var það aldrei spuming
Shaft eldri eys úr viskubrunni sínum fyrir Shaft yngri.
Sannt áhugafólk um bíómyndir
sem og aðrir ættu að kannast viö
myndina Shaft. Hún sló í gegn í
Bandaríkjunum snemma á áttunda
áratugnum. Það sem var hvað
merkilegast við hana fyrir utan
úberfönkaða tónlist og þrusuhasar
var það að i aðalhlutverki var
svertingi nokkur að nafni Richard
Roundtree. Þetta var í fyrsta skipt-
ið sem svartur maður lék aðalhlut-
verk sem góði gæinn, svalur, kyn-
þokkafullur og flottastur allra, og
kom þetta afrískættuðum Banda-
ríkjamönnum fyrir alvöru á kortið.
Einn þeirra er sá þessa mynd
var Samuel L. Jackson, þá í
menntaskóla. Hann segir að það
hafi haft mikil áhrif á sig þegar
hann sá hetjuna á hvíta tjaldinu
tala eins og hann, ganga eins og
hann og klæða sig alveg eins og
hann vildi klæða sig.
Original Shaft meðal
persóna
Samuel leikur einmitt aðalhlut-
verkið í endurgerðinni af Shaft
sem leikstýrt er af John Singleton.
Hér er í raun samt ekki um eigin-
lega endurgerð að ræða heldur er
stuðst við gömlu myndina og bók-
ina við gerð hennar og allt sett I
nútímahorf. Best væri að kalla
þetta einhvers konar framhald af
Christlan Bale, American Psycho,
leikur enn á ný auðugan brjálæðlng í
New York.
um hver væri fyrsti valkosturinn í
hlutverk Shafts.
Þó svo að Sammi L. gefi nógu
mikið kúl frá sér til að drepa hest
þá ákváðu búningahönnuðir að
tefla ekki á tvær hættur. Til þess
að fullkomna gamla Shaft-fílinginn
var enginn annar en Giorgio
Armani fenginn til að hanna rúllu-
kragapeysurnar, leðurjakkana og
jakkafötin til að fullkomna gamla
andrúmsloftið. Það er vonandi að
Jackson takist vel upp eftir sein-
ustu mynd sína sem fékk miður
góða dóma, alla vega hér á klakan-
um.
Leikstjóri myndarinnar, John
Singleton, er ekki af verri endan-
um. Eftir hann liggja myndirnar
Boyz N the Hood, með Cuba Good-
ing Jr., Poetic Justice, með Janet
Jackson og rappfolanum heitna
Tupac Shakur í aðalhlutverkum og
Higher Learning, þar sem annar
leikari af Samma L. kalíberi leikur
eitt aðalhlutverkanna, Laurence
Fishburne, auk ruddarapparans
Ice Cube. Einnig gerði hann sann-
sögulega myndina Rosewood sem
fjallar um íjöldamorð á blökku-
mannafjölskyldu í Flórída um
miðja seinustu öld og sýnd í ís-
lensku sjónvarpi fyrir stuttu.