Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2000, Síða 5
Ifókus v j fc a n 2 7 . októ b e rtil 2. nóvember lif ið V—I—N—N—U Stúdentaleikhúsið frumsýnir Stræti eftir Jim Cartwright í sal B Loftkastalans í kvöld. Þetta er harmleikur undir- málsfólks með gleði og tónlist í forgrunni. Elfar Logi Hannesson leikstýrir fríðum hópi stúdenta. Hann segir frá uppfærslunni ásamt þeim Hlyní Pálssyni, formanni leikhússins, og Stefáni Halli Stefánssyni framkvæmdastjóra. Dug „Hálfviti, hóra, aumingi, rúsína, hóra, hóra, sætur, hálfviti, aumingi," glymur í veggjum skuggaports við Loftkastalann og aðkomumaður gæti í fyrstu haldið að þar færi fram mál- fundur Tourette-sjúklinga. Svo er ekki. Þama hafa aðstandendur Stúdentaleik- hússins hreiðrað um sig og séð af dýr- mætum stundum yfir námsbókum, til þess að breyta kvikmyndaveri í leik- hús með öllu. Og nú eru leikarar að hita upp fyrir rennsli á sýningu sinni. Gamanið smitar „Torfhildur, félag bókmenntafræði- nema endurvakti Stúdentaleikhúsið á síðasta ári og setti upp Tartuffe eftir Moliére," segja Hlynur og Stefán. „Þá kom í ljós að mikill áhugi var á leik- list innan skólans, en það virðist sveiflast til eftir ámm og ræðst af því hverjir eru í skólanum. Við héldum námskeið í haust þar sem Elfar Logi var með léttar leiklistaræfingar og í framhaldi af því tóku flestallir þátt í sýningunni, enda er það náttúrulega besta námskeiðið," segja þeir. „Flest þeirra sem að sýningunni koma eru að stíga sín fyrstu skref, en sum eru mjög reynd á öllum sviðum og kunna að umgangast leikhús. En allir hafa gam- an af þessu og þá smitar það frá sér,“ segir Elfar um leirinn sem hann fékk í hendumar í haust og hefur nú full- mótað í sjúskaðar persónur strætisins. Lífskúnstner í neikvæðri merkingu Elfar fer nokkrum orðum um sögu- þráð Strætis, en sumir ættu að kann- ast við stykkið frá því að Þjóðleikhús- ið færði það upp, við prýðilegar und- irtektir, fyrir nokkmm ámm. Leik- húsgestum er boðið í strætið," segir Elfar og setur sig í stellingar. „Þar tekur á móti okkur persóna sem heit- ir Scullery, og hann leiðir okkur í gegnum strætið og kynnir fyrir þvi fólki sem þar býr. Það hefur flest lent illa í liflnu og er ekki sátt við sitt hlutskipti, en reynir að lifa með því. Uppistaðan er hórur og rónar og furðufuglar ýmsir. Til dæmis fyrrver- andi fótboltabuUa, sem hefur snúið sér að búddisma, skrautlegar mæðg- ur sem búa þama og hermann sem er orðinn öfugur. Atriðin tengjast ekki beint saman, en fólkið hefur svipaða sögu að segja. Scullery er sjálfur dug- legur við að áreita kvenfólkið og hon- um finnst sjússinn góður og ýmis önnur vímuefni." „Hálfgerður lífskúnstner 1 mjög neikvæðri merk- ingu,“ bætir Stefán við. „Þessar litlu sögur era harmleikur, en samt sem áður er kómíkinni fléttað inn í það, þannig að við fáum að hlæja að öllu saman," segir Elfar. Undirbúningur á Stræti var nokk- uð sérstakur að sögn leikstjórans. „Þó að ég sé ekki mikill method-maður, sem er ein listgrein innan leiklistar- innar, kennd við Stanislavsky, þá fór- um við að vísu að hans dæmi með eitt. Við vorum ansi dugleg að heim- sækja pöbbana og halda partý. Það er ekki svo vitlaust, vegna þess að það er auðvelt að ofleika fulla mann- eskju,“ segir hann. Fá ekki að vera í leikhúsi „Stúdentaleikhúsið er f samstarfí við Loftkastalan um samnýtingu veit- ingaaðstöðu og salerna," upplýsir framkvæmdastjórinn. „Áhorfendur mæta þangað og eru leiddir hingað niður, og þá tekur bara geðveikin við.“ „Við fáum ekki einu sinni að vera í leikhúsi, það er málið. Okkur er bara kastað út á götu og við emm fost í strætinu," bæta hinir við. Fyr- irhugaðar eru tíu sýningar á Stræti og verður sú síðasta í lok nóvember. „Miðaverðinu er haldið niðri. Það kostar 700 krónur fyrir háskólanema og nemendur annarra skóla, sem er bara einn bíómiði, en 1200 krónur fyr- ir aðra,“ segir Hlynur. Leikfélagið er þegar farið að huga að sýningu eftir áramót. „Við eram búin að efna til handritasamkeppni, meðal nemenda og kennara háskólans, þar sem þeim gefst kostur á að spreyta sig í ritlist- inni og ætlum að setja verðlaunaleik- ritið upp. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því,“ segja þeir Hlynur og Stefán. Að lokum vilja þeir koma þökkum á framfæri til allra sem hafa veitt aðstoð í hvers kyns líki og benda á heimasíðuna http://www.sl.hi.is þar sem nánari upplýsingar er að finna. Stórmyndin Bedazzled hefur fengið góð- ar viðtökur í Bandaríkjunum enda skartar hún ekki ómerkari leikurum en Elizabeth Hurley og Brendan Fraser. Myndin verður Evrópufrumsýnd í Stjörnubíói, Kringlubíói, Nýja bíói, Keflavík, og Borgarbíói á Akureyri í kvöld. Elliot Richards (Fraser) er góð- viljaður maður sem á stökustu vandræðum i einkalíflnu, hann er ástfanginn af konu I vinnunni sem hefur aldrei tekið eftir honum og er piltur orðinn nokkuð örvæntingar- fullur fyrir vikið. í örvæntingu sinni gerir hann samning við djöf- ulinn sem er í gervi stórglæsilegrar konu (Hurley) með afar sérstakan húmor. í skiptum fyrir sál Elliots veitir djöfullinn honum sjö óskir. Tólin stækka ekki Fyrsta óskin er að sjálfsögðu að verða ríkur, áhrifamikill og giftur konunni sem hann elskar. Þegar hann vaknar hefur óskin ræst og gott betur, Elliot er orðinn kól- umbískur eiturlyfjabarón. Næsta óskin er að verða tilfinninganæm- asti maður í heimi. Við þetta breyt- ist hann í vælandi aumingja og þeg- ar hann óskar þess að verða sláni og snillingur í körfubolta slær hann öll met í NBA en tólin stækka í sama hlutfalli. Elliot þarf að takast á við það að vanda sig við óskimar, djöf- ullinn er ansi slægur og snýr óskum hans upp í verstu martraðir. Einvalalið Aðalhlutverkið er í höndum Brendan Fraser sem hefur getið sér gott orð í henni Hollywood undan- farin ár og verður að teljast til eins af efnilegri leikurum draumasmiðj- unnar, en pilturinn hefur helgað sig leiklistinni frá 12 ára aldri. Helstu myndir Frasers sem ratað hafa í ís- lensk kvikmyndahús eru The Mum- my, Blast from the Past og George of the Jungle. Þar með er þó ekki allt talið því drengurinn þykir öílug- ur sviðsleikari og hefur hlotið lof fyrir verk sín á því sviði. Von er á fjölmörgum myndum með Brendan Fraser á næsta ári. • Elizabeth Hurley er orðin nokk- uð kunn leikkona þó svo að fyrir- sætustörf hennar og sambandið við Hugh Grant hafi i gegnum tíðina líklegast vakið hvað mesta athygli á henni. Hlutverk Hurley í Austin Powers-myndunum, EDTv og Permanent Midnight, hafa skap- að henni ágætissess en auk þeirra hefur hún undanfarið snúið sér nokkuð að framleiðslu bíómynda fyrir fyrirtæki þeirra Hughs Grant, Simian Films. Leikstjóri myndarinnar er Harold Ramis sem einnig semur handritið og framleiðir myndina. Ramis er annálaður fyrir hæfileika sína við að gera gamanmyndir og meðal þeirra helstu eru Analyze This sem hann leikstýrði og samdi handritið með öðrum, Caddyshack og National Lampoon’s Vacation. Af öðrum myndum sem hann hefur komið nálægt má nefna Ghost- busters, Stripes, Club Paradise, Back to School, Groundhog Day og nú síðast Multiplicity. Auk þessa hefur hann einnig leikið í fjölmörgum myndum sem gengið hafa vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.