Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2000, Side 3
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 43 PiP w h Karl Gunnlaugsson, umsjónarmaöur formúlunnar hjó RÚV, er á sínum öðr- um Land Cruiser 90. Hann segist hafa keypt hann aftur vegna góðrar reynslu af bílnum og ekki síst vegna góörar þjónustu hjá umboði. „Endursöluverðið er einnig gott sem skiptir miklu máli í bílakaupum," segir Kalli. ibílar BMW X5 var í fyrsta sæti í flokki lúxusjeppa og kemur þar nýr inn. Neytendakönnun J.D. Power í Ameríku: Bestu bílarnir að dómi eigenda Annars staðar 1 DV-bllum er sagt frá niðurstöðum bandaríska markaðs- könnunarfyrirtækisins J.D. Power um hvaða bílar af árgerð 2000 séu best úr garði gerðir, þeirra sem eru á boðstólum vestanhafs. Enn nýrri könnun J.D. Power nær Óli Boggi hjá hárgreiðslustofunni Space á VW bjöllu sem lenti í efsta sæti í stnum flokki. Hann vildi bíl meö meiri kraft og sérstakt útlit. „Þaö voru allir komnir á Golf svo að mig langaði í bíl sem færri áttu.“ Óli er ánægður meö bjölluna sína og segir gott að keyra hana og ekki sakar góð þjónusta. til ánægju eigenda með nýju bílana sína. Byggt er á svörum 101.768 manns sem keypt hafa sér nýja bfla af árgerð 2000 eða 2001, en árgerð 2001 kemur ii)n á markaðinn vestanhafs strax á úthallandi sumri 2000. Kanar eru ekki enn búnir að frnna út þetta ágæta form með „fyrsta skráningardag", enda bílar þar kannski ekki skráðir æ ofan í æ. Alls voru 47 nýjar undirgerðir eða and- litslyftar settar á markað sem árgerð 2000. Af þeim koma 14 við sögu í þremur efstu sætum hvers flokks. Toyota á efsta bíl í þremur flokk- anna og sama er að segja um Volkswagen, en þetta er annað árið í röð sem Volkswagen nær svo hátt. Corvette og Dodge Dakota eru efstu bflar í sínum flokkum fjórða árið í röð en 3-lína BMW trónir efst í sínum flokki annað árið í röð eins og Honda Odyssey í sínum. En lítum nú á flokkana eins og þeir leggja sig. Hafa ber í huga að þetta er bandarísk markaðskönnun og flokka- skipting bílanna er amerísk, ekki evr- ópsk, sömuleiðis undirheiti þeirra: Smábílar: Volkswagen bjalla Chrysler PT Cruiser (2001) Volkswagen Golf Minni millistærö: Volkswagen Jetta Pontiac Grand-Am Oldsmobile Alero Miilístærð: Toyota Avalon Nissan Maxima Volkswagen Passat Minni lúxusstærð: BMW 3-lína Acura CL (2001) Lexus ES 300 Lúxusstærð: Mercedes Benz S-Class BMW 5-lína BMW 7-lína Sport-fólksbílar: Volkswagen GTI Mitsubishi Eclipse Spyder (2001) Toyota Celica og Toyota MR2 Spyder (jafnir) Sportbílar: Chevrolet Corvette Porsche 911 Audi TT Minni skúffubílar: Dodge Dakota Toyota Tacoma Chevrolet S-10 Stærri skúffubílar: Toyota Tundra Ford F-150 Super Crew (2001) GMC Sierra Jepplingar: Subaru Forester (2001) Toyota RAV4 Honda CR-V Litlir jeppar: Nissan Pathfinder (2001) Toyota 4Runner Jeep Grand Cherokee Stórir jeppar: Toyota Land Cruiser GMC Yukon XL Ford Excursion Lúxusjeppar: BMW X5 Lexus LX 470 (sami og Land Cru- iser 100) Lexus RX 300 Fjölnotabílar: Honda Odyssey Toyota Sienna Chrysler Town & Country Stórir fjölnotabílar (vans): Ford Econoline Chevrolet Express GMC Savana -SHH Toyota fær 8 af 14 hjá J.D. Power Niðurstöður bandaríska markaðs- könnunarfyrirtækisins J.D. Power sýnir að bflar verða stöðugt betri. 1 ár eru 8% færri kvartanir um galla eða bilanir í nýjum bflum heldur en í fyrra þó að þá hefði kvörtunum af þessu tagi einnig fækkað frá árinu áður. Þegar þessar niðurstöður voru kynntar fyrr á árinu sagði George Owens, framkvæmdastjóri fram- leiðslurannsókna hjá J.D. Power and Associates, að um 60% af nýjum gerð- um módel 2000 hefðu staðið sig betur en gerðirnar sem þær tóku við af. í fyrra var þessi tala aðeins 29%. Meðal bestu bílanna af 2000-árgerð eru Toyota Avalon og Nissan Maxima. í frétt J.D. Power segir að Lexus LS 400 skari fram úr öðrum bílum hvað snertir vandaðan frágang og fram- leiðslu og hann fékk fjórða áriö í röð viðurkenningu sem „besti ofurlúxus- bíllinn". Að þessu sinni deilir hann að vísu fyrsta sætinu með Honda Acura TL, eins og Toyota Avalon deilir fyrsta sæti í sínum flokki með Toyota Camry, þó að Camry sé að málunum til eilítið minni en Avalon. Toyota í heild kemur einstaklega vel út úr könnun J.D. Power - fær 8 af 14 viðurkenningum fyrirtækisins fyr- ir árið í ár, hver fyrir sinn flokk. Suma þessara Toyotabíla er ekki að fá á íslenskum bílamarkaði en listi J.D. Power lítur svona út í heild - athugið að hér er átt við bfla á amerískum markaði og stærðarflokkunin er í samræmi við það: Smábílar: Toyota Corofla Chevrolet Prizm Mitsubishi Mirage Minni millistærð: Plymouth Breeze Chevrolet Malibu Dodge Stratus Millistærð: Toyota Avalon og Camry (jafnir) Nissan Maxima Sport-fólksbílar: Acura Integra Honda Prelude Dodge Avenger Minni lúxusbílar: Lexus ES 300 og Acura TL Oafnir) Infiniti 130 Stærri lúxusbílar: Lexus LS 400 Acura RL Lexus GS sedan Sportbílar: Porsche 911 Honda S2000 Chevrolet Corvette Minni skúffubílar: Mazda B-lína GMC Sonoma Chevrolet S-10 Stærri skúffubílar: Toyota Tundra Ford F-150 Light Duty Ford F-250 Super Duty Jepplingar: Honda CR-V Toyota RAV4 Subaru Forester Litlir jeppar: Nissan Pathfmder Mercury Mountaineer Toyota 4Runner Stórlr jeppar: Toyota Land Cruiser Ford Expedition Chevrolet Suburban GMT800 Lúxusjeppar: Lexus LX 470 (sami bíll og T. Land Cruiser 100) Infmity QX4 Lexus RX 300 Fjölnotabílar: Toyota Sienna Plymouth Voyager Dodge Caravan -SHH SACHS KÚPLINGAR Þegar gera á bílinn betri Þekking Reynsla Þjónusta Verið framsýn! fj§ FÁLKIN N veljið öryggi og endingu ■ ‘V": fJSi 4 i V Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík Sími: 540 7000 • Fax: 540 7001 KfcíáS&Íf Upprunahlutir i mörgum helstu bilategundum heims - Það borgar sig að nota það besta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.