Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 9
- i ifókus VIk-an 17..... november til 23. nóvember lifið F F T T R V T M M II Hlaðborð með ókeypis áfyllingu verður á Thomsen um helgina fyrir djammhungraða dansneytendur. Bæði kvöldin verða þar erlendir listamenn í heimsklassa sem ráðist var í innflutning á eftir langar legur Partyzone-manna og annarra undir feldi, og gagngert til að bæta hið íslenska kyn djammara. Nornin Eastwick og Agent Dan með ónýta lifur í kvöld gerist aðalsmaður enskrar danstónlistar, Agent Dan, nýbúi á ís- lensku danssenunni og fær dygga að- stoð íslenskra kollega. IMonkey Mafia Svo hefur Agent Dan verið lýst að hann sé bæði fagurlega limaður og vel vaxinn niður úr. Enn fremur er sagt að enginn sé sá maður sem taki fram vitneskju hans um efnafræði danstón- listar og klúbba. Eftir áratuga hangs og spilamennsku á öllum klúbbum London, ofanjarðar sem neðan, er hann sjálfmenntaður doktor í þeim fræðum. Hann mannaði til að mynda plötuspilarasamstæður Prodidgy á ferðalögum þeirra um heiminn og | greip í bassa þegar þess þurfti með. Einnig hefur hann komið fram og tuktað plöturnar til í öllum heimsálf- um, að suðurskautinu undanskildu, meðal annars á íslandi. Ásamt Steve White hefur hann undanfarin ár skipað tvíeykið Themroc. Þeir tóku þátt í Monkey Mafia-samstarfmu og túruðu undir merkjum þess með Massive Attack, Reprazent-gengi Roni Size og Ian Brown, meðal ann- arra. Þegar Monkey Mafia lagði upp laupana héldu Dan og Steve áfram sem Themroc, en þeir hafa sagt í við- tölum að lifur þeirra muni aldrei ná fullri heilsu eftir tónleikaferðalag Monkey Mafia. Themrock hefur verið frumkvöðlasveit í því að blanda el- ektrótónlist við hip-hop en sú „New School“-tíska hefur riðið dansiðnaðin- um eins og tröllskessa með brókar- sótt. Themroc-dúóið er sagt grundvall- ast í tveimur nördum með Ataritölvu og sampler en i kvöld fáum við bara Dan og er það víst feikinóg. Robodisco með Eastwick Á laugardaginn efnir Party Zone, eða Teitisgeirinn eins og sumir vilja nefna húsútvarpsþáttinn sívinsæla, til dansveislu. Breski plötusnúðurinn Elliot Eastwick kemur hingað um langa leið og hefur með sér plötusafn sem er á stærð við bæjarstolt Seyðis- firðinga, Bjólf. Einnig verður Eastwick gestaþeytir í þættinum á laugardaginn, milli 21og miðnættis, á Rás 2. Hann spilar house-tónlist og gerir það betur en flestir. Kappinn er einn af eigendum Paper Recordings en meðeigandi hans þar er hinn heimsfrægi Miles Holloway sem hef- ur áður vísiterað klakann. Kvöldið heitir Robodisco, í höfuðið á kvöld- um sem þeir Holloway og Eastwick hafa staðið fyrir og gáfu nýlega út safndisk í tengslum við. Ásamt Elliot Eastwick á efri hæðinni verður Ámi E. og hefur verið sett upp þéttara hljóðkerfi af þessu tilefni. Á neðri hæðinni verða Bjössi og Amar og verður þemað techno-klassikerar í bland við nýtt efni. Enginn ætti því að verða svekktur af því að mæta í Thomsens-húsið þessa helgina. Reykjavíkin mín Guðmundur Björn Sveinsson málari. Málarinn Guftmundur Björn Sveinsson telur skemmtigildi miöbæjarins hafa dvínað síö- ustu ár og kann illa viö verslunarmiöstöðvar, en hann tínir til sína uppáhaldsstaöi í Reykjavíkinni þessu sinni. ÚT AÐ BORfiA HÓTELSAGA Líklegast mundi ég fara á Hótel Sögu. Þar er góöur mat- ur og fjölbreytt- ur. Maður þarf ekki að fara ! þetta gamla góöa, eins og menn segja. Ég ét ekki rúllupylsur eða svoleiöis drasl. Ég er það fullorð- inn aö ég fer ekki þarna niöur í St. Paul, sem ég kalla hafnarhverfiö. Þetta var nú aöalstaðurinn T gamla daga, en eiginlega búiö aö skemma miöbæinn allan. HEILSAN LABB Ég mála myndir og það er tvímælalaust heilsu- rækt mín. En þegar mig vantar aö halda kroppnum í lagi labba ég bara. Ég var sjómaður í gamla daga, þannig að ég labba þá einhvers staöar þar sem ég sé Esjuna og svona. Ann- ars þvæ ég bara bílinn eða geri eitthvað þess háttar. PERLAN Ég hef fariö í kúluna í Öskjuhlíð, Perluna. Það er huggulegur staöur til að fara á dansleik, sérstaklega þegar veður er gott og maður getur fengiö sér göngutúr úti. Ég fer nú lítiö á búllur og bjórknæpur og svoleiðis staöi og ég myndi ekki hafa hugmynd um hvert ég færi í kvikmyndahús. RÓMANTÍKIN PERLAN Þaö yrði svipaður staöur og hinir, líklegast Perlan. Rómantíkin fylgir nú þvi aö fara út aö boröa meö konu. Þegar maöur er kominn á þennan aldur, þá er rómantíkin bara ... Ja, hún er bara þarna einhvers staöar. nóatún Þær eru vinalegar þær búðir þar sem hægt er aö tala við fólk sem hefur vit á því sem maður ætlar aö kaupa. Oft kem ég inn í mat- vörubúö og spyr um eitthvaö og afgreiöslu- fólkið hefur aldrei heyrt talað um þaö. En ef ég kaupi matvöru þá fer ég í Nóatún, þó þaö séu nú ekkert spes búðir. n 0 R G - U N - MATUR BORGIN Ég borða nú bara yflrleitt morgunmat- inn heima hjá mér, en ég fer kannski á Borg- ina ef ég bregö út af vananum. Úrvalið er alltaf vinsælt, þá er maður ekki tilneyddur aö éta kæfuna og þetta helvftis drasl. HADEGISflATUR JA, EG BORÐA BARA EKKI HADEG VERSLUN LAUGAVEGURINN Allar verslanir sem eru ekki f Kringlunni. Mér er meinilla við stóru „maH“. þess aö labba Laugaveginn, hann er minnst skemmdur af miöbæn- um. tónleikar Harðkjarnarokksveitin Mínus mun halda tónleika á Gauknum á morgun í tilefni af útgáfu plötu númer tvö, Jesus Christ Bobby. Ekkert er aldurstakmarkið og því hefjast tónleikarnir kl. 18 stundvíslega. Verður Gaukurinn Á tónleikunum á morgun munu Mínusmenn æra lýðinn með efni af nýju plötunni, Jesus Christ Bobby. Efni þessarar plötu er, að sögn hljóm- sveitarmanna, talsvert öðruvísi en það sem heyrðist á fyrstu plötunni, Hey Johnny. Þeir félagar segja hana vera einbeittari og tilraunakenndari en þá fyrri varðandi tónlista og texta. Einar Örn, fyrrverandi Sykurmoli, aðstoðaði þá við textagerðina og einnig söng hann eitt lag á plötunni. Hvort hann verður á Gauknum á morgun er þó ekki á hreinu. Helsta markmið Mínusmanna, á tónleikum sérstaklega, er að skapa sem brjálaðasta stemningu og munu þeir eflaust standa sig með sóma í þeim efnum á morgun ef mark er tak- andi á þeim sögum sem heyrst hafa af spiliríi þeirra og framkomu á tónleik- um. Sjálfir segja þeir unga krakka vera skemmtilegustu tónleikagestina því þeir séu villtastir og óhræddir við að sleppa sér í hita leiksins. Þeir leggja því mikla áherslu á að ekkert sé aldurstakmarkið á tónleika Mínuss því tónlistin sé fyrir alla, óháð aldri. Mínus til aðstoðar og upphitunar er engin önnur en hljómsveitin SnaFu sem náði öðru sæti í Músíktilraun- um í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.