Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2000, Blaðsíða 11
4 fókus Vtkan 17. n ó v e mber til 23. n ó v e m b e r lj._fJ.jl F F T T R Ji Mánudagur \ 20/11 •Krár ■ SNIGLABANDIÐ Á GAUKNUM Hiö fornfræga Sniglaband leikur rokk og aftur rokk og smá reggí með hreimi og sitthvað fleira á Gauki á Stöng í kvöld. Það sakar ekki að vera í leddaran- um ef mann langar að fitta almennilega inn. •K1a s s í k ■ HAMRAHLÍÐARKÓRINN í kvöld, kl. 20, mun Hamrahliðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, syngja í Listasafni íslands. Á efnis- skrá er fslensk kórtónlist frá síðstu tveimur ára- tugum. ■ PÍANÓKEPPNI íslandsdeild Evrópusambands píanókennara (EPTA), mun dagana 22.-26. nóv- ember standa fyrir fyrstu íslensku píanókeppn- inni og er hún ætluö efnilegum píanónemendum, 25 ára og yngri. Keppnin er síðasti liður af þrem- ur á dagskrá Píanóhátíðar EPTA í samvinnu við Reykjavík Menningarborg árið 2000. Keppnin fer fram í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, og er opin almenningi til áheyrnar gegn vægum að- gangseyri. Verndari keppninnar er Björn Bjarna- son menntamálarábherra. •Leikhús ■ LÓMA Lóma eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur sýnd í Möguleikhúsinu í dag kl. 11.10 og 14. Uppselt. ■ MEDEA í Iðnó í kvöld verður önnur sýning á harmleiknum Medeu eftir Evrípídes. Uppsetning- in er nýstárleg og notast er við ýmsa miðla í henni. Það er leikfélagið Fljúgandi fiskar sem stendur að sýningunni. Tveir leikarar eru í sýning- unni, þau Þórey Sigþórsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Verkið verður aðeins sýnt 10 sinnum og því er um að gera að drífa sig og sjá stykkið. Örfá sæti laus. ■ VÓLUSPÁ Völuspá eftir Þórarln Eldjárn sýnd í Móguleikhúsinu við Hlemm í dag kl. 9.50 og 14. Uppselt. Síðustu sýning fyrir áramót. ■ ÍNÚK-DAGSKRÁ í ÞJÓPLEIKHÚSINU I tiiefni 50 ára afmælis Þjóðleikhússins verður dagskrá helguö ínúk-hópnum svokallaða f kvöld. Húsið er opnað kl. 19.30, en dagskráin hefst kl. 20.30. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Að- gangseyrir er kr. 800 en kr. 500 fyrir skólafólk og klúbbfélaga. •Síöustu forvöö ■ JÓN ENGILBERTS í dag lýkur sýningu á verk- um Jóns Engilbert í Smiðjunni art gallery, Ár- múla 36. Á sýningunni eru um 40 verk frá árun- um 1922-1968. •Fundir 6 KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR í dag, kl. 15, mun Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður halda fyr- irlestur í Listaháskóla íslands á Laugarnesvegi 91, stofu 021. Þar mun Katrfn fjalla um verk sín. Eldri verk Katrfnar eru hugleiðingar um kyrrstöðu og hreyfingu, heimili, afdrep og miðlæga stað- setningu - einhvers konar landafræöi/kortagerð í sálrænu samhengi. Þau eru sjálfsævisöguleg í þeim skilningi að Katrín er búsett og vinnur bæði f Reykjavík og New York. í nýrri verkum Katrfnar hafa áherslur færst frá korta- og módelgerð í landfræðilegum skilningi yfir á svið byggingar- fæði og rýmishönnunar. Þriðjudagur 21/11 •Krár ■ BARAFLOKKURINN Á GAUKNUM Kuld- arokksveitin Baraflokkurinn frá Akureyri átti sitt blómaskeið á fyrri hluta nfunda áratugarins, en nú er kommbakkið á hreinu. I kvöld leika þeir á Gauk á Stöng og það verður frábært. •Klassík ■ ORFEUS OG EVRIDÍS Tónleikauppfærsla á óp- erunni Orfeus og Evridís eftir Glúck verður f Saln- um í Kópavogi í kvöld kl. 20. Einsöngvarar eru:Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Hulda Björk Garð- arsdóttir og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ásamt Barokksveit- og Kammerkór Kópavogs. Stjórn- andi er Gunnsteinn Ólafsson. •Sveitin I STAPINN. NJARÐVÍK Ofursveitin Todmobile st'gur á stokk í stuttbuxum og ahaha og hitar upp alla gömlu góðu smellina i Stapanum. Ekki ætti að koma á óvart þó að glaumur og galsi verði meðal gesta. Trallið hefst kl. 21.00. Leikhús ■ GLEÐIGJAFARNIR Gleðigjafarnir eftir Neil Simon sýndirf kvöld kl. 20 hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Uppselt. ■ HORFÐU REIÐUR UM ÓXL Horföu reiöur um öxl i Þjóðleikhúsinu f kvöld á Litla sviðinu kl. 20.00. ■ LÓMA Lóma eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur sýnd í Möguleikhúsinu í dag kl. 10. Uppselt. ■ LÓMA Lóma eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur sýnd í Möguleikhúsinu f dag kl. 11.40. Uppselt. ■ MEDEA í Iðnó f kvöld verður þriðja sýning á harmleiknum Medeu eftir Evripides. Uppsetningin er nýstárleg og notast er við ýmsa miðla í henni. Það er leikfélagið Rjúgandi fiskar sem stendur að sýningunni. Tveir leikarar eru í sýningunni, þau Þórey Sigþórsdóttir og Valdimar Öm Rygenring. Verkið verður aðeins sýnt 7 sinnum í viðbót og þvf er um að gera að drífa sig og sjá stykkið. Miðvikudagur 22/11 •Krár ■ DEEP HOUSE Á PRIKINU Soultjræðurnir Tommi White og Herb Legowitz sjá um rólegheitin á Prikinu f kvöld. Kannski sérðu Áma Þór. ■ BUBBI SJÁLFUR Á GAUKNUM í græna horninu á Gauknum, ásamt nýrri og endurbættri hljóm- sveit, hinn eini, hinn sanni, hinn ótrúlegi... Buuuuubbbbbbiiiiiiii Morthensssssss!!!!! •Klassík ■ MINNINGARTÓNLEIKAR Kl. 20.30 í kvöld verða minningartónleikar um Guðfinnu Vigfúsdótt- ur og Hólmfriði Sigurjónsdóttur í Dómkirkjunni í tengslum við Tónlistardagar Dómkirkjunnar, Soli Deo Gloria - Gubi einum til dýrðar. Flytjendur á tón- leikunum verða Sigurbjöm Bernharðsson fiðluleik- ari, Marta Guðrún Halldórsdóttir söngvari, Áshild- ur Haraldsdóttir flautuleikari og Anna Guðný Guö- mundsdóttir píanóleikari. Þessir tónleikar eru á vegum Kvenfélags Dómkirkjunnar. ■ PÍANÓKEPPNI í dag hefst fyrsta íslenska píanó- keppnin með forkeppni í mið- og framhaldsflokki. Keppnin fer fram i Salnum i Kópavogi og er opin ak menningi til áheyrnargegn vægum aðgangseyri. •Sveitin ■ TODMOBILE í EYJUM Rokkhljómsveitin Tod- mobile leikur f Samkomuhúsinu i Vestmannaeyjum í kvöld, kl. 21, f tilefni af útgáfu geisladisksins Best. Ég er hermaur. Leikhús ■ HORFÐU REIÐUR UM ÓXL Horfðu reibur um óxl í Þjóðleikhúsinu i kvöld á Litla sviðinu kl. 20.00. ■ LÓMA Lóma eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur sýnd í Möguleikhúsinu í dag kl. 9.30. Uppselt. ■ MEDEA í lönó i kvöld verður sýning á harmleikn- um Medeu eftir Evrípídes. Uppsetningin er nýstár- leg og notast er við ýmsa miðla i henni. Það er leik- félagið Rjúgandi fiskar sem stendur að sýning- unni. Tveir leikarar eru í sýningunni, þau Þórey Sig- þórsdóttir og Valdimar Öm Rygenring. Sýninga- fjöldi er mjög takmarkaður og þvi er um að gera að drifa sig og sjá stykkið. •Síðustu forvöö ■ FRIÐRÍKUR HJÁ ÓFEIGI í dag lýkur sýningu á verkum fjöllistamannsins Fribríks í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustig 5. Sýningin ber heitið „Hljóðláta reisn Ijósberans". Grunntónninn í þess- um myndverkum Friðríks er hinn ieik- og Ijóðræni boðskapur. Fimmtudagur 23/11 •Krár ■ SÓLEY Á PRIKINU Sóley megabeib kynnir í það minnsta ein 20 lög á Prikinu í kvöld. Öllu þvi besta verður flaggað. •Klassík ■ PÍANÓKEPPNI j dag heldur áfram íslenska pf- anókeppnin meö forkeppni fyrir háskólanám. Keppnin fer fram í Salnum i Kópavogi og er opin al- menningi til áheyrnar gegn vægum aðgangseyri. •Sveitin ■ SKUGGA-BALDUR í HVERAGERÐI Það verður ailt helsúrt þegar furðufyrirbærið Skugga-Baldur steypir þoku liðinna poppára yfir hrekklausar sálir á Þinghús Café í Hveragerði milli kl. 22.00 og 1.00. Aðgangur ókeypis, er ekki allt í lagi??? ■ ÚTGÁFUTÓNLEIKAR MARGRÉTAR EIRAR Á AKUREYRI Söngkonan bamvæna og brosmilda Margrét Eir heldur f kvöld útgáfutónleika á Pollin- um, miðstöð skemmtana í höfuðstaö Norðurlands. Hún getur nú þaniö raddböndin ágætlega. Leikhús ■ LÓMA Lóma eftir Gubrúnu Ásmundsdóttur sýnd í Möguleikhúsinu í dag kl. 10. Uppselt. ■ LÓMA Lóma eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur sýnd í Möguleikhúsinu í dag kl. 14. Uppselt. •Siöustu forvöð ■ MYNPUSTARMARAÞON í dag lýkur sýningu í Hinu húsinu á verkum myndlistarmaraþons sem haldið var á vegum Unglistar 2000. •Fundir ■ BYGGÐ OG MENNING Fyrirlestur III í Byggða- safni Ámesinga, Húsinu á Eyrarbakka, í dag kl. 20.30. Fjallað um byggð og menningu Ámesinga. — rJy/lJT pLJ ÍIÍJLJLJÍJ Íl'dÓ Byrjunarlaun 15-17 þús. DKR, ca 150-170 þús. í.kr. LJf/J JJLíJJJJJJJJJ a fullum launum Laus störf meðal annars í eftirfarandi • Þjónustustörf • Matreiðslu- eða framreiðslustörf • Þjónustustörf í landi • Skemmtikraftar (tónlist eða dans) Og margt fleira Ath.: Á næturvöktum eru greidd 15% hærri laun. Til að gerast meðlimur verður þú að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Vera orðin/n 18 ára. • Hafa hreint sakavottorð. • Hafa góða þjónustulund. • Hafa góð meðmæli. • Vera reglusöm/samur og stundvís. Aðild að VIP Scandinavian Ship Sestu niður og skrifaðu okkur um sjálfa/n þig og hverju þú hefur áhuga á. Æskilegt er að mynd fylgi. Sendu þetta til okkar ásamt greiðslu fyrir kortinu í formi ávísunar eða gíró. Ath.: ekki senda peninga. kostar 5500 kr. S.S.L.C. pósthólf 4222 104 Reykjavík myndlist ■ UPP ÚR KÖSSUNUM Nú stendur yfir sölusýning á höggmyndum í stein eftir Sus- anne Christensen og Einar Má Guðvaröar- son í sýningarrými Ljósaklifurs í Hafnarfirði. Sýningin nefnist Upp úr kössunum. Sýning- unni lýkur 20. desember og er opin virka daga frá kl. 16 - 19 og á laugardögum og sunnudögum frá 14 -18 eða eftir samkomu- lagi í síma 555 0535. Aðgangur ókeypis. ■ LIÓSASÖGUR Þessa dagana stendur Hónnunarsafn íslands í Garðabæ fyrir óvenjulegri hönnunarsýningu í sölum Lista- safns ASÍ við Freyjugötu. Hér er um að ræða sýninguna Ljósasögur eða Lysfortællinger, sem er samsýning átta danskra og fs- lenskra hönnuða sem allir hafa að markmiði virkjun birtu, einkum og sérilagi rafmagns- lýsingar, með nýjum hætti, gjarnan með frá- sagnarlegu ívafi. Sýningunni lýkur 3. desem- ber og er hún opin frá 14 til 18 alla daga nema mánudaga. ■ LINDA HOFMAN Linda Hofman sýnirverk sin i Gallerí Nema Hvað á Skólavörðustíg um þessar mundir. Sýningunni lýkur 19. nóvember. ■ HLÁTURGAS 2000 Nú stendur yfir sýn- ingin Hláturgas 2000 á Sjúkrahúsi Reykja- víkur Fossvogi. Sýningin er unnin í sam- starfi við íslandsdeild Norrænna samtaka um læknaskop (Nordisk Selskap for Medis- insk Humor). Sýningin er nú á ferð a milli 10 sjúkrastofnana landsins. Sýningunni lýkur 16. desember. ■ BUBBI OG JÓHANN Bubbi Guðbjórn Gunnarsson) myndhöggvari og Jóhann G. Jó- hannsson myndlistarmaður sýna um þessar mundir verk sin í Sparisjóðnum í Garöabæ, Garðatorgi 1. Sýningin er opin á afgreiðslu- tímum bankans og lýkur 21. desember. ■ VIGNIR HJÁ SÆVARI Vignir Jóhannsson sýnir verk sín i Galleríi Sævars Karls. Sýn- ingin er opin á opnunartíma verslunarinnar. Sýningunni lýkur 1. desember. ■ MÓÐIRIN í ÍSLENSKUM UÓSMYNDUM Nú stendur yfir sýning f Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, sem kallast Móðir- in í íslenskum Ijósmyndum. Sýningunni lýk- ur 3. desember. ■ THE LAST MINUTE SHOW Myndlista mennirnir Libia Pérez de Siles de Castro og Ólafur Árni Ólafsson sýna um þessar mund- ir í Straumi í Hafnarfirði. Sýningin nefnist „The Last Minute Show". Sýningin stendur yfir til sunnudagsins 19. nóvember og er opin alla daga frá 14 tii 19. ■ SAMSÝNING Nú stendur yfir samsýning í gallerí@hlemmur.is,Þverholti 5.Á sýningunni eru verk eftir um 20 unga listamenn, sem allir hafa sýnt í galleriinu, á því rúma ári sem það hefur verið s t a r f r æ k t. Sýningunni lýkur 3. desember, Galleriið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. ■ KOLSI HJA SNEGLU Um þessar mundir stendur yfir gluggasýning KolSi, Kolbrúnar Sigurðardóttur, í Sneglu lishús, Grettisgötu 7. Snegla er opin á virkum dögum frá 12.00 - 18.00, og á laugardögum frá 11.00 - 15.00. Sýningunni lýkur 24. nóvember. ■ N2ART Nú stendur yfir n2art, norræn sýning á netlist í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Lýkur 31. desember. ■ LIST í LANGHOLTSKIRKJU Nú standa yfir tvær listsýningar í Langholtskirkju. Þar eru um að ræða kaleika og patínur og ein- þrykk á tréplötur. Sýningunni lýkur 19. nóv- ember. ■ FRIÐRÍKUR HJÁ ÓFEIGI Nú stendur yfir sýning á verkum fjöllistamannsins Friðríks í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustfg 5. Sýningin ber heitið „Hljóðláta reisn Ijósberans", Grunntónninn í þessum myndverkum Frið- riks er hinn leik og Ijóðræni boðskapur. Sýn- ingin stendur til 22. nóvember. ■ GUNNAR ÓRN Um þessar mundir sýnir Gunnar Örn myndlistarmaður í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar. Listamaðurinn kallar sýninguna „Sállr". Sýn- ingin stendur til 27. nóvember. Opið dag- lega kl. 11 til 17. Lokað þriðjudaga. ■ ÍSLAND ÓÐRUM AUGUM LITH) Nú stendur yfir sýningin ísland öðrum augum litið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Sýningunni lýkur 4. janúar 2001. ■ TRYGGVI ÓLAFSSON Nú stendur yfir yf- iriitssýning á verkum Tryggva Ólafssonar í Geröarsafni í Kópavogi, Sýningin er á vegum Búnaðarbankans og haldin í tilefni af sex- tugsafmæli Tryggva og sjötugsafmæli Bún- aðarbankans. Sýningin erí boði bankans og önnur af þremur sýningum sem hann stend- ur fyrir á afmælisári. Sýningunni lýkur 26. nóvember. ■ HÆRRA TIL ÞÍN Nú stendur yfir sýningin Hærra til þín - Kristin minni í norrænni myndlist í Listasafni Slguijóns Ólafssonar og Listasafni Reykjavíkur - Ásmundasafni. Sýningunni iýkur 4. janúar 2001. ■ JÓN ENGILBERTS Nú stendur yfir sýning á verkum Jóns Engiibert í Smiðjunni art gallery Ármúla 36. Á sýningunni er um 40 verkfrá árunum 1922-1968. Sýningunni lýk- ur 20. nóvember. ■ GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Nú sýnir Guðrún Halldórsdóttir leirlistarmaður verk sín á neðri hæð Listasafns Kópavogs sem hún nefnir Freyjur og för.Sýningin er opin alla dag nema mánudaga frá kl. 11:00 til 17:00 og lýkur 26. nóvember. ■ HALLDÓRA Á MOKKA Halldóra Ólafs- dóttir sýnir um þessar mundir Ijósmyndir á Mokka. Sýningin nefnist Allir mínir strákar og samanstendur af 8 svart-hvítum Ijós- myndum auk einnar litljómyndar sem er samansett af fjórum myndum og 24 glasa- bökkum. Sýningin er opin á opnunar- tíma Mokka og stendur tii 2. des- ember. ■ ÞETTA VILL PIDDÚ SJÁ Nú stendur yfir sýn- ing á verkum sem söngkonan þjóð- fræga Diddú hef- ur valið til sýning- ar í Gerðubergi. Sýningin stendur til 19. nóvember. ■ JYRKI PARANTAINEN í NORRÆNA HÚSINU Um þessar mundir sýnir Jyrki Parantainen verk sin í Norræna húsinu. Sýn- ingin stendurtil 17. desember. ■ LIST í LANGHOLTSSKÓLA Nú standa yfir tvær listsýningar I Langholtskirkju. Önnur sýningin nefnist „Kaleikar og krossar". Hin sýningin eru myndir Þorgeröar Siguröardótt- ur sem eru einþrykk af tréplötum. Sýning- arnar standa til 19. nóvember. ■ JYRKI PARANTAINEN í 18 Um þessar mundir sýnir Jyrki Parantainen verk sín f i8 í Ingólfsstræti. Sýningin stendur til 26. nóv- ember. ■ SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Nú stendur yfir I Listasafni íslands sýning á nýjum verk- um Sigurðar Guðmundssonar. Á sýningunni < eru sjö þrívíð verk frá árunum 1995 - 2000. Ekkert þessarra verka hefur sést á íslandi áður, en þau eru m.a. unnin í Kína, Svíþjóð og Hollandi.Sýningin verður opin alia vika daga, nema mánudaga, frá klukkan 11 til 17. Sýningunni lýkur þann 26. nóvember. ■ RÓSKA í NÝLÓ Nú stendur yfir í Nýlista- safninu við Vatnsstíg yfirlitssýning heiguð Iffi og starfi Rósku. Opið er fram eftir kvöldi fimmtudaga, föstudaga og laugadaga á póli- tísku kaffihúsi. Vegleg bók fylgir sýningunni. Sýningin stendur til 19, nóvember og er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 14.00 til 18.00. ■ ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON Nú Stend ur yfir yfirlitssýning á verkum brautryðjanda íslenskrar nútimlistar, Þórarins B. Þorláks- sonar, í Listasafni íslands. Sýningin verður opin frá kl. 11 til 17, alla daga nema mánu- daga og stendur til 26. nóvember. ■ JOHN KROGH í GUK Um þessar mundir I sýnir danski myndlistarmaöurinn John Krogh í GUK - exhibition place. GUK er sýn- ingarstaður fyrir myndlist sem er f þremur löndum; í húsgarði í Ártúni 3 á Selfossi, í garðhúsi í Lejre í Ðanmörku og í eldhúsi í ( Hannover í Þýskalandi. Sunnudagana 5. nóvember og 3. og 17. desember verður opið milli kl. 16 og 18 að staðartíma en að auki er sýningin opin á öðrum tímum eftir samkomulagi. Sýningunni lýkur 17. desem- ber. ■ TEIKNINGAR KATRÍNAR BRIEM Nú stendur yfir sýning á teikningum Katrínar Briem í safninu í kjallara Skálholtsskirkju. Myndirnar eru unnar við sálma og Ijóð Valdi- mars Briem. Sýningin er opin frá kl. 10 -18 alla daga og henni lýkur 30. nóvember. ■ HANDRITASÝNING í ÁRNAGARÐI í vet ur stendur yfir handritasýning í Árnagaröi, Árnastofnun. Opið er þriðjudaga til fðstu- daga frá 14 -16. Sýningunni lýkur 15. maí. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs • sýningartíma sé það gert með dags fyrir- vara. ■ DAVIÐ ART Á CAFÉ 22 Nú stendur yfir I sýning á verkum Davíðs Art Sigurðssonar á Café 22 (Laugavegi 22). Verkin á sýningunni eru 15 talsins, unnin með pastel- og oliulit- um. ■ RAUOAVATN 17 listamenn hafa sett upp útilistaverk við Rauöavatn. Reyndu að finna þau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.