Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Síða 2
20
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2000
Sport
Formaður SH:
Rosalega
stoltur
„Sem formaður SH get ég ekki
annað en verið mjög stoltur af
þessum krökkum. Það er ekkert
öruggt í svona keppni, baráttan
er alltaf sú sama en leynt og ljóst
stefndum við að því að setja
stigamet og það gekk eftir. Við
gáfum
allt í
keppnina
og vor-
um stað-
ráðin að
koma
með bik-
arinn
heim í
Fjörðinn
sjötta ár-
ið í röð,“
sagði
Hrafn-
kell Mar-
inósson,
formaður SH, í samtali við DV.
„Það á ekkert félag eignarhald
á þessum bikar. Við erum að
sigra á samstöðu og mikilli
breidd. í dag eru í kringum 300
sundmenn hjá okkur svo við höf-
um um marga sundmenn að
velja sem er oft og tíðum mjög
erfitt. Það er mikil hefð fyrir
sundinu í Hafnarfirði og eftir þvi
sem mér skilst þá voru hér
margir sundmenn að synda í
þriðja æítlið. Ég sá allavega þrjá
afa sem eiga sundmenn í bik-
arliðinu. Það er mikið búið að
gerast á sl. tíu árum með mark-
vissu starfí. Viö erum búnir að
leggja planið fyrir 2005 og gerum
það opinbert fljótlega hvert það
er. Það er bjart fram undan og
við hugsum ekki bara fyrir
morgundaginn heldur til 2005 en
Brian þjálfari hefur ákveðið að
vera hjá okkur þangað til.“
Ný keppnislaug verði
tilbúin fyrir 2005
„Við erum að vinna heima-
vinnuna og gerum ráð fyrir því
að bæjarstjórn leiti ráða hjá okk-
ur þegar þar að kemur. Það er
m.a. eitt af okkar áætlunarverk-
um fyrir 2005 að í Hafnarfirði
verði byggð 50 metra inni-keppn-
islaug. Eftir að Örn náði sínum
frábæra árangri á Ólympíuleik-
unum sagði ég að hann hefði lagt
homstein að nýrri laug í Hafnar-
firði. Bæjaryfirvöld hafa skipað
byggingarnefnd og þar verður
sundmaður innanborðs sem gef-
ur sérfræðiráðgjöf. Ég er mjög
bjartsýnn á þessa byggingu sem
full þörf er fyrir,“ sagði Hrafn-
kell Marinósson.
-JKS
Lokastaðan
í bikarnum
Bikarkeppnin í 1. og 2. deild
fór fram i Sundhöll Reykjavíkur
um helgina. Það varð hlutskipti
Ármanns og Breiðabliks að falla
í 2. deiid en ÍA og Njarðvík taka
sæti þeirra í næstu keppni.
Lokastaðan varð þessi:
1. deild:
1. SH ........................30.611
2. Ægir .....................27.513
3. Keflavík................. 23.702
4. KR....................... 23.588
5. Ármann................... 20.636
6. Breiðablik ...............20.511
2. deild:
1. ÍA.........................21.963
2. Njarðvlk..................21.646
3. Óðinn.....................20.314
4. Selfoss ..................15.858
5. Vestri....................15.699
6. ÍBV ......................12.471
7. UMSB........................3137
-JKS
DV
Góður andi, samheldni og skemmtileg hvatningahróp einkenna sundmót hér landi. Þrátt fyrir aöstöðuleysi og enga aðstööu fyrir áhorfendur gera sundmenn
gott úr hlutunum og láta verkin tala. Hér eru tvær stöllur úr Ægi sem hvetja sitt iið og gefa ekkert eftir í þeim efnum. DV-myndir Hilmar Þór
11 SH bikarmeistari sjötta árið i röð um helgina:
Sundfélag Hafnarfjarðar varð í
gær bikarmeistari í sundi sjötta
árið í röð. Sigur Hafnfirðinga var
sannfærandi og fékk SH tæpum
þrjú þúsund stigum fleiri en Ægir
sem hafnaði í öðru sæti. Gott sund-
starf og sterkir sundmenn skila SH
þessum glæsta árangri en maður
mótsins var tvímælalaust Öm Am-
arson úr SH sem setti þrjú islands-
met í einstaklingsgreinum og fjórða
metið í boðsundi.
Örn setti íslandsmet í 200 metra
flugsundi, synti á 2:00,32 mínútum.
Þá setti hann íslandsmet í 100 metra
skriðsundi á 49,52 sekúndum þegar
hann synti sprett sinn í 4x100 metra
skriðsundi með boðsundssveit SH.
Hann sló síðan 13 ára gamalt met í
800 metra skriðsundi, synti á 8:07,71
minútu og loks í 1500 metra skrið-
sundi á tímanum 15:25,94 mínútum.
Fimmta metið í keppninni var sett í
100 metra bringusundi þegar Jakob
Jóhann Sveinsson synti vegalengd-
ina á 1:03,15 mínútum.
Aldrei í betra formi
öm er geysilega öflugur og 1 sam-
tali við DV eftir mótið sagði hann
að hann hefði aldrei á sínum ferli
verið í eins góðu formi.
„Æfingamar eru greinilega að
skila sér núna en ég hef æft sleitu-
Þessir sundmenn framtíðarinnar mættu vfgaiegir til bikarkeppninnar með
þessi skemmtilegu höfuðföt.
laust frá því í febrúar og meiðslin í
öxl, sem háðu mér i fyrstu, eru að
baki og munar um minna. Það er
góð tiifinning að sjá að æfingamar
eru farnar að skila góðum árangri.
Núna ætla ég að hvOa svolftið fyrir
Evrópumótið sem hefst eftir þrjár
vikur.
Hlakkar til Evrópumótsins
Ég hlakka mikið til þess móts og
er ákveðinn að verja Evróputitlana
í 200 og 100 metra baksundi. Það
verður erfitt en ég á eftir að fá
mikla keppni frá Króata sem er
heimsmeistari i 25 metra laug og
Evrópumeistari í 50 metra laug,“
sagði Örn Arnarson.
„Það er frábært að vinna bikar-
inn sjötta árið í röð og það er von-
andi að hann verði sem lengst í
Hafnarfirði. Það er í það minnsta
markmiðið en við verðum að halda
okkur viö efnið og halda áfram á
sömu braut í öflugu starfi og
ástundun við æflngar. Ægir sýndi
það í þessari keppni að félagið er í
sókn,“ sagði Örn.
Hann sagðist ætla að taka sér
smáhvíld eftir Evrópumótið en síð-
an hæfust æfíngar af fullum krafti í
janúar enda væru næg verkefni á
næsta ári.
-JKS
Þaö er hefð fyrir því að eftir verðlaunaafhendingu stingur sigurliöið sér í
laugina og sumir fjúka út í öllum fötunum.
Orn í stuði
- fímm íslandsmet voru sett í keppninni og átti Örn fjögur þeirra