Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2000, Page 3
MÁNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2000
21
DV
Magdeburg trónir áfram í efsta sæti:
Patrekur og
Ólafur sterkir
- skoruðu samtals 17 mörk fyrir lið sín í gær
Mikilvægur sigur hjá
Dormagen
Guðmundur Guðmundsson og
lærisveinar í Bayer Dormagen
unnu mikilvægan sigur á úti-
velli gegn Wuppertal, 16-23, og
lagði Dormagen grunninn að
sigrinum með frábærum vamar-
leik. Heiðmar Felixson skoraði
eitt mark fyrir Wuppertal og Ró-
bert Sighvatsson þrjú mörk fyrir
Dormagen.
Wallau Massenheim tapaði
dýrmætu stigi þegar liðið mátti
sætta sig við jafntefli, 22-22, við
Solingen á útivelli.
-JKS
Patrekur Jóhannesson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öörum meö Essen í
vetur. Hann skoraöi níu mörk gegn Wetzlar í gær.
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar
í Magdeburg tóku Hameln í
kennslustund í þýsku bundeslíg-
unni í handknattleik um helgina.
Magdeburg sigraði í leiknum með
29 mörkum gegn 14 eftir að staðan
í hálfleik var 14-8. Vamarleikur
og markvarslan hjá Magdeburg í
síðari hálfleik var frábær og var
Hameln, gamla félagið hans Al-
freðs, leikið sundur og saman.
Ólafur Stefánsson átti mjög góðan
leik og skoraði átta mörk.
Gústaf Bjarnason og félagar í
Minden gerðu góða ferð til Gumm-
ersbach og sigruðu með tveggja
marka mun, 30-32, en í hálfleik
var staðan 13-16 fyrir Minden.
Gústaf Bjarnason skoraði fjögur
mörk i leiknum en markahæstur
var Duschebajew með átta mörk.
Ekki gengur vel hjá Róbert
Durnona og félögum hans í
Nettelstdt en liðið lá á heima-
velli fyrir Grosswaldstadt. 23-30.
Duranona skoraði fjögur mörk
og komu þrjú þeirra úr vítaköst-
um. Hann lék lungann úr
leiknum.
Guðmundur Hrafnkelsson og
samherjar í Nordhorn töpuðu
fyrir Bad Schwartau í Lúbeck,
22-20, og færðust fyrir vikið neð-
ar á töfluna. Liðið hefur leikið
færri leiki en önnur lið í deild-
inni. Guðmundur Hrafnkelsson
stóð í markinu í 30 mínútur
Patrekur Jóhannesson skoraði
níu mörk fyrir Essen í gær í
stórsigri á Wetzlar, 36-28.
Patrekur var langbestur í liði
Essen í leiknum. Sigurður
Bjamason skoraði fjögur mörk
fyrir Wetzlar.
Frjálsíþróttakynning á Haustleikum ÍR:
Þarft framtak IR-inga
ÍR-ingar stóðu á laugardag fyrir fijálsíþróttakynningu
þar sem stærstu nöfnin í fijálsíþróttaheiminum leið-
beindu bömum og kynntu þeim hinar ýmsu greinar
frjálsra íþrótta. Meðal leiðbeinenda vom Ólympíufaram-
ir Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elísdóttir, Guðrún Am-
ardóttir og Magnús Aron Hallgrímsson, Einar Karl Hjart-
arson hástökkvari, Vigdis Guðjónsdóttir spjótkastari og
Þórdís Gísladóttir, íslandsmethafi í hástökki og þjálfari
hjá ÍR, auk annama þjálfara gestgjafánna. Var greinilegt
að þetta mæltist vel fyrir og áhuginn skein úr hverju and-
liti og áhrif þess árangurs sem fijálsíþróttafólkið hefúr
verið að ná undanfarið hafa bersýnilega vakið athygli og
em íþróttinni til góðs.
„Við vildum bjóða krökkum á höfuðborgarsvæðinu að
hitta Ólympíufarana og ákváðum að sameina keppni og
kynningu þar sem krakkamir gætu bæði keppt og feng-
ið leiðsögn hjá toppíþóttamönnum," segir Þráinn Haf-
steinsson, frjálsíþróttaþjálfari hjá ÍR. „Við höfúm fúndið
það í haust að það er mjög jákvæður andi gagnvart fijáls-
íþróttum og fleiri sem vilja prófa en áður. Fjöldi iðkenda
véltur þó á mestu á starfinu hjá félögunum, það er gmnn-
urinn. Þetta andrúmsloft sem nú er hefur þó vissulega
áhrif. Áhugabylgjan kemur alltaf í kjölfar góðs árangurs.
Sem betur fer virðist einnig sem framkvæmdir við inn-
anhússaðstöðu séu í farvatninu og ég vonast til að innan
tveggja ára getum við boðið upp á alvöru alþjóðlegt mót
innanhúss," sagði Þráinn. -ÓK
Þorey Edda Elísdottir stangarstökkvari og Sverrir Guömundsson
frjálsíþróttaþjálfari leiðbeina unga fólkinu í þeirri íþrótt sem sjálfsagt
er vinsælust hjá krökkunum um þessar mundir. DV-mynd KK
Sport
rfc* Rúnar Alexandersson:
^ ÞÝSKALAND Féll af hestinum
\ Rúnar Alexandersson tók um
Gummersbach-Minden 30-32 helgina þátt 1 fyrsta heimsbikar-
Solingen-Wallau Massenheim . 22-22 mótinu í mótaröðinni 2000-2001.
Nettelstedt-Grosswalstadt .... 23-30 Mótið fór fram í Stuttgart í
Magdeburg-Hameln 29-14 Þýskalandi. Rúnar keppti á
Bad Schwartau-Nordhorn .... 22-20 bogahesti og tvíslá á mótinu.
Willstátt-Flensburg 25-32 Rúnar stóð sig vel á mótinu og
Essen-Wetzlar 36-28 komst í úrslit á tvíslá með ein-
Hildesheim-Lemgo 19-24 kunnina 9.525. í úrslitunum fékk
Wuppertal-Dormagen 16-24 hann 9.500 og varð í sjöunda
sæti.
Magdeburg 14 11 2 1 367-279 24 Rúnar, sem hingað til hefur
Flensburg 14 10 2 2 397-340 22 verið talinn langbestur á boga-
Mssenheim 13 9 2 2 350-322 20 hestinum, hefur sýnt það undan-
Kiel 12 9 0 3 339-287 18 farið að hann er orðinn mjög
Essen 13 8 1 4 324-299 17 góður á tvíslánni líka og í raun
Schwartau 13 8 1 4 303-307 17 engu síðri því æfingin hans þar
Lemgo 12 7 2 3 291-285 16 er einnig dæmd út frá 10,0. Þar
Grosswalds. 13 7 2 3 320-314 15 gekk hins vegar ekki allt upp að
Nordhorn 12 6 2 5 313-271 14 þessu sinni og Rúnar féll einu
Gummersb. 14 6 2 6 369-358 14 sinni af bogahestinum. Hann
Solingen 13 6 1 6 323-326 13 hlaut 8.475 stig fyrir æfingar sín-
Minden 13 6 1 6 336-342 13 ar en varð samt sem áður í 21.
Nettelstedt 14 6 0 8 348-371 12 sæti af 27. keppendum.
Eisenach 14 4 2 7 317-325 10 Um næstu helgi verður svo
Hameln 14 4 1 9 323-356 9 síðasta heimsbikarmótið í móta-
Willstátt 12 3 2 7 298-318 8 röðinni 1999-2000 og svo er Rún-
Wetzlar 14 4 0 10 347-366 8 ar væntanlegur til íslands um
Dormagen 14 3 1 10 294-349 7 miðjan desember til þess að táka
Wuppertal 13 2 0 11 269-333 4 þátt í glæsilegri jólasýningu fim-
Hildesheim 14 1 1 12 304-384 3 leikasambandsins 17. desember.
-AIÞ
Rassskelltir
- Rangers fóru á kostum og sigruðu Celtic, 5-1
Skosku meistararnir í knatt-
spyrnu, Glasgow Rangers, léku
erkifjendurna og nágranna sína í
Celtic sundur og saman í viðureign
liðanna á Ibrox í gær. Rangers, sem
ekki hafa þótt sannfærandi í vetur,
sýndu loksins klærnar og sigruðu
5-1 eftir aö staðan í hálfleik var
jöfn, 1-1. Þrátt fyrir ósigurinn hefur
Celtic sex stiga forystu í efsta sæt-
inu. Celtic hafði fyrir leikinn ekki
tapað í 16 leikjum í röð en þetta var
fyrsti tapleikur liðsins á þessu
tímabili.
Tore Andre Flo, sem Rangers,
keyptu fyrir helgina frá Chelsea,
skoraði mark í fyrsta leik sínum.
Hin mörkin fyrir Rangers skoruðu
þeir Barry Ferguson, Ronald
de Boer, Leronzo Amoruso og
Michael Mols. Henrik Larsson
skoraði eina mark Celtic og
var þetta 18. mark hans fyrir
félagið í vetur.
Úrslit i öðrum leik urðu þau
að Aberdeen og Motherwell
gerðu jafntefli, 3-3, Dundee
United vann Dunfermline, 3-2,
og var þetta fyrsti sigur liðsins
í vetur. Hearts vann Dundee,
3-1, og St. Mirren og Hibernian
gerðu jafntefli, 1-1.
Celtic hefur 44 stig, Hiberni-
an 37 stig og Rangers eru i
þriðja sæti með 32 stig.
Barry Ferguson fagnar marki sínu gegn
Celtic í gær. Reuter
f J
É
\
V
"I
p-
*VV .
M.
Eins og skot á botninn!
Þad er óheiðaríegt og hættulegt að nota lyf til að
bæta íþróttaárangur. Viftu taka siíka áhættu?